Morgunblaðið - 07.03.2014, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 07.03.2014, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 ✝ Karl Eiríkssonfæddist í Reykjavík 31. des- ember 1925. Hann lést á Landspít- alanum 20. febrúar 2014. Foreldrar hans voru Eiríkur Orms- son, f. 6.7. 1887, d. 29.7. 1983, og Rannveig Jóns- dóttir, f. 9.6. 1892, d. 6.8. 1973. Systkini Karls voru Sigrún, f. 2.6. 1911, d. 7.8. 1990, gift Páli Ísólfssyni, f. 12.10. 1893, d. 23.11. 1974; Sigurveig Margrét, f. 15.12. 1914, d. 20.6. 1995, gift Kristni Guðjónssyni, f. 7.4. 1907, d. 28.9. 1990; Eyrún Eiríksdóttir, f. 18.12. 1919, d. 25.4. 2002, gift Víglundi Guð- mundssyni, f. 11.10. 1912, d. 15.8. 1981, og Kristín Þorsteins- dóttir, uppeldissystir, f. 2.2. 1929, d. 24.12. 1999, gift Birni Kolbeinssyni, f. 6.1. 1921, d. 12.3. 1970. Karl kvæntist hinn 11.12. 1948 Ingibjörgu Sigríði Skúla- dóttur, f. 15.10. 1926, d. 10.6. 1997. Foreldrar hennar voru Skúli Skúlason ritstjóri, f. 27.7. 1890, d. 12.1. 1982, og Nelly Thora Skúlason, f. Mjølid, 31.5. flugvirkjun frá Burgard Voca- tional High School í Buffalo í New York-fylki árið 1947 og at- vinnuflugmannsprófi frá Niag- ara Falls School of Aeronautics sama ár. Karl var einn stofn- enda Flugskólans Þyts í Reykja- vík 1949 og rak hann til ársins 1962, en jafnframt starfaði hann sem flugmaður hjá Flug- félagi Íslands og Loftleiðum. Þá var hann fulltrúi í Rannsókn- arnefnd flugslysa frá 1968 til 1980 og gegndi eftir það for- mennsku nefndarinnar allt til ársins 1996. Karl var upphafs- maður að dreifingu áburðar úr lofti hérlendis. Þá var hann alla tíð mikill áhugamaður um skóg- rækt og var virkur í Skógrækt- arfélagi Reykjavíkur ásamt fleiri félagasamtökum. Karl var einnig dyggur stuðningsmaður ABC-barnahjálpar, gekkst m.a. fyrir byggingu stúlknaskóla fyrir um 620 munaðarlausar stúlkur. Karl starfaði sem fram- kvæmdastjóri og síðan forstjóri Bræðranna Ormsson frá 1960 til 2004. En hann var einn helsti eigandi fyrirtækisins á þeim tíma. Eftir að hann lét af störf- um átti skógrækt í landi fjöl- skyldunnar í Stíflisdal í Þing- vallasveit hug hans allan. Útför Karls fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 7. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 13. 1894, d. 5.12. 1980. Ingibjörg og Karl eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Óskírð dóttir, f. 12.4. 1949, d. sam- dægurs. 2) Eiríkur, f. 11.6. 1950, kvæntur Ragnheiði Pétursdóttur, f. 3.5. 1944, áður kvæntur Margréti Björnsdóttur, f. 29.1. 1947, þau eiga tvö börn, auk dóttur er lést skömmu eftir fæðingu. 3) Þóra, f. 18.6. 1953, áður gift Kolbjørn Akerlie, f. 10.5. 1952, þau eiga tvo syni. 4) Skúli, f. 8.4. 1956, d. 28.4. 1957. 5) Hallgrímur Skúli, f. 20.5. 1960, d. 9.5. 2010, kvæntur Bergrós Hauksdóttur, f. 2.12. 1957, þau eiga þrjú börn. Barnabarnabörn eru sjö talsins. Síðustu 14 árin var Karl í sam- búð með Fjólu Magnúsdóttur, f. 19.9. 