Morgunblaðið - 07.03.2014, Síða 35

Morgunblaðið - 07.03.2014, Síða 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 95 ára Inger Jenny Friðriksson 90 ára Grímur M. Björnsson 85 ára Hreinn H. Jósavinsson Inga Thorlacius Sveinn Gíslason Valgerður Eiðsdóttir 80 ára Auður Ólafsdóttir Ebba Lárusdóttir Guðmundur B. Ásgrímsson Guðrún Anna Ingvadóttir Hjördís Ólafsdóttir Pálmi Sigurðsson 75 ára Kristinn Arnþórsson Kristjana Guðmundsdóttir Sigmundur Magnússon Þórunn Gunnarsdóttir Þórunn Pálsdóttir 70 ára Haukur Örn Björnsson Ingveldur Ingólfsdóttir Júlíus H. Vilhjálmsson Margrét Árnadóttir Sólborg S. Sigurðardóttir Theresia Erna Viggósdóttir 60 ára Anna Vilhjálmsdóttir Björg Leósdóttir Björn Benedikt Oddsson Bryndís Kjartansdóttir Dagný Hildur Leifsdóttir Erna Valdimarsdóttir Fríða Björg Aðalsteinsdóttir Guðrún Pétursdóttir Helga Haraldsdóttir Jóhanna K. Friðgeirsdóttir Kristbjörg Bjarnadóttir Kristbjörg Kristmundsd Magnús Jón Bragason Ómar Heiðar Halldórsson Sigríður Sjöfn Ágústsdóttir Sigríður S. Bragadóttir Sigurður Lárus Stefánsson Unnur Garðarsdóttir 50 ára Anna Aldís Víðisdóttir Árni Bergþór Kjartansson Gauti Jóhannesson Gunnar Guðjónsson Gyða Kristmannsdóttir Helga Dröfn Hreinsdóttir Hera Guðmundsdóttir Herdís Sigurðardóttir Jónas Ragnar Hilmarsson Jónína Bára Sigþórsdóttir Kazimierz Oszwa Sigrún G. Ragnarsdóttir Steinar Gunnarsson 40 ára Anna Katrína Eyjólfsdóttir Ásgerður Karlsdóttir Daði Hjörvar Fanney Pálsdóttir Tinna Grétarsdóttir Guðmundur Már Guð- mundsson Haukur Ingi Pétursson Kristján Ingi Úlfsson Márus Þór Arnarson Stefán Dejan Milovanovic Steinunn Svansdóttir Unnar Ö.J. Auðarson Viktor Elfar Bjarkason 30 ára Bergþór Páll Pétursson Birgir Rafn Snorrason Borghildur Ína Sölvadóttir Erla Kristín Hansen Hákon Oddur Guðbjartsson Þóra Ólafsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sigurður ólst upp á Kotlaugum í Hruna- mannahreppi, er þar bú- settur og vinnur við pípu- lagnir. Maki: Eva Dís Ólafsdóttir, f. 1986, aðstoðarversl- unarstjóri. Dóttir: Emma Rún, f. 2011. Foreldrar: Sigurjón Sig- urðsson, f. 1962, bóndi á Kotlaugum, og Sigrún Einarsdóttir, f. 1962, bóndi og húsfreyja þar. Sigurður Sigurjónsson 30 ára Hallur ólst upp í Reykjavík, lauk MSc-prófi í íþróttasálfræði við Miami University og er nú í doktorsnámi í þeirri grein. Maki: Hildur Jónsdóttir, f. 1985, viðskiptafræðingur. Dóttir: Embla Hrönn Hallsdóttir, f. 2009. Foreldrar: Hallur Skúla- son, f. 1947, sálfræðingur og kennari, og Lilja Krist- ófersdóttir, f. 1957, kenn- ari. Þau eru í Hafnarfirði. Hallur Hallsson 30 ára Harpa ólst upp á Hellatúni í Ásahreppi, býr í Noregi, er hjúkr- unarfræðingur frá HÍ, út- skrifaðist frá Lögreglu- skólanum og er í fæðingarorlofi. Maki: Kolbeinn Ingi Gunnarsson, f. 1984, flug- maður. Sonur: Arngrímur Kató, f. 2014. Foreldrar: Björk B. Gylfa- dóttir, f. 1962, og Albert Örn Áslaugsson, f. 1959. Harpa Hrund Albertsdóttir 2007, nú síðast sem gjaldkeri, er eindreginn stuðingsmaður Liver- pool og fylgist vel með framgangi sinna manna í enska boltanum. Magnús gekk í