Morgunblaðið - 07.03.2014, Page 41

Morgunblaðið - 07.03.2014, Page 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2014 3 Days to Kill Hasarmynd sem Tómas Lemarquis leikur í en hann fer með hlutverk hryðjuverkamanns sem kallaður er Albínóinn. Kevin Costner leikur njósnara sem fær þær fréttir að hann sé með banvænan sjúkdóm, segir starfi sínu lausu og ákveður að sinna betur dóttur sinni sem hann hefur lítil samskipti haft við. Honum er boðið að prófa lyf sem gæti bjarg- að lífi hans og þarf í staðinn að taka að sér lokaverkefni sem felst í því að hafa hendur í hári einhvers mesta hryðjuverkamanns heimsins. Auk Costners og Tómasar fara með helstu hlutverk Amber Heard, Con- nie Nielsen og Hailee Steinfeld. Me- tacritic: 40/100 300: Rise of an Empire Hér er komið sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar 300 frá árinu 2006. Leónídas konungur er fallinn og persneski herinn, leiddur af kon- ungi Persa, Xerxes, nálgast Aþenu. Xerxes ætlar sér að sigra bæði Spörtu og Aþenu og útrýma Grikkj- um. Hinn hugrakki Þemistókles fær það verkefni að verja Aþenu sem virðist ómögulegt þar sem her Xerx- esar er gríðaröflugur. Leikstjóri er Noam Murro og með aðalhlutverk fara Sullivan Stapleton, Rodrigo Santoro, Eva Green, Lena Headey, Jack O’Connell, David Wenham og Andrew Tiernan. Metacritic: 57/100 Saving Mr. Banks Tom Hanks fer með hlutverk Walts Disney í Saving Mr. Banks. Árið 1938 ákvað Disney að gera kvikmynd sem byggð væri á sögunum um Mary Poppins og reyndi að fá höfund þeirra, Helen Lyndon Goff (Emma Thompson), til að selja sér kvik- myndaréttinn. Goff reyndist Disney erfið viðureignar og tók það hann yfir 20 ár að fá samþykki hennar. Goff leist illa á þau lög og texta sem Disney hugðist hafa í myndinni og einnig að hafa teiknuð atriði í henni. Leikstjóri er John Lee Hancock og auk Hanks og Thompson fara með helstu hlutverk Colin Farrell, Jason Schwartzman, B.J. Novak, Paul Gia- matti, Rachel Griffiths og Kathy Ba- ker. Metacritic: 65/100 Ævintýri hr. Píbodýs og Sérmanns Teiknimynd sem segir af gáfaðasta hundi í heimi, hr. Píbodý, sem hlotið hefur bæði Nóbelsverðlaun og verð- laun á Ólympíuleikum. Hr. Píbodý ættleiðir dreng sem hann nefnir Sérmann og vill að hann hljóti úr- valsmenntun. Hann smíðar tímavél svo Sérmann geti upplifað stærstu atburði mannkynssögunnar en babb kemur í bátinn þegar Sérmann stelst til að nota hana í leyfisleysi. Leikstjóri er Rob Minkoff. Metacri- tic: 58/100 Dark Touch Fransk-írska hryllingsmyndin Dark Touch fjallar um ellefu ára stúlku, Niahm, sem lifði af fjöldamorð. For- eldrar hennar og bróðir voru myrt og lögreglan tekur lítið mark á vitn- isburði hennar en hún heldur því fram að húsinu sem hún bjó í hafi verið um að kenna. Nágrannar Niahm taka hana að sér en hryll- ingnum er langt í frá lokið. Leik- stjóri er Marina de Van og með aðal- hlutverk fara Padraic Delaney, Robert Donnelly og Charlotte Flyv- holm. Metacritic: 64/100 Near Dark Helgin verður blóðug í Bíó Paradís því auk Dark Touch verður sýnd vampírumyndin Near Dark frá 1987 eftir Kathryn Bigelow, á vegum bíó- klúbbsins Svartra sunnudaga. Bíófrumsýningar Blóðug frumsýningahelgi Stríð Úr kvikmyndinni 300: Rise of an Empire, framhaldi 300. Alls 22 listamenn og hópar hafa fengið styrk úr lista- og menning- arsjóði Kópavogsbæjar fyrir sam- tals 5,3 milljónir króna. Samtals bárust 47 umsóknir fyrir hátt í tíu milljónum. Pamela De Sensi hlaut hæsta styrkinn eða 800.000 kr. vegna starfsemi Töfrahurðarinnar í Saln- um og Töfrahornsins í Kópavogs- kirkju. Tónlistarhátíð unga fólksins hlaut 600.000 kr. Tónlistarskóli Kópavogs hlaut 400.000 kr. til að flytja barnasöngleikinn Rabba. Þjóðlagahópurinn Gljúfrabúar hlaut 300.000 kr. til að vekja áhuga barna og unglinga í Kópavogi á ís- lenskri