Morgunblaðið - 14.03.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.03.2014, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1 4. M A R S 2 0 1 4 Stofnað 1913  62. tölublað  102. árgangur  LEIKUR MEÐ KEVIN COSTNER Í 3 DAYS TO KILL HUGA ÞARF AÐ FLÓÐ-VÖRNUM Í KVOSINNI SYKUR, SANDUR OG TÓMATSÓSA Í MYNDLIST VILJA VERJAST SJÁVARFLÓÐI 18 BRYNJAR BJÖRNSSON 10TÓMAS LEMARQUIS 54 Kaupi gull og verðmæta mála! Sími: 661-7000 3. HÆÐ Í KRINGLUNNI kaupumgull.is Morgunblaðið/Þórður Bensín Dropinn er dýr en hefur þó verið að lækka í verði síðustu daga hér á landi.  Álagning og flutningskostnaður íslensku olíufélaganna á dísilolíu hækkaði um 157% á árunum 2005 til 2013, að því er fram kemur í nýj- asta tölublaði FÍB-blaðsins, sem Fé- lag íslenskra bifreiðaeigenda gefur út. Á sama tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 69% þannig að álagningin hækkaði um 88 pró- sentustig umfram það. Samkvæmt FÍB-blaðinu hækkaði álagning á hvern bensínlítra um 116%. Eftir sveiflur í kjölfar hruns- ins hefur álagningin stigmagnast frá árinu 2011. Í greininni er einnig bent á að álagningin hér á landi sé mun meiri en t.d. í Danmörku og Svíþjóð. Reiknar FÍB það út að ár- legur kostnