Morgunblaðið - 05.03.2014, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Skip af ýmsum stærðum og gerðum
hafa týnt tölunni hjá Furu ehf. í
Hafnarfirði síðustu ár. Síðast til að
vera dæmt til niðurrifs er Humar-
skipið, sem um tíma var notað sem
veitingahús í Suðurbugtinni í
Reykjavík. Það mátti sannarlega
muna sinn fífil fegri, en áður bar það
meðal annars nöfnin Árnes, og var
m.a. notað til hvalaskoðunar og í
veisluferðir, og Baldur og sigldi þá
um Breiðafjörðinn með fólk og fragt.
Faxaflóahafnir eignuðust Humar-
skipið á uppboði fyrir nokkru og dró
dráttarbáturinn Magni það frá
Reykjavík til Hafnarfjarðar á laug-
ardag. Upphaflega fékk Humar-
skipið aðstöðu til bráðabirgða í Suð-
urbugt í gömlu höfninni í Reykjavík
2001. Byggt var ofan á skipið fyrir
nokkrum árum. Það var smíðað fyrir
útgerð flóabátsins Baldurs í Kópa-
vogi 1966 og var sjötti báturinn sem
nefndur var Baldur. Sá sjöundi er í
siglingum sem Breiðafjarðarferjan
Baldur.
Haraldur Þór Ólason, fram-
kvæmdastjóri Furu ehf., segir að
byrjað verði á vinnu við Humar-
skipið um miðjan mánuðinn. „Fyrst
klárum við að rífa stóran rússneskan
togara, sem við höfum unnið við í
rúma þrjá mánuði. Þá kemur að því
að brjóta Humarskipið niður, klippa,
flokka og gera klárt til flutnings til
Sevilla á Spáni. Þar verður stálið
endurbrætt og kemur hugsanlega til
Íslands aftur í allt öðru formi,“ segir
Haraldur.
Hann segir að nóg hafi verið að
gera hjá Furu síðustu tvö árin, en
Humarskipið er fimmta skipið sem
fer í brotajárn hjá Furu á þeim tíma.
Á undan rússneska togaranum hafi
stór kanadískur togari verið rifinn,
þar áður Karlsey BA, sem notuð var
á vegum Þörungaverksmiðjunnar á
Reykhólum, og þar áður 200 tonna
fiskibátur. Á um 20 árum hafi Fura
rifið niður um 20 skip. Ýmislegt sé á
döfinni, m.a. hugsanlega niðurrif á
öðrum rússneskum togara.
Nafn fyrirtækisins, Fura ehf., er
sótt í upprunalegt verksvið fyrir-
tækisins sem var byggingaverktaka
ýmiss konar. Frá 1993 hafa flest
verkefnin tengst málmendurvinnslu.
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson
Árnes Skipið var meðal annars notað til veisluferða um Sundin fyrir utan Reykjavík og í hvala-
skoðunarferðir í Faxaflóa. Þar áður sigldi það sem flóabáturinn Baldur um Breiðafjörð.
Humarskipið bútað niður í brotajárn
Starfsmenn Furu rífa skipið, flokka stálið og gera klárt til útflutnings Fimm skip á tveimur árum
Morgunblaðið/Golli
Humarskipið Um tíma var veitingahús rekið um borð og var skipið fest við land með stálbitum.
Eftir breytingar fyrir nokkrum árum var spurt undir hvaða yfirvöld breytingarnar heyrðu.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Fyrstu heimildir um það sem senni-
lega voru inflúensufaraldrar hér á
landi finnast í annálum frá 18. öld. Í
þeim eru lýsingar á farsóttum sem
líkjast mjög inflú-
ensu en ekki var
talað um inflú-
ensu heldur um
landfarsótt eða
lungnabólgu-
faraldur að sögn
Magnúsar Gott-
freðssonar, pró-
fessors í smit-
sjúkdómum og
yfirlæknis á
Landspítalanum.
„Svo kom Rússaflensan svokall-
aða árið 1890 og var býsna skæð en
ekki jafn skæð og Spænska veikin
árið 1918,“ segir Magnús en hann
hélt fyrirlestur í Hannesarholti í
gærkvöldi um inflúensu. „Snemma á
20. öldinni kom það fyrir að flensan
barst ekki hingað til lands því sam-
göngur voru mjög strjálar, það gátu
komið tvö til þrjú flensulaus ár en
eftir um 1930 barst hún nánast und-
antekningarlaust ár hvert.“
Inflúensa kemur fyrst fyrir í
ítölskum heimildum árið 1743 og
dregur heiti sitt af orðinu influentia
sem þýðir áhrif. „Menn settu þennan
faraldur í samhengi við áhrif him-
intungla, að staða þeirra og áhrif
væru þess valdandi að það kæmi allt-
af þessi árstíðabundna svæsna
veiki,“ segir Magnús.
Kemur alltaf ár hvert
Inflúensuveirum er skipt í A og B
flokk en inflúensa A er algengust.
Algengust er árstíðabundin flensa.
