Morgunblaðið - 07.03.2014, Page 2

Morgunblaðið - 07.03.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR KEMUR HEILSUNNI Í LAG VÍTAMÍNDAGAR 20% AFSLÁTTUR TIL 31. JANÚAR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fjórða umferðin í Reykjavíkurskákmótinu 2014 fór fram í kvöld. Fimm skákmenn eru jafnir og efstir með fullt hús stiga eftir umferðina, en þeirra á meðal er ungverska ungstirnið Richard Rapport, en hann er 17 ára gamall. Hjörvar Steinn Grétarsson er efstur af íslenskum skák- mönnum með þrjá og hálfan vinning. Þá bar einnig til tíðinda að Walter Brown, sigurvegari mótsins 1978 tapaði sinni fyrstu skák. sgs@mbl.is Hjörvar Steinn efstur Íslendinganna Morgunblaðið/Ómar Reykjavíkurskákmótið í fullum gangi Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Yfirvinnubann undirmanna á Herjólfi sem hófst síðdegis á miðvikudag hef- ur þegar sett strik í reikninginn í vöruflutningum og í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Ferjan sigldi að- eins eina ferð frá Eyjum til Þorláks- hafnar og til baka í gær. Að sögn Njáls Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar Vestmannaeyja, fer allur fiskur af markaðnum með Herjólfi. Yfirleitt er sá fiskur sem er seldur á markaðnum sendur síðdegis sama dag og hann er keyptur eða morguninn eftir. Í gær var hins vegar fiskur í húsi sem var keyptur á miðvikudag en komst ekki til lands fyrr en nú í morgun. Engar ferðir verða um helgina og því segir Njáll að hugsanlega komist fiskur sem verður seldur í dag ekki í hendur kaupenda uppi á landi fyrr en á mánudag. Það komi niður á gæðum vörunnar og lækki verðið. „Við verðum vör við það að selj- endur eru hræddir við verðið, setja minna á markað og flytja meira í gáma beint til útlanda eða í vinnslu hér. Menn eru einfaldlega hræddir við verðfall,“ segir hann. Ísfélagið hefur notað Herjólf til að senda fisk upp á land þar sem hann er fluttur áfram til vinnslu á Þórshöfn. Stefán Friðriksson framkvæmda- stjóri staðfestir að eitt skip félagsins hafi landað í Reykjavík í gær þar sem fyrirséð var að fiskurinn kæmist að öðrum kosti ekki til vinnslu. Erlendir ferðamenn sem ætluðu að koma til Eyja í gær og vera fram á laugardag afbókuðu gistingu á Hóteli Vestmannaeyja í gær vegna yfir- vinnubannsins að sögn Öddu Jó- hönnu Sigurðardóttur, annars eig- anda hótelsins. Þá átti hún von á handboltaliði um helgina en taldi ólík- legt að það kæmist til Eyja af sömu ástæðu. Skelfilegt ef það drægist á langinn „Þetta er bagalegt. Það er ekki spurning. Við getum bara sent vörur einu sinni á dag í staðinn fyrir tvisv- ar,“ segir Grímur Þór Gíslason, stofn- andi Gríms kokks. Til að bregðast við færri ferðum Herjólfs segir Grímur fyrirtækið reyna að vinna sér í haginn með því að byrja vinnu fyrr á nóttunni til að koma vörunni með þessari einu ferð ferjunnar. „Það er kostnaðarauki í því að byrja fyrr með meiri næturvinnu. Það væri skelfilegt ef þetta drægist á langinn,“ segir Grímur. Skaðar fyrirtæki í Eyjum  Tafir á að fiskur komist af markaði til kaupenda vegna færri ferða Herjólfs  Erlendir ferðamenn afbóka hótelgistingu  Kostnaðarauki við næturvinnu Morgunblaðið/Árni Sæberg Herjólfur Siglt er til Þorlákshafnar þessa dagana vegna ölduhæðar. Mælingar Hafrannsóknastofnunar á loðnugöngunni við Vestfirði eru ekki taldar gefa tilefni til að breyta ráð- gjöf stofnunarinnar um aflamark fyrir vertíðina. Rannsóknaskipið Árni Friðriks- son er við stofnmælingar