Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 ✝ Sigríður Oli-versdóttir fæddist í Reykjavík 18. júní 1935. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 26. febrúar 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Lovísa Edv- ardsdóttir, hús- móðir frá Hellis- sandi, f. 29.5. 1913, d. 26.3. 1983, og Oliver Guð- mundsson, prentari og tónskáld í Reykjavík, f. 10.1. 1908, d. 29.8. 1982. Þau skildu. Systkini Sigríð- ar: Edvard Gísli, prentari í Reykjavík, f. 20.1. 1934, kvæntur Ósk Skarphéðinsdóttur, Valur Guðmundsson (sammæðra), f. 25.10. 1941, rafvirki í Kanada, kvæntur Shirley Guðmundsson, Stefán Ævar Guðmundsson (sammæðra), f. 26.7. 1945, prent- ari í Kanada, kvæntur Joanne Guðmundsson, Guðbjörg Sigrún Oliversdóttir (samfeðra), hús- móðir í Reykjavík, f. 8.2. 1941, gift Þóri Arnari Sigurbjörnssyni (látinn), Sigurbirna Oliversdóttir Oliver Páll og Viktor Pétur. 3) Ingibjörg, héraðsdómslögmaður í Hafnarfirði, f. 21.11. 1972, gift Jónasi Þór Guðmundssyni, hæstaréttarlögmanni í Hafn- arfirði, börn þeirra Guðmundur Már, Lovísa Margrét og Stefán Árni. Sigríður ólst að mestu upp á Hellissandi hjá móðurömmu sinni Stefaníu Kristjánsdóttur eftir að foreldrar hennar skildu. Eftir fermingu fór hún til Reykjavíkur og dvaldist hjá föð- ur sínum og eiginkonu hans, Láru Einarsdóttur, um tíma. Svo var hún hjá móður sinni og eig- inmanni hennar, Guðmundi Finn- bogasyni, á Akranesi. Þau Árni fluttu til Hafnarfjarðar árið 1957 og voru búsett þar síðan. Sigríður gekk í Barnaskóla Hellissands og fór í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Hún vann ým- is störf áður en börnin fæddust en helgaði sig heimilinu eftir það. Hún starfaði mikið með Sjálf- stæðiskvennafélaginu Vorboða í Hafnarfirði og fylgdi eiginmanni sínum í störfum hans. Sigríður greindist með Alz- heimer árið 1998 og dvaldi á Sól- vangi í Hafnarfirði frá árinu 2006. Útför Sigríðar verður frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 7. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 13. (samfeðra), hús- móðir í Reykjavík, f. 7.12. 1952, gift Þóri Kristjáni Guð- mundssyni. Sigríður giftist hinn 9.6. 1957 Árna Grétari Finnssyni hæstaréttarlög- manni, f. 3.8. 1934. Hann lést 11.10. 2009. Foreldrar hans voru Finnur Árnason, trésmíðameistari og verkstjóri á Akranesi og síðar í Hafnarfirði, f. 5.1. 1905, d. 24.5. 1980, og k.h., Eygló Gamalíels- dóttir, húsmóðir frá Hafnarfirði, f. 23.9. 1910, d. 2.7. 1995. Börn Árna Grétars og Sigríðar eru: 1) Lovísa, húsmóðir í Hafnarfirði, f. 29.9. 1959, gift Viðari Péturssyni framkvæmdastjóra, börn þeirra Sigríður Erla, gift Davíð Þór Viðarssyni, þeirra sonur er Viðar Breki, Pétur, Davíð og Finnur Árni. 2) Finnur, rekstrarhag- fræðingur í Hafnarfirði, f. 12.9. 