Morgunblaðið - 07.03.2014, Page 44

Morgunblaðið - 07.03.2014, Page 44
 Dúettinn Mirabai Ceiba mun leika í fyrsta sinn hér á landi í Guðríð- arkirkju, 4. maí nk. Dúettinn er þekktur í heimi jóga- og möntru- tónlistar, skipaður Markusi Sieber og Angeliku Baumbach sem vefa saman söng, hörpu-, píanó- og gítarleik og segir í tilkynn- ingu að tónlist þeirra komi frá hreinu rými kærleika og helgunar. Mirabai Ceiba leikur í Guðríðarkirkju FÖSTUDAGUR 7. MARS 66. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Ungur morðingi handtekinn 2. Var áreitt kynferðislega í vinnunni 3. Aðeins of geyst farið í lýtaaðgerðir 4. „Enginn annar vill taka við honum“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fimmtán listamenn og hljómsveitir hafa bæst í hóp þeirra sem hafa verið kynntir til leiks á tónlist- arhátíðinni Iceland Airwaves sem fram fer 5.-9. nóvember. Þeir sem bæst hafa við eru Klangkarussel frá Austurríki, Unknown Mortal Orc- hestra frá Bandaríkjunum, hin ís- lensku Hermigervill, Berndsen, Dísa, The Vintage Caravan, Cell 7, Árni2, Introbeats, Good Moon Deer, Fut- uregrapher og Fura, Tomas Barfod frá Danmörku, Nolo Ballett School frá Þýskalandi og Pins frá Bretlandi. Unknown Mortal Orchestra á Airwaves  Norðlenska hljómsveitin Helgi og hljóðfæraleikararnir leikur á Bar 11 í kvöld kl. 23. „Að þessu sinni er ein al- harðasta framvarðarsveit hljómsveit- arinnar mætt til leiks og spilar bæði gömul og ný lög af öllum kröftum,“ segir í tilkynningu frá Helga Þórs- syni, forsprakka sveitarinnar. Helgi og félagar leika fyrir sunnan Á laugardag Vaxandi austanátt og fer að snjóa, fyrst sunnan- lands. Austan og norðaustan 13-20 síðdegis, snjókoma og vægt frost, en talsverð rigning og hiti 1 til 5 stig suðaustantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan- og suðvestanátt, víða 5-13 m/s og él, en yfirleitt þurrt og bjart norðaustantil. Suðvestan 13-18 við suðvestur- og vesturströndina seint í dag. Hiti kringum frostmark. VEÐUR Haukar halda sínu striki í efsta sæti Olís-deildar karla eftir að þeir unnu FH-inga örugglega á heimavelli í gær- kvöldi. ÍBV fylgir Haukum eft- ir í öðru sæti en ÍBV skellti Fram með fimm marka mun í Eyjum. Akureyringar kræktu í tvö stig gegn vængbrotnu liði ÍR og HK tapaði fjórtánda leiknum sínum í deildinni í vetur er liðið sótti Valsmenn heim undir stjórn nýs þjálf- ara. »2 Haukar og ÍBV halda sínu striki „Aníta vill fá hratt hlaup og hún mun leggja upp með það að halda uppi hraðanum. Ef enginn tekur af skarið og hleypur hratt frá byrjun er Aníta tilbúin til þess að taka af skarið og hlaupa hratt,“ segir Gunnar Páll Jóa- kimsson þjálfari um þátttöku Anítu Hin- riksdóttur á heims- meistaramótinu í frjálsíþróttum í So- pot í Póllandi í dag. »1 Aníta ætlar að taka af skarið í Sopot KR-ingar urðu í gærkvöldi deild- armeistarar í körfuknattleik karla eftir að þeir lögðu Skallagrím á heimavelli sínum 90:76. KR hefur þar með sex stiga forskot á toppi Dom- inos-deildarinnar þegar tvær umferð- ir eru eftir. Spenna er hinsvegar enn mikil í keppninni um áttunda og síð- asta sætið í úrslitakeppninni en ÍR steinlá heima fyrir Njarðvík. »2 KR-ingar deildarmeist- arar í körfu karla ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Satt að