Morgunblaðið - 05.03.2014, Síða 36

Morgunblaðið - 05.03.2014, Síða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þig langar að gera eitt en aðstæður kalla á annað. Mundu bara að frelsi þitt endar þar sem frelsi annarra tekur við. 20. apríl - 20. maí  Naut Varastu allan oflátungshátt í garð sam- starfsmanna þinna, þótt þú hafir á réttu að standa í þetta skiptið. Þig langar meira til að skemmta þér en sinna skyldum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Lísa í Undralandi kennir manni að það útheimti þjálfun að trúa á hið ómögu- lega. Breytingar þurfa að leiða til ávinnings, annars eru þær ekki til neins. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Notaðu hvert tækifæri sem þú færð til þess að tjá þig í rituðu máli. Ekki vera of fljót/ur á þér að játast verkefnum og fólki, því það á eftir að éta upp allan þinn tíma. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert að læra að vera þakklát/ur fyrir það sem ástvinir færa þér í lífinu. Ef eitthvað fer í taugarnar á þér er það leti. Þér finnst erfitt að segja nei. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að stíga skrefið til fulls ef þú vilt að hjólin fari að snúast þér í hag. Lyftu þér upp í kvöld. Þú ættir að setja heilsu þína í fyrsta sæti. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er kominn tími til þess að þú dragir þig í hlé frá ákveðnum málum og leyfir öðrum að taka við. Einhleypir hitta ákjósanlega maka á óvenjulegum stað. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er oft lærdómsríkt að vera baksviðs og fylgjast með því sem gerist á bak við tjöldin. Notfærðu þér þetta og svo kemur sá dagur síðar, að þú réttir einhverjum öðrum hjálparhönd. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú kynnist manneskju, líklega meyju eða vog, og sambandið þróast út í að verða meira. Lausn vandamála á að vera for- gangsmál hjá þér í dag. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver löngu liðinn atburður set- ur svip sinn á daga þína. Ef þú setur þér markmið nærðu að minnsta kosti að gera eitthvað meiriháttar, sem er dýrmætt út af fyrir sig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vertu ekki of gráðug/ur því marg- ur verður af aurum api. Gættu þess að stíga á bremsurnar svo þú farir ekki of hratt upp til- finningaskalann. 19. feb. - 20. mars Fiskar Blandaðu geði við skemmtilegt fólk. Hugsaðu stórt en byrjaðu smátt og umfram allt skipuleggðu tímann eins vel og þú getur. Höskuldur Einarsson á Vatns-horni orti þegar hann kom til sonar síns Einars á Mosfelli: Þegar mín er gróin gröf og grasið vaxið kringum hlotnast mér sú góða gjöf að gleyma Húnvetningum. Séra Hjálmar Jónsson rifjar upp um Höskuld: „Ég kynntist Höskuldi frænda mínum af Reykjahlíðarætt þegar hann flutti til Húnvetninga og var ýmist hjá Einari syni sínum og fjölskyldu á Mosfelli eða hjá Sig- ríði dóttur sinni og fjölskyldu henn- ar á Kagaðarhóli. Við hittumst oft á þeim árum en þegar ég sótti um Sauðárkróksprestakall leist honum ekki vel á það og orti: Enga sá ég á þér nauð er þú hérna tafðir. Og er nú þetta betra brauð en brauðið sem þú hafðir?