Morgunblaðið - 11.03.2014, Síða 22

Morgunblaðið - 11.03.2014, Síða 22
FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stéttarfélögin innan ASÍ semsamþykktu kjarasamn-ingana frá í desember, hafafengið tilboð Samtaka at- vinnulífsins um að taka upp nýja samninginn, sem byggist á sátta- tillögu ríkissáttasemjara og fá hækkun orlofs- og desemberuppót- ar, sem hann kveður á um. Félögin þurfa þá líka að fallast á að gild- istími samningsins lengist um tvo mánuði eða frá næstu áramótum og til loka febrúar 2015 eins og sátta- tillögusamkomulagið kveður á um. Niðurstaða félaganna á að liggja fyrir í þessari viku og er ekki við öðru að búast en að þau sam- þykki þetta öll og þar með verði nær öll félög launafólks innan ASÍ með gildan kjarasamning til eins árs. Gangi þetta eftir er í dag útlit fyrir að náðst hafi mikilvægur hluti þess sem að var stefnt í fyrra að sögn Ólafíu B. Rafnsdóttur, for- manns VR. „Verðbólgan er komin niður og að fólk fari að ganga saman í takt,“ segir hún. Ærin verkefni framundan Undirbúningur að endurnýjun samninga að ári með aðfararsamn- ingi fer þessu næst í fullan gang. Ljúka á í þessari viku breytingum á viðræðuáætlunum, sem skrifað var undir í fyrra, þar sem samningstím- inn hefur lengst um tvo mánuði og tímamörkin eru önnur en upp- haflega var stefnt að. Nú er gengið úr frá að sérkröfur stéttarfélaganna og sameiginlegar sérkröfur ASÍ fyr- ir öll aðildarfélög og sambönd þess gagnvart atvinnurekendum liggi fyrir um næstu mánaðamót. Við- ræður um launaliðinn hefjist hins vegar í haust. Mörg félög hafa annaðhvort þegar lokið frágangi sérkrafna eða eru langt komin. Um er að ræða mikinn fjölda krafna um sérmál af ólíkasta tagi, „nánast um allt milli himins og jarðar“ eins og viðmæl- andi orðaði það. Í þessum sér- kröfupökkum má m.a. finna kröfur um breytingar á vaktafyr- irkomulagi, vaktaálagi, hvíldartíma, veikindarétti, starfsmenntamálum o.fl. Búist er við mikilli vinnu um þennan fjölda sérmála við samn- ingaborðið á komandi mánuðum og líklegt talið að forgangsraða þurfi þeim. Auk krafna félaganna hefur ASÍ unnið að sameiginlegum pakka með sérkröfum fyrir hreyfinguna í heild sem lagður verður fyrir SA á sama tíma. Alls er þar að finna kröf- ur í um 20 liðum um ólíkustu mál. Í þriðja lagi er svo unnið að kröfum sem gerðar verða á hendur stjórn- völdum í tengslum við endurnýjun samninganna þegar lengra er liðið á árið. Fastanefnd aðila vinnumark- aðarins og stjórnvalda hefur verið sett á fót en hún á að halda utan um vinnuna við þau mál sem snúa að stjórnvöldum. Nefndin hefur fundað í tvígang og mun funda reglulega héðan í frá, að sögn Þorsteins Víg- lundssonar, framkvæmdastjóra SA. Meðal mikilvægustu verkefna henn- ar eru að sögn hans peninga- málastefnan og ríkisfjármálin og samspil þeirra og svo virð- isaukaskattskerfið og skattumhverfi atvinnulífs og almennings svo dæmi séu nefnd. „Það eru ærin verkefni framundan,“ segir hann. Undirbúningur er hins vegar skammt á veg kominn vegna fyrstu atvinnugreinasamninganna sem gera á í þessari samningalotu. Væntanlega verður byrjað á einni eða tveimur atvinnugreinum þó að enn hafi ekki verið ákveðið hverjar verða fyrir valinu. Ferðaþjónustan er oftast nefnd í því samhengi. Stór pakki sérkrafna á borðið fyrir 1. apríl Morgunblaðið/Þórður Kjör Stéttarfélög og ASÍ hafa mótað fjölda krafna vegna sérmála á borð við réttindi og starfskjör launþega, sem lagðar verða fyrir SA á næstu vikum. 