Morgunblaðið - 07.03.2014, Síða 8

Morgunblaðið - 07.03.2014, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 VARANLEG VERÐLÆKKUN Á HEIMILISTÆKJUM ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956 HLUTI AF BYGMA 77.900 kr Ofn Electrolux ofn 74 ltr Fréttastofa „RÚV“ og Samfylk-ingarinnar er tekin að hamast við að sanna að engin viðhorf for- ystu ESB liggi fyrir um að sem fyrst beri að ákveða hvort aðlög- unarviðræður Íslands haldi áfram.    Þótt svo væri spil-aði það enga rullu hér. Því er enn sérkennilegra að hamast við að neita þessum stað- reyndum eins og hinum sem meira máli skipta.    Fréttastofan sjálfhafði þó haft eftirfarandi eftir Stefan Füle:    Stækkunarstjóri Evrópusam-bandsins segir það vera í þágu allra að ákvörðunin um aðild bíði ekki lengi. Hann segir ákvörðunina um aðildarviðræður standa óhagg- aða, þótt ekki sé ljóst hversu lengi.“ Og „RÚV“ sagði einnig frá þessu að:    Á blaðamannafundi í Brussel 16.júlí 2013 með Sigmundi Davíð sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hags- muni ESB og Íslands felast í að Ís- lendingar tækju ákvörðun um við- ræður við ESB eftir „vandlega íhugun og á hlutlægan, gegnsæjan og yfirvegaðan hátt. Klukkan tifar hins vegar og það er einnig best fyr- ir okkur öll að þessi ákvörðun sé tek- in án frekari tafar,“ sagði Barroso.    Það er alveg rétt hjá honum aðklukkan tifar, ef hún er í lagi.    En er ekki allt í lagi þarna uppi íEfstaleiti? Eða eru þar engin mörk? Þarf málfarsráðunauturinn að segja fréttamönnunum hvað „án frekari tafar“ þýði? Stefan Füle Jafnvel þeir orðnir ómarktækir STAKSTEINAR José Manuel Barroso Veður víða um heim 6.3., kl. 18.00 Reykjavík 0 skýjað Bolungarvík 0 skýjað Akureyri 0 heiðskírt Nuuk -8 snjókoma Þórshöfn 5 léttskýjað Ósló 3 alskýjað Kaupmannahöfn 6 léttskýjað Stokkhólmur 6 heiðskírt Helsinki 1 skýjað Lúxemborg 11 heiðskírt Brussel 12 heiðskírt Dublin 12 skýjað Glasgow 7 alskýjað London 12 léttskýjað París 12 heiðskírt Amsterdam 12 heiðskírt Hamborg 12 heiðskírt Berlín 8 léttskýjað Vín 8 skýjað Moskva 1 alskýjað Algarve 21 heiðskírt Madríd 22 heiðskírt Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 13 skýjað Winnipeg -7 snjókoma Montreal -13 heiðskírt New York -3 heiðskírt Chicago -6 heiðskírt Orlando 20 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:14 19:04 ÍSAFJÖRÐUR 8:23 19:06 SIGLUFJÖRÐUR 8:06 18:48 DJÚPIVOGUR 7:45 18:33 Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Stjarna frá Stóra-Hofi sigr- uðu í töltkeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum sem fram fór í Ölfushöllinni í gærkvöldi. Efstu hestar fengu há- ar einkunnir fyr- ir sýninguna, Þorvaldur og Stjarna náðu sigrinum með 9,17. Fyrir reið- mennsku sína hlaut Þorvaldur FT- fjöðrina í annað sinn. Þorvaldur Árni var með afger- andi forystu eftir forkeppnina en að þeim var saumað í úrslitum. Ís- landsmeistararnir Árni Björn Páls- son og Stormur frá Herríðarhóli unnu sig vel upp og náðu öðru sæt- inu með einkunnina 9,0. Viðar Ing- ólfsson og Vornótt frá Hólabrekku urðu í þriðja sæti með einkunnina 8,50 en þau sigruðu í töltkeppni síð- asta árs. Olil Amble er efst í einstaklings- keppni knapa með 27 stig en Árni Björn og Þorvaldur eru ekki langt undan. Top Reiter / Sólning er efst í liðakeppninni með 182,5 stig. helgi@mbl.is Sigraði með hárri ein- kunn í tölti  Þorvaldur efstur Þorvaldur Árni Þorvaldsson Fyrstu farfuglar vorsins eru komnir í Hornafjörð. „Þetta er aðeins að byrja, en fuglakomurnar hefjast ekki af neinni alvöru fyrr en komið er fram í apríl,“ segir Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður á Höfn í Hornafirði, í samtali við Morgunblaðið. Í vikunni hafa í Nesjum, skammt frá Höfn, sést bæði graf- og skúfönd. Ekki er vitað hvaðan þessir fuglar komu, segir Brynjúlfur, en þeir hafi að minnsta kosti ekki verið á þessu svæði í vetur. Gæsfuglar séu svo farnir að láta á sér kræla. Í fjörum við Höfn og í nágrenni hafi um 450 tjaldar hafi vetursetu. Líklegt sé að fyrstu tjaldarnir sem sjást norður með Austfjörðum séu hluti af þeim. Svipaða sögu sé að segja um álft- irnar. Í vetur voru tólf álftir í Lóns- sveit en eru nú orðnar 32. „Þessar álftir eru sennilega far- fuglar. Það er gaman að fylgjast með þessum vorboðum. Nú fara þeir að tínast til landsins einn af öðrum og þegar kemur lengra fram á vorið og norðaustlægar áttir ríkjandi gerast oft stórir hlutir,“ segir Brynjúlfur. Hann hélt lengi úti vefsetrinu fugl- ar.is. Það hefur legið niðri að und- anförnu, en vænst er að það verði orðið virkt aftur á næstu dögum. Verður þar hægt að fylgjast með komum farfugla og eftir atvikum öðru áhugaverðu. sbs@mbl.is Grafönd og skúfönd komnar í Hornafjörð  Farfuglar farnir að sjást  Byrjar fyrir alvöru í apríl  Álftir í Lónssveit Morgunblaðið/Sigurgeir S. Farfugl Skúföndin með unga sína.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.