Morgunblaðið - 07.03.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014
✝ Sigríður Jens-dóttir fæddist
8. nóvember 1922
á Læk í Dýrafirði.
Hún lést á hjúkr-
unar- og dval-
arheimilinu Höfða,
Akranesi, 23. febr-
úar 2014.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Ásta Sóllilja Krist-
jánsdóttir, f. 6.1.
1892, d. 28.1. 1936, frá Breiða-
dal í Önundarfirði, og Jens
Guðmundur Jónsson, f. 6.9.
1890, d. 15.12. 1976, frá Fjalla-
skaga í Mýrahreppi. Hún var
fjórða í röð sjö alsystkina: Jón
Óskar, f. 1916, látinn, Áslaug
Sólbjört og Jensína, f. 1918,
Hilmar, f. 1924, látinn, Krist-
ján Svavar, f. 1931, látinn,
Soffía Gróa, f. 1935. Samfeðra:
Gunnbjörn, f. 1945.
Eiginmaður Sigríðar var
Magnús Stefánsson, f. 3.11.
1920, d. 28.1. 2005. Foreldrar
og Íris Björg, barnabörnin eru
fjögur. 4) Soffía Sóley, f. 17.12.
1958, sambýlismaður Kristinn
L. Aðalbjörnsson. Börn hennar
og Gísla Runólfssonar eru
Halldór Hallgrímur, Gísli
Kristinn og Ragnheiður Rún,
barnabörnin eru sjö. 5) Ásta
Jenný, f. 26.12. 1960, gift Jóni
Hauki Haukssyni, börn þeirra:
Elísabet Ósk, Katrín Lilja og
Haukur Páll, barnabörnin eru
þrjú.
Sigríður ólst upp í Litla-
Garði í Dýrafirði hjá for-
eldrum sínum. Hún stundaði
nám við Húsmæðraskólann á
Laugalandi í Eyjafirði. Hinn
31. desember 1949 giftist hún
Magnúsi og eftir það hófu þau
búskap á Kalastöðum á
Hvalfjarðarströnd með for-
eldrum hans. Stóð sá búskapur
í 31 ár en þá tóku sonur þeirra
og tengdadóttir við búinu. Árið
1994 fluttu þau á Akranes. Síð-
ustu sex árin dvaldi Sigríður á
Höfða.
Útförin fór fram í kyrrþey,
samkvæmt hennar ósk, frá
Saurbæjarkirkju hinn 28. febr-
úar 2014.
hans voru hjónin
Ásgerður Petrína
Þorgilsdóttir, f.
1891, d. 1984, og
Stefán Guðmunds-
son Thorgrímsen,
f. 1881, d. 1973.
Sigríður og Magn-
ús eignuðust fimm
börn: 1) Ásgerður
Ásta, f. 11.11.
1950, gift Ólafi
Magnússyni, börn
þeirra: Magnús Freyr, Stefán
Bjarki, Hilmar Ægir og Ásgeir
Ólafur, barnabörnin eru níu. 2)
Þorbjörg Unnur, f. 29.1. 1954,
gift Karli Sigurðssyni, börn
þeirra: Magnús Már og Kristín
Ósk. Frá fyrra hjónabandi á
hún Sigríði Björk og Brynjar
Atla með Kristni Björnssyni,
fyrir á Karl soninn Stefán Má.
Barnabörnin eru níu og eitt
barnabarnabarn. 3) Þorvaldur
Ingi, f. 27.12. 1954, kvæntur
Brynju Þorbjörnsdóttur, börn
þeirra: Rakel Bára, Bjarki Þór
Elsku langamma mín hefur nú
yfirgefið þennan stað og er kom-
in til langafa. Eftir situr minning
um einstaka konu, umhyggju-
sama og góða. Mínar fyrstu
minningar eru heimsóknirnar til
ömmu og afa á Kalastöðum. Það
var alltaf svo gott að koma til
ömmu á Kaló, sitja í eldhúsinu og
drekka „krakkakaffi“ og borða
ábrystir með kanil. Amma hafði
alltaf tíma fyrir mann. Hún
kenndi mér að byggja bú úti í
garði og leika mér með legg og
skel, líkt og hún gerði sjálf sem
lítil stelpa. Á kvöldin fékk ég að
sofa á dýnu inni í herbergi hjá
ömmu með heimagerða dúkku úr
tuskubút og teygju, og amma
skáldaði sögur eða sagði frá
æsku sinni. Að sofna svo út frá
kassettunni með sjávarhljóðun-
um var einstaklega notalegt.