1961, kvæntur Önnu Maríu Ur- bancic viðskiptafræðingi, börn þeirra Árni Grétar, Ebba Katrín, Síðastliðna daga hafa minn- ingar um ömmu rifjast upp sem við geymum hjá okkur og hugg- um okkur við. Minningar um ömmu sem var svo falleg alveg fram á síðasta dag. Eins sárt og við söknum elsku ömmu Siggu þá er þakklæti okkur efst í huga þegar við minnumst hennar. Við erum svo þakklát fyrir að hafa átt hana sem ömmu okkar. Öll væntumþykjan og umhyggju- semin sem við fundum fyrir hjá henni er nóg til að endast okkur út ævina. Hún hafði alltaf tíma fyrir okkur og kærleikurinn sem henni fylgdi gerði það að verk- um að við vildum fá að vera sem mest á Klettahrauninu. Þar var ekki mikið verið að stressa sig á því hvort eða hvenær foreldr- arnir kæmu að ná í mann. Við höfðum það nefnilega alltof gott. Hótel Amma eins og afi kallaði Klettahraunið stundum var ein- hvers konar paradís. Á Kletta- hrauninu réð amma. Hún var glæsileg kona, ákveðin og góð. Minningarnar sem við eigum þaðan eru allar litaðar af því að þar var allt fyrir okkur gert. Við fengum að borða og drekka; uppáhaldsmatinn, nammið og gosið. Það mátti vaka lengi til að horfa á sjónvarpið eða lesa bæk- ur. Afi og amma lásu líka fyrir þig ef þú óskaðir eftir því. Svo breiddi amma yfir þig sængina áður en þú sofnaðir, fór með bænirnar og söng þig í svefn. Amma passaði að okkur væri aldrei kalt. Ef þurfti að fara með mann í bíl að vetri eða að kvöldi þá fóru hún eða afi alltaf út að hita bílinn á undan. Það mátti sofa út eins lengi og maður vildi á Klettahrauninu og ef foreldr- arnir létu það vera að sækja mann alltof snemma þá var farið í skemmtilegan bíltúr daginn eftir þegar við fengum að gista. Amma lagði mikið uppúr því að við menntuðum okkur. Hún hafði áhuga á því sem við gerð- um og mætti á alla skólavið- burði, tónlistarsýningar og svo framvegis. Fjölskyldan var það allra mikilvægasta í hennar aug- um. Það sem lýsir kannski ömmu Siggu best er að það fyrsta sem hún gerði þegar hún kom heim til barnanna sinna var að ná í könnu, fylla hana af vatni og ganga hring um heimilið að vökva allar plöntur. Hún sá til þess að allt í kringum hana óx og dafnaði. Heimurinn okkar var öruggari og hlýrri þegar hún var hjá okkur. Það þarf ekki að spyrja að því hvaða áhrif það hafði á sjálfsmynd barna sem voru að þroskast og mótast að fá að alast upp í kringum hana og afa. Hún lét okkur líða eins og við værum það besta sem hefði nokkurn tímann snert þessa jörðu og við gátum ekki gert neitt rangt í hennar huga. Hún sýndi okkur skilyrðislausa ást. Söknuðurinn að þessari stór- kostlegu konu sem við fengum að kalla ömmu er mikill. Sem betur fer höfum við hvert annað í sorginni. Fjölskyldan er náin og það er ömmu og afa að þakka. Þau kenndu okkur hvað það er sem skiptir máli í lífinu. Guð blessi minningu elsku ömmu Siggu. Sigríður Erla Viðarsdóttir, Pétur Viðarsson, Davíð Við- arsson, Finnur Árni Við- arsson, Árni Grétar Finns- son, Ebba Katrín Finnsdóttir, Oliver Páll Finnsson, Viktor Pétur Finnsson, Guðmundur Már Jónasson, Lovísa Mar- grét Jónasdóttir, Stefán Árni Jónasson og Viðar Breki Davíðsson. Góð vinkona er látin eftir langvarandi og erfið veikindi. Við kynntumst fyrst kvöldið sem