Morgunblaðið - 05.03.2014, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014
Þá vekur einnig athygli að í öllum sveitar-
félögunum nema Reykjavík tapar Samfylk-
ingin fylgi. Í Hafnarfirði og Kópavogi bíður
flokkurinn hreint afhroð. Er líklegt að þar
gæti m.a. áhrifa framboðs Bjartrar framtíðar.
Sveifla til Sjálfstæðisflokks í Kópavogi
Sjálfstæðismenn mega una vel við stöðu
sína í Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Á
öllum þessum stöðum bæta þeir við sig fylgi.
Í Kópavogi er stór sveifla til flokksins, fer
fylgið úr 30,2% árið 2010 í 42,2% nú. Er þetta
mikill persónulegur sigur fyrir oddvita
flokksins í bænum, Ármann Kr. Ólafsson
bæjarstjóra.
Í Reykjavík hefur Sjálfstæðisflokkurinn
ekki náð vopnum sínum. Framboðslistinn er
tilbúinn en stefnuskráin hefur ekki verið
kynnt. Eru margir orðnir langeygir eftir
henni. Hún þarf að innihalda einhver nýmæli
sem eftir er tekið ef fylgið á að fara á flug.
Samfylkingin getur glaðst yfir árangri sín-
um í Reykjavík þar sem hún hefur verið við
stjórnvölinn í samstarfi við Besta flokkinn á
þessu kjörtímabili. Hún hefur nú þrjá borg-
arfulltrúa en er spáð fjórum í síðustu könn-
un. En víðast hvar annars staðar á landinu er
flokkurinn á mikilli niðurleið. Mest er fylg-
istap flokksins í Hafnarfirði og Kópavogi.
Vinstri græn eru ekki að ná miklum ár-
angri ef marka má síðustu kannanir. Flokk-
urinn bætir að vísu við sig talsverðu fylgi á
Akureyri, en það gera einnig flestir aðrir
flokkar á kostnað Lista fólksins. Í Kópavogi
er flokkurinn á niðurleið og í Hafnarfirði
missir hann eina bæjarfulltrúa sinn, bæj-
arstjórann sjálfan. Fylgið í Reykjavík dugar
fyrir einum manni eins og áður.
Framsóknarflokkurinn bætir við sig smá-
vegis fylgi í stóru sveitarfélögunum fjórum.
En hann er þar alls staðar smáflokkur sem
hvergi fær nema einn fulltrúa mest. Í
Reykjavík er flokkurinn langt frá því að ná
inn manni.
Góður árangur nýju framboðanna
Nýju framboðin, Björt framtíð og Píratar,
koma víðast hvar vel út úr könnunum. Þó
hlýtur niðurstaðan í Reykjavík að vera
Bjartri framtíð mikil vonbrigði. Flokkurinn
nær ekki því fylgi sem Besti flokkurinn fékk
í kosningunum fyrir fjórum árum. Það veldur
því að meirihlutinn í borgarstjórn fellur að
óbreyttu. Hinn nýi oddviti, S. Björn Blöndal,
hefur greinilega ekki það persónufylgi sem
Jón Gnarr, fráfarandi borgarstjóri, nýtur. Ár-
angur flokkanna tveggja er annars athygl-
isverður í ljósi þess að víða þar sem þeir eiga
mikinn hljómgrunn hafa þeir hvorki kynnt
frambjóðendur né stefnumál.
Athyglisvert er að fylgi við Pírata er langt-
um minna á Akureyri en í Reykjavík, Kópa-
vogi og Hafnarfirði. Spyrja má hvort það
stafi af því að kjósendur þar telji ekki góða
reynslu af því að hleypa í valdastóla heilum
flokki nýliða með óljósa stefnu eins og gerð-
ist að nokkru leyti eftir að Listi fólksins vann
sinn mikla sigur fyrir fjórum árum.
Eitt af því sem skoðnakannanirnar leiða í
ljós er að svokallaðir íbúalistar sem nutu vin-
sælda í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010
eru alls staðar á undanhaldi eða að detta upp
fyrir. Nýju framboðin skáka þeim út af borð-
inu. Sums staðar, eins og í Kópavogi, er talað
um að íbúalistarnir renni inn í Bjarta framtíð.
Hugsanlega eru Björt framtíð og Píratar
að „toppa of snemma“ eins og stundum er
sagt. Kosningabaráttan er ekki hafin og
margt gæti breyst þegar allir framboðslistar
eru komnir fram og stefnuskrár hafa verið
kynntar. Ljóst er að flestir frambjóðendur
þessara flokka eru nýliðar í stjórnmálum.
Þeim gæti reynst snúið að standa sig í kapp-
ræðum við orðháka og reynslubolta gömlu
flokkanna. Eitt „slys“ í kynningarþætti í
sjónvarpi getur þannig orðið afdrifaríkt.
