Morgunblaðið - 07.03.2014, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.03.2014, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 skriftabók ömmu? Íslenskara verður það eiginlega ekki. Gerður, Eiríkur, Greipur og Unnur. Minning þín er mér ei gleymd, mína sál þú gladdir. Innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (KN) Ástkær föðursystir mín, Þor- gerður Þorleifsdóttir, hefur nú kvatt þennan heim, 85 ára að aldri. Þorgerður fæddist 1928 og ólst upp ásamt pabba Sigurði (f. 1930, d. 2009) og Ragnhildi (f. 1943) í Fossgerði á Berufjarðarströnd. Milli þeirra systkina var mjög ná- ið og gott samband. Þorgerður og pabbi voru um margt lík, hvort sem var í sjón eða í töktum, og höfðu meira að segja sömu rit- höndina. Ég á óteljandi góðar minningar um frænku, hvort sem er hér fyrir austan, eða í Kópavoginum, þar sem hún bjó megnið af sinni ævi ásamt eiginmanni sínum, Jónasi brúarsmiði, sem lést fyrir tæpum 17 árum. Ætíð fannst mér gott að heimsækja hana og fjölskyldu hennar, því alltaf var maður vel- kominn hjá frænku og umvafinn hlýju. Þegar foreldrar mínir brugðu búi á Karlsstöðum 2005 og fluttu suður lét Þorgerður alltaf vita af sér ef hún var stödd austur í Foss- gerði og reyndum við þá að hittast ef hægt var, og fannst mér það ómetanlegt. Foreldrar mínir létust með stuttu millibili 2009, og voru það einkum frænkur mínar tvær, Þor- gerður og Bergþóra móðursystir mín á Breiðdalsvík, sem litu eftir með mér og hringdu oft í mig. Og við reyndum að hittast þegar tækifæri gafst til. Báðar miklar ættmæður, einstaklega ljúfar, og máttu ekkert aumt sjá. Nú eru þær báðar fallnar frá, og skildu þær eftir stórt tómarúm í sálu minni. Við hjónin áttum yndislega stund með Þorgerði síðasta sum- ar, það var gaman að rifja upp með Þorgerði gömlu dagana og hlusta á hana segja skemmtilegar sögur frá uppvaxtarárum þeirra pabba. En þó fannst mér alltaf sárt að sjá hversu mikinn toll ald- urinn hafði tekið af heilsu og þreki hennar, og að geta ekki lengur haldið úti heimili sínu, en hún kvartaði aldrei undan því sjálf. Það er með miklum söknuði og trega sem ég þarf að kveðja þig nú, en jafnframt er ég þér þakklát fyrir allt sem þú kenndir mér, og alla þá hlýju, tryggð og kærleik sem þú hefur sýnt mér og fjöl- skyldu minni öll þessi ár. Ég veit að þú ert komin á góðan stað núna og ert umvafin fjölskyldumeðlim- um þínum sem farnir eru yfir. Börnum Þorgerðar og Jónasar, Gísla, Björgu, Leifi, Ívari, Flosa og Elínu, og fjölskyldum þeirra, sendi ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúðarkveðjur og hlýjan faðm. Jóna Kristín Sigurðardóttir og fjölskylda, Djúpavogi. Nú þegar ég kveð hana Þor- gerði föðursystir mína, sem var mér sem móðir til margra ára, nafna og ein af mínum betri vin- um, fyllist ég þakklæti fyrir að hafa átt hana að. Snemma var mér sagt að ég þyrfti að standa mig því ég væri nafna Þorgerðar, það báru allir mikla virðingu fyrir frænku. Ég reyndi því mitt besta, en hvort mér tókst ætlunarverkið er annarra að dæma um. Frænka var alltaf mikil fyrir- mynd og leiðarljós en lengi var hún og hennar börn líka eins og vorboðinn ljúfi, sönn vissa þess að vorið væri komið. Það var mikil tilhlökkun að fá þau í sveitina á hverju vori, en þau voru á næsta bæ við mín foreldrahús eða í Fossgerði hjá ömmu, þá var gam- an að skjótast í sendiferðir milli bæja og kíkja á þau. Erindið hugsanlega að sækja egg til ömmu, en leyfi til að leika, og borða eins og eina brúnkökusneið hjá ömmu en hún var sérlega góð í góðum félagsskap. Það er heldur ekki sjálfgefið að taka að sér unga frænku sína, 14 ára ungling sem hafði aldrei til Reykjavíkur komið, og styðja