Kiwanisklúbbinn Drangey á Sauðárkróki 2004, hefur gegnt þar fjölmörgum embættum og var forseti klúbbsins 2011-2012. Arkar á fjöllin í Skagafirði Um helstu áhugamálin segir Magnús m.a.: „Ég var töluvert í íþróttum á æskuárunum, lék mikið handbolta með HK í yngri flokk- unum, og æfði og keppti í knatt- spyrnu með félagi sem hét ÍK, sem var og hét í Kópavogi á níunda ára- tugnum. Félagið var með malarvöll sem hét Hlíðarvöllur. Það lagði síð- an upp laupana eftir að ég var hætt- ur að æfa, en ég vona að það hafi nú ekki verið ástæðan fyrir því að fé- lagið hætti. En ég spila svo fótbolta hér á Sauðárkróki tvisvar í viku í bráð- fjörugum og skemmtilegum fé- lagsskap. Svo má gjarnan geta þess að ég geng á fjöll. Ég held að fjallgöngur séu á góðri leið með að verða þjóð- aríþrótt Íslendinga. Þær verka eins og vísindin í kvæði Jónasar Hall- grímssonar „Til herra Páls Gaim- ards“: „… orkuna styrkja, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hressa, farsældum vefja lýð og láð.“ Ég byrjaði að ganga á fjöll skömmu eftir að ég flutti hingað norður enda nóg af fallegum fjöllum í Skagafirðinum sem ég hef vcrið að príla á, s.s. Mælifell, Molduxi, Tindastóll og fjöll á Tröllaskag- anum. Þá gekk ég á Hornströndum með félaga mínum sumarið 2010 og við fengum þá frábært veður. Ég fer einnig mikið á skíði og hef alltaf haft gaman af því að ferðast. Nú í seinni tíð er ég farinn að stunda veiði og leika golf. Það geng- ur þó hægt að ná niður forgjöfinni en ég er þarna í skemmtilegum félagsskap.“ En er jafngott að búa á Sauðár- króki og í Kópavogi? „Já. Ég er afskaplega ánægður hérna enda á ég hingað ættir að rekja. Ég er í skemmtilegri vinnu og þetta er gott samfélag með góða þjónustu og raun mjög stutt í allt sem máli skiptir. Ég hef þess vegna ekki undan neinu að kvarta hér á Króknum.“ Fjölskylda Magnús er ókvæntur og barn- laus. Systkini Magnúsar eru Gunnar Helgason, f. 18.5. 1976, hjúkr- unarfræðingur við Landspítalann, búsettur í Kópavogi, en kona hans er Þórgunnur Jóhannsdóttir hjúkr- unarfræðingur við Landspítalann og eru synir þeirra Aron Ingi, f. 2004, og Ari Freyr, f. 2008, og Kristín Helgadóttir, f. 1.7. 1982, ferðamálafræðingur sem nú er í fæðingarorlofi, búsett í Kópavogi, en maður hennar Reynir Scheving, doktor í lyfjafræði hjá Zymetech, og er dóttir þeirra Sara Rós, f. 2013. Foreldrar Magnúsar eru Helgi Magnússon, f. 2.1. 1948, hafn- sögumaður hjá Faxaflóahöfnum, bú- settur í Kópavogi, og Sigríður Jó- hannsdóttir, f. 23.6. 1948, fyrrv. bankastarfsmaður, búsett í Kópa- vogi. Úr frændgarði Magnúsar Helgasonar Magnús Helgason Þorbjörg Guðjóna Guðmundsdóttir húsfr. á Ísafirði Guðjón Ásgeirsson skipstj. á Ísafirði Sigríður Guðmunda Guðjónsdóttir húsfr. í Rvík Jóhann Sigurður Gunnar Aðalsteinn Sigurðsson verkstjóri og múrari í Rvík Sigríður Jóhannsdóttir fyrrv. bankastarfsm. Kristín Gradíana Jóhannsdóttir húsfr. á Ísafirði Sigurður Benjamínsson smiður á Bíldudal Kristín Jakobína Guðmundsdóttir húsfr. í Skarðshr. og í Rvík Jóhann Helgi Magnússon b. í Tungu í Skarðshreppi Kristín