Morgunblaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Ég kynntist Gunnari fyrir um það bil tveim ára- tugum í gegnum áhuga okkar á tennisíþróttinni. Við vorum saman í hópi manna sem hittust tvisvar til þrisvar í viku til að æfa og spila tennis. Við vorum meðal þeirra sem höfðu hvað mestan áhuga og besta mæt- ingu og höfum því hist næstum vikulega öll árin fyrir utan ca einn mánuð á ári þegar hann fór til að heimsækja syni sína í Gunnar Daníel Lárusson ✝ Gunnar DaníelLárusson fæddist 6. maí 1930. Hann lést 2. febrúar 2014. Útför Gunnars fór fram 24. febrúar 2014. Bandaríkjunum. Gunnar byrjaði að spila tennis langt á undan okkur hinum en hann spilaði fyrst sem ungling- ur á Melavellinum gamla, á velli sem hermenn bjuggu til ca. 1940 í seinna stríði. Gunnar var vandaður maður. Hann stóð fastur á sínu, fylginn sér, vildi helst ekki tapa leik en var þó ekki tapsár. Hann reyndist traustur og hollur vin- ur. Hann gat verið stríðinn og glettinn – þótti gaman ef honum tókst að ná skotum í leik sem komu mótspilara úr jafnvægi. Hann tók gagnrýni vel og tók það ekki illa upp þó menn reyndu að gera grín að honum en við kölluðum spaðann hans forngrip og uppáhaldsboltarnir hans voru kallaðir Melavallar- boltar. Gunnar var með eignin verk- fræðistofu lengi. Honum þótti gott að vinna einn á stofunni í ró og næði. Þegar ég fór í heim- sókn mætti manni sterkur vindlakeimur við inngöngu á skrifstofuna en hann hætti reykingum síðustu árin, held ég. Hann veiktist af krabba- meini fyrir nokkrum árum og eftir stóran uppskurð ákvað hann að loka skrifstofunni. Ég bauðst til að hjálpa við flutning á húsgögnum og tækjum þegar tæma átti skrifstofuna. Þá voru nokkrir dagar liðnir frá því hann kom heim af sjúkrahúsinu eftir uppskurðinn. Ég taldi að hann ætti ekki að bera neitt, nýkominn úr uppskurði en hann sagði það væri nú í lagi með sig. Við bárum þá saman þung borð og annað upp og niður stiga. Mér þótti nóg um en hann kveinkaði sér ekki. Og alltaf byrjaði hann strax að spila tennis þótt hann væri nýkominn af sjúkrahúsum. Eftir að hann lokaði skrifstofunni kom hann vikulega í heimsókn til mín á skrifstofuna, yfirleitt á sama degi og á sama tíma beint úr sundi. Ef hann kom ekki vissi maður að eitthvað var að heils- unni. Á síðasta ári versnuðu veik- indin og hann fór að missa kraft og jafnvægi. Honum þótti bölv- anlegt þegar hann byrjaði að missa af boltanum vegna þess að hendur og fætur vildu ekki hlýða eins og áður. Tennismenn hafa spurt mikið um Gunnar síðan hann hætti að mæta hjá okkur og hann er okkur mikill missir. En ég veit að hann fékk mikinn stuðning og gleði frá fjölskyldu sinni, dvaldi löngum hjá Ragnhildi dóttur sinni og börnum hennar og talaði oft um syni sína sem búa í Ameríku. Ég samhryggist innilega dóttur hans og sonum, konu og barnabörnum. Ægir Breiðfjörð. Þá er hún látin hún Fríða systir mín. Hún var elst af sex systkinum sem öll fæddust og ólust upp á Geirmundarstöðum í Dalasýslu á fyrri hluta síðustu aldar. Þær eru þá báðar farnar til annarra stranda þessar elskulegu systur mínar. Brynhildur systir okkar lést árið 2012 tæplega 81 árs. Bless- uð sé minning hennar. Í tæp sjö ár naut ég þess að vera yngstur systkinanna. Yngsti bróðirinn, Haraldur, er tæpum sjö árum yngri en ég. Það var því þessi elskulega systir mín sem pass- aði mig og leiddi á fyrstu árum ævi minnar. Það var gott að halda í höndina á henni Fríðu þegar maður var að staulast af stað í lífsgönguna. Fríða var alltaf góð og skemmtileg og óskaplega hláturmild og þeim eiginleika hélt hún til hinstu stundar. Hún var mjög bókhneigð alla tíð og þegar hún var unglingur sat hún við útvarpið og lærði allt sem þar var í boði, þá voru margar námsgreinar kenndar í útvarpinu, hún átti mjög létt Hólmfríður Finnsdóttir ✝ HólmfríðurFinnsdóttir fæddist 26. maí 1927. Hún lést 23. febrúar 2014. Útför Hólmfríðar fór fram 28. febrúar 2014. með að læra og ég held að hún hefði farið létt með að ganga mennta- brautina ef hún hefði valið að fara þá leið. Á æskuheimili okkar var mikið spilað og oftast spiluð vist, þá hafði hún alltaf bók við höndina og las á meðan verið var að gefa í næsta spil og þá