hana til mennta, koma til manns og gefa annað heimili sem hún átti að alla tíð síðan. Það má vel vera að sumum finnist þetta léttvægt en sjálf hef ég prófað að taka ung- linga inn á mitt heimili og það er ekki eins einfalt og það hljómar. Aldrei upplifði ég annað en það væri nóg pláss fyrir alla þrátt fyr- ir fylgifiska eins og mig. Það lýsir vel umburðarlyndi frænku að þola við þegar ég var á ritvélinni sem var fyrir tíð rafmagnsritvélanna og mjög hávær, Ívar á flautunni, Elín á klarinettunni, Flosi á trompetinu og allir með mikinn hávaða. Þótt Elín væri samt alltaf hljóðlátust, sem hún er sennilega enn í dag. Næðisstundirnar voru ekki margar en hún hafði dálæti á lestri. Hennar uppáhald voru sögupersónur eins og Anna í Grænuhlíð, Kapitóla og aðrar sögupersónur ástarsagnanna, en þeim áhuga deildum við margar frænkurnar. Algengara var að sjá hana sitja við saumavélina, gera við, prjóna eða hekla og samtímis að hlusta á einhvern lesa eða vinna að sínu námi. Minnug minna stafsetningaræfinga en þá las hún samhliða hannyrðunum og ég skrifaði, en þolinmæði og þrautseigja eru ekki mínar sterk- ari hliðar, sem frænka átti hins vegar ótrúlega mikið af. Sennilega hafa hennar uppá- haldsstundir þó verið í ferðum þeirra Jónasar um landið þegar þau fóru til fjalla með barnaskar- ann og hann gaf sér frí frá brúar- vinnunni. Alla tíð var hún talsmaður þess að fólk menntaði sig vel, því það væri liður í því að eiga meira starfsval síðar meir sem jafn- framt væri lykill að auknum lífs- gæðum. Þannig var frænka alltaf svo framsýn en jafnframt umhug- að um hag annarra. Það er ekki einfalt að lýsa ætt- móður, duglegri og strangheiðar- legri konu eins og frænku í nokkr- um orðum en hún unni jafnt börnum, barna- og barnabörnum sem og landi og þjóð. Hún var stórbrotinn persónuleiki sem mun skilja eftir sig stórt skarð, margar og góðar minningar, sem eru mér og mínum börnum mjög kærar. Ég votta börnum hennar og af- komendum innilega samúð og þakka margar góðar samveru- stundir með góðri konu. Siggerður Ólöf Sigurðardóttir. Meira: mbl.is/minningar Elskuleg móðursystir okkar er fallin frá og minnumst við hennar með hlýju. Fyrsta sem við munum eftir okkur er að fara í Kópavog- inn, sem þýddi eiginlega bara að fara að heimsækja Þorgerði og fjölskyldu á Kársnesbrautina. Þar var góður andi og mikil sam- heldni. Þorgerður var mjög gest- risin og átti yfirleitt góðar kökur og í veislum svignuðu borð undan krásunum. Sérstakt dálæti höfð- um við á púðursykurstertunum sem voru víðfrægar. Mamma seg- ist t.d. hafa notað kökurnar henn- ar Þorgerðar til að ná í pabba. Við eldri systkinin minnumst allra ferðanna í sveitina til ömmu í Fossgerði. Þá var lagt af stað eld- snemma og keyrt allan daginn og til að stytta okkur stundir voru Þorgerður og Jónas að kenna okkur sem flest örnefni á leiðinni, sérstaklega þó allar árnar. Í Foss- gerði þekkti Þorgerður náttúr- lega hverja þúfu og kunni margar sögur af lífinu þar. Í gönguferðum með Þorgerði kom fram áhugi hennar á blómum og hún kunni heitin á þeim flestum. Við systurnar vorum svo heppnar að fá að vera meðlimir í sauma- og frænkuklúbbnum „Harðangur og klaustur“. Þar lærðum við ýmsar hannyrðir hjá Þorgerði, enda annáluð hann- yrðakona. Saumaklúbburinn hafði þá sérstöðu að vera alltaf haldinn heima hjá Þorgerði og hún bauð alltaf upp á brauðsúpu og annað góðgæti. Þorgerður sýndi alltaf áhuga á því sem við systkinin vorum að gera og hvernig okkur farnaðist í lífinu. Við munum sakna sam- verustundanna með henni. Við vottum frændsystkinum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Þórunn, Þorsteinn og Berglind. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum) Kæra Þorgerður, þetta ljóð kom upp í huga minn þegar ég hugsa til þín og finnst það eiga vel við þig. Þú varst konan hans Jón- asar bróður hennar mömmu sem var mér mjög kær frændi. Þið byggðuð ykkur hús í Kópavogin- um og það gerðu einnig pabbi og mamma, þannig að það var mjög mikill samgangur á milli heimil- anna. Ég á margar ógleymanleg- ar minningar af Kársnesbrautinni þar sem fjölskyldan safnaðist iðu- lega saman á gamlárskvöld og var það mikið fjör, mikið dansað og sungið, alltaf fengum við krakk- arnir að vera með og fannst mér nú ekki leiðinlegt að dansa við Jónas frænda jenka eða skottís. Á sumrin varst þú ráðskona hjá Jónasi í brúarvinnunni og var ferðast vítt og breitt um landið. Öræfasveitin var ykkur sérstak- lega hugleikin. Ég naut þeirra forréttinda að fá að upplifa það að komast í brúarvinnuna fyrst sem stelpa sem lítið gagn var og í það að vera talin fullgildur vinnukraft- ur. Þegar ég kynnist Björgvini og fer að búa á Hunkubökkum fann ég hvað þú varst mér trygg og traust. Þegar þið Jónas voruð á leið- inni austur að Fossgerði, þar sem Þorgerður var fædd og uppalin, komuð þið alltaf við hjá okkur, stundum gistuð þið en í það minnsta var þeginn kaffisopi. Þú hafðir mjög sterkar taugar til sveitalífsins og fylgdist af miklum áhuga með búskapnum hjá okkur Björgvini. Við áttum það sameig- inlegt að hafa ungar flutt að heim- an, þú flytur ung sveitastúlka frá Fossgerði í Kópavoginn, en ég borgarstúlka úr Kópavoginum flyt að Hunkubökkum. Þetta sam- einaði okkur á vissan hátt og varð til þess að samband okkar varð enn sterkara fyrir bragðið Við vorum duglegar að hringja hvor í aðra og áttum við mjög góð samtöl ýmist um fjölskylduna eða eithvað annað sem okkur lá á hjarta. Þorgerður var mikill náttúru- unnandi, alveg einstaklega fróð um íslenska flóru og var mjög glögg á að þekkja fugla. Þegar aldurinn færðist yfir og heilsu hrakaði dvaldir þú á Sunnuhlíð, þar var pabbi einnig og hittumst við því mjög oft og áttum margar notalegar stundir þar. Ég mun minnast þín með hlýju í hjarta og hugsa um allt það góða sem þú miðlaðir til mín. Inni- legar samúðarkveðjur til barnanna þinna og fjölskyldna þeirra. Hvíl í friði kæra vinkona. Kærar kveðjur, Björk Ingimundardóttir. Hugurinn leitar á Kársnes- brautina er við kveðjum Þorgerði, þar sem hún og Jónas reistu sér hús. Þau voru meðal frumbyggja Kópavogs. Alltaf var maður vel- kominn þangað og góðar minning- ar tengjast ýmsum veislum í fjöl- skyldunni. Það var fastur siður í fjölskyldunni að koma saman á gamlárskvöld. Þorgerður var mik- il ræktunarkona og naut þess að hafa falleg blóm og gróður í kring- um sig. Garðurinn við hús þeirra og við sumarbústaðinn á Vatns- leysuströndinni var handverk þeirra hjóna. Þorgerður fylgdist vel með öllum í fjölskyldunni og var ákaflega trygg sínu fólki. Með þökk og virðingu kveðjum við Þorgerði Þorleifsdóttur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Guðný Dóra, Gunnar og fjölskylda. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þó þér aðrir bregðist aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson) Góð vinkona er hér kvödd í dag, vinátta sem varað hefur í tæp 70 ár, aldrei slitnaði þráðurinn þótt flutt væri milli landshluta. Þökk sé Þorgerði fyrir alla tryggðina. Börnum hennar og aðstand- endum sendum við Kristján inni- legar samúðarkveðjur. Hvíl í friði kæra vinkona. Nanna Helgadóttir. Kynni okkar af Þorgerði Þor- leifsdóttur og hennar fjölskyldu hófust 1984 þegar hún gerðist „dagamma“ barnanna okkar. Hún taldi það ekki rökrétt vegna ald- urs að hún gæti verið „dag- mamma“ og því hefur hún alltaf verið kölluð amma