botnfiska út af Vestfjörðum. Þegar fréttir bár- ust af vestangöngu fyrr í vikunni fór skipið til mælinga á göngunni. Lauk þeim í gærmorgun. Mælingar sýndu að ekki er um að ræða verulegt magn, að því er fram kemur í til- kynningu Hafró. „Maður getur ekki verið bjartsýnn eftir síðustu frétta- tilkynningu,“ segir Stefán Friðriks- son, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, um hugsanlega aukningu loðnukvótans. Gefið var út 160 þúsund tonna aflamark fyrir yfirstandandi vertíð og ef ekki kemur aukning verður vertíðin mun minni en undanfarin ár. Útgerðirnar hafa geymt kvóta til hrognatöku. Þannig segir Stefán að skip Ísfélagsins eigi nokkra túra eft- ir sem verði nýttir til hrognatöku. Hrognin í loðnunni sem kemur að vestan eru á mörkum þess að vera hæf til frystingar fyrir Asíumarkað en þau þroskast með hverjum deg- inum sem líður. „Við erum bjartsýnir á að það verði hægt að ná þessu þótt ástandið sé svona á miðunum í dag.“ Fá skip voru við veiðar á Breiða- firði í gær og lítið um að vera. „Það er miklu skemmtilegra að hafa meiri kvóta og geta verið á fullri ferð. Þessi samfélög, eins og hér í Vestmannaeyjum, eru vertíðadrifin. Þegar kraftur er í veiðum og vinnslu er allt annað andrúmsloft þar sem menn koma saman til að fara yfir hlutina,“ segir Stefán. helgi@mbl.is Ekki bætt við loðnukvótann Morgunblaðið/Ómar Loðna Hrognaskurður stendur yfir og eru hrognin fryst.  Ekki verulegt magn í vestangöngunni  Það sem eftir er nýtt til hrognatöku  Skemmtilegra að geta verið á fullri ferð Félagsmenn í Drífanda stétt- arfélagi í Vest- mannaeyjum felldu sáttatillögu Ríkissáttasemj- ara í almennri at- kvæðagreiðslu. Rúm 37% sam- þykktu tillöguna en tæpt 61% hafnaði henni. Þátt tóku 265 félagsmenn sem eru tæp 47% þeirra sem eru á kjörskrá. Atkvæðagreiðslu um sáttatillög- una hjá félögum í Starfsgreina- sambandinu sem felldu kjarasamn- ingana sem gerðir voru fyrir áramót lýkur í dag. Fyrir lá í gærkvöldi að nokkur félög hafa samþykkt. Arnar G. Hjaltalín, formaður Dríf- anda, telur að aðalástæðan fyrir því að sáttatillagan var felld sé óánægja fiskverkafólks með það hvað það fái lítið út úr samningunum. Þá hafi ýmsir verið að fá mun meiri hækk- anir og nefnir hann framkvæmda- stjóra fyrirtækja í því efni. Fólk trúi því ekki að svona þurfi þetta að vera. Samninganefnd félagsins og trún- aðarráð fundar í dag. Arnar kvaðst vongóður um að samningar næðust fljótt við fyrirtækin. helgi@mbl.is Drífandi felldi sátta- tillöguna Arnar G. Hjaltalín  Óánægja hjá fiskverkafólki Skipulagsstofnun telur að aukið eldi Dýrfisks hf., í allt að 4000 tonna árs- framleiðslu, við Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi sé ekki líkleg til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og þurfi því ekki í umhverfismat. Dýrfiskur hefur leyfi fyrir 200 tonna framleiðslu á svæðinu. Flutt verða inn hrogn frá Dan- mörku. Áformað er að setja í sjókví- arnar allt að 1750 þúsund seiði á þriggja ára fresti. Aðferðir líf- rænnar framleiðslu verða notaðar við fóðrun og eldi. Hraðfrystihúsið – Gunnvör hefur lengi sótt um leyfi til að auka sjó- kvíaeldi í Ísafjarðardjúpi, lax, silung og þorsk, en eldið var að lokum talið þurfa umhverfismat vegna mögu- legra áhrif á villta laxastofna. HG ákvað að leggja áherslu á regnboga- silung og er með 6800 tonna fram- leiðslu í matsferli. helgi@mbl.is Regnboginn þarf ekki mat

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.