22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Borg-arfulltrúarSjálfstæð- isflokksins lögðu fyrir skömmu fram tillögu um að leynd yrði aflétt af nið- urstöðum PISA-könnunar fyrir reykvíska grunnskóla í því skyni að hvetja til upplýstrar umræðu um kennsluhætti og námsárangur, eins og segir í til- lögunni. Skemmst er frá því að segja að borgarfulltrúar Sam- fylkingar, Besta flokks og VG felldu tillöguna og töldu að framkvæmd hennar yrði til þess að etja skólum saman og að ásakanir myndu beinast að versta skólanum. Þetta eru sérkennileg við- brögð hjá meirihlutaflokkunum sem hafa talað á þann veg að ætla mætti að þeir styddu að foreldrar fengju sem bestar upplýsingar um nám barna sinna og skólakerfið sem borgin býður upp á. Ef borgarbúar eiga að geta verið þátttakendur í umræðum um skólamál í borg- inni hlýtur að vera æskilegt að þeir hafi sem fyllstar upplýs- ingar um stöðu og þróun þeirra mála. Og sem útsvarsgreið- endur er sjálfsagt að þeir geti fylgst með hvernig peningunum þeirra er varið. Ennfremur hlýtur að vera sjálfsagður réttur foreldra að fá að vita hvernig einstakir skólar borgarinnar standa sig því að foreldrarnir bera ábyrgð á að reyna að tryggja að börn þeirra fái sem besta menntun og annan undirbúning áður en þeir sleppa af þeim hendinni. Engin haldbær rök hafa kom- ið fram um að leyfa foreldrum og öðrum borgarbúum ekki að fylgjast með hvern- ig skólar borg- arinnar standa sig. Þarna virðist því aðeins á ferðinni gamalkunnug leyndarhyggja sem náði áður óþekktum hæðum í tíð ríkisstjórnar Vinstri-grænna og Samfylkingar og hefur smitað yfir í samstarf Samfylkingar og Besta flokks í borginni. Samanburður og heilbrigð samkeppni er til þess fallin að auka árangur og þau sjónarmið eiga ekki síður við í mennta- málum en á flestum öðrum svið- um mannlífsins. Það að birta niðurstöður PISA-kannana fyr- ir einstaka skóla felur vitaskuld ekki í sér að einungis yrði horft til þess þáttar, ekki frekar en að þegar skólar eru bornir saman á grundvelli niðurstaðna sam- ræmdra prófa sé það álitinn eini mælikvarðinn. Báðir þessir mælikvarðar eru hins vegar gagnlegar vísbend- ingar og þýða að þeir sem bera ábyrgð á hverjum skóla þurfa að huga að því að standa sig vel í samanburðinum eða hafa á reiðum höndum skýringar á því hvers vegna svo var ekki. Það verður væntanlega til þess að þeir leggja sig meira fram en ella og ætti að tryggja að sem fæstir nemendur þurfi að sækja skóla þar sem menntun er ófull- nægjandi. Leyndarhyggjan um PISA- könnunina er ekki fyrsta dæmið um hve lítið núverandi meiri- hluti í borginni vill gera með skoðanir foreldra. Um það hafa verið ýmis skýr dæmi á kjör- tímabilinu og full ástæða er fyr- ir foreldra að veita því viðhorfi athygli. Borgaryfirvöld hafa hafnað því að upp- lýst verði um árang- ur einstakra skóla } Árangurinn leyndarmál Á Evrópuvakt-inni er bent á að meirihluti utanríkis- málanefndar al- þingis reisti álit sitt sem fylgdi þingsályktunar- tillögunni um um- sókn að ESB sumarið 2009 ekki á markvissri greiningu. „Mat meirihlutans að Íslendingar fengju sérmeðferð sem umsókn- arþjóð reyndist rangt. Þetta kemur fram í skýrslu Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands um ESB-aðildarviðræðurnar sem nú er til meðferðar í utanríkismálanefnd alþingis,“ segir þar, og vitnað er til orða Ágústs Þórs Árnasonar, braut- arstjóra lagadeildar Háskólans á Akureyri. Evrópuvaktin bendir einnig á að Ágúst Þór segir að umsókn- arríkjum sé ekki eingöngu gert að samþykkja löggjöf sam- bandsins á fyrstu stigum heldur einnig að laga sig að stefnu sam- bandsins og hrinda löggjöf þess í fram- kvæmd fyrir gerð aðildarsamnings og gildistöku hans. Eðlisbreyting hafi orðið á aðildarferl- inu frá því sem áður var og að- ildarferlið sé „því frábrugðið hefðbundnum samninga- viðræðum milli ríkja þar sem báðir eða allir eru jafnsettir“ er haft eftir Ágústi Þór. Árni Þór Sigurðsson, þáver- andi formaður utanríkismála- nefndar, og aðrir eindregnir að- ildarsinnar höfðu rangt við þá og hafa enn. Ruglið í umræðun- um um aðildarferlið og það að „kíkja í pakkann“ ber enn merki þessara ósanninda. Því miður gefa þingumræðurnar nú engar vonir um að aðildarsinnarnir telji nokkra ástæðu til að fara rétt með að þessu sinni frekar en þá. Þó að lygin frá 2009 hafi verið afhjúpuð halda ósvífnustu að- ildarsinnarnir sínu striki í umræðunni} Ósannindin halda áfram F rónbúar hafa