hún og verðandi maðurinn hennar, Árni Grétar Finnsson, opinberuðu trúlofun sína. Mað- urinn minn tilvonandi, Jóhann Ragnarson, og ég vorum með þeim þetta kvöld til að fagna at- burðinum, en þeir Árni Grétar og Jóhann voru æskuvinir úr Verslunarskóla Íslands. Síðan þetta kvöld, vorið 1955, urðum við vinir og hélst sú vinátta alla tíð. Sigga var traust og góð vin- kona og áttum við margar skemmtilegar stundir saman, ýmist á heimilum okkar eða í veiðitúrum með vinum, sem voru farnir reglulega fyrr á árum. Á þessum tíma var það fremur sjaldgæft að eiginkonur hefðu sig í frammi í veiðiskapnum, en þó voru einstaka konur sem voru áhugasamar. Einu atviki man ég eftir sérstaklega, þegar Sigga dró stóran lax um hádegisbilið, þegar enginn lax var kominn á land. Siggu var mjög annt um fjöl- skyldu sína og var stolt af börn- unum sínum og barnabörnum, sem voru mjög hænd að henni og voru þau oft hjá henni í pöss- un. Fallegi garðurinn þeirra við Klettahraunið var hennar líf og yndi og þar ræktaði hún blómin sín og rósirnar og þangað var gaman að koma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Lovísa, Finnur, Ingi- björg og fjölskyldur, ég og fjöl- skylda mín vottum ykkur samúð okkar og megi guð styrkja ykk- ur í sorginni. Sigríður Ólafsdóttir. Við kveðjum í dag kæra vin- konu, Sigríði Oliversdóttur frá Hellissandi. Sigríður, eða Sigga eins og við kölluðum hana, var einstaklega myndarleg og kær- leiksrík kona. Alveg frá því að við systkinin munum eftir okkur hef- ur verið mikill og góður vinskap- ur á milli fjölskyldna okkar, en Árni Grétar eiginmaður Siggu og faðir okkar Matthías kynntust í Hafnarfirði þegar þeir voru ung- ir menn. Við minnumst ferða sem fjöl- skyldur okkar fóru á Snæfells- nesið og Hellissand, æskuslóðir Siggu, þar sem tínd voru ber og ættingjar Siggu heimsóttir. Sér- staklega eru minnisstæðar heimsóknir á heimili Stefaníu, ömmu Siggu á Hellissandi. Við minnumst einnig veiðiferða, oft- ar en ekki í Borgarfirði, en þar voru æskuslóðir foreldra okkar. Síðan var komið við á Akranesi á æskuslóðum Árna Grétars. Þessar ferðir í þessum góða fé- lagsskap eru ógleymanlegar og stór hluti af æskuminningum okkar. Auðvitað voru ýmsar uppákomur í ferðum sem þess- um, vegakerfið ekki eins full- komið og í dag og um var að ræða bifreiðir sem ætlaðar voru til innanbæjaraksturs. En það skipti ekki máli, keyrt var yfir ár og læki og þótti það ekkert til- tökumál þótt spryngi á dekki. Bílveikin var fljót að gleymast. Við krakkarnir kynntumst því vel og komum oft á heimili þeirra á Öldugötu og síðar á Klettahrauni. Það var alltaf tek- ið einstaklega vel á móti okkur og var Sigga þar við stjórnina, en heimilinu sinnti hún af ein- stökum myndarskap. Hún stóð einnig þétt við bakið á sínu fólki alla tíð. Það má segja að Sigga og móð- ir okkar Sigrún hafi báðar lent í því hlutverki að styðja eiginmenn sína í stjórnmálastarfi þeirra fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn, en Árni Grétar var