Morgunblaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014
Reykjavíkurtjörn Í áratugi hefur Tjörnin í miðbæ Reykjavíkur verið vinsæll vettvangur vetrarleikja en þegar sólin hækkar á lofti er gott að hafa í huga að ísinn getur verið ótraustur.
Kristinn
Með hverjum mán-
uðinum sem líður verð-
ur erfiðara að skilja
peningastefnu Seðla-
bankans. Þegar litið er
aftur til síðustu ára
minnkar skilningurinn
enn frekar enda kemur
ósamkvæmnin í vaxta-
stefnunni í ljós. Fyr-
irtæki og almenningur
fá reikninginn sem
nemur tugum milljarða króna á ári.
Í sextán mánuði hefur Seðlabank-
inn haldið stýrivöxtum óbreyttum í
6,0% en um miðjan nóvember 2012
hækkaði bankinn vextina um 25
punkta (úr 5,75%). Þá var verðbólga
4,5% miðað við 12 mánaða breytingu
vísitölu neysluverðs. Mismunur stýri-
vaxta og verðbólgu var því 1,5%-stig.
Í febrúar síðastliðnum var þessi mis-
munur 3,9%-stig eða 2,6 sinnum
meiri en þegar Seðlabankinn taldi
síðast rétt að breyta stýrivöxtum.
Með öðrum orðum: Seðlabankinn
hefur hert peningastefnuna – fylgir
aðhaldssamari stefnu en áður. Þetta
er þeim mun merkilegra í ljósi þess
að meiri agi hefur komist á ríkisfjár-
málin og kjarasamningar á almenn-
um vinnumarkaði liggja fyrir, þó til
skamms tíma sé.
Önnur lögmál gilda
Stýrivextir eru eitt helsta stjórn-
tæki Seðlabankans í viðleitni bankans
til að tryggja verð- og gengisstöð-
ugleika. Því hærri sem vextirnir eru
því minni verðbólga og
hærra gengi krónunnar
og öfugt, að öðru
óbreyttu. Stýrivextirnir
ráða þeim vaxtakjörum
sem lánastofnanir geta
veitt sínum við-
skiptavinum – fyr-
irtækjum og ein-
staklingum. Stýrivextir
hafa því bein áhrif á af-
komu fyrirtækja og
heimila og hafa áhrif á
eftirspurn þeirra eftir
lánsfé. Það er því neikvætt samhengi
á milli fjárfestingar og vaxta.
Aðhaldssöm peningastefna væri
skiljanleg í umhverfi mikillar þenslu
og lausungar í ríkisfjármálum. Þótt
vísbendingar séu um bólgu á eigna-
markaði (ekki síst vegna gjaldeyr-
ishaftanna) er fjárfesting enn of lítil
og áætluð aðeins 10,6% á þessu ári,
sem er langt undir því sem nauðsyn-
legt er og samkvæmt þjóðhagsspá
Hagstofunnar verður hagvöxtur 2,5%
á árinu og 2,6-2,8% árin 2015-2018.
Með krónu í höftum, hógværan
hagvöxt og of litla fjárfestingu hefði
mátt búast við að Seðlabankinn tæki
stór skref í lækkun vaxta. Nei, þvert
á móti, hann herðir á peningastefn-
unni. Þannig virðast gilda önnur lög-
mál nú en í tíð vinstri ríkisstjórn-
arinnar þegar stýrivextir voru
mánuðum saman langt undir 12 mán-
aða hækkun vísitölu neysluverðs.
Stýrivextir voru neikvæðir frá júlí
2011 til maí 2012. Vegna þessa voru
lausatök í peningamálum á sama tíma
og ríkissjóður var rekinn með 93 og
58 milljarða króna halla.
Vaxtaskattur Seðlabankans
Stefna Seðlabankans ræður miklu
um fjárhagslega afkomu allra. Séu
vextir of háir eru þeir í raun ekki ann-
að en óbeinn, óeðlilegur og ósann-
gjarn skattur á fyrirtæki og ein-
staklinga. Hér er því haldið fram að
með stefnu sinni sé Seðlabankinn að
leggja á tugmilljarða ósanngjarnan
skatt.
Í skýrslu Seðlabankans um fjár-
málastöðugleika (2013/2) kemur fram
að í lok júní síðastliðins hafi skuldir
heimilanna numið um 108,3% af
landsframleiðslu og skuldir fyr-
irtækja 154%. Miðað við áætlaða
landsframleiðslu á liðnu ári má því
gera ráð fyrir að skuldir heimilanna
séu fast að 2.000 milljörðum króna og
að fyrirtæki skuldi yfir 2.800 millj-
arða króna.