1934. Starfsferill Karls hófst á ung- lingsárunum hjá Bræðrunum Ormsson, sem faðir hans og föð- urbróðir stofnuðu. Við Iðnskól- ann í Reykjavík nam hann svo rafvirkjun og lauk þaðan sveinsprófi í greininni árið 1944. Karl lauk síðan prófi í Á unglingsárum, seint á sjötta áratug síðustu aldar, kom ég stundum á vinnustað föður míns Orms Ólafssonar í vöruafgreiðsl- una á Reykjavíkurflugvelli. Ég var heillaður af umhverfinu. Flugvélar voru að koma og fara. Ég hafði heyrt um frænda minn, Karl Eiríksson flugstjóra, og ýmislegt sem hann hafði upp- lifað varðandi flugið. Hann flaug stórum farþegaflugvélum í áætl- unarflugi milli Ísland og Banda- ríkjanna og ævintýraljómi var í kringum starf hans. Hann var einn stofnenda Flugskólans Þyts. Þá var hann upphafsmað- ur við dreifingu áburðar úr lofti. Hann var formaður flugslysa- nefndar og mikil áhugamaður um þróun flugmála. Mér fannst hann gegna engu minna hlut- verki en hetjur mínar í kvik- myndum eða bókmenntum. Sunnudagseftirmiðdag þegar ég var staddur úti á Reykjavík- urflugvelli hitti ég Karl Eiríks- son frænda minn. Hann var hinn dæmigerði atvinnuflugmaður, hávaxinn, myndarlegur, grann- ur, dökkhærður. Hann kom inn í vöruafgreiðsluna í einkennis- búningi flugmanna og heilsaði okkur feðgum og spurði frétta. Við frændi tókumst í hendur og handtakið hlýtt og innilegt. Allt hans viðmót bar vott um traust- an og heilsteyptan dreng. Síðan liðu árin og leið stund- um langt á milli þess að við frændur hittumst, en innileg vinátta sem varð við fyrstu kynni þróaðist með árunum. Ég heimsótti frænda minn á skrif- stofu hans hjá Bræðrunum Ormsson þar sem hann var for- stjóri í áratugi og einn helsti eig- andi fyrirtækisins. Það voru góðar stundir með kærum frænda. Ormur Ólafsson og Karl Ei- ríksson voru bræðrasynir og nánir vinir. Faðir minn dvaldi á Hrafnistu síðustu æviárin og var 94 ára þegar hann lést 22. ágúst 2012. Karl Eiríksson heimsótti föður minn reglulega þau tvö ár sem hann dvaldi á Hrafnistu. Þegar ég sagði föður mínum að Karl Eiríksson væri væntanleg- ur í heimsókn, brosti hann og til- hlökkunin leyndi sér ekki að eiga von á heimsókn frá kærum frænda. Þegar Karl Eiríksson kom í heimsókn var góður mað- ur á ferð sem við feðgar kunnum sannarlega að gleðjast með á góðri stund. Í ágústmánuði síðastliðnum bauð frændi mér að dvelja með sér í Stíflisdal. Eftir starfslok átti skógrækt í Stíflisdal hug hans allan. Þar dvaldi frændi oft síðastliðin ár og áratugi og kunni held ég hvergi betur við sig. Umhverfið fagurt og skógi vaxið. Ég var þar með frænda í tvær vikur og dvölin er ógleym- anleg. Við ræddum margt, helst um lífið og tilveruna, frændfólk- ið, flugið, þætti úr sögu Bræðr- anna Ormsson, hlustuðum á endurminningar föður míns sem hann skráði niður og las á snældur til varðveislu fyrir af- komendur. Á litlu fjórhjóla far- artæki ferðuðumst við frændur um landareignina í Stíflisdal og frændi sagði mér stoltur sögu skógræktar á staðnum frá því að hann hóf að rækta þar skóg um miðja síðustu öld. Það er einhver mesta gæfa sem ég hef orðið aðnjótandi að eiga vináttu frænda míns Karls Eiríkssonar. Kær vinur og frændi er látinn, 87 ára. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Ólafur Ormsson. „Manstu eftir honum afa þín- um?