Morgunblaðið - 07.03.2014, Side 40

Morgunblaðið - 07.03.2014, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 Fyrsta einkasýningin sem haldin hefur verið á verkum myndlist- armannsins Ragnars Kjartanssonar í listasafni í New York verður opn- uð í New Museum 7. maí nk. og stendur hún til 22. júní. Gjörningur Ragnars, Take Me Here by the Dishwasher – Memorial for a Mar- riage, verður fluttur í safninu af tíu tónlistarmönnum sem leika munu án afláts frá upphafi til enda sýn- ingarinnar. Morgunblaðið/Einar Falur Eftirsóttur Ragnar Kjartansson. Gjörningur fluttur í New Museum Tónlistarfélag Akureyrar stendur fyrir hádegistónleikaröðinni Föstu- dagsfreistingum. Næstu tónleikar raðarinnar verða í Menningarhús- inu Hofi í dag kl. 12. Þar flytja söngkonurnar Helena Guðlaug Bjarnadóttir og Eyrún Unnarsdóttir ásamt Daníel Þor- steinssyni píanóleikara dúetta eftir Mendelssohn og 1862 Nordic Bistro matreiðir súpu fyrir tónleikagesti. Mendelssohn- dúettar í Hofi Þessi athyglisverða skáld-saga, Sannleikurinn ummál Harrys Quebert, komút í Sviss og Frakklandi haustið 2012, hefur síðan verið þýdd á mörg tungumál og hreiðrar alls staðar um sig ofarlega á metsölu- listum. Hér klifrar hún líka hratt upp listann enda um áhugaverða og sérlega spennandi bók að ræða, sem byggist á formúlu spennusagna en er þó um leið að mörgu leyti annað og meira. Athygli verkur að höfundurinn Jo- ël Dicker er ungur að árum, ekki enn orðinn þrítugur, og hefur hann furðu sterk tök á skáldsöguforminu í þess- ari annarri bók sinni, ekki síst á byggingunni, þótt ákveðinn byrj- endabrag megi vissulega greina í persónusköpuninni þar sem karakt- erar vilja verða nokkuð einsleitir og virðast oft skapaðir til þess að þjóna framvindunni. En þetta er skáldsaga um líf, dauða og skáldskap. Um sköp- unarþörfina, sköpunarkraftinn, sannleikann og lygina – og for- boðnar ástir. Allt sígild og mikilvæg viðfangsefni og evrópskur höfund- urinn kýs að láta söguna gerast að mestu í dauðyflislegum bandarísk- um smábæ, í New Hampshire-ríki, og kápumynd bókarinnar sem hefur verið notuð víðar, eftir bandaríska málarann Edward Hopper, hjálpar til við sviðsetninguna. Söguna segir ungur rithöfundur, Marcus Goldman, sem sló í gegn með fyrstu skáldsögu sinni. Nú er hann orðinn of seinn að skila næstu bók, útgefandinn hótar lögsókn og Goldberg leitar til læriföður síns úr háskóla, þjóðkunns höfundar sem heitir Harry Quebert og býr í þess- um smábæ. Skömmu síðar er hann ákærður fyrir að hafa orðið valdur að hvarfi Nolu Kellergan, fimm- tán ára stúlku sem hvarf rúmum þremur áratug- um fyrr eftir að gömul kona hafði látið vita af því að hún sæi karl elta unga stúlku úti í skógi. Sú gamla var myrt nokkrum mínútum síðar en stúlkan hafði ekki sést síðan. Gold- berg kýs að reyna að bjarga ferli sín- um, og útgáfusamningi, með því að skrifa bók um málið og slæst í för með fylkislögreglumanni sem rann- sakar það. Fyrir vikið hefur hann í senn aðgang að Quebert vini sínum, sem segir sögu sína, og frásögnum vitna og annarra sem tengjast mál- inu. Og þetta mál vindur svo sannar- lega upp á sig, á forvitnilegan hátt, og nýjar upplýsingar kollvarpa í sí- fellu því sem sögumaður og rannsak- endur töldu sig vita