Amma trúði á Guð og kenndi mér
að fara með bænirnar mínar, eitt-
hvað sem ég gerði alla barnæsk-
una.
Ég er svo þakklát fyrir að eiga
þessar dýrmætu minningar um
ömmu. Eftir að hún veiktist urðu
heimsóknirnar alltof fáar eins og
stundum vill gerast. Mikið þykir
mér samt vænt um að hafa fengið
að kveðja hana núna um jólin.
Það lá svo vel á henni og hún hélt
fast í höndina á mér og vildi segja
eitthvað, en því miður var líkam-
inn orðinn of lúinn og orðin vildu
ekki koma. Ég gleðst því með
ömmu að hafa loksins sagt skilið
við þreyttan og lúinn líkama. Nú
heldur hún á vit nýrra ævintýra
og ég veit við hittumst aftur
seinna.
Eva Björg Ægisdóttir.
Elsku amma. Þá er komið að
hinstu kveðjustund. Ég kvaddi
þig síðast 2010 þegar ég var á Ís-
landi síðast og mig grunaði að
það væri í síðasta sinn sem ég sæi
þig í lifanda lífi. Þú þekktir mig
og mundir eftir mér, en ég sá að
hugur þinn var farinn að gefast
upp. Ætli hann hafi ekki gert það
um leið og afi dó, ég veit að þú
þráðir að hitta hann aftur og nú
eruð þið saman á ný.
Ég á þér margt að þakka,
elsku amma. Enda var ég svo lán-
söm að hafa ykkur afa nálægt
mér mín uppvaxtarár. Þegar ég
var lítil og fékk að gista baðstu
bænirnar mínar með mér og svo
hlustuðum við saman á vindinn
þar til ég sofnaði. Á morgnana á
leið í skólann heyrði það til und-
antekninga ef ekki var stoppað í
forstofunni hjá ykkur afa. Stund-
um fékk ég nýbakað rúgbrauð
sem þú bakaðir sjálf í risastórum
niðursuðudósum eða annað got-
terí, en alltaf tókstu hendurnar
mínar í þínar og straukst þeim og
hlýjaðir. Þú varst ekki lengi að
töfra fram vettlinga og sokka ef
þig grunaði að mig vantaði, enda
varstu mikil prjónakona. Þú
kenndir mér að baka pönnukök-
ur, hvernig best væri að gera til
að þær snerust rétt, og í lokin
hentum við nokkrum upp í loftið
bara að gamni. Þú vissir að
steikti fiskurinn þinn var í uppá-
haldi hjá mér og gerðir hann
handa mér og Hönnu Sif þegar
við komum til Íslands í heimsókn.
Þú vildir helst ekki spila á spil, en
varst alltaf til í að leggja kapal og
kenndir mér allskonar kapla.
Saman leystum við krossgátur í
Morgunblaðinu og ef þú rakst á
gott ljóð þá lastu það upp fyrir
mig og við ræddum það. Þú
kunnir sjálf ógrynni af vísum og
ljóðum, og varst fljót til að svara
með vísum ef þannig passaði.
Ég er líka þakklát fyrir hversu
vel þú tókst á móti Hönnu Sif. Í
eitt skiptið þegar við spjölluðum,
og það bar á góma að hún ætti
enga ömmu eftir á lífi, sagðir þú
að þá gætir þú verið amma henn-
ar líka. Og þú varst við Hönnu Sif
eins og þú varst við mig, og það
var mér mikils virði.