“ spurði þessi glæsilegi mað- ur, kvöldið eftir að við Helgi fluttum inn í Efstaleitið fyrir tveimur áratugum. Ég hélt nú það. Kalli sagðist þá hafa verið sendill hjá Bræðrunum Ormsson og afi, Hallgrímur Bachmann, hefði gaukað einhverju að hon- um þegar Kalli kom til hans með sendingu. Þótt rúm hálf öld væri liðin hafði Kalli ekki gleymt hlý- hug afa og víst er að hann laun- aði afa greiðann ríkulega með því atlæti sem hann sýndi Helga. Fyrstu jólin í Efstaleiti mættu Kalli og Bitten með veizlukost: gæsalifur, kavíar og fleiri kræsingar. Þau höfðu séð veizlumatseðil sem Helgi, þá átta ára, hafði samið og langaði til að uppfylla eins og eina ósk. Ellefu árum síðar var Helgi staddur á Íslandi og hafði sam- band við Kalla, sem umsvifa- laust bauð heim með sömu gest- risni og vinarþeli og við fyrstu kynni. Okkur er heiður að því að hafa átt höfðingjann Karl Ei- ríksson að vini, kveðjum hann með söknuði og samhryggjumst öllum hans ástvinum innilega. Helgi Bachmann, Þórdís Bachmann. Kær vinur, félagi og merkur landgræðslumaður er látinn en bjartar minningar um elskuleg- an mann munu lifa áfram í hug- um okkar Oddnýjar. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg samskipta okkar við Kalla og Ingibjörgu Sigríði, sem við kölluðum alltaf Bitten, og síðar á góðum stundum hjá Fjólu og Karli. Við minnumst þeirra samverustunda með virð- ingu og gleði. Flestar þeirra tengdust ræktun og fegrun landsins. Kalli var einstaklega gestrisinn og höfðingi heim að sækja. Eins og mætur maður skrifaði: „Allir, sem sóttu þau hjón heim, hafa góðar minningar frá heimili þeirra.“ Að leiðarlok- um er okkur efst í huga sökn- uður og þakklæti fyrir áralanga vináttu og heilladrjúgt samstarf og samskipti sem aldrei bar skugga á. Karl var gæddur miklum mannkostum, góðum gáfum, vel- viljaður og vinfastur og var afar heilsteypt manneskja. Bjó vel að mikilli reynslu, var framsýnn og hafði ríkan skilning á viðbrögð- um fólks. Landgræðsla og skógrækt voru Karli afar hugleikin í meira en hálfa öld. Hann kynntist ung- ur landgræðsluflugi í Bandaríkj- unum sem leiddi m.a. til þess að árið 1957 festi hann og félagar hans í Flugfélaginu Þyt kaup á fyrstu landgræðsluflugvélinni. Henni var smyglað til landsins og fyrsta landgræðsluflug á Ís- landi var hér í Gunnarsholti 20. júní 1958. Karl flaug vélinni fyrsta sumarið og var því fyrsti landgræðsluflugmaðurinn og á því mikinn heiður skilið fyrir að hrinda landgræðslufluginu úr vör, sem leiddi til þáttaskila í umfangi landbóta til hagsbóta fyrir land og þjóð. Karl fékk snemma mikinn áhuga á skóg- rækt og eignaðist jörðina Stífl- isdal í Kjós. Land jarðarinnar liggur nokkuð hátt yfir sjávar- máli og var gróður hennar víða hart leikinn af harðri veðráttu og búsetu liðinna alda. En Karl og fjölskylda hans hafa með miklum dugnaði stöðvað land- eyðinguna, styrkt gróður og ræktað skóg á tugum hektara með frábærum árangri við þess- ar erfiðu aðstæður. Karl var einn af aðalhvatamönnum að stofnun Landverndar og sat þar í stjórn um árabil og hefur á liðnum áratugum stutt fjölda skógræktar- og landbótaverk- efna. Árið 2004 voru honum