bæjarfulltrúi og odd- viti sjálfstæðismanna um árabil í Hafnarfirði. Sigga var auk þess virk í starfi á vegum flokksins, meðal annars á vettvangi Vor- boðans, félags sjálfstæðiskvenna í Hafnarfirði, og munaði um minna, að hafa jafnduglega konu og Siggu innanborðs sem var alltaf boðin og búin að sinna störfum fyrir flokkinn. Sigga hefur nú um langa hríð átt við erfið veikindi að stríða og hafa hennar nánustu sinnt henni af einstakri alúð og væntum- þykju. Á þessari kveðjustund vottum við þeim Lovísu, Finni, Ingibjörgu, tengdabörnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Við systkinin þökkum fyrir okkur, það ferðalag sem við nut- um með Sigríði Oliversdóttur. Árni, Halldóra og Þorgils Óttar. Lokið er löngum veikindum mágkonu minnar, Sigríðar Oli- versdóttur. Það munu vera um 15 ár síðan hún veiktist og síð- ustu átta árin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Sigga, en það var hún kölluð, fæddist á Hellisandi 18. júní 1935. Þegar foreldrar hennar slitu samvistir var hún Sigríður Oliversdóttir ✝ Lilja SumarrósÞorleifsdóttir fæddist 30. október 1923 í Nausta- hvammi í Norðfirði. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 26. febrúar 2014. Foreldrar henn- ar voru Þorleifur Ásmundsson, f. 1889, d. 1956 og María Jóna Aradóttir, f. 1895, d. 1973. Lilja var áttunda í röð 14 systkina, en þau eru: Þóra Að- alheiður f. 1912, d. 2006, Ari Ás- mundur f. 1913, d. 2005, Guðni f. 1914, d. 2002, Stefán Guðmundur f. 1916, Ingvar f. 1917, d. 1963, Gyða Fanney f. 1919, d. 2009, Lukka Ingibjörg f. 1921, Guð- björg f. 1924, Friðjón f. 1928, d. 2004, Ásta Kristín f. 1926, Guð- rún María f. 1930, Sigurveig f. 1933, d. 2009. Vilhjálmur Norð- fjörð f. 1936. Lilja giftist þann 21. júní 1947, Ólafi Ísleifi Eiríkssyni, vélstjóra frá Stokkseyri, f. 29. sepember 1916, d. 20. desember 1974. Þau bjuggu allan sinn bú- skap í Neskaupstað, að und- anskildum hluta úr ári, er þau bjuggu á Stokkseyri og eign- uðust þrjú börn: 1a. Þórleifur, f. Hansen. Þau eiga 2 börn. Núver- andi eiginmaður Guðbjargar er Hjalti Þórðarson, f. 14. ágúst 1953. Þau eiga Aðalheiði Báru, f. 1996, í sambúð með Tomasz Da- wid Maciola. Dóttir Hjalta er Thelma Elisabet. Hún á 2 syni og er í sambúð með Ragnari Reyn- issyni. Á yngri árum vann Lilja við hótelstörf á Akureyri og var í vist hjá fjölskyldu í Reykjavík. Ólafur og hún hófu búskap í Nes- kaupstað, í ársbyrjun 1947. Þau bjuggu fyrst í Skálholti, þá í mörg ár í Heiðarbýli eða allt þar til þau festu kaup á húsnæði að Mýrargötu 9 í Neskaupstað. Lengi vel sinnti Lilja húsmóð- urstörfum, og vann með ýmis störf. Hún vann um tíma í eldhúsi Fjórðungssjúkrahússins og leysti af sem matráðskona, vann við síldarsöltun o.fl. Eftir að Ólafur féll frá í snjóflóðunum í Nes- kaupstað 1974 hóf Lilja störf í frystihúsi SVN, nema fyrstu vet- urna eftir fráfall hans, hélt hún til á Fáskrúðsfirði hjá Eiríki og Guðrúnu tengdadóttur sinni og vann í Hraðfrystihúsi Fáskrúðs- fjarðar. Lilja starfaði alla tíð öt- ullega með Slysavarnadeild kvenna í Neskaupstað og var þar heiðursfélagi. Mörg síðustu árin bjó Lilja í Breiðabliki, íbúðum aldraðra í Neskaupstað, eða allt þar til að hún fór á hjúkr- unardeild Fjórðungssjúkrahúss- ins sl. sumar. Útför Lilju fer fram Norð- fjarðarkirkju í dag, 7. mars 2014 og hefst athöfnin kl. 14. 