Hávaxtastefna Seðlabankans er
dýrkeypt. Ef bankinn slakaði á klónni
og stuðlaði að 1% (100 punkta) lækk-
un vaxta, sem allar forsendur eru fyr-
ir, hefði það gríðarleg áhrif. Heimilin
myndu spara nær 20 þúsund milljónir
króna. Fjármagnskostnaður fyr-
irtækja yrði 28 þúsund milljónum
lægri. Í heild yrði fjármagnskostn-
aðurinn því 48 þúsund milljónum
lægri. Halda má því fram að hægt sé
að lækka vexti jafnvel enn meira.
Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir.
Þannig má benda á að álagður tekju-
skattur allra fyrirtækja á árinu 2012
nam 44 þúsund milljónum. Rík-
isstjórnin hefur heitið því að rík-
issjóður leggi fram um 20 þúsund
milljónir á ári næstu fjögur árin til
skuldaleiðréttingar. Um 1% vaxta-
lækkun skilar heimilunum því sama.
Í þágu kröfuhafa
Hávaxtastefna Seðlabankans –
skattlagning á heimili og fyrirtæki –
þjónar hagsmunum erlendra kröfu-
hafa með ágætum. Krónueignir
þeirra á Íslandi skila betri ávöxtun en
annars og það má draga í efa að þeim
bjóðist margir kostir betri í öðrum
löndum – þrátt fyrir gjaldeyrishöft.
Með öðrum orðum: Stór hluti þess
reiknings sem Seðlabankinn sendir
fyrirtækjum og heimilum vegna
vaxtaskattsins rennur í vasa erlendra
kröfuhafa og krónueigenda.
En skaðinn af peningastefnunni er
enn meiri. Vegna of hárra vaxta er
fjárfesting minni en ella og þar með
eru möguleikar til bættra lífskjara í
framtíðinni lakari en ella. Lítil fjár-
festing í atvinnulífinu dregur úr
möguleikunum til að byggja upp arð-
bær fyrirtæki og skapa þannig grunn
til þess að afnema fjármagnshöftin á
komandi misserum.
Sá grunur læðist að huganum að
með hávaxtastefnunni sé Seðlabank-
inn að vinna að öðru markmiði en
verðstöðugleika: Að viðhalda höftun-
um!
Eftir Óla Björn
Kárason
» Stór hluti þess reikn-
ings sem Seðlabank-
inn sendir fyrirtækjum
og heimilum vegna
vaxtaskattsins rennur í
vasa erlendra kröfuhafa
og krónueigenda.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Tugmilljarða reikningur frá Seðlabankanum
Mismunur stýrivaxta og vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2009
6
5
4
3
2
1
0
-1
-2
1. janúar
2009
1. janúar
2010
1. janúar
2011
1. janúar
2012
1. janúar
2013
3.mars
2014
-0,6
3,9
Ég hafði ekki hugsað
mér að eiga orðastað
við Þorstein Pálsson og
Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur um fyr-
irheitna landið. En nú
er svo komið að ég get
ekki orða bundist. Ég
sný mér fyrst að Þor-
steini.
Um 1970 vorum við
Þorsteinn blaðamenn á
Morgunblaðinu. Þá var Alþýðu-
bandalagið í upplausn og svikabrigsl
gengu á milli Hannibals Valdimars-
sonar og Björns Jónssonar annars
vegar og Magnúsar Kjartanssonar
og Lúðvíks Jósepssonar hins vegar.
Stór orð féllu. Pólitískir andstæð-
ingar gripu þau á lofti. Þau hljómuðu
eins og sálmasöngur í eyrum okkar
Morgunblaðsmanna og Styrmir var
með á nótunum. En samherjunum
fannst þeir vera að skemmta skratt-
anum.
Þorsteinn Pálsson segir, að það
hafi verið kosningasvik hjá Sjálf-
stæðisflokknum að
leggja það fyrir Alþingi
að aðildarviðræðum við
Evrópusambandið yrði
slitið. Þetta veit hann
að er rangt. Síðasti
landsfundur Sjálfstæð-
isflokksins lagði einmitt
svo fyrir, að það yrði
gert. Fundinn sátu hátt
í 1.400 manns. Og sem
gamall formaður Sjálf-
stæðisflokksins veit
Þorsteinn að grannt er
gengið eftir því, að
flokksforystan fylgi samþykktum
flokksins eftir í umdeildum málum.