Helgadóttir húsfr. í Ástralíu og á Sauðárkróki Magnús Jónsson verkam. í Ástralíu og á Sauðárkróki Helgi Magnússon hafnsögum. hjá Faxaflóahöfnum Unnur Magnúsdóttir húsfr. á Sauðárkróki Jón Björnsson verslunarm. á Sauðárkróki Magnús á Kjaransvíkurskarði Hesteyrarfjörður er í baksýn. Þann 4. febrúar útskrifaðist Gunn- hildur Einarsdóttir hörpuleikari með doktorsgráðu frá Síbelíusarakademí- unni í Helsinki. Hún varði dokt- orsverkefni sitt 15. desember í Tón- listarhúsinu (Musiikkitalo) í Helsinki. Doktorsverkefni hennar, Harpan í Nú- tímatónlist, samanstóð af fimm tón- leikum og ritgerð. Tónleikarnir fimm voru haldnir á tímabilinu 2008-2013 í Helsinki og þema tónleikaraðarinnar var að sýna fjölbreytt hlutverk og möguleika hörpunnar í tónlist síðustu 80 ára. Doktorsritgerð Gunnhildar, Harp Notation – a guide to contem- porary harp notation and technique, var gefin út í formi vefsíðu og má finna á léninu www.harpnotation.com. Gunnhildur er fyrsti hörpuleikarinn sem útskrifast með doktorsgráðu frá Síbelíusarakademíunni. Gunnhildur Einarsdóttir hóf nám í hörpuleik hjá Elísabetu Waage við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þaðan hélt hún til Parísar og nam einn vetur við Conservatoire Superieur de Re- gion de Paris og annan vetur var hún við nám í London áður en hún hélt til Amsterdam. Hún lauk BA-prófi „Cum laude“ frá Tónlistarháskólanum í Amsterdam árið 2002 og meist- araprófi vorið 2004 og var aðalkenn- ari hennar Erika Waardenburg. Gunn- hildur hefur sérhæft sig í flutningi nútímatónlistar og árið 2004 stofnaði hún ásamt Matthias Engler slagverks- leikara kammerhópinn Adapter.Auk starfs síns með Adapter hefur Gunn- hildur hlotið víð- tæka reynslu með ýmsum kamm- erhópum og hljómsveitum. Hún hefur leikið einleik með En- semble Modern, Kammersveitinni Ísafold, Ensemble vor Nieuw Musik í Amsterdam og Kammersveit Reykjavíkur. Þar að auki hefur hún leikið með Sinfón- íuhljómsveit Íslands og nú síðast í janúar í ár lék hún fyrstu hörpu í upp- færslu Bayerische Staatsoper á óp- erunni Babýlon eftir Jörg Widman undir stjórn Kent Nagano. Gunnhildur er einnig meðlimur í teknóhljómsveit- inni Brandt Brauer Frick Ensemble sem á síðastliðnum misserum hefur haldið tónleika á mörgum helstu popp- og djasstónlistarhátíðum í Evr- ópu. Gunnhildur hefur starfað náið með ýmsum tónskáldum og unnið að því að kynna möguleika hörpunnar sem nútímahljóðfæris.Frá ágúst næstkom- andi hefur Gunnhildur verið ráðin sem fyrirlesari á alþjóðlega sumarnám- skeiðinu Internationale Ferienkurse für Neue Musik í Darmstadt. Þetta er í fyrsta skipti sem sumarakademían í Darmstadt býður upp á námskeið í nútímahörpuleik en auk þess að kenna hörpunemendum mun Gunn- hildur einnig halda námskeið í nótna- skrift fyrir tónsmíðanema. Doktor í hörpuleik Doktorar Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 RECAST - SVEFNSÓFI Svefnflötur 140x200 cm - Vönduð springdýna Litir: Blár / Grár - kr. 129.900 SVEFNSÓFAR SEM BREYTAST Í RÚM Á AUGABRAGÐI Ó

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.