31.12. 1947, í sam- búð með Stefaníu M. Júlíusdóttur, f. 26.3. 1950, hennar sonur er Davíð Ein- arsson, búsettur í Sjanghæ. Þórleifur var áður kvæntur Kristrúnu Sigurð- ardóttur. Þau skildu. Þeirra sonur er Sigurður Óli, f. 1975. Hann er kvæntur Önnu Dröfn Clausen og eiga þau 3 syni. Fyrir átti Sig- urður 1 son. Áður átti Kristrún Einar Örn, f. 1970. Þórleifur var kvæntur Kristbjörgu Löve, f. 23.9. 1947, d. 9.4. 2002. 2a. Eirík- ur, f. 28.10. 1951, kvæntur Guð- rúnu Þ. Níelsdóttur, f. 19.9. 1949. Þau eiga 3 börn. 1. Jóhanna Lilja, f. 1973, gift Hermanni Long, og eiga þau 2 börn, áður átti hún Gunnar Hreindal. Hann á eina dóttur. 2. Ólafur Níles f. 1977. 3. Reynir Svavar, f. 1983, í sambúð með Kolbrúnu Gísladótt- ur. 3a. Guðbjörg Kristjana, f. 22.10 1957. Hún var gift Gísla Jónssyni. Þau skildu og eiga þrjú börn: 1. Ólöf Hildur, f. 1978, Gift Sigfúsi Róberti Sigfússyni. Þau eiga tvær dætur. 2. Freystein, f. 1982. 3. Lilja, f. 1983, gift Jakobi Að eiga mömmu er dásamlegt en að eiga hana í meira en 60 ár eru forréttindi. Að minnast móð- ur sinnar hlutlægt er erfitt, eru ekki mömmur alltaf góðar? Mamma var svo sannarlega góð kona í orðsins fyllstu merkingu og ég veit að ég er ekki einn um þá skoðun. Hún mátti ekkert aumt vita eða sjá og var með ríka réttlætiskennd. Mamma var alin upp í Naustahvammi á Norðfirði í 14 systkina hópi, við naum kjör, væri kölluð fátækt í dag, en ástin og gæskan inn- prentuð í ótakmörkuðu magni. Þessar aðstæður hafa vafalaust mótað mömmu eins og hin systkini hennar. Ekki að ósekju að fjölskyldan er oft kölluð kossafjölskyldan. Eins og vani var á þessum árum fóru börn að reyna að bera björg í bú strax og þau gátu. Mamma var ekkert undanþegin því. Hún fór fljótt að gæta barna og í vist til nokkra fjölskyldna og man ég ekki ann- að en hún minntist þess fólks sem hún kynntist með hlýju. Síð- ar fór hún til Akureyrar og var þar í vist og vann á hóteli og fleira. Mamma og pabbi (Ólafur Eiríksson) kynntust þegar pabbi réð sig á bát frá Norðfirði árið 1946 og giftu sig 21. júní 1947. Ekki man ég annað en að ást og ástríki hafi alltaf ráðið ríkjum. Uppeldið lenti að mestu á herð- um mömmu þar sem pabbi var sjómaður mestallt sitt líf. Ekki held ég að það hafi alltaf verið auðvelt að ala upp stráka sem lifðu fyrir það eitt að vera á bryggjunum og um borð í bát- um. Enda marka minninguna áhyggjur hennar á þessum árum þar sem ég lifði og hrærðist í því umhverfi. Það var mömmu skelfilegt áfall þegar pabbi lést af slysför- um 1974. Mörg ár eftir þetta og raunar allt til loka mótaði þetta líf hennar. Mamma var mjög trúuð og ættrækin kona, glað- vær, kát, gestrisin, frábær