Eða hvað hefðu sjálfstæðismenn
sagt, ef Bjarni Benediktsson hefði
gert hið gagnstæða? Hefði það verið í
samræmi við stefnu flokksins að taka
aðildarviðræður upp að nýju? Nei,
vitaskuld ekki. Það vitum við öll jafn-
vel, Þorsteinn, Þorgerður Katrín og
ég. Í ályktuninni stendur: „Áréttað
er að aðildarviðræðum við ESB verði
hætt og þær ekki teknar upp aftur
nema að undangenginni þjóð-
aratkvæðagreiðslu.“
Þetta er í samræmi við málflutning
Bjarna Benediktssonar. Hann hefur
talað um, að það geti komið til þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Vitaskuld verða
orð hans ekki rétt skilin með því að
taka þau úr samhengi eða höggva í
sundur setningar. Fyrri formenn
Sjálfstæðisflokksins hafa sætt þeirri
meðferð í erfiðum og umdeildum
málum. Ég kann dæmi þess. Ávallt
verður að hafa í huga þá stefnu, sem
formaður Sjálfstæðisflokksins stend-
ur fyrir, þegar orð hans eru vegin og
metin.
Þegar Þorsteinn Pálsson tók sæti í
samninganefndinni við Evrópusam-
bandið að beiðni Össurar Skarphéð-
inssonar leit ég svo á, að það gerði
hann til að gæta hagsmuna Íslend-
inga þegar kaflarnir um landbúnað
og sjávarútveg yrðu opnaðir og ég
skýrði það svo fyrir undrandi sam-
herjum okkar í pólitík. En það kom
aldrei til þess. Kosningaloforðið um
að opna þessa kafla þegar í stað og
ganga rösklega til verks var svikið. Í
dagbókarfærslum sínum fyrir árið
2012 slær Össur Skarphéðinsson,
gamall Þjóðviljaritstjóri, úr og í. Það
má lesa á milli línanna, að hann er
ekkert lamb að leika sér við mað-
urinn sá þegar hann heldur á penn-
anum. En það leynir sér heldur ekki
að hann hefur orðið fyrir vonbrigðum
eins og með Sovétið fyrir aldarfjórð-
ungi – „það bólar ekkert á að ESB
bjóði í samningadans“, stynur hann á
einum stað.
Við gamlir stuðningsmenn og sam-
herjar Þorsteins Pálssonar biðjum
hann forláts að við skulum ekki skilja
hvað fyrir honum vakir með ummæl-
um sínum um kosningasvik forystu
Sjálfstæðisflokksins. Um leið hlýt ég
að láta þess getið, að við yrðum þakk-
lát, ef hann skýrði frá reynslu sinni í
samninganefndinni, hvort vel hafi
verið haldið á málum fyrir okkur Ís-
lendinga. Og síðast en ekki síst
spyrjum við: Eigum við Íslendingar
þess kost að halda sjávarútveginum,
landgrunninu öllu, utan við reglu-
verk Evrópusambandsins eins og að-
ildarsinnar þrástagast á? Mér þætti
vænt um að Þorsteinn skýrði frá því
hvert mat hans sé á því. Það er erfitt
að skiptast á skoðunum nema menn
opni hug sinn og séu hreinskilnir.
Ef satt skal segja voru það um-
mæli Þorgerðar Katrínar Gunn-
arsdóttur, sem ollu því að ég settist
við tölvuna. Hún hefur ávallt viljað
ganga í Evrópusambandið og ég hef
aldrei amast við skoðunum hennar
hvorki í þeim efni né öðrum. En það
hefur ekkert með frjálslyndi að gera.
Ég bendi á fólk eins og Jóhönnu Sig-
urðardóttur, Mörð Árnason og Árna
Þór Sigurðsson, – ekki eru þau frjáls-
lynd. Nær væri að kalla þau „rauð-
brystinga“ sem ég vil þó ekki gera.
Og svartasta afturhald eru þau í
flestum málum.
Við erum öll horfin af þingi Þor-
steinn, Þorgerður Katrín og ég.
Þokkaleg þrenning það! kynni ein-
hver að segja. En hvað sem um það
er, þá er alltaf vinafundur þegar við
hittumst.
Eftir Halldór
Blöndal
Halldór Blöndal
Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
»Hefði það verið í
samræmi við stefnu
Sjálfstæðisflokksins
að taka upp viðræður
um aðild að nýju?
Nei, vitaskuld ekki!
Svartstakkur tekur til varna