þurfti stundum að ýta við henni þegar hún átti að láta út ef hún var með spennandi bók við höndina. Fríða fór úr föðurgarði um tvítugt, fyrst fór hún í kvenna- skóla á Löngumýri, síðan lá leið hennar til Reykhóla þar sem hún kynntist lífsförunaut sínum honum Ingólfi Pálssyni. Þau hófu búskap í Straum- fjarðartungu og bjuggu þar í rösk fjörutíu ár og ólu upp níu mannvænleg börn. Það var mik- ill harmur þegar þau misstu elsta son sinn hann Braga í sjó- slysi, en æðruleysi og létt lund hjálpuðu henni systur minni þá eins og oft endranær. Fríða dvaldi síðustu æviár sín á dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi og naut þar einstak- lega góðrar umönnunar hjá frá- bæru starfsfólki. Við Halli bróðir komum til hennar viku áður en hún lést, þá var ljóst hvert stefndi, það var samt stutt í glaðværðina og húmorinn þótt hún ætti erfitt með að tala. Ég votta börnum hennar og öllum afkomendum mína inni- legustu samúð. Far þú í friði elsku systir, minning þín lifir í hjörtum okk- ar. Finnur Kristján Finnsson. Það er gott að eiga systkini, ekki síst eldri systkini, sem styðja og styrkja hvert annað og ekki síst það yngsta. Þeirrar gæfu varð ég aðnjótandi. En að eiga systur eins og hana Fríðu eru forréttindi. Fram á síðasta dag tókst henni að gefa af sér gleði og jákvæðni þannig að ómögulegt var annað en fara ríkari og glaðari af hennar fundi. Hún var ótrúlega auðug kona af einhverjum innri auði sem hún var óspör á að miðla öðrum. Glaðværð, hlýja og já- kvæðni í garð annarra voru hennar einkenni og aðalsmerki alla tíð. Hún átti einnig mikinn auð og gleði í afkomendum sín- um, þrátt fyrir að þar gæfi á þegar hún missti frumburð sinn í fæðingu og síðan Braga son sinn tæplega tvítugan. En átta eru samt börnin á lífi og afkom- endurnir nálgast fjörutíu. Auður, sem talinn er í krón- um eða öðrum veraldlegum gæðum, var aftur á móti ekki fyrirferðarmikill í búi hennar og Ingólfs manns hennar. En ástríkið var ómælt, bæði þeirra á milli og barnanna. Fyrstu árin bjuggu þau á ýmsum stöðum vestra við Breiðafjörðinn og þá stundaði Ingólfur oftast vinnu utan heimilis en síðan fengu þau ábúð á Straumfjarðartungu og bjuggu þar meðan heilsan leyfði. Þar hafði ekki verið mik- ill búskapur árin á undan og ekki auðvelt að byggja upp bú með tvær hendur tómar en móttökur sveitunganna í Mikla- holtshreppnum voru hlýjar og hjálpsamar og björguðu miklu. Fríða, eða Hólmfríður, eins og hún hét fullu nafni var elst systkinanna á Geirmundarstöð- um. Þegar móðir okkar veiktist og þurfti á sjúkrahús um tíma tók hún við ábyrgðinni á upp- eldi þess yngsta og óþekkasta. Þá mynduðust tengsl sem aldr- ei rofnuðu þrátt fyrir að leiðir lægju lítið saman í mörg ár. Svo þegar við hjónin eignuðumst börn þá fékk elsta dóttirin svei- tadvöl í Strympu eins og bræð- urnir þar nefndu bæinn gjarn- an. Þrátt fyrir að eiga átta börn voru alltaf aukabörn þar á sumrin. Þá skipti hjartarýmið meira máli en húsrýmið. Eftir að þau brugðu búi og Ingólfur lést þá bjó Fríða í Borgarnesi, síðustu árin í Brák- arhlíð þar sem hún átti góða vist og aðhlynningu. Hún þurfti þess með enda útslitin eftir ævistarfið. Þrátt fyrir að heils- an væri oft slök á síðari árum hafði hún það alltaf svo ljóm- andi gott að eigin sögn. Þannig var það alltaf. Þannig lýsti hún upp umhverfið og kenndi okkur meta það sem við höfðum og að fárast ekki yfir því sem við höfðum ekki Við kveðjum konu sem var okkur öllum mikil fyrirmynd og skilur eftir sig arfleifð gleði og góðsemi. Öllum hennar afkomendum og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðarkveðjur. Haraldur og Auður. Hinn 8. febrúar kvaddi hún Eyja móðursystir mín þennan heim. Fyr- ir konu sem aldrei féll verk úr hendi veit ég að síðustu ár hafa reynst henni mjög erfið þar sem hún sá ekki vel og átti mjög erfitt með gang. Ég var 13 ára þegar ég kom fyrst til Eyju og Þórðar mannsins hennar. Þó að ég hafi einungis komið til sumardvalar eins og Eyrún Guðmundsdóttir ✝ Eyrún Guð-mundsdóttir fæddist 1. sept- ember 1921. Hún lést 8. febrúar 2014. Útför Eyrún- ar var gerð 22. febrúar 2014. börn gerðu á þess- um árum fannst mér erfitt að fara frá foreldrum