segja var ég sjálfur – það litla sem heilt var af mér – það eina sem náði í áfangastað. Í þessari löngu göngu kom brestur í annað skíðið og tvo göngustafi braut ég. Var því nokkuð móður eftir göng- una en nú þegar heim er komið og þreytuverkirnir að líða úr mér stefni ég ótrauður á skíði um helgina til að koma mér af stað að nýju,“ segir Kristján Rafn Guð- mundsson á Ísafirði Alls 36 skíðamenn frá Íslandi tóku þátt í Vasa-göngunni í Döl- unum í Svíþjóð um síðustu helgi. Af þeim náði 31 í mark og þeirra fyrst- ur varð landsliðsmaðurinn Brynjar Leó Kristinsson frá Akureyri á 4:44 klst. Hann varð í 286. sæti af 15.800 keppendum. Það er hins vegar hlut- ur Kristjáns Rafns sem vekur sér- staka athygli, þar sem þetta var í tuttugasta sinn sem hann tekur þátt í göngunni. Hann keppti í Vasa í fyrsta sinn árið 1994 og hefur á þeim tíma aðeins einu sinni forfall- ast. Langt frá mínu besta „Ferðin núna var virkilega skemmtileg. Við vorum ellefu fé- lagarnir, héðan frá Ísafirði, Ak- ureyri og Siglufirði, sem fórum saman í þennan Svíþjóðarleiðangur og svo bættust nokkrir í hópinn ytra. Svo er maður alltaf að rekast á Íslendinga þarna. Annars er þetta nýtt og framandi á hverju ári og eins og leikritið hét forðum; í hvert sinn er þetta ævintýri á gönguför,“ segir Kristján Rafn, sem var um það bil átta klukkustundir í mark. Telur það þó vera býsna góðan árangur miðað við öll skakkaföll- in á leiðinni löngu. Þannig þurfti hann að ganga alls 15 kílómetra á brotnu skíði og pota sér nokkra kílómetra áfram með einum staf. En allt hafðist að lokum. Langt frá mínu besta „Ég var langt frá mínu besta, ár- ið 1998 fór ég þessa leið á 4:49 klst. og fannst ég virkilega góður þá,“ segir Kristján. Hann hefur stundað skíðagöngur frá unglingsaldri, enda góðar aðstæður til þess á Ísafirði svo sem í Tungudal en einkum þó á Seljalandsdalnum og loks svonefnd Fossavatnsleið, sem frægt skíða- göngumót sem haldið er í maí ár hvert er kennt við. Raunar er hægt að ganga á skíðum við Ísafjörð langt fram á vorið og eftir það á Breiðadals- og Botnsheiðum fram á sumar. Ævintýri á gönguför í Vasa  Kristján Rafn á Ísafirði slær ekki af á gönguskíðum Ljósmynd/Benedikt Hermannsson Sprettur Kristján Rafn Guðmundsson á fleygiferð á gönguskíðunum. Hann hefur stundað íþróttina alveg síðan á unglingsárum og slær ekki af, tæplega sjötugur. Segir hann æfingar einu sinni til tvisvar á dag halda sér í formi. „Sjálfsagt jafnar þetta sig þannig út að ég fer í skíðagöngu á hverjum degi þegar færi er. Sumum dögum sleppi ég reynd- ar úr en fer kannski tvisvar aðra daga. Skíðagönguhópurinn hér er allstór og nokkuð öflugur og þar hafa þau Daníel Jak- obsson bæjarstjóri og Hólmfríður Svavarsdóttir kona hans ver- ið driffjaðrirnar,“ segir Kristján Rafn Guðmundsson, sem er tæplega sjötugur og hefur lengi starfað sem ökukennari. „Maður verður kannski ögn stirðari og hægari á sér með ár- unum. Skíðagöngurnar eru hins vegar skemmtilegar og með þeim held ég mér í formi,“ segir Kristján sem ætlar í Fossa- vatnsgönguna í næsta mánuði og hefur skráð sig til leiks í Vasa á ári komanda. SKÍÐAGÖNGUMENNING Á STERKAR RÆTUR Á ÍSAFIRÐI Skíði Sprettur á fönn. Í formi og fer á hverjum degi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.