Morgunblaðið - 07.03.2014, Síða 18

Morgunblaðið - 07.03.2014, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 KEÐJUVIÐGERÐAREFNI OG KEÐJUTANGIR Keðjurnar eru til á allar gerðir vinnuvéla, vöru- og flutningabifreiða, dráttarvéla og lyftara FRAMÚRSKARANDI NORSKAR KEÐJUR Hlekkir • Keðjulásar • Krækjur • Krókar Krossbandakeðjur • Ferkantakeðjur • Þverbandakeðjur Mottukeðjur • Zik-zak keðjur • Zik-zak keðjur Keðjurnar eru til í mörgum gerðum og í öllum mögulegum stærðum Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla Íslensk húsgögn og hönnun í Hörpu 27. - 30. mars Frumsýnum nýjar vörur á sýningunni HönnunarMarsDesignMarchReykjavík E-60 Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð Verð frá kr. 24.300 ● Gistinætur á hótelum í janúar í ár voru 123.800 sem er 36% aukning miðað við janúar 2013. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Hagstofu Ís- lands. Gistinætur erlendra gesta voru 84% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 39% frá sama tíma í fyrra, en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 22%. Fjölgaði um 36% Hörður Ægisson hordur@mbl.is Tekjuhalli á rekstri ríkissjóðs á árinu 2013 nam 26,5 milljörðum króna. Er það lítillega betri útkoma en áætlað var samkvæmt fjár- og fjáraukalögum síðasta árs en þau gerðu ráð fyrir því að tekjuhallinn gæti orðið ríflega 30 milljarðar. Þetta kemur fram í greiðsluupp- gjöri ríkissjóðs fyrir 2013 en það gef- ur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og gjalda ríkisins. Rétt er að hafa í huga að þessar tölur geta breyst þegar endanlegt uppgjör ríkissjóðs á rekstrargrunni liggur fyrir. Þar verður tekið tillit til álagðra tekna og áfallinna skuldbindinga eins og þær birtast í ríkisreikningi 2013. Staða handbærs fjár frá rekstri ríkissjóðs batnaði umtalsvert á milli ára og var neikvæð um 14,3 milljarða króna en árið á undan var staðan neikvæð um 34,8 milljarða. Það er ennfremur um níu milljörðum króna betri niðurstaða en áætlað var sam- kvæmt fjár- og fjáraukalögum. 8,5 milljarðar í auðlegðarskatt Heildartekjur ríkissjóðs á árinu 2013 jukust um 7,6% á milli ára og námu alls 544,3 milljörðum króna. Er það í samræmi við fjáraukalög ársins. Jókst tekjuskattur einstak- linga um 7,8% á árinu og var samtals 109,5 milljarðar. Auðlegðarskattur skilaði ríkissjóði ennfremur um 8,5 milljörðum í tekjur, en sem kunnugt er hyggst núverandi ríkisstjórn ekki framlengja lög um auðlegðarskatt. Síðasta álagningarárið fyrir auð- legðarskatt verður fyrir 2013 og skil- ar því tekjum fyrir ríkissjóð á þessu ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs námu tæplega 570 milljörðum og hækkuðu um 24,6 milljarða frá árinu 2012. Voru greidd gjöld ríkisins 3,2 millj- örðum innan heimilda í fjárlögum og fjáraukalögum. Stærstu útgjaldalið- irnir voru almannatryggingar og velferðarmál (134,9 milljarðar) og heilbrigðismál (129 milljarðar). Vaxtagjöld ríkissjóðs á liðnu ári námu tæplega 76 milljörðum króna og héldust nánast óbreytt á milli ára. Til að setja þá upphæð í samhengi þá greiddi ríkið lítillega meira í vexti en sem nam heildarútgjöldum til menntamála, löggæslu, réttargæslu og öryggismála. Í fjárlögum fyrir þetta ár gera stjórnvöld ráð fyrir að það takist að snúa hallanum á rekstri ríkissjóðs í afgang. Samkvæmt fjárlögum fyrir 2014 er áætlað að afgangur á rekstri ríkissjóðs verði um 927 milljónir. 3,5 milljörðum betri útkoma ríkissjóðs en áætlað var  26,5 milljarða tekjuhalli ríkissjóðs á árinu 2013  76 milljarðar í vaxtagreiðslur Afkoma ríkissjóðs » Samkvæmt greiðsluuppgjöri var 26,5 milljarða tekjuhalli á rekstri ríkissjóðs á síðasta ári. Fjár- og fjáraukalög gerðu ráð fyrir um 30 milljarða halla. » Heildartekjur námu 544 milljörðum og hækkuðu um 7,6% milli ára.                               !  !   "# $ #    %  "&'()* (+(      ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5                           Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Launamunur bankastjóra við- skiptabankanna þriggja er enn meiri en fram kom í viðskiptablaði Morgunblaðsins og á mbl.is í gær. Þar var greint frá því að laun Stein- þórs Pálssonar, bankastjóra Lands- bankans, hefðu verið 26,2 milljónir á síðasta ári, en rétt er að þau voru 22,2 milljónir og leiðréttist það hér með. Fjórar milljónir, sem bankinn greiddi í mótframlag í lífeyrissjóð, voru reiknaðar með, en ekki í til- fellum hinna bankastjóranna. Heildarlaunagreiðsla Steinþórs inniheldur 4,2 milljónir sem hann eignaðist í bankanum, en á síðasta ári samþykkti hluthafafundur að starfsmenn bankans myndu eignast 1% hlut í bankanum. Mánaðarlaun Steinþórs námu því 1,85 milljónum á mánuði í fyrra, en til samanburðar voru mánaðarlaun Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka, 4,2 milljónir á mán- uði. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var með 3,3 milljónir í mánaðarlaun, en þar af voru 300 þúsund krónur á mánuði í árang- urstengdar launagreiðslur. Launa- munur milli bankastjóra er því allt að 130%. 70% af hagnaði í arðgreiðslur Bankaráð Landsbankans mun leggja til á aðalfundi bankans, að hluthöfum verði greiddur út 70% arður af hagnaði bankans í fyrra. Gangi það eftir munu starfsmenn bankans sem fengu hlutabréf gefins í bankanum í fyrra fá rétt rúmar 143,8 milljónir króna sem þeir skipta á milli sín. Ríkið, 97,9% eig- andi Landsbankans, fær í sinn hlut rúmlega 19,1 milljarðs króna arð- greiðslu. Morgunblaðið/Ernir Heildarlaun Steinþór Pálsson fékk 1,85 milljónir á mánuði í fyrra. 130% launamunur bankastjóranna  Lægst eru laun- in í Landsbanka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.