kokk- ur og nýjungagjörn í mat og til í að prufa allt í þeim efnum. Alltaf var pláss fyrir ættingja og vini hjá henni. Hún var félagslynd, starfaði m.a. í Kvennadeild SVFÍ á Norðfirði og var þar heiðursfélagi, starfaði mikið í Félagi aldraða þar til kraftar þrutu, ávallt tilbúin að gera það sem þurfti. Þar sem ég var einn systkina minna sem bjó ekki langt frá henni var samneyti okkar mjög náið og ekki skemmdi það fyrir að mamma og Gunna konan mín urðu fljótt góðar vinkonur þar sem vinátta og gagnkvæm virð- ing réð ríkjum. Mamma var vinmörg og virt- ust allir hænast að henni enda með stórt hjarta. Þegar heils- unni fór að hraka vantaði ekki að allir voru tilbúnir til að hjálpa og heimsækja hana. Ég held þó að ég halli ekki á neinn þó ég nefni nöfnu hennar Lilju Jónu sem var vakin og sofin yfir velferð henn- ar síðustu árin og fyrir það er ég óumræðilega þakklátur. Nógu sterk lýsingarorð á ég ekki til að þakka starfsfólki FSN fyrir um- hyggju þess, þið eruð „frábær“. Að leiðarlokum vil ég þakka mömmu fyrir ást og umhyggju fyrir mér og mínum. Stór hópur hefur tekið á móti henni hinum megin með pabba í broddi fylkingar, það hafa verið fagnaðarfundir eftir tæplega 40 ára bið. Mömmu verður sárt saknað í stórum hópi afkomenda, ætt- ingja og vina og bið ég góðan Guð að vaka yfir minningu henn- ar. Þinn sonur, Eiríkur. Í dag fylgi ég minni elskulegu tengdamóður síðasta spölinn. Það eru 43 ár síðan ég kom fyrst á Mýrargötuna með honum Eika mínum, mjög feimin og niðurlút, en fljótt fannst mér ég vera eins og heima. Elskan og hjarthlýjan frá henni og Óla var ekki lengi að bræða mig. Alltaf var húsrúm hjá þeim hjónum fyrir vini og vanda- lausa. Alltaf var pláss fyrir skyld- fólk mitt eða vini ef einhvern vantaði gistingu. Fjórðungssjúkrahúsið á Norð- firði var næsta hús og því þægi- legt og handhægt að dvelja hjá henni. Tengdamamma var ekki há í loftinu en virkaði stærri en hún var, reisuleg, hjartahlý, broshýr og gestrisni hennar var rómuð. Hún var félagslynd með eindæmum og var meðal annars heiðursfélagi Kvennadeildar Slysavarnafélagsins í Neskaup- stað. Aldrei stóð á henni að vera með heimilið fyrir okkur, það er henni að þakka hvað ég gat farið oft með honum Eika mínum þeg- ar hann var að fara í vinnuferðir til Reykjavíkur eða erlendis. Eitt orð, þá var hún komin og var með heimilið og ég áhyggjulaus. Barnabörnin nutu vel þessarar tilbreytingar. Jólin komu ekki til okkar hér í Heiðarbýli fyrr en hún var komin í hús með flat- brauð og laufabrauð frá Dennu vinkonu sinni, enda telst mér til að hún hafi verið hér ca. 35 jól. Hún naut sín og var í essinu sínu þegar skötuhópurinn kom á Þor- láksmessu. Eftirfarandi hending kemur upp í hugann þegar ég hugsa um elsku tengdamóður mína og lýsir vel hennar hug- arþeli og óskum: „Þar sem ham- ingjan býr er ljós í glugga hvert sem hann snýr.“ Síðustu vikur voru erfiðar hjá henni en ég er Lilja Sumarrós Þorleifsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.