Morgunblaðið - 05.03.2014, Page 40

Morgunblaðið - 05.03.2014, Page 40
MÚSÍK Í LJÓSVAKA Guðmundur Emilsson ge224@simnet.is Sýnishorn tónbókmennta frá 874-2014. Höfundur lýsir aðdáun á músík í net- heimum. Brjóstmylkingur skekur rimla- rúm. Fær málið. Diddinna! Pabbo- mamma! Kossar og knús. Foreldrar að koma frá Finnlandi með áritaða kassa í farteskinu. „Kveðja, Jussi Jalas“. Tíu 78-snúninga-plötur með úrvali verka Jean Sibeliusar (hér eftir JS). Leiknar ad infinitum. Vel- líðan og Svan- urinn frá Tuonela fóru saman. Svona tónlistar- uppeldi er nú kennt við dr. Shi- nichi Suzuki. Börn mín njóta enn visku hans. Var „úti“ við nám. Boð frá RÚV um hljóðritun. Kaus Aðra JS; fyrsta viðfangsefni með Sinfóníuhljómsveit Ísland (hér eftir SÍ). Tilviljun? Örþjóð á norðurslóð með keisara og kóng umhverfis. Finnsk gáfu- menni stofna Listaháskóla 1882. JS (1865-1957) er skilgetið afkvæmi hans – heimsfrægur. JS hvarf – naut einveru skóga Ainola frá 1904-1957. Er þar enn. Sjálfstæðisbarátta ber árangur 1918. Í stríðslok. JS óspart beitt líkt og Snorra Sturlusyni. Hljómsveitarstjórinn Jussi Jalas (1908-1985) hafði sig í frammi í um- boði tengdaföður síns. Tónlist- ardeildin nefnd Sibelius-Akatemia 1939. Í Helsinki flutti Jalas Konsert fyrir hljómsveit eftir Jón Nordal og Sögu sinfóníu Jóns Leifs. Finnar eiga nú heimsmet í heimsfrægum hljómsveitarstjórum. Ólíkt hafast menn að. Háskóli Ís- lands stofnsettur 1911. Einkunn- arorð sótt í mesta skáld þjóðarinnar; Jónas Hallgrímsson, hvílir í þjóð- argrafreit á Þingvöllum? Vísindin efla alla dáð. Annars ekki minnst á 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Silfurberg Hörpu var þétt-setið þegar StórsveitReykjavíkur blés í annaðskipti til tónleika með úr- vali af efnisskrá stórsveita svingtím- ans, enda þær sveitir sívinsælar, hér sem annars staðar. Þetta er einsog þegar Sinfónían býður upp á tón- leika með vinsælum þáttum úr verk- um Mozarts, Beethovens, Tjækovs- kíjs, Verdis og félaga. Stórsveitin hóf tónleikana á glans- númeri einnar af stórsveitum sving- tímans, sem fáir þekkja nú, „Sky- liner“ Charlie Barnets, og Jóel blés tenórsóló hljómsveitarstjórans. Hann gerði það býsna vel en brassið var ekki komið í gang og því naut „Skyliner“ sín ekki sem skyldi þó saxarnir hafi verið fínir. Eftir tvö Les Brown númer, þar sem Ragga Gísla var flott Doris Day í „Senti- mental Journey“, var komið að eina laginu af þeim 22 sem Stórsveitin flutti þetta kvöld sem tókst verr en skyldi: „Let Me Off Uptown“, smelli Anitu O’Day og Roy Eldridge með Gene Krupa bandinu. Það var held- ur engin von til að bleiknefjarnir næðu þeirri kolsvörtu stemningu sem Anita og Roy sköpuðu, því þó Anita væri hvít var sálin svört. Ari Bragi bjargaði þó laginu fyrir horn eftir slappan söng með trompetsólói sínum. Brassið tók brátt að hressast og það var allt á suðupunkti í „Min- nie The Moocher“ Cab Calloways, sem Helgi Björnsson söng og lék með sóma. Ég hefði viljð heyra frumútgáfu Lionels Hamptons af „Hey! Ba-Ba-Re-Bop“ í stað útgáfu Tex Beneke og Millers drauga- bandsins, ekki síst af því að nú var Reynir Sigurðsson kominn á væbinn og búinn að leika „Air Mail Special“ Hamptons með glans. Hampton hefði hæft Helga betur en Beneke. Sumt sem best var gert á þessum hljómleikum höfum við heyrt Stór- sveitina spila áður einsog „Wrappin It Up“ Fletchers Hendersons. Mis- heppnaðasti performans sveit- arinnar á fyrri svingtónleikunum, „Black And Tan Fantasy“ Duke Ell- ingtons, þar leikin eins og tíu manna sveit hans gerði 1927, gekk upp núna, enda öll Stórsveitin með og Sammi magnaður í nantonlituðum wawa-sóló sínum. Stjórnandanum, Sigga Flosa, fer líka óðfluga fram. Það væri endalaust hægt að fjalla um þessa tónleika en plássið er upp- urið. Þó má ekki gleyma að Bjöggi Halldórs glansaði í Basie/Q.Jones útgáfunni af „Fly Me to The