verðskuldað veitt landgræðslu- verðlaunin fyrir fjölþætt störf í þágu landgræðslu og landbóta. Karl var ljúfmenni og dag- farsprúður, og það var mér heið- ur að fá að starfa með honum og eiga við hann samskipti. Öll voru þau á einn veg, hann var traust- ur félagi og vildi hvers manns vanda leysa og frá honum staf- aði innri hlýja. Það voru forrétt- indi að kynnast honum og minn- ingin um góðan dreng lifir. Fjölskyldur, ættingjar og vin- ir kveðja nú mikilhæfan mann með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvist- anna við hann. Ég bið þeim Guðs blessunar og votta þeim mína dýpstu samúð. Megi almættið, sem leiðir okkur og alla þá er hjarta þitt sló fyrir, leiða þig í sólina, kæri vinur. Sveinn Runólfsson. Nú hefur hann Kalli Eiríks vinur okkar kvatt og er að hon- um mikil eftirsjá. Kalli batt ekki bagga sína sömu hnútum og flestir hans æskuvinir, enda hafði hann kjark til þess að gera það sem honum datt í hug. Hverjum öðrum hefði svosem dottið í hug að ala upp hrafn- sunga, sem reyndist vera hermi- kráka, og kenna honum ís- lensku? Krummi var á Skeggjastöðum í Mosfellssveit, en þar var annað heimili Kalla. Þann bæ átti faðir hans og rak þar bú. Systrum Kalla var fugl- inn ekki geðfelldur vegna ágengni og einhverra óknytta. Því setti Kalli hann í lokaðan kassa og ók með hann austur í Skaftafellssýslu og gaf honum frelsið. Krummi hefur verið frelsinu feginn og flaug þangað sem hugur hans stóð til, því þeg- ar Kalli kom heim að Skeggja- stöðum var honum heilsað af krumma. Ekki hef ég haft spurnir af förum fuglsins eftir þetta, ef til vill hefur hann farið á hrafnaþing. Frá því stofnað var til svif- flugs á Íslandi var ævi Kalla samofin endurreisn flugsins á Íslandi og bar hann eitt fyrsta skírteini einkaflugmanns. Meðal hans ótalmörgu vina voru Siggi flug og Agnar Kofoed Hansen, enda voru þeir tíðir gestir í af- mæli hans, sem bar upp á gaml- ársdag. Eftir að ljúka Iðnskólanum í rafvirkjun fór Kalli til Banda- ríkjanna til náms í flugvirkjun, en einnig lauk hann prófi í at- vinnuflugi í Buffaló. Meðan mér og öðrum, sem tóku einkaflug- próf á Íslandi, var gert að fljúga sem yfirlandsflug þríhyrninginn: Reykjavík – Hella – Stóri Kroppur – Reykjavík gerði Kalli sér lítið fyrir og flaug smáflug- vél frá Buffaló til Kaliforníu og til baka, með Klettafjöllin sem eins konar krydd í ævintýrið. Meðan ég og aðrir urðum okkur úti um hlut í flugvél kom Kalli sér upp flugflota með tveimur vinum sínum. Það var að sjálf- sögðu flugskólinn Þytur, sem hann rak af prýði í mörg ár, en einnig var hann með tveggja hreyfla Beechcraft-vængjur á sínum snærum við síldarleitar- flug, loftmyndatöku o.fl., enda einn eigenda. Einnig flutti hann til landsins, upp á sitt eindæmi, fyrstu flugvél sem hönnuð var til áburðardreifingar, enda áhuga- maður um uppgræðslu landsins og sem slíkur gerðist hann skóg- arbóndi í Stíflisdal og þar hefur honum tekist að rækta skóg í meiri hæð yfir sjávarmáli en nokkur vænti. Við Kalli störfuðum saman hjá Loftleiðum þangað til hann varð að kjósa um hvort hann vildi fljúga áfram eða stjórna fyrirtækinu Bræðrunum