Þorgerður í okkar fjölskyldum. Það var mikil gæfa fyrir okkur ungu mæðurnar að kynnast ömmu Þorgerði því um leið og hún var dagamma barnanna okk- ar í þeirra frumbernsku þá varð hún fyrirmynd okkar í flestu sem viðkom uppeldi og góðum gildum. Hún varð trúnaðarvinkona okkar og til hennar var alltaf hægt að leita. Þorgerður hvatti okkur og studdi sem ungar konur til að fara út á vinnumarkaðinn og nýta okk- ar kennaramenntun. Hún leið- beindi okkur í foreldrahlutverk- inu og hafði alltaf eitthvað jákvætt til málanna að leggja af eðlislægu innsæi. Hún var mikill náttúruunnandi og var sérstakur tónn í röddinni þegar hún talaði um austfirska grjótið og æsku- slóðirnar í Berufirði. Í kringum húsið hennar óx eyrarrósin, uppá- haldsblómið hennar, sem hún hafði flutt með sér frá Berufirði. Göngum upp með ánni inn hjá mosaflánni, fram með gljúfragjánni gegn um móans lyng – heyrirðu hvað ég syng – líkt og lambamóðir leiti á fornar slóðir innst í hlíðahring. (Guðmundur Böðvarsson) Hún var góður uppalandi. Hversdagslega hluti nýtti hún til leiks og þroska eins og t.d. töl- urnar í töluboxinu, poppkornið í pottinum og stóra garðinn í kring- um húsið hennar, sem varð leik- svið barnanna og heill ævintýra- heimur. Ævintýraheimurinn stækkaði enn frekar þegar hún bauð okkur öllum í sumarhús fjöl- skyldunnar á Vatnsleysuströnd. Þær ferðir eru ógleymanlegar. Í návist hennar leið börnunum vel og þau voru örugg en þeim var alltaf ljóst hver réði. Það sem amma Þorgerður sagði voru þeirra óskrifuðu reglur. Amma Þorgerður talaði gott og kjarnyrt mál og lagði áherslu á að kveðja með því að segja bless en ekki bæ bæ. Nú er komið að leið- arlokum og því vijum við kveðja ömmu Þorgerði með því að segja: Vertu blessuð og hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Halla Bogadóttir, Kristrún Hjaltadóttir. ✝ Hlíf Erlends-dóttir fæddist 24. febrúar 1927 í Keflavík. Hún lést á heimili sínu, Hátúni 10a, 25. febrúar 2014. Foreldrar henn- ar voru Erlendur Jónsson skipstjóri í Keflavík, f. í Kefla- vík 2.2. 1894, d. 3.12. 1980 í Hafn- arfirði, og kona hans Oddný María Kristinsdóttir húsmóðir, f. 11.6. 1902 í Mjóafirði, d. 11.7. 1972 í Reykjavík. Systkini voru Jóhanna Elín (1924-2001), Krist- ín Vigdís (1925-1985), Jón Ólafs- son (1929-1956), Þóranna Krist- ín (1930-2004), Guðfinnur Þórir (1932-2013), Guðbjört Guðrún (1936-2013) og Andrés Kristján Sæby (1942-1998). Einnig ólust tvö barnabörn þeirra Erlendar og Maríu upp hjá þeim, þau Jó- hanna Ellý Sigurðardóttir og Erlendur Jónsson. Hlíf giftist 26. nóvember 1949 Ei- ríki Hjálmarssyni, f. 4.7. 1924 í Vest- mannaeyjum, d. 5.9. 1971 í Reykja- vík. Foreldrar hans voru Hjálmar Ei- ríksson, versl- unarstjóri í Vest- mannaeyjum, f. 25.1. 1900 í Vest- mannaeyjum, og Jóna Kristinsdóttir ljósmóðir, f. 21.12. 1895 í Steinskoti, Ár- skógshreppi, Eyjafirði. Dóttir Hlífar er Jóna María Eiríksdóttir, f. 3.11. 1953, maki Reynir Þorsteinsson. f. 14. des- ember 1958. Dóttir Jónu Maríu er Gerður Ómarsdóttir Thine- sen, f. 10.6. 1976, maki Frank Thinesen, f. 28.5. 1974 . Börn þeirra Elías Freyr, f. 1.6. 2011, og Agnes María, f. 28.11. 2012. Útför Hlífar fer fram frá Ás- kirkju í dag, 7. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Hér sit ég og rifja upp minn- ingar, enn að átta mig á að Hlíf er búin að kveðja og sofnuð svefnin- um langa. Mikið er ég fegin að hafa drifið mig í fyrirframkaffi- veislu laugardaginn fyrir afmælið hennar. Ég man ekki alveg hve- nær ég byrjaði að kíkja í heimsókn til hennar. Fyrstu árin kom ég að- allega stuttu fyrir jól með jólakort. Stöku sinnum heimsótti ég gömlu konuna í annan tíma. Fyrir nokkr- um árum fór ég að koma oftar. Samt var engin regla á þessu fyrr en í fyrra, þann tíma sem hún var í Fossvoginum og svo seinna á Landakoti. Þá kom ég að jafnaði einu sinni í viku, oftast á föstudög- um beint eftir vinnu. „Nei, er kom- inn föstudagur,“ var orðinn al- gengur móttökufrasi. Alltaf var hún jafn glöð þegar ég kom og af- ar hlýleg við mig. Það var líka hægt að rabba við hana um allt milli himins og jarðar. Nú er það svo að maður vill halda sem lengst í þá sem manni þykir vænt um og frekar erfitt að kveðja. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast og vera samferða góðri konu einhvern spöl í lífinu. Að lok- um vil ég votta öllum aðstandend- um samúð mína. Það skein eitt ljós mjög skært í gær svo magnað að ég vildi nær. Ég augum lokaði og hugsaði hljótt, hlutirnir þeir breyttust fljótt. (ASH) Anna Sigríður Hjaltadóttir. Það er gott að eiga sömu vin- konuna allt lífið og hafa aldrei ver- ið ósáttar. Ég fæddist í Duushús- inu en Hlíf í húsinu þeirra á Vesturgötunni í Keflavík, ég 19. janúar og hún 24. febrúar 1927. Ég var í Reykholtsskóla veturinn 1943-1944. Þá fékk ég mörg bréf frá Hlíbbu. Þá vann hún í frysti- húsinu hf. í Keflavík. Hún skrifaði mér að hún væri oft lasin, með kvefpest. Við ætluðum heldur bet- ur að skemmta okkur um sumarið og Lýðveldishátíðin á Þingvöllum, í allri rigningunni, var byrjunin. En Hlíf var hálfslöpp. Seinna um sumarið fórum við til Siglufjarðar. Við tókum rútu frá Reykjavík til Sauðárkróks og gistum eina nótt á Hótel Villa Nova. Svo var tekin rúta til Haganesvíkur. Þaðan fór- um við með árabát út í mótorbát, sem flutti farþegana til Siglufjarð- ar þar sem mágkona mín tók á móti okkur. Við skemmtum okkur mikið vel. Að upplifa Siglufjörð á síldarárunum fyrir tvær 17 ára stúlkur, böllin, sólskinið og þok- una að læðast inn fjörðinn upp úr hádeginu. Síðan fórum við með trillu að heimsækja Lellu skóla- systur mína sem bjó á Siglunesi. Eftir þessa ógleymanlegu dvöl á Siglufirði fórum við að heimsækja ömmu mína, hana Ingibjörgu, og Unni dóttur hennar, sem bjuggu í Svæði fyrir utan Dalvík og alla fjölskylduna sem tók svo vel á móti okkur. Á Dalvík vorum við í nokkra daga. Svo var farið til Ak- ureyrar. Um kvöldið vorum við að skoða myndaalbúm. Í því voru myndir frá Kristnesi. „Ó, ekki gæti ég hugsað mér að vera á svona hæli,“ sagði Hlíf. Í rútunni suður var Hlíf orðin mjög slöpp. Við settumst í aftasta sætið. Við vorum þar einar svo hún gat legið þar. Móðir Hlífar fór með hana til læknis í Reykjavík fljótlega eftir að við komum heim. Hlíf kom ekki með henni til baka. Hún var lögð inn á Vífilsstaðaspítala 17 ára gömul. Ég fór heim til hennar um kvöldið til að frétta hvað læknirinn hafði sagt. Þegar móðir hennar sagði mér að hún kæmi ekki aftur hljóp ég grátandi heim og ekki mátti yrða á mig, þá fór ég að gráta. Hlíf kynntist Eiríki Hjálmars- syni á Vífilsstaðaspítala, indælis manni. Ég fór oft að heimsækja Hlíf sem var lengi veik. Eftir nokkur ár á Vífilsstöðum fór hún að Reykjalundi og þaðan fluttu þau Eiríkur og Hlíf til Reykjavík- ur. Eiríkur lést allt of fljótt. Þau eignuðust eina dóttur, Jónu Mar- íu. Hún hefur aðstoðað móður sína á allan hátt. Hlíf kom eitt sinn í heimsókn til mín með dótturdótt- ur sína. Þá var ég að passa dótt- urson minn. Það voru stoltar ömmur sem horfðu á barnabörnin leika sér saman. Hlíf, ég þakka þér fyrir allt. Ég veit að það er gott að fá hvíldina þegar maður er þreyttur. Elsku Jóna María, ég og fjölskylda mín óskum þér og fjölskyldu þinni alls hins besta og sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Agnes Jóhannsdóttir. Hlíf Erlendsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.