um áratugaskeið haft það fyrir sið að kalla „Íslandsvin“ hvern þann útlending sem stígur fæti á íslenska grund. Mig langar að nota þetta tækifæri og rifja upp söguna af manni sem er í hópi sönnustu Ís- landsvina fyrr og síðar. Ástæðan er sú að Rás 1 spilaði nýverið viðtal sem tekið var við hann. Viðkomandi var frá fyrrverandi Sovétlýðveld- inu Georgíu og hét Grigol Matsjavaríani. Grigol var lögfræðingur að mennt og bar frá unga aldri ást til og áhuga á Íslandi án þess að hafa nokkurn tíma hingað komið. Svo hugfanginn var hann af landinu, sögu þess og tungu, að hann lærði íslensku upp á eigin spýtur heima í Georgíu. Ekki var til íslensk-georgísk orðabók til að létta honum verkið. Grigol komst þá yfir íslensk-rússneska orðabók og gerði sér lítið fyrir og lærði bara rússnesku til að geta lært íslensku. Það er ekki ofmælt að þetta er afrek út af fyrir sig. Árið 1992 reit Grigol opið bréf til Morgunblaðsins og ávarpaði þar ritstjóra sem birtist undir dálkinum Bréf til blaðsins. Þar sagði hann frá sér og Íslandsáhuga sínum. Frásögnin greip marga hérlendis enda talaði bréfritari af miklum hlýhug og sagði að aðalmarkmið sitt væri kynning þjóðanna, Íslands og Georgíu. Ekki vakti minni athygli að bréfið var ritað á svo góðri íslensku að furðu sætti. Má í því sambandi nefna að niðurlag bréfsins hljóðar svo: „Fyr- irgefið þér mér truflið, leiðinlega langa bréfið og takk fyrir stuðninginn fyrirfram.“ Þáverandi forsætisráðherra, sem vill til að er núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, brá skjótt við og bauð Grigol ásamt konu sinni, Irmu, til Íslands. Rættist þar draumur Ís- landsvinarins og brá honum talsvert fyrir í fjölmiðlum hérlendis í kjölfarið. Engum duld- ist einlæg gleði hans að hafa fengið að heim- sækja draumalandið og enn er vitnað í ótrúleg tök hans, sjálflærðs mannsins, á íslensku. Þeg- ar ég rifjaði upp komu Grigol hingað til lands við téðan ritstjóra, lifnaði yfir honum og hann sagði mér ýmsar skemmtilegar sögur af mál- snillingnum Matjavaríani. Ein var á þá leið að þegar hann rakti ferðasöguna til Íslands fyrir gestgjöfum sínum bar meðal annars á góma að bandíttar hefðu stöðvað lest sem þau ferðuðust með hluta leiðarinnar og hugðust þeir ræna farþegana, meðal annars Grigol og Irmu þar sem þau sátu þau á gólfinu í ódýrasta farrýminu. „Þar leit- uðu þeir ullar í geitarhúsi,“ sagði Grigol kankvís með vísan til þess að lítið var að hafa upp úr krafsinu hjá þeim. Orða- forðinn var ótrúlegur. Grigol settist hér að en hélt aftur til Georgíu og fórst þar í hörmulegu bílslysi árið 1996. Irma býr hér enn og vinátta hennar við ritstjórann og konu hans er söm. Við eigum að halda minningu Grigols Matjavaríani á lofti og sýna henni allan þann sóma sem hæfir þessum sómamanni. Íslandsvinir koma og fara, en fáir, ef ein- hverjir, verðskulda þann titil meira en Georgíumaðurinn Grigol. Heill minningu hans – hún lifi. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Íslandsvinurinn Grigol STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Fjölskrúðugur pakki með sér- kröfum af ólíkasta tagi sem samdar hafa verið á vettvangi ASÍ fyrir öll aðildarfélögin verður lagður á samninga- borðið fyrir SA í seinasta lagi 1. apríl. Meðal sérkrafna sem ASÍ vill semja um við atvinnurekendur í næstu kjarasamningum eru kröfur um rétt til launa í fjar- vistum vegna aðkallandi fjöl- skylduástæðna og um skaða- bætur vegna ólögmætra uppsagna svo dæmi séu nefnd. Þá eru kröfur um greiðslu komugjalda vegna læknisvott- orða, skilgreiningu á forgangs- réttarákvæðum kjarasamninga, greiðslu vegna ótekins orlofs, krafa um bætta réttarstöðu launþega sem verður fyrir slysi á leið til vinnu og um tilkynn- ingu vinnuslysa vegna bóta- réttar hjá tryggingafélögunum og þegar tjón verður á tönnum við vinnuslys, um tryggingar vegna starfa erlendis o.fl. Komugjöld og bætur FJÖLDI SÉRKRAFNA ASÍ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.