Morgunblaðið - 05.03.2014, Qupperneq 20
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Stjórnvöld í Rússlandi gáfu í gær
lítið fyrir hótanir bandarísku
stjórnarinnar um að grípa til refsi-
aðgerða til að einangra landið vegna
deilunnar um hernaðaríhlutun
Rússa á Krímskaga.
John Kerry, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, fór til Kænugarðs í
gær og áréttaði stuðning Banda-
ríkjastjórnar við sjálfstæði og
óbreytt landamæri Úkraínu. Áður
hafði Barack Obama Bandaríkja-
forseti sakað Rússa um brot á al-
þjóðasáttmálum með hernaðar-
íhlutuninni á Krímskaga.
Bandaríkjastjórn ákvað að stöðva
samstarf, sem landið hefur haft við
Rússa í hermálum eftir að kalda
stríðinu lauk, og Obama hefur sagt
að hann sé einnig að íhuga efna-
hagslegar refsiaðgerðar til að ein-
angra Rússland vegna hernaðar-
íhlutunar landsins.
Efnahagsráðgjafi Vladímírs Pút-
íns Rússlandsforseta, Sergej Glazj-
ev, sagði að Rússar hræddust ekki
hótanir Bandaríkjastjórnar um
refsiaðgerðir. Rússar gætu svarað
með því að hætta að nota banda-
ríska dollarann í alþjóðaviðskiptum
og rjúfa öll efnahagstengsl við
Bandaríkin. „Tilraun til að grípa til
refsiaðgerða myndi leiða til þess að
fjármálakerfið í Bandaríkjunum
hryndi og binda enda á drottn-
unarvald Bandaríkjanna í fjár-
málakerfi landsins,“ sagði Glazjev.
Vildi halda sig til hlés
Stjórnmálaskýrendur segja að
deilan sé prófsteinn á pólitísk áhrif
Obama í heiminum, en hann hefur
verið sakaður um að hafa haldið illa
á spilunum í alþjóðamálum, m.a. í
Sýrlandsdeilunni þegar Pútín skaut
honum ref fyrir rass. „Ég tel að
Obama standi nú frammi fyrir al-
varlegustu krísu í alþjóðamálum frá
því að hann varð forseti,“ hefur
fréttaveitan AFP eftir Nicholas
Burns, fyrrverandi sendiherra
Bandaríkjanna hjá Atlantshafs-
bandalaginu. „Ég tel að flestir Evr-
ópubúar og Bandaríkjamenn séu
sammála um að þetta sé alvarleg-
asta ógnin við öryggi Evrópu frá því
að kalda stríðinu lauk.“
Flestir stjórnmálaskýrendur á
Vesturlöndum telja að NATO beri
ekki skylda til að vernda Úkraínu
og að það sé nánast óhugsandi að
Bandaríkin beiti hervaldi til að
verja landið, að sögn fréttaskýr-
anda AFP.
Margir evrópskir stjórnarer-
indrekar telja að Bandaríkjastjórn
hafi haldið að sér höndum of lengi í
Úkraínumálinu og látið Evrópu-
sambandið um að leysa vandann, að
því er fram kemur í frétt The Wall
Street Journal. Blaðið hefur eftir
bandarískum embættismönnum að
sú ákvörðun stjórnar Obama að láta
ESB um málið sé í samræmi við þá
stefnu forsetans í utanríkismálum
að láta erlenda bandamenn leggja
meira af mörkum við lausn al-
þjóðlegra deilumála en áður. Það
geri Bandaríkjastjórn kleift að ein-
beita sér að vandamálum heima fyr-
ir eftir mjög kostnaðarsaman
stríðsrekstur í forsetatíð George W.
Bush.
Að sögn The Wall Street Journal
töldu fáir bandarískir embætt-
ismenn að stjórnin í Washington
ætti að gegna forystuhlutverki í
Úkraínumálinu vegna þess að það
væri meira í húfi fyrir ESB og
Rússa en Bandaríkin. Stjórn
Obama hefði ákveðið að halda sig til
hlés í málinu vegna þess að hún
hefði haft áhyggjur af því að ef
Bandaríkin beittu sér fyrir aðild
Úkraínu að Evrópusambandinu
myndu Rússar líta á það sem lið í
tilraunum bandaríska stórveldisins
til að koma í veg fyrir þann draum
Pútíns að byggja upp nýtt rúss-
neskt heimsveldi.
Greinir á um refsiaðgerðir
EPA
Sérsveitarmaður? Vopnaður maður í herbúningi, að öllum líkindum rússneskur hermaður, á varðbergi fyrir utan úkraínska herstöð á Krímskaga.
ESB-ríki deila um hvort beita eigi Rússland viðskiptaþvingunum Rússar gefa lítið fyrir hótanir
Obama Evrópskir stjórnarerindrekar telja að stjórn Obama hafi haldið að sér höndum of lengi
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014
Movie Star hvíldarstóll
Verð 439.000,-
Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is
Nýtt vitni í morðmálinu gegn Oscar
Pistorius segist hafa vaknað við rifr-
ildi í húsi hans um kl. tvö um nóttina
hinn 14. febrúar í fyrra.
Vitnið er nágranni Pistorius, Es-
telle Van Der Merwe. Hún segir að
rifrildið hafi staðið í um klukku-
stund. Í kjölfarið hafi hún heyrt
fjögur hávær hljóð hvert á eftir
öðru.
Í fyrsta sinn í sögu Suður-Afríku
er sjónvarpað beint frá réttar-
höldum. Sum vitni hafa þó óskað eft-
ir því að vera ekki í mynd, m.a. Van
Der Merwe. Hún svaraði spurn-
ingum saksóknarans í málinu sem
heldur því fram að Pistorius hafi
myrt unnustuna Reevu Steenkamp
að yfirlögðu ráði. Van Der Merwe
segist hafa orðið pirruð vegna há-
vaðans og sett kodda yfir höfuðið og
vonast til þess að sofna aftur. Hún
segist ekki hafa heyrt orðaskil í rifr-
ildinu.
Annar nágranni Pistorius, sem
kom fyrir dóminn í gær og í fyrra-
dag, segist hafa heyrt öskur og skot-
hvelli úr húsi hans.
EPA
Á sakamannabekk Oscar Pistorius (t.v.) fyrir rétti í Pretoríu í gær.
Vitni segir parið hafa
rifist í klukkustund
Nágranni vaknaði við rifrildi
Skotið að hermönnum
» Hópur Rússa skaut í gær
viðvörunarskotum að úkra-
ínskum hermönnum á herflug-
velli í Belbek, nálægt herstöð
Rússa í Sevastopol.
» Hermt er að rússneskt skip
hafi stöðvað tvö úkraínsk her-
skip í höfninni í Sevastopol.
Rússneskir hermenn höfðu áð-
ur umkringt úkraínskar her-
stöðvar í Krím.