Ég man að mér fannst það
hræðileg tilhugsun að hafa ykkur
afa ekki í sveitinni, þegar þið
fluttuð út á Skaga. En þið voruð
mjög ánægð þar og byrjuðuð eig-
inlega nýtt líf. Þegar ég hringdi
gátum við spjallað saman heil-
lengi um allt og ekkert og afi
hlustaði í hinum símanum án
þess að segja orð. Ég endaði allt-
af samtalið á því að segja: „Ég
bið að heilsa afa“ og þú hlóst, vel
vitandi að afi heyrði þetta vel
sjálfur, en hann sagði ekki orð.
Eftir að afi dó sagði ég þetta
áfram við þig, því ég vissi að þú
fannst fyrir afa í kringum þig og
þú nefndir það oft. Þú hlóst bara
og sagðir svo: „Já, ég skal skila
því.“
Ég gat ekki lengur talað við
þig í síma síðustu árin, en hugs-
aði oft til þín og vona að þú hafir
fundið það. Ég vildi óska að ég
hefði getað verið með að kveðja
þig en ég veit þú skilur af hverju
ég gat ekki haldið loforðið mitt.
Ég er glöð og fegin að þú hafir
loksins fengið friðinn sem þú ósk-
aðir þér og nú veit ég að þú heyr-
ir í mér þegar ég hugsa til þín. Þú
munt alltaf vera í hjarta mínu,
elsku amma, takk fyrir allt sem
þú gafst mér af þér, ég elska þig.
Og ég bið að heilsa afa.
Rakel Bára Þorvaldsdóttir.
Látin er á nítugasta og öðru
aldursári amma mín Sigríður
Jensdóttir, södd lífdaga og tilbú-
in fyrir það sem verða vildi. Þrátt
fyrir að hún hafi ekki verið hrifin
af því að skrifuð yrðu eftirmæli
um hana ætla ég að skrifa nokkur
orð um hana hér, enda hefur hún
haft mikil áhrif á mitt líf. Hún
fæddist í Dýrafirði og ólst þar
upp í Litla-Garði ásamt sex
systkinum. Fermingarárið missti
hún móður sína, sem hafði sum-
arið áður eignast sitt sjöunda
barn. Lendir þá uppeldi yngstu
barnanna að miklu leyti á eldri
systrum og föðurömmu þeirra
sem einnig var á heimilinu. Um
tvítugt fór hún í vinnumennsku í
Eyjafjörðinn og síðar í hús-
mæðraskólann á Laugalandi.
1947 ræður hún sig í vinnu að
Saurbæ í Hvalfirði, þar sem hún
kynnist lífsförunaut sínum, sem
kom frá næsta bæ, Kalastöðum.
Á Kalastöðum búa þau í tæplega
hálfa öld og ala upp sín börn og
sinna búi. Þá flytja þau á Akra-
nes 1994, þar sem þau búa til
dánardags, en afi deyr árið 2005.
Ég var svo lánsamur að búa í
sömu blokk og amma á tímabili,
ásamt fleiri afkomendum hennar.
Var þá gott að geta byrjað dag-
inn á kaffibolla með henni og
rætt lífsins gang og nauðsynjar.
Amma tók öllum vel, mönnum og
málleysingjum, og tók þeim eins
og þeir voru. Hún var lítið fyrir
að fara niðrandi orðum um
náungann, þótt tækifærin hafi ef-
laust verið mörg á langri ævi.
Hún hafði jafnaðargeð, var geð-
góð og glaðlynd. Það var fátt sem
kom henni úr jafnvægi, hún var
andlega sterk. Amma var mikil
barnamanneskja og hef ég trú á
að ef hún væri ung kona í dag
myndi hún leita sér menntunar á
sviði uppeldis eða umönnunar.
Oft á tíðum fannst mér eins og
hún lifði meir fyrir aðra en sjálfa
sig, var með sífelldar áhyggjur af
öðrum en sjálfri sér.
Amma var lítið fyrir að trana
sér fram og er það miður, því hún
hafði svo margt skynsamlegt
fram að færa. Heimilisverkum
sinnti hún af alúð, og var það þá
sama hvort var í eldhúsinu, þrif-
um, saumaskap eða annað sem til
féll. Enda var hún dugleg og
samviskusöm. Það var gott að
vera í mat hjá henni og var þá
sama hvort teflt var fram kjarn-
góðum íslenskum mat eða öðru
nýmóðins, allt bragðaðist vel.