“ Þessa vísu ritaði guðfræðineminn Hjálmar Jónsson í gestabók sókn- arprestsins í Hvanneyrarpresta- kalli 16. nóvember 1974 eigin hendi: Skepnur við hann vonir bindur vafalaust ég tel að sambýlið við kýr og kindur klerkum henti vel. Helgi Zimsen orti á hagyrð- ingamóti í Kennaraháskólanum: Elliglöpin eru mér einhver svona gletta: Horfa í spegil, heilsa sér og hugsa, kvur er þetta …? Ármann Þorgrímsson yrkir um ættarfylgjur. Fyrst er það Háls- skorni Fúsi: Fyrstan skal í fríðum hópi Fúsa telja Tók hann líf af sjálfum sér síðan fylgir okkur hér. Þá Þorgeirsboli: Ömmu fylgdi alltaf, sagður ættar- draugur Heyrast enn við Eyjafjörð öskur svo að skelfur jörð. Loks Gunnlaugur hundi: Frá Langanesi leið hans forðum lá í vestur Kominn hingað aftur er enn á lífi og fylginn sér. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af prestum, elliglöpum og ættarfylgjum Í klípu „GALLINN VIÐ SVONA BJÖRGUNAR- AÐGERÐIR ER AÐ MAÐUR FÆR EKKI AÐ GLEYMA ÞEIM SVO GLATT.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „KRISSA, SKILDIR ÞÚ ÞETTA DRASL EFTIR Á SKRIFBORÐINU MÍNU?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þið standið saman. Fangelsisstjóri SÁ YKKAR SEM EKKI HEFUR HUGREKKI OG KJARK TIL AÐ MÆTA ATLA HÚNAKONUNGI, OG STRÍÐSMÖNNUM HANS ... ... STÍGI TVÖ SKREF FRAM! ÞETTA ERU MIKLU FLEIRI EN TVÖ SKREF! HVAÐ SEGIRÐU, HEIÐA? HATARÐU MIG MEÐ HVERRI EINUSTU FRUMU Í LÍKAMANUM? ÞAÐ ER SENNILEGA EKKI GOTT. FER EFTIR ÞVÍ HVAÐ FRUMURNAR ERU MARGAR. Víkverja var brugðið þegar hanngekk út um dyrnar hjá sér í gærmorgun og á honum skall eitt- hvað blautt og kalt. Forviða leit hann í kringum sig og liðu nokkur augnablik áður en rifjaðist upp fyrir honum að þetta væri rigning. Eftir þurrka undanfarinna vikna kom rigningin Víkverja í opna skjöldu. x x x Víkverji er sérlegur aðdáandisprengidags og getur hámað í sig saltkjöt og baunir frá morgni til kvölds. Í gær fékk hann saltkjöt og baunir í hádegis- og kvöldmat og var saddur og sæll. Að ári ætlar hann að heimta saltkjöt og baunir líka í morgunmat. x x x Flosi Ólafsson heitinn setti eitt sinnfram uppskrift að saltkjöti og baunum. Hann byrjaði á að fara út í búð og kaupa saltkjöt, baunir og róf- ur. Síðan fór hann til tengdamömmu og bað hana að elda. x x x Víkverji kann reyndar einnig velað meta bolludaginn. Hann byrjar á að taka forskot á bolludag- inn helgina áður með því að borða sem mest af bollum og svo notar hann bolludaginn sjálfan til að vinna upp forskotið. Yfirleitt ná endar saman í dagslok. x x x Víkverji getur ekki sagt að hannlifi sig inn í óskarsverðlaunahá- tíðina og kýs frekar að sofa en að vaka fram á morgun yfir stjörnuf- ansinum í Kaliforníu. Hann hafði séð eitthvað af myndunum, sem voru til- nefndar, en þær reyndust ekki sig- ursælar fyrir utan myndina Þræll í 12 ár. Keníska leikkonan Lupita Nyong’o vakti sérstaka hrifningu Víkverja. Nyoung’o hefur ekki mikla reynslu af kvikmyndaleik, en hún fór á kostum í myndinni í afar erfiðu hlutverki og Víkverja kom ekki á óvart að hún skyldi tilnefnd til verð- launanna fyrir bestan leik í auka- hlutverki. Þegar hún síðan fékk verðlaunin hugsaði Víkverji með sér að þeim væri ekki alls varnað í Hollywood þegar öllu væri á botninn hvolft. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) GJÖRIÐ SVO VEL!Hafðu það hollt í hádeginu HAFÐU SAMBAND OG FÁÐU TILBOÐ! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður starfsfólki fyrirtækja hollan og næringaríkan mat í hádegi. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims. mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.