þjóðlagatónlist. Anna Hera Björnsdóttir hlaut 300.000 kr. vegna danssýningarinnar Undir berum himni sem ætluð er leik- skólabörnum. Guðrún Birgisdóttir hlaut 250.000 kr. vegna hádegistón- leikanna Líttu inn í Salinn. Óp- hópurinn hlaut 250.000 kr. vegna barnaóperunnar Hans og Grétu í Salnum. Valgerður Sigurðardóttir hlaut 250.000 kr. til að gera stutt- myndina Tröllasaga. Ingi Hrafn Hilmarsson hlaut 200.000 kr. vegna uppsetningar á nýju leikriti eftir sig sem hann mun sjálfur leika. Lista- og menningarráð hefur gert þriggja ára samning um rekstrar- styrki til Karlakórs Kópavogs, Kvennakórs Kópavogs, Samkórs Kópavogs og Söngvina, en hver kór fær 180.000 kr. á ári. Listafólk Styrkirnir voru afhentir við há- tíðlega athöfn í Gerðarsafni fyrr í vikunni. Kópavogsbær úthlutar 5,3 milljónum króna í styrki til menningarverkefna Hljómsveitin Thin Jim fagnar sjö ára starfsafmæli sínu með tón- leikum á Rósenberg í kvöld kl. 22. Thin Jim vinnur að nýju efni og stefnir á upptökur í Nashville í samstafi við Gary Paczosa, sem þekktur er fyrir samstarf sitt við m.a. Alison Krauss og Dolly Par- ton. Fyrsta plata Thin Jim, This is me, var einnig unnin í sam- starfi við Paczosa. Margrét Eir og Jökull Jörgensen eru for- sprakkar hljómveitarinnar en með þeim leika Ásgeir Ásgeirs- son á gítar og Kjartan Guðnason á trommur. Á tónleikunum koma einnig fram söngkonurnar Erna Hrönn og Heiða Ólafsdóttir, Tryggvi Hübner á gítar og söngvarinn Páll Rósinkranz. Söngstjörnur Heiða Ólafsdóttir, Erna Hrönn og Margrét Eir syngja saman. Afmælistónleikar Thin Jim á Rósenberg EGILSHÖLLÁLFABAKKA 300:RISEOFANEMPIRE3D KL.5:40-8-10:20 300:RISEOFANEMPIREVIP KL.3:40-5:40-8-10:20 SAVINGMR.BANKS KL.5:20-8-10:40 NONSTOP KL.5:40-8-10:20 WINTER’STALE1 KL.10:20 GAMLINGINN KL.8 I,FRANKENSTEIN KL.10:30 HR.PÍBODYOGSÉRMANN ÍSLTALKL.3D:3:40 2D:3:40-5:50 THELEGOMOVIE ÍSLTAL KL. 3D:3:30 2D:3:40-5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2D KL.8 JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2D KL.3:20 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI SPARBÍÓ MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU KR.750 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1000 Á GRÆNT 300:RISEOFANEMPIRE2DKL.8-10:20 NONSTOP KL.8 3DAYSTOKILL KL.10:20 HR.PÍBODYOGSÉRMANN ÍSLTAL3DKL.5:50 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2D KL.5:50 KEFLAVÍK AKUREYRI 300:RISEOFANEMPIRE3DKL.8-10:20 SAVINGMR.BANKS KL.8 NONSTOP KL.10:40 GAMLINGINN KL.5:30 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.5:50 SÝNDMEÐ ÍSLENSKUOG ENSKU TALI Í 2D OG 3D 300:RISEOFANEMPIRE2DKL.5:40-8-10:20 NONSTOP KL.10:40 GAMLINGINN KL.5:30-8-10:30 12YEARSASLAVE KL. 5:20 -8 300:RISEOFANEMPIREKL.3D:8-10:10 2D:5:50 GRAVITY3D SALUR1(STÆRSTATJALDLANDSINS) KL.5:50 NONSTOP KL.5:40-8-10:20 GAMLINGINN KL.8-10:20 I,FRANKENSTEIN KL.10:30 HR.PÍBODYOGSÉRMANN ÍSLTAL2DKL.5:50 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.8 SÝNDMEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D OG 3D FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA VARIETY  ENTERTAINMENT WEEKLY  FRÁ FRAMLEIÐANDANUM ZACK SNYDER, LEIKSTJÓRA 300 OG MAN OF STEEL 12 12 12 12 L L L ÍSL TAL ÍSL TAL Besti leikari í aðalhlutverki Besti leikari í aukahlutverki ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND MEÐ KEVIN COSTNER OG HINUM ÍSLENSKA TÓMASI LEMARQUIS FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR TAKEN -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 3 DAYS TO KILL Sýnd kl. 8 - 10:20 HR.PÍBODY & SÉRMANNS 3D Sýnd kl. 4 - 6 HR.PÍBODY & SÉRMANNS 2D Sýnd kl. 3:45 THE MONUMENTS MEN Sýnd kl. 10:25 RIDE ALONG Sýnd kl. 6 - 8 - 10:10 DALLAS BUYERS CLUB Sýnd kl. 5:45 - 8 THE LEGO MOVIE 2D Sýnd kl. 3:50 G.D.Ó. - MBL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.