Margir af hennar afkomendum
hafa notið þess hve hún var iðin
við prjónana á efri árum, og hekl-
aði hún einkar falleg ungbarna-
teppi sem nýjustu fjölskyldumeð-
limirnir fengu að gjöf. Oft
ræddum við saman um hin ýmsu
mál og oftar en ekki endaði hún á
broti úr vísu, málshætti eða öðru
sem dró málefnið saman í nokkur
orð, enda kunni hún ótal ljóð, vís-
ur og málshætti.
Það verður ljúft að geta yljað
sér við minningar um hana ömmu
um ókomna tíð, og mun ég gera
mitt besta í að koma þeirri lífs-
speki sem hún hafði fram að færa
til minna barna. Það held ég að
flestir séu sammála um sem
kynntust ömmu að þar hafi farið
manneskja sem var einfaldlega
góð, og eru það forréttindi að
hafa fengið að alast upp undir
hennar verndarvæng.
Þessa grein væri hægt að hafa
mun lengri, en hér læt ég staðar
numið. Þeim er komu að umönn-
un hennar síðustu árin eru færð-
ar bestu þakkir. Takk fyrir mig.
Brynjar Atli Kristinsson.
Fallin er frá Sigríður Jens-
dóttir móðursystir mín. Mínar
fyrstu minningar um Siggu
tengjast Kalastöðum þar sem
hún bjó ásamt Magnúsi manni
sínum, börnunum fimm og
tengdaforeldrum meðan þau
lifðu. Við systurnar vorum svo
heppnar að fá að dvelja hjá þeim
hjónum á sumrin við leik og störf,
aðallega þó leik. Það var frábært
að vera á Kalastöðum. Yngstu
dæturnar tvær, Ásta Jenný og
Soffía, voru á sama aldri og við
systurnar og margt brallað sam-
an. Það var alveg sama hverju við
tókum upp á, aldrei vorum við
skammaðar. Þegar á bjátaði tók
Sigga á móti okkur með faðminn
útbreiddan og huggaði og hug-
hreysti. Það gerði hún þegar ég
datt í flórinn í hreinu buxunum
sem ég átti að fara í heim síðar
um daginn, þegar hún þurfti að
skipta um á rúminu mínu af því
að ég pissaði undir, þegar Ást-
urnar notuðu hænurnar hennar
sem dúkkur í dúkkuvagnana (og
ein þeirra fékk hjartaáfall og dó),
þegar við bjuggum til ánamaðka
úr olíusprautunni hans Magga og
bíuðum okkur út, þegar við sull-
uðum í læknum og komum renn-
blautar heim og þannig má lengi
upp telja. Eina skiptið sem ég
man eftir að hún hafi skammað
okkur var þegar við vorum að
stríða heimilishundinum og lok-
uðum hann inni í kartöflugeymsl-
unni.
Þegar mamma var lítil stúlka
og átti ekkert fast heimili var hún
oft með Siggu. Þá valdi Sigga að
fara í vist á bæjum þar sem hún
gat tekið mömmu með sér og
fékk fyrir vikið lægri laun.
Mamma minnist þessa tíma með
Siggu sem einhverra þeirra
bestu sem hún hefði upplifað og
fannst Sigga alltaf standa sér
ákaflega nærri. Mamma sagði
mér að Sigga væri með beina línu
til Guðs af því að hún væri engill í
mannsmynd og að hennar bænir
kæmust til skila því Guð hlustaði
alltaf á engla. Þess vegna fannst
mér sérstaklega notalegt að við
fengum tækifæri til að heim-
sækja Siggu þegar Ásta kom
heim sl. sumar og þótt Sigga ætti
erfitt með mál þá tókst henni að
biðja Guð að vera með Ástu.
Börn Siggu hugsuðu einstak-
lega vel um hana síðustu æviárin
og var hún ávallt umvafin miklum
kærleika frá þeim og þeirra fjöl-
skyldum. Við í Ljárskógum 12 og
fjölskyldan í Reno vottum þeim
öllum okkar innilegustu samúð.