mín- um. Það varði þó ekki lengi því þau voru mér einstak- lega góð bæði tvö og leið mér svo vel hjá þeim að ég kom næstu þrjú sumur og flestar helgar og helst alltaf ef ég átti frí. Aldrei gat ég fundið annað en ég væri vel- komin. Börnin þeirra sjö voru flest farin að heiman en um helgar var oft mannmargt þeg- ar börn og barnabörn og oft fyrrverandi vinnufólk kom í heimsókn. Mitt hlutverk var að sækja kýrnar, mjólka og hjálpa frænku minni innanhúss. Hjá þeim lærði ég að vinna, Eyja kenndi mér að steikja kleinur og baka flatkökur, hún flatti út og ég steikti og bakaði. Með Þórði voru það útiverkin, hey- skapurinn og kindurnar. Þórð- ur var líka óþreytandi við að líta eftir barnabörnunum og fá mig í lið með sér við það, hann spurði mig stundum á fimm mínútna frest hvar þau væru. Það er lýsandi fyrir hana frænku mína að á sunnudags- morgnum átti hún það til að vekja mig ekki fyrr en hún var búin að sækja kýrnar, alltaf að hugsa um aðra. Sumarið sem ég var 16 ára datt frænku í hug að læra á bíl, en ekki eftir hefð- bundnum leiðum. Þar sem yngsti sonur hennar var ný- kominn með bílpróf og hún hef- ur eflaust hlýtt honum yfir, þá átti ég að gera slíkt hið sama fyrir hana. Hún kunni umferð- arreglurnar upp á 10 og var þá næsta skref að fara að æfa hana í að keyra. Við tókum heimilisbílinn traustataki en það var Landrover-jeppi, ég ók út á tún og lét svo hana taka við. Ekki minnist ég annars en að þessir ökutímar hafi gengið áfallalaust en nokkrum sinnum minntust feðgar á að réttast væri að siga á okkur löggunni. Einhverra hluta vegna varð aldrei úr að hún frænka mín færi til ökukennara og tæki prófið en ég veit að hún hefði glansað í gegnum það eins og allt sem hún tók sér fyrir hend- ur. Ef Eyja settist niður tók hún alltaf í prjónana sína og tók ég stundum eftir að prjónahljóðin þögnuðu, þá varð mér litið á frænku, hafði hún þá gleymdi sér augnablik en tók svo til við að prjóna um leið og hún rank- aði við sér. Ef hægt er að tala um að einhver sé of duglegur þá átti það við um hana frænku mína. Þeim hjónum þakka ég fyrir mig. Hallfríður Ólafsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIRÍÐUR DANÍELSDÓTTIR frá Kollsá í Hrútafirði, Bólstaðarhlíð 41, verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju laugardaginn 8. mars kl. 11.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8. Sætapantanir í síma 822 0329. Erla Karlsdóttir, Sigurður Þórólfsson, Ásdís Karlsdóttir, Eiríkur Bjarnason, Steinar Karlsson, Björk Magnúsdóttir, Margrét Karlsdóttir, Sigurður Þórðarson, Daníel Karlsson, Helga Hreiðarsdóttir, Indriði Karlsson, Herdís Einarsdóttir, Sveinn Karlsson, Guðný Þorsteinsdóttir, Sigurhans Karlsson, Þórey Jónsdóttir, Karl Ingi Karlsson, Steinunn Matthíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Heiða í Auðsholti, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Ása Einarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Guðmundur Gils Einarsson, Jarþrúður Jónsdóttir, Unnsteinn Einarsson, Vilborg Einarsdóttir, Magnús Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, BALDUR ÞORSTEINN BJARNASON, lést laugardaginn 1. mars á Hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ. Útförin verður auglýst síðar. F.h. fjölskyldunnar, Iben Sonne, Baldur Þór Baldursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR S. WIIUM skattaráðgjafi, varð bráðkvaddur við heimili sitt sunnudaginn 2. mars. Útför hans fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 10. mars kl. 13.00. Hrefna Rós S. Wiium, Ívar Jóhann Halldórsson, Sigurður Heiðar S. Wiium, Gerður Rós Ásgeirsdóttir, Elva Ósk S. Wiium, Þórarinn Friðriksson og barnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR GRÍMUR JÓNSSON, Álfhólsvegi 90, er látinn. Láretta Bjarnadóttir, Bjarni Guðmundsson, Britt-Marie Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson, Rakel Bergsdóttir, Lára Guðmundsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Thu Nhing, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri SNORRI ÞORSTEINSSON frá Hofsósi lést í Árósum laugardaginn 1. mars. Anne Hoffmeyer, Pauli Thorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.