með vissu. Rithöfundarnir tveir eru nokkuð glærir karakterar. Sá ungi er kapp- samur og í leit að frægðinni sem virðist hafa opinberast honum nokk- uð áreynslulaust, hann þarf ekki að hafa mikið fyrir hlutunum og fær auðveldlega aðgang að öllum upplýs- ingum. Sá eldri virðist hins vegar fastur í fortíð, vegna óuppgerðra mála, og á sér leyndarmál sem koma á óvart. Hann öðlaðist frægð fyrir bók sem sífellt er vísað í og átti þessi lesandi erfitt með að skilja hvers vegna það þunnildi átti að hafa sleg- ið í gegn; þar vantaði betri und- irbyggingu af hálfu höfundar. Þá koma margar aðrar persónur við sögu, flestar nokkuð kantaðar og kunnuglegar úr heimi spennusagna: fallega ljóskan á veitingahúsinu, fá- mál þorpslöggan, óður prestur, sjálf- boðaliði á bókasafni, dularfullur auð- kýfingur, fatlaður maður sem lífið hefur leikið illa, hrjúfa rannsókn- arlöggan sem reynist gulli betri, æsti útgefandinn, vænisjúka móðirin sem er af gyðingaættum … Þýðing Friðriks Rafnssonar er lipur og áreynslulaus, enda ekki við öðru að búast af hans hálfu. Texti Dickers er án efa auðveldari við- fangs en bækur eftir höfunda á borð við Kundera og Houellebecq, sem Friðrik hefur þýtt, en það sem á skortir hér í persónusköpun og djúp- hygli bætir höfundurinn upp með hraða frásagnarinnar og framúr- skarandi byggingunni. Og þetta er bráðskemmtileg saga aflestrar, býsna spennandi, með óvæntum vendingum, og hún hrífur skilj- anlega lesendur hér á landi sem ann- ars staðar. Höfundurinn „… það sem á skortir hér í persónusköpun og djúphygli bætir höfundurinn upp með hraða frásagn- arinnar og framúrskarandi byggingunni,“ segir rýnir um sögu Joëls Dickers. Sannleikur kemur smábæ á hvolf Skáldsaga Sannleikurinn um mál Harrys Quebert bbbbn Eftir Joël Dicker. Friðrik Rafnsson íslenskaði. Bjartur, 2014. Kilja, 686 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Í Listasafni Íslands verður í kvöld klukkan 20 opnuð yfirlitssýning á verkum Magnúsar Kjartanssonar myndlistarmanns (1949-2006). Sýn- ingin nefnist Form, litur, líkami: Há- spenna / Lífshætta og er sett upp í fjórum sölum safnsins. Sýning- arstjóri er Laufey Helgadóttir. Magnús var einn þeirra lista- manna sem brúuðu bilið milli form- rænnar myndlistar eftirstríðsáranna – óhlutbundinnar og fígúratívrar – og póstmódernískrar listar á 9. og 10. áratug liðinnar aldar. Hann var einn af stofnendum Nýlistasafnsins undir lok 8. áratugarins og tók að auki virkan þátt í sýningarhaldi fé- laga sinna á hinum ýmsu sýning- arstöðum. Eftir nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands stundaði Magnús framhaldsnám við Kon- unglegu listaakademíuna í Kaup- mannahöfn á árunum 1972 til 1975, og varð með tímanum einn kunnasti listamaður landsins. Hróður hans barst víða, meðal annars til Spánar, þar sem verk hans vöktu athygli og aðdáun. Fjallað verður um sýn- inguna og list Magnúsar í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Þorkell Listamaðurinn Magnús Kjartansson (1949-2006) við verk sín á sýningu árið 1999. Yfirlitssýning á verkum hans verður opnuð í kvöld í Listasafni Íslands. Yfirlitssýning opnuð á verkum Magnúsar Helena Guðlaug Bjarnadóttir Eyrún Unnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.