Orms- son. Hann valdi síðari kostinn, en samgangur og vinskapur okkar Hrefnu við þau Bitten og Kalla var óskertur. Hér hefur verið drepið á nokkur mál, eink- um þau sem að okkur sneru, en hægt væri að halda áfram enda- laust, slík voru umsvifin hjá Kalla. Sjálfsagt munu aðrir gera lífi hans ítarlegri skil, en við þökkum samfylgdina, góð kynni og vinskap fjölskyldu hans. Hrefna og Ragnar Kvaran. Þegar ég hóf störf hjá Bræðr- unum Ormsson sem einkaritari forstjórans, Karls Eiríkssonar, fyrir hartnær 30 árum, hófst okkar einstaka samstarf, sem stóð þangað til Karl kvaddi fyr- irtækið. Fyrst um sinn sinnti ég bréfa- skriftum eingöngu en með tím- anum kom að því að samstarf okkar breyttist því oft bað Karl mig um að aðstoða sig með ýmis verkefni sem hann var að vinna að. Þetta voru lærdómsrík og krefjandi ár. Karl kenndi mér margt, bæði hvað varðaði sam- skipti við viðskiptavini og einnig við fyrirtæki, sem Bræðurnir Ormsson höfðu umboð fyrir. Hann gerði miklar kröfur til gæða í samskiptum við þessa að- ila og tók mig með á alla fundi, sem oft leiddu til stórra við- skipta. Hann kunni að launa vel unn- in störf og hrósa því sem vel var gert. Karl hefur verið mér góður vinur og lærifaðir og þakka ég honum fyrir þann trúnað og það traust sem hann hefur ávallt sýnt mér. Hann hafði einstaka hæfileika til að mynda tengsl við fólk og margir viðskiptavinir hans urðu vinir hans ævilangt. Hann var einnig höfðingi heim að sækja og bauð hann viðskiptavinum gjarnan heim til sín eða til Stífl- isdals heldur en að fara með þá á veitingahús. Þetta kunnu menn vel að meta og það skap- aði oft persónuleg tengsl. Karl átti viðburðaríka ævi og hafði frá mörgu að segja, allt frá því að hann byrjaði hjá Bræðr- unum Ormsson sem sendisveinn og fór hjólandi með röntgenfilm- ur og framköllunarefni á Land- spítalann. Þegar hann var enn ungur að árum fór hann að að- stoða föður sinn við viðgerðir og uppsetningar á vélum. Hann tal- aði einnig oft um dvöl sína í Buffalo, Bandaríkjunum, þar sem hann lærði flugvirkjun og tók flugmannspróf og um flugið frá Buffalo til vesturstrandar Bandaríkjanna þar sem hann stýrði lítilli flugvél. Eftir stríðið ferðaðist hann með föður sínum til Þýskalands til að taka upp þráðinn við nokkur fyrirtæki sem Eiríkur Ormsson hafði ver- ið í samstarfi við. Þar má helst nefna AEG og Robert Bosch. Karl vann sem flugmaður á Ís- landi þar til hann tók við stöðu framkvæmdastjóra hjá Bræðr- unum Ormsson. Eftir lát Eiríks varð Karl svo forstjóri fyrirtæk- isins. Við fjölskylda mín vorum allt- af velkomin í Stíflisdal og áttum þar góðar stundir með þeim hjónum, Karli og Ingibjörgu, sem síst munu gleymast. Karl var mikill áhugamaður um land- græðslu og skógrækt og honum tókst að rækta upp fallegan trjá- lund rétt hjá bústaðnum hans við Stíflisdalsvatn. Á nokkrum áratugum gróðursetti hann þús- undir trjáa á landi sínu, síðustu árin í samvinnu við Suðurlands- skóga. Karli var annt um gamla muni, sem tengdust fyrirtækinu. Þannig lét hann til dæmis gera upp litla vatnstúrbínu og vind- rafstöð, sem faðir hans hafði lát- ið smíða. Einnig prýddu