Blessuð sé minning elsku Siggu.
Jóna Freysdóttir.
Sigríður Jensdóttir
✝ Guðrún Þeng-ilsdóttir (Dúna)
fæddist í Höfða í
Höfðahverfi 11.
apríl 1928. Hún lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Hlíð á Ak-
ureyri þann 26.
febrúar 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Þengill
Þórðarson frá
Höfða, f. 26. sept-
ember 1896, d. 18. nóvember
1979, og Arnheiður Guðmunds-
dóttir frá Þinganesi í Horna-
firði, f. 1. desember 1895, d. 25.
apríl 1980. Systkini Guðrúnar
voru Ásta, f. 11. janúar 1930, og
Guðsteinn, samfeðra, f. 25. maí
1924, d. 1. desember 2004. Guð-
rún flutti fjögurra ára með for-
eldrum sínum til Akureyrar og
ólst þar upp í foreldrahúsum,
lengst af í Hafnarstræti 108.
Hinn 17. júlí 1955 giftist Guð-
rún eftirlifandi eiginmanni sín-
Snær og Aníta Júlíana, Hildur, f.
1992. 3) Ásrún, f. 1958, gift
Baldvini Stefánssyni. Synir
þeirra eru Birkir, f. 1983, í sam-
búð með Þórgunni Oddsdóttur,
og Gauti, f. 1991. 4) Þengill, f.
1960, kvæntur Selmu Hauks-
dóttur. Börn þeirra eru Guðrún,
f. 1984, og Atli, f. 1991, í sambúð
með Bjarnveigu Ólafsdóttur. 5)
Hákon, f. 1968, kvæntur Önnu
Elínu Jóhannsdóttur. Börn
þeirra eru Auður, f. 2010, og
Steinar, f. 2012, sonur Önnu El-
ínar er Jóhann Ísfjörð Bjarg-
þórsson, f. 1999.
Guðrún var gagnfræðingur
frá Gagnfræðaskólanum á Ak-
ureyri og einn vetur var hún í
Húsmæðraskóla Reykjavíkur.
Guðrún vann á sínum yngri ár-
um m.a. hjá Landsímanum og
Landsbankanum en eftir að hún
gekk í hjónaband sinnti hún
heimili og börnum. Guðrún og
Ásgrímur bjuggu á Akureyri
allan sinn búskap, lengst af í Ás-
vegi 18 en síðustu árin í Mýr-
arvegi 115. Síðustu tíu mán-
uðina dvaldi Guðrún á
Hjúkrunarheimilinu Hlíð.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 7. mars
2014 kl. 10.30.
um, Ásgrími
Tryggvasyni frá
Laugabóli í Reykja-
dal, f. 16. maí 1926.
Foreldrar Ásgríms
voru Tryggvi Sig-
tryggsson og Unn-
ur Sigurjónsdóttir.
Börn Guðrúnar og
Ásgríms eru: 1)
Tryggvi, f. 1955,
kvæntur Guðrúnu
Agnesi Sigurð-
ardóttur. Þeirra börn eru Andri,
f. 1979, sambýliskona Halla Sif
Ólafsdóttir, sonur Andra og
Heiðu Hrundar Jack er Arnþór
Bjartur, Ásgrímur, f. 1982, í
sambúð með Ángel Vilar, og
Agnes Björg, f. 1983. 2) Arn-
heiður, f. 1956, gift Hafberg
Svanssyni. Dætur þeirra eru
Harpa, f. 1975, maki Ásmundur
Þórhallsson, börn þeirra Andr-
ea Ýr og Eyþór Logi, Halla, f.
1979, maki Benjamín Örn Dav-
íðsson, börn þeirra Gabríel
Þegar að því kemur að kærir
vinir kveðja erum við aldrei al-
veg undirbúin. Þannig er það
líka núna þegar við kveðjum
Guðrúnu Þengilsdóttur. Við rifj-
um upp það sem liðið er og finn-
um fyrir söknuði vegna þess
sem var. Um leið gleðjumst við
yfir því að erfiðu veikindastríði
er lokið og nú hefur hún fengið
langþráða hvíld. Við fáum víst
ekki breytt gangi lífsins.
