Morgunblaðið - 07.03.2014, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.03.2014, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Er ferming framundan? Láttu okkur sjá um veisluna Gómsætir réttir við allra hæfi Allar nánari upplýsingar í síma 533 3000 Það hefur ekkert skort fréttir af inn- lendum og erlendum vettvangi upp á síð- kastið, og ætla ég ekki að fjölyrða um þær, þótt ærin ástæða væri til. Hins vegar hefur frétt í RÚV og í Morgunblaðinu valdið mér nokkrum áhyggj- um þannig að ég get ekki orða bundist. Eins og öllum er kunnugt hefur veðurfar verið með óvenjulegum hætti víða í vet- ur. Hér á landi hefur veðráttan einkennst af tíðum hvassviðrum og þrálátum austan- og norðaust- anáttum þar sem hitastig hefur verið tveimur til þremur gráðum hærra en algengt er í þessum vindáttum. Hitastig á láglendi hef- ur verið vel yfir frostmarki m.a. á Austurlandi þar sem rigningar voru tíðar í janúar eða þá slydda á láglendi. Þegar þannig hagar til hleypur úrkoman gjarnan í svell. Það sama á hins vegar ekki við þegar komið er upp í tvö til þrjú hundruð metra hæð. Þar kyngir niður snjó sem gjarnan er þungur. Þetta hefur sýnt sig fyrir austan í fannfergi og miklum samgöngutruflunum á fjallvegum yfir Fjarðaraheiði, á Oddsskarði, Möðru- dalsöræfum og Vopnafjarðarheiði og Vatnsskarði. Fréttin sem kom mér til þess að skrifa þessi orð var sú að Vegagerðin hefði gef- ist upp á því að halda áætlun um vetrarþjónustu á þess- um leiðum og hygðist hún opna til Akureyrar tvo daga í viku í stað sex og hætta væri á sams konar aðgerðum á Fjarðarheiði og Odds- skarði. Þetta eru mjög alvarleg tíðindi og gríðaralegt inngrip í eðlileg samskipti milli Norður- og Austurlands og milli byggðarlaga á Austurlandi. Allri mjólkurvör- unni sem framleidd er á Austur- landi er ekið til Akureyrar og neyslumjólk aftur til baka. Ef nota á suðurleiðina er næsta mjólk- ursamlag á Selfossi. Miklir flutn- ingar af öðru tagi eru um Möðru- dalsöræfi, auk þess sem vaxandi samskipti vegna heilbrigðisþjón- ustu eru við sjúkrahúsið á Ak- ureyri. Um mikilvægi Fjarð- arheiðar og Oddsskarðs þarf ekki að fjölyrða þar sem þessar leiðir eru aðflutningsleiðir og lífæðar tveggja þéttbýliskjarna með öllum þeim þörfum sem það útheimtir og þar að auki ferðamannaleiðir. Það er tvennt sem ég vildi koma á framfæri við Vegagerð ríkisins í þessu sambandi, en Vegagerðin er öflug stofnun með góðu fólki sem vill vel gera, það þekki ég frá gamalli tíð. Það er afar áríðandi að leita allra leiða til þess að opna og moka út ruðningum. Ég veit að það er ekkert áhlaupaverk, en það er ekki góður kostur að láta snjó- inn síga áður en hafist er handa um mokstur. Ef það er tilfellið að tækin eru ekki nógu góð til þess að ráða við þær aðstæður sem nú eru eystra, þarf að leita leiða til þess að bæta þar úr. Auk þess verður að hefjast nú þegar handa um rannsóknir og undirbúning á jarðgöngum undir Fjarðarheiði, svo hægt sé að hefj- ast handa um þessa framkvæmd þegar tengingu undir Oddsskarð lýkur. Frétt sem veldur áhyggjum Eftir Jón Kristjánsson » Breyting á snjó- mokstursreglum er alvarleg tíðindi og gríð- arlegt inngrip í eðlileg samskipti milli Norður- og Austurlands. Jón Kristjánsson Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Það hefur æ oftar komið