Þá ber að hafa í huga að ekki er víst að öll
framboð séu orðin kunn. Eftir að skoðana-
könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morg-
unblaðið lauk var tilkynnt um væntanlegt
framboð Dögunar, sem óvænt býður upp á
fyrrverandi borgarfulltrúa Vinstri grænna
sem oddvita sinn. Ekkert er enn vitað um
fylgi við þetta framboð.
Fjöldi borgar-/bæjarfulltrúa,
væri gengið til kosninga nú.
Fjöldi borgar-/bæjarfulltrúa,
eftir síðustu kosningar.
Hafnarfjörðurur
30,2%
28,1%
7,2%
9,8%
24,7%
41,4%
13,9%
14,5%
7,7%
9,5%
9,2%
3,9%
42,2%
17,3%
12,5%
9,9%
9,1%
8,5%
0,5%
Kosningar 2010
Könnun 15.-23.
janúar 2014
Könnun 18.-23.
febrúar 2014
Kosningar 2010
Könnun 6.-25.
nóvember 2013
Könnun 18.-23.
febrúar 2014
5
2
1
1
1
1
4
3
1
1
2
Sjálfstæðis-
flokkur
Samfylkingin
Framsóknar-
flokkur
Björt
framtíð
Vinstri-
græn
Píratar
Annan flokk
eða lista ?
37,2%
40,9%
7,3%
14,6%
33,6%
24,2%
19,2%
7,9%
6,4%
6,0%
2,6%
37,7%
20,9%
15,3%
9,7%
9,5%
6,3%
0,6%
5
2
2
1
1
5
5
1
Árangur Mikil fylgisaukning Sjálfstæðis-
flokksins í Kópavogi undir forystu Ármanns
Kr. Ólafssonar bæjarstjóra vekur athygli.
Nýjar kannanir Félagsvísindastofnunar
fyrir Morgunblaðið benda til þess að til
verulegra tíðinda dragi í stærstu sveitarfélögunum í kosningunum í vor. Meirihlutar falla í Reykjavík, á Akur-
eyri og í Hafnarfirði. Ný framboð Bjartrar framtíðar og Pírata eiga verulegan hljómgrunn. Sjálfstæðisflokk-
urinn er víðast hvar í sókn nema í Reykjavík þar sem hann hefur ekki náð vopnum sínum. Samfylkingin er í
niðursveiflu utan Reykjavíkur þar sem hún virðist njóta vinsælda oddvita síns, Dags B. Eggertssonar.
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
Hlé er á þingfundum á Alþingi í
þessari viku vegna nefndastarfa. Í
gær var enn óljóst hvort einhverjir
samningar væru í burðarliðnum sem
gætu skapað frið um ESB-tillögu rík-
isstjórnarinnar. Verði henni fylgt
fram af ákveðni er líklegt að deil-
urnar muni blandast inn í baráttuna
fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.
Hlynntari ESB en aðrir
Meðal sveitarstjórnarmanna eru
skiptar skoðanir um ESB-málið. Þó
virðist meira fylgi við þjóðar-
atkvæðagreiðslu um framhald ESB-
viðræðnanna meðal sveitarstjórn-
armanna í Framsóknarflokknum og
Sjálfstæðisflokknum en almennra
flokksmanna. Eins er þar meira fylgi
við aðild að sambandinu.
Þannig hefur til dæmis oddviti
sjálfstæðismanna í Reykjavík, Hall-
dór Halldórsson, lýst yfir stuðningi
við atkvæðagreiðsluna þvert á línu
flokksforystunnar. „Mín skoðun er og
hefur verið sú að ég hef viljað klára
þessar aðildarviðræður, rétt eins og
Norðmenn gerðu á sínum tíma.
Leggja niðurstöður samninga-
viðræðna, eða aðildarviðræðna, eftir
því hvað fólk vill kalla þetta, á borð
þjóðarinnar og að þjóðin fái að greiða
atkvæði um hver niðurstaðan end-
anlega verður,“ sagði Halldór í viðtali
við fréttastofu RÚV í síðustu viku.
gudmundur@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Mótmæli Áformum ríkisstjórnarinnar um að slíta formlega viðræðum við
ESB hefur verið mótmælt harðlega undanfarna daga. Spurningar hafa
vaknað um áhrif umrótsins á sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
FlexiClog er með sérhannað innlegg sem styður
við fótinn og hjálpar þannig til við að halda
líkamanum í réttri stöðu.
Verð áður kr. 12.900,- Verð nú kr. 10.320,-
FLEXI CLOG
Hágæða vinnuskór fyrir fagfólk í eldhúsi
og á heilbrigðisstofnunum
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Fastus ehf. • Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
F
A
S
TU
S
_H
_0
2.
02
.1
4
20%
afsláttur