„Síðan eru fjöldamörg önnur af-
brigði, þ.á.m. svínaflensa og fugla-
flensa sem eru miklu svæsnari. Þeg-
ar fram koma nýir stofnar af
inflúensuveirum sem fólk hefur ekki
verið útsett fyrir áður er hætta á
heimsfaröldrum og afleiðingar
þeirra geta verið mjög alvarlegar.“
Magnús segir tímasetningu inflú-
ensufaraldra minna á gangverk í
klukku, því hún kemur á svipuðum
tíma ár hvert. „Það eru sjálfsagt
margar ástæður fyrir því, sumir
segja það tengjast minni ónæmisvið-
brögðum á þessum árstíma en aðrir
þættir hafa verið nefndir til sögunn-
ar. Besta ráðið við flensu er að láta
bólusetja sig og huga að handþvotti
og almennum fyrirbyggjandi að-
gerðum.“
Ekki er hægt að koma í veg fyrir
að flensan komi ár hvert og Magnús
segir það öruggt að mjög skæðir
flensufaraldrar muni koma upp með
reglulegu millibili. „Spurningin er
aðeins hversu langt líður á milli
slíkra faraldra. Þessar veirur eiga
uppruna sinn í dýraríkinu og við get-
um lítið stjórnað því hvað er að ger-
ast þar. Í raun má segja að með vax-
andi mannfjölda og ferðalögum, þar
sem tækifærum fjölgar fyrir veiruna
að berast milli dýra og síðan í menn,
þá fari þessi atburðarás að spólast
hraðar. Svona farsóttir eru óumflýj-
anlegar en við erum miklu betur
undir þær búin en áður, því við erum
með öflugar vöktunarstöðvar og
þéttriðið net rannsóknastofnana.
Flensan fer um núna á meiri hraða
en að sama skapi hefur viðbragðs-
tíminn styst vegna tækninnar. Það
skiptir máli að vakta stöðuna og sér-
staklega á þeim stöðum þar sem
nýju afbrigðin hafa komið fram sem
er í Kína og Suðaustur-Asíu.“
Ný flensuveira kom fram í Kína í
fyrra. Um er að ræða skæða fugla-
veiru sem berst í menn og nefnist
H7N9. „Þessi veira er áhugaverð því
hún veldur engum einkennum í fugl-
um og því er erfitt að vakta hana.
Meira en 200 manns hafa greinst
með H7N9 og dánartíðni þeirra er
33% sem er afar hátt. Það er samt
erfitt að spá því hvort þessi veira
muni valda næsti heimsfaraldri enda
stöðugt að koma fram ný afbrigði,“
segir Magnús.
Inflúensan eins og
gangverk í klukku
Á sama tíma ár hvert H7N9 er nýjasta flensuveiran
AFP
Inflúensa Besta ráðið gegn flensu er handþvottur og að láta bólusetja sig.
Magnús
Gottfreðsson
Áhugi er á því að hefja versl-
unarrekstur að nýju á Eyrarbakka, í
kjölfar þess að söluskálanum Vest-
urbúð þar í bæ var lokað sl. mánudag.
Þeir sem að rekstrinum hafa staðið
segja ekki grundvöll fyrir starfsemi.
Skiluðu því lyklum til Olís, sem á
verslunarhúsið og bensíndælurnar.
„Nokkrir hafa sett sig í samband
og vilja hefja starfsemi. Áhugi okkar
er gagnkvæmur og við munum liðka
til eftir megni svo þessi áform geti
orðið að veruleika. Ég vonast til þess
að gengið verði á næstu dögum frá
samningum um að rekstur hefjist að
nýju,“ segir Sigurjón Bjarnason
rekstrarstjóri hjá Olís.
Eyrarbakki var forðum helsti
verslunarstaður
landsins og fjöldi
búða þar. Margt
hefur breyst í tím-
ans rás. „Eldra
fólkið hefur verið
tryggir við-
skiptavinir, en
það dugði ekki til.
Þá hafa ferða-
menn lítið sótt í
verslunina. Því
var ekki annað í stöðunni en loka,“
segir Agnar Bent Brynjólfsson fv.
Bakkakaupmaður. Hann ætlar nú
ásamt félaga sínum Finni Kristjáns-
syni, að einbeita sér að rekstri að
Borg í Grímsnesi. sbs@mbl.is
Aftur verslun á
Eyrarbakka
Vesturbúð var lokað í vikunni Ný-
ir vilja leigja Olís ætlar að liðka til
Sigurjón
Bjarnason
Reykjavíkurskákmótið hófst í gær í Hörpu. Skákmótið fagnar í ár hálfrar
aldar afmæli en fyrsta mótið fór fram í Lídó árið 1964. Hér má sjá Dag B.
Eggertsson, formann borgarráðs, hefja leik með að færa kóngspeð um tvo
reiti í leik þeirra Arkadijs Naiditsch, stigahæsta skákmanns mótsins, og
Guðlaugar Þorsteinsdóttur, FIDE-meistara kvenna.
Reykjavíkurskákmótið stendur til 12. mars og heiðursgestur verður
sjálfur Garry Kasparov.
Morgunblaðið/Ómar
Teflt á tvær hættur