ljós- myndir frá gamalli tíð skrifstofur fyrirtækisins. Þar mátti meðal annars sjá hann Ei- rík Ormsson flytja aflvélar yfir ár á hestvögnum í upphafi raf- væðingar á Íslandi. Að lokum langar mig að þakka Karli fyrir þau góðu ár sem við störfuðum saman. Fjölskyldu hans og Fjólu vottum við Rúnar okkar dýpstu samúð. Elke Stahmer og fjölskylda. Að kynnast Karli Eiríkssyni er eitt af ævintýrum lífs okkar. Það hófst í ágúst 1999 þegar Karl kynntist Fjólu, en þau höfðu þá bæði misst maka sína fyrir um tveim árum. Við sáum móður okkar rísa upp úr sorg- inni og smám saman kynntumst við manninum sem þar átti hlut að máli. Karl var heimsmaður og höfðingi, skemmtilegur fé- lagsskapur og geislaði af greind, styrk og hjartahlýju. Við áttum sérstaklega margar ánægjulegar samverustundir með parinu í Danmörku, í sum- arhúsi Fjólu. Þar var boðið upp á Manhattan í fordrykk og stór- ar máltíðir með umræður um pólitík og þjóðmál sem meðlæti. Við vorum ekki alltaf sammála, en þegar tekið var breitt sjón- arhorn voru grundvallarsjónar- miðin oftast lík og allir aðilar gátu lært af hinum, en við þó miklu meira af Karli, ekki bara reynslu hans heldur líka af hinni mannúðlegu nálgun hans að öll- um málum. Þótt samræðurnar væru gef- andi gáfu gerðir hans og sam- skipti við aðra mest. Það var un- aðslegt að fylgjast með því hvað hann umgekkst móður okkar af mikilli umhyggju og virðingu, og þar var hugtakið séntilmennska eitthvað annað en klisja. Hann umgengst okkur eins og aðra af einlægum áhuga á því sem við vorum að gera og hugsa, en vænst þótti okkur um samskipti hans við börnin. Hann var sér- staklega laginn að segja börnum og ungu fólki fyrir verkum, og Ólafur Steinar og Anna Karólína áttu margar lærdómsríkar stundir í sumarhúsinu við Dra- gør, þar sem þau klipptu tré með honum og lærðu að fara með verkfæri til garðyrkju. Sams konar stunda nutum við í bústað hans í Stíflisdal, en þar tókst Karli með sinni alkunnu al- úð að rækta upp skóg í dalnum sem engum datt í hug að væri hægt. Ræktun landsins var hon- um afar hugleikin og hann var eftir fremsta megni vistvænn í lífsstíl sínum. Þegar sögusjóður Karls opn- aðist að loknum dagsins önnum birtist fólk sem hann hafði hitt frá barnæsku: kunnir Íslending- ar og alls kyns fólk sem Karli hafði orðið minnisstætt. Karl kunni að segja sögur og sögur hans hefðu átt að rata á bók, sem ekki verður úr þessu. Sér- stakur stíll og tónn kom yfir hann þegar hann sagði frá 10 til 12 tíma flugi til New York og hvernig flugáhöfnin klæddi sig síðan í smóking og síðkjóla og fór á glæsilega staði að hlusta á stórlaxa djass- og dægurtónlist- ar upp úr 1950. Enn annar tónn þegar hann lýsti baráttu flug- Karl Eiríksson ✝ Kæru vinir og vandamenn. Innilegar þakkir fyrir samúðarkveðjur og samverustund vegna andláts og útfarar pabba okkar, tengdapabba, afa og langafa, GUÐNA R. JÓNSSONAR, Hellu. Sérstaklega þökkum við starfsfólki Lundar og Kristni Garðarssyni fyrir einstaka umhyggju og hlýju. Hrafnhildur Guðnadóttir, Friðrik Magnússon, Hjördís Guðnadóttir, Auðun Gunnarsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.