Guðrún Þengilsdóttir var
kona Ásgríms bróður hennar
mömmu. Þau kynntust ung og
bjuggu mestallan sinn búskap á
Akureyri. Lengst af að Ásvegi
18. Saman eignuðust þau fimm
börn, og er afkomendahópurinn
orðinn stór. Ásgrímur og Dúna
voru afskaplega samhent og er
nafn annars varla nefnt án þess
að nefna hitt í leiðinni. Slík var
samstaðan og samheldnin.
Ævistarf Dúnu var húsmóð-
urstarfið. Hún sagði mér einu
sinni að hún hefði velt því fyrir
sér að fara að vinna utan heim-
ilis þegar börnin voru að verða
fullorðin en hefði komist að
þeirri niðurstöðu að það væri
farsælast fyrir þau öll að hún
héldi áfram að vinna heima. Um-
hyggja hennar fyrir fjölskyld-
unni var ósvikin og dýrmætt fyr-
ir lasin barnabörn að geta komið
til ömmu þegar foreldrarnir
þurftu að vinna. Dúna var sér-
staklega myndarleg húsmóðir,
alltaf allt tandurhreint og heim-
ilið fallegt, heimabakað brauð
með kaffinu, og öllum sem til
þeirra komu sérstaklega vel tek-
ið hvort sem var í mat eða gist-
ingu.
Í Ásveg kom ég stundum sem
barn en eftir að við fluttum norð-
ur varð samgangurinn við Ás-
grím og Dúnu meiri og mér
fannst ómetanlegt að eiga þau að.
Þau fylgdust með börnunum okk-
ar, buðu aðstoð þegar við þurft-
um á að halda og voru til staðar á
erfiðum tímum. Oft var ég leyst
út með fallega prjónuðum sokk-
um eða vettlingum þegar við
komum til þeirra. Hjá þeim var
ég um tíma áður en ég átti
yngsta barnið mitt og var mjög
gott að vera hjá þeim. Ég dáðist
að regluseminni, og því hvernig
allt virtist leika í höndunum á
Dúnu. Hún hafði líka einstakt lag
á að hæla manni á þann hátt að
það yljaði um hjartarætur og
maður geymdi það í huga sínum.
Þau Ásgrímur eiga sumarbú-
stað á Litlulaugum í Reykjadal
og hefur fjölskyldan dvalið þar
löngum stundum. Þar hefur Ás-
grímur verið með trjárækt, mat-
jurtarækt og fleira og alltaf hafa
þau verið að byggja og bæta og
gera enn betra. Á þennan fal-
lega stað er alltaf einstaklega
gott að koma og gestrisnin alltaf
söm. Síðasta árið var heilsu
Dúnu mjög farið að hraka og
flutti hún á hjúkrunarheimilið
Hlíð en naut áfram umhyggju
eiginmanns og barna svo eftir
var tekið.
En nú er komið að kveðju-
stund. Ég mun sakna Dúnu,
sakna hlýjunnar og umhyggj-
unnar sem hún sýndi okkur. Ég
hugsaði um það síðustu dagana
á meðan Dúna var veikust að
það hlyti að bera vitni farsælu
ævistarfi að fá að kveðja, umvaf-
in kærleika barnanna sinna og
eiginmanns. En efst er í hug-
anum mynd af einstakri konu
sem alltaf var ákveðin en lítillát
og lagði sig alla fram um að láta
öðrum líða vel. Ég votta Ásgrími
og fjölskyldunni allri innilega
samúð mína. Blessuð sé minning
Guðrúnar Þengilsdóttur.
Unnur Harðardóttir.
Guðrún
Þengilsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minning-
argreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann lést
og loks hvaðan og hvenær útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn, svo og
æviferil. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent má senda mynd-
ina á netfangið minning@mbl.is
og gera umsjónarfólki minning-
argreina viðvart.
Minningargreinar