Moon“ og Jimmy Lunceford var minnst að verðleikum. Spilamennskan í „For Dancers Only“ hefði að vísu getað verið betri en flutningurinn á „White Heath“ var flottur og maður er far- inn að hlakka til sveiflutónleika Stórsveitarinnar að ári. Morgunblaðið/Kristinn Stórsveitin „Brassið tók brátt að hressast og það var allt á suðupunkti í „Minnie The Moocher“ Cab Calloways, sem Helgi Björnsson söng og lék með sóma,“ segir rýnir um tónleikana og hlakkar strax til þeirra næstu. Stórsveitin gleður sveifluunnendur Silfurberg Hörpu Stórsveit Reykjavíkurbbbnn Snorri Sigurðarson, Birkir Freyr Matt- híasson, Kjartan Hákonarson og Ari Kári Bragason trompeta; Samúel Jón Sam- úelsson, Einar Jónsson, Stefán Ómar Jakobsson og David Bobroff básúnur; Jóel Pálsson, Ólafur Jónsson, Haukur Gröndal, Kristinn Svavarsson og Björg- vin Hjálmarsson saxófóna, klarinettur og flautur, Kjartan Valdimarsson píanó, Eðvarð Lárusson gítar og banjó, Gunnar Hrafnsson bassa og Jóhann Hjörleifs- son trommur. Söngvarar; Björgvin Hall- dórsson, Helgi Björnsson og Ragnheið- ur Gröndal. Sérstakur gestur á víbrafón: Reynir Sigurðsson. Stjórnandi: Sig- urður Flosason. VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST Hin viðamikla sýning Vikings – Life and Legend, þar sem leitast er við að skýra menningu norrænna manna á svokölluðum víkingatíma, tímabilinu 800 til 1050, var opnuð í British Museum í Lundúnum í gær. Sýningin er sú fyrsta sem sett er upp í nýjum og rúmgóðum sölum safnsins. Á henni gefur að líta fjölda muna; vopn, verkfæri og ger- semar, úr hátölurum heyrast radd- ir lesa úr Íslendingasögunum og Konungasögum Norðurlanda og hápunkturinn er sá fjórðungur sem eftir er af langskipinu Roskilde 6 sem fannst fyrir nokkrum árum við uppgröft í Danmörku. Fjölunum er komið haganlega fyrir í málmgrind sem sýnir skipið eins og það var í raun, á tilkomumikinn hátt segja rýnar breskra fjölmiðla. Við lestur greina í breskum fjöl- miðlum í gær má engu að síður sjá að skoðanir eru skiptar um fram- kvæmdina. Gagnrýnanda The Tele- graph finnst framsetningin vera svo tilþrifalítil að það minni á að „horfa á þátt í dönsku þáttaröðinni Glæpnum á Stanstead-flugvelli“. Gefur hann sýningunni þrjár stjörnur. Jonathan Jones, helsti myndlistarrýnir The Guardian, er á sama máli, segir skipið afar til- komumikið en finnst söguna vanta í framkvæmdina; sýningin sé „blóð- laust úrval af skálum og nælum“. AFP Höfuðbúnaður Engir hjálmanna á sýningunni eru með horn, segja rýnar. Hjálmarnir án horna listir nema bókmenntir. Ekki einu sinn listvísindi. Músík – elsta list- grein þjóðarinnar – frá því fyrir landnám – afrækt. Samt er aragrúi frumkristnilegra heimilda þar um á höfuðbólum Evrópu; klaustrum og söfnum. Í Róm, Brimum, París, Kra- kow, Björgvin, Miklagarði, Kænu- garði og á Bretlandseyjum öllum. Hér var listalíf falið sjálfboðaliðum og félagasamtökum. Þjóðin segir í góðviðri: Við eigum bestu kóra í heimi. Ef svo er – hverj- um ber að þakka það? Fjölmörgum. Ekki síst dr. Róbert Abraham Ott- óssyni (1912-1974). Nefni bara tvo nána vini hans; Þorgerði Ingólfs- dóttur og Jón Stefánsson. Róbert lést 10. mars fyrir 40 árum; stjórnaði fyrstu tónleikum SÍ 9. mars 1950. Jussi Jalas stjórnaði SÍ 17. júní (!) sama ár. Önnur JS á efnisskrá. Einsöngur og sinfónía  Einsöngur, 2 mín. Ljóð eftir skáldið Runeberg (1804-1877). YouTube slóð: Håkan Hagegård: „Svarta Rosor“ (Black Roses) by Sibelius operazaile  Sinfónía, 54 mín. Samin um 1900. Samstundis heimfræg. Hvar er þetta Finnland? YouTube slóð: Sibelius, Symphonie Nr 2 D Dur op 43 Leonard Bernstein Wiener Hvar er þetta Finnland? Finnsk byggingarlist - Alvar Aalto er heims- kunnur á því sviði. Norræna húsið í Reykjavík. Jean Sibelius Friðsæld. Ainola, heimili Sibeliusar.  Af mentorum á norðurhjara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.