fram á fundum hjá aðildarfélögum Landsambands eldri borgara hversu mik- ilvægt er að við fáum „Umboðsmann aldr- aðra“. Í umræðunni hefur verið bent á að æði mörg og marg- vísleg mál gætu borist til Umboðsmanns aldr- aðra. Fyrirspurnir, ábendingar og hreinlega kærur þar sem menn telja rétt sinn brotinn. Það er líka rétt að það komi fram að barist hefur verið fyrir því að fá umboðsmann aldraðra árum saman á meðan aðrir hagsmunahópar hafa fengið talsmann eða umboðsmann. Á undanförum árum hefur t.d. ítrekað verið farið í kringum rétt- indi eldri borgara um að fá sam- bærilegar kjarabætur og aðrir. Erf- ið varnarstaða kemur þá upp þar sem þessi hópur hefur ekki kjara- samningsrétt. Að veikjast eða lenda á sjúkrahúsi Við vitum öll um rétt sjúklinga og þrátt fyrir það þá er sífellt talað til aldraðra/veikra sem festast inni á sjúkrahúsum fram að dvöl á hjúkr- unarheimili eins og um sértækt vandamál sé að ræða miðað við ald- ur. Enginn annar aldurshópur fær slíka umfjöllun. Aldursmismunun, er það ekki? Einnig er fjölmiðla- umræða um aldraða á hjúkr- unarheimilum oftast í þeim stíl að fólk sé í lúnum flókaskóm og komist ekki milli herbergja. Aldurs- mismunun? Já, tvímælalaust. Ekki þykir tiltökumál að ganga við styrka hönd í bernsku. Að þekkja rétt sinn. Þekking fólks á réttindum sínum er misjöfn og þurfa margir að láta kanna stöðu sína, aðgengi að upp- lýsingum liggur víða og veitist mörgum flókið að ná heildarmynd af þeim. Hvergi er hægt að ganga að upplýsingaflæði fyrir eldra fólk um þau ár sem þá eru framundan. Eldri borgarar sem eru í leit að hentugra húsnæði eru dæmi um hóp sem fær misvís- andi upplýsingar um hvað sé þjónustuíbúð eða öryggisíbúð og þurfa opinberir aðilar, þar með talinn um- boðsmaður aldraðra ef við hefðum hann, að koma að því að fá fasta og örugga skilgrein- ingu á þessum íbúða- málum. Ekki má kaupa köttinn í sekknum. Nú hefur verið stofnað embætti umboðsmanns borgarbúa og svo lítum við til um- boðsmanns barna en þar er orðið mjög fastmótað starf í þágu barna og til að koma Barnasáttmálanum á framfæri. Þangað leita bæði börn og foreldrar. Sum af þeim málefnum sem þar eru upptalin eiga líka við um eldri borgara. Má þar nefna mismunun, ofbeldi, vanrækslu og nokkur fleiri atriði. Alþingi þarf að taka þetta mál til skoðunar og vinna að löggjöf um „umboðsmann aldr- aðra“ með það að leiðarljósi að slíkt embætti geti stuðlað að bættu upp- lýsingaflæði til eldri borgara og að réttarstaða þessa hóps sé virt í hví- vetna. Taka á móti fyrirspurnum, kanna mál einstaklinga, og stuðla að því að fólk á öllum aldursskala efri áranna njóti persónulegra réttinda, virðingar og samfélagsþátttöku. Samþykkt var á landsfundi Lands- sambands eldri borgara sl. vor að vinna að framgangi þessa máls. Nú er rétti tíminn til að koma þessu í verk því þeim eldri borgurum fjölg- ar hratt sem þurfa öryggi og bak- hjarl í baráttunni við skriffinnsku og flókið kerfi. Umboðsmaður aldraðra – löngu tímabært Eftir Þóreyju Sveinbjörnsdóttur Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir »Hvergi er hægt að ganga að upplýs- ingaflæði fyrir eldra fólk um þau ár sem þá eru framundan. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og formaður kjaranefndar LEB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.