Morgunblaðið - 05.03.2014, Side 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014
Aðgengi fyrir alla!
PI
PA
R
\T
BW
A
•
SÍ
A
•
13
23
05
Stofnanir
Skólar
Heimili
Fyrirtæki
Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík
Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is
Lausnir í lyftumálum
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Lulu, femme nue, nýjasta kvikmynd
Sólveigar Anspach, hefur verið gríð-
arvel sótt í Frakklandi. Í gær höfðu
433.470 miðar verið seldir á myndina
frá frumsýningardegi, 22. janúar,
skv. tölum frá fyrirtækinu sem dreif-
ir henni, Le
Pacte.
Sólveig er að
vonum í skýj-
unum yfir þessum
góðu viðtökum og
spurð að því hvort
slík aðsókn sé al-
geng á sjálf-
stæðar, franskar
kvikmyndir í
ódýrari kantinum
segir hún það alls ekki vera. Þær nái
kannski 250 þúsund gestum en alls
ekki yfir 400 þúsund. „Ég gerði
myndina fyrir 1,5 milljónir evra (um
233 milljónir kr., innsk.blm.) og það
þýðir að fólkið sem dreifir myndinni
mun græða heilmikið á henni,“ segir
Sólveig. Hún segir erfitt að berjast
við stóru kvikmyndirnar, þær sem
gerðar séu fyrir himinháar upphæðir
því þær séu sýndar í 5-900 sölum og
miklir peningar séu lagðir í að kynna
þær. „Litlu“ myndirnar, myndir á
borð við Lulu, femme nue, séu sýnd-
ar í þeim fáum sölum sem eftir eru.
En hvernig hafa gagnrýnendur
tekið myndinni?
„Allir dómar hafa verið frábærir,
enginn slæmur. Það sama átti við um
Queen of Montreuil en sú mynd var
sennilega of „klikkuð“ fyrir almenn-
ing,“ svarar Sólveig.
Ástæðurnar margar
-Hvað heldur þú að valdi þessum
miklu vinsældum Lulu?
„Í fyrsta lagi gerði ég tvær kvik-
myndir á einu ári og held að blaða-
menn hafi verið mjög forvitnir um þá
seinni, þeim líkaði vel við þá fyrri. Í
öðru lagi er handritið aðlögun teikni-
myndasögunnar Lulu, femme nue,
sem er mjög vinsæl í Frakklandi,
hefur selst í yfir 700 þúsund eintök-
um. Svo er það auðvitað leikarahóp-
urinn og þá einkum Karin Viard.
Hún er ein af fimm vinsælustu leik-
konum Frakklands og fólk beið eftir
því að við störfuðum aftur saman,
hún fór með aðalhlutverkið í Haut les
Coeurs, Hertu upp hugann, sem við
tókum fyrir 14 árum. Myndin var
sýnd á Cannes og það seldust 222
þúsund miðar sem er mikið fyrir
fyrstu kvikmynd leikstjóra. Hún hef-
ur líka verið sýnd margoft í sjónvarpi
hér í Frakklandi og fólk kannast við
hana. Karin hefur leikið í fleiri en 50
kvikmyndum og hlaut César-
verðlaunin fyrir þessa mynd sem
besta leikkonan. Í gagnrýni (um
Lulu, femme nue) var bent á að hún
væri aldrei eins góð og þegar hún
léki fyrir mig. Vinsældirnar má líka
þakka myndinni sjálfri, hvað fólk
hefur um hana að segja þegar það
kemur út úr bíósölunum: „Þessi
mynd lætur þér líða vel, gerir þig
hamingjusaman,“,“ segir Sólveig.
Hún viti líka til þess að fólk
hafi séð myndina oftar en einu
sinni. Góða aðsókn megi því
vissulega þakka lofsamlegum
ummælum fólks um hana og
myndin haldi sínu striki þrátt fyr-
ir að 18 kvikmyndir eða þar um
bil séu frumsýndar í hverri viku í
Frakklandi.
Sólveig segist að lokum afar þakk-
lát fyrirtækinu Le Pacte sem dreifir
myndinni. Stjórnendur þess hafi
haft mikla trú á myndinni frá upp-
hafi og það hafi skilað sér í vin-
sælustu kvikmynd hennar til
þessa.
Vinsælasta kvikmynd
Sólveigar til þessa
Aðsókn að Lulu, femme nue, kvikmynd Sólveigar Anspach, hefur verið með
ólíkindum góð í Frakklandi Yfir 433.000 miðar seldir frá frumsýningardegi
Vinsæl Claude Gensac og Karin Viard í Lulu, femme nue. Sólveig segir Viard eina vinsælustu leikkonu Frakka.
Tríó saxófónleikarans Sigurðar
Flosasonar kemur fram á tón-
leikum Jazzklúbbsins Múlans á
Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 21.
Söngkonan Ragnheiður Gröndal og
söngvarinn Björn Jörundur Frið-
björnsson verða sérstakir gestir á
tónleikunum. Fluttur verður „blús-
mettaður djass í takt við fyrri að-
gerðir Sigurðar á sama sviði, sam-
anber plöturnar Bláir skuggar,
Blátt ljós og hina nýútkomnu Blátt
líf“, eins og segir í tilkynningu. Um
lagatexta segir þar að þeir séu á
mörkum hins boðlega, yfirfullir af
ónáttúru, pólitískum misskilningi
og rangstæðri rómantík. Auk Sig-
urðar skipa tríóið Þórir Baldursson
á Hammond-orgel og Einar Schev-
ing á trommur. Ragnheiður og
Björn Jörundur munu flytja nýleg
lög og texta eftir Sigurð á tónleik-
unum. Múlinn er samstarfsverkefni
Félags íslenskra hljómlistarmanna
(FÍH) og Jazzvakningar og heitir í
höfuðið á djassgeggjaranum Jóni
Múla Árnasyni sem var heiðurs-
félagi og verndari Múlans.
Gestur Ragnheiður Gröndal.
Blúsmett-
aður djass
Ufsilon nefnist samsýning sex
myndlistarmanna sem verður opn-
uð í dag kl. 17 í SÍM-salnum, Hafn-
arstræti 16. Sýnendur eru Emma
Heiðarsdóttir, Hrönn Gunnars-
dóttir, Magnús Skúlason, Ólöf Rún
Benediktsdóttir, Ragnheiður Maí-
sól Sturludóttir og Þorgerður Þór-
hallsdóttir. Viðfangsefni þeirra eru
m.a. vald og mannapar, skópör og
sjálfsmyndir, götóttir rammar og
stólar í Feneyjum.
Mannapar,
skópör o.fl.
Kvikmyndavefurinn The Wrap
greinir frá því að leikstjórinn Steve
McQueen, sem hlaut Óskarsverð-
launin í ár fyrir bestu kvikmynd, 12
Years a Slave, og handritshöfundur
myndarinnar, John Ridley, hafi átt í
deilum um það hver eigi heiðurinn af
handriti myndarinnar. McQueen
mun hafa krafist þess að vera titl-
aður meðhöfundur handritsins en
verið neitað um það og segir í frétt
The Wrap að kalt hafi verið milli
þeirra Ridleys upp frá því. Sem
dæmi er nefnt að McQueen hafi ekki
getið Ridleys í
þakkarræðum á
verðlaunahátíð-
um og klappað
áhugalaus þegar
Ridley hlaut
Óskarsverðlaun
fyrir besta hand-
rit byggt á áður
útgefnu verki.
Hermt er að leik-
arinn Brad Pitt, einn framleiðenda
myndarinnar, hafi þurft að stilla til
friðar í deilunni.
Deilt um verðlaunahandrit
John Ridley
Uppselt er á allar fyrirhugaðar sýn-
ingar á óperunni Ragnheiði í Eld-
borg og hefur aukasýningu verið
bætt við laugardaginn 29. mars,
vegna mikillar eftirspurnar. Óperan
var frumsýnd laugardaginn síðasta
og var flytjendum og höfundum
ákaft fagnað í lokin, gestir risu úr
sætum og klöppuðu, stöppuðu og
hrópuðu af ánægju.
Ríkarður Örn Pálsson, tónlistar-
gagnrýndi Morgunblaðsins, gaf sýn-
ingunni fjórar stjörnur og sagði um
hana í niðurlagi: „Söngstjarna
kvöldsins var þó óefað Elmar Gil-
bertsson, er opinberaði einhvern
magnaðasta óperutenór sem hér
hefur heyrzt af fádæma skýru afli og
öryggi. Smærri hlutverkin voru flest
í góðum höndum þó fæstir kæmu að
raddprýði tánum nærri Elmari er
hann hafði hælana.“
Aukasýning á Ragnheiði
Lof Friðrik og Gunnar hylltir við
lok frumsýningar á Ragnheiði.
Lulu, femme nue er
byggð á samnefndri
teiknimyndasögu Eti-
enne Davodeau og segir
af þriggja barna móður
á fimmtugsaldri sem
er vansæl í hjóna-
bandi sínu og
ákveður einn daginn
að halda á vit nýrra æv-
intýra án þess að láta
nokkurn vita. Á ferðum
sínum eignast hún nýja
vini, m.a. einsetukonuna
Marthe sem Claude
Gensac leikur.
Stungið af
NAKIN LULU
Sólveig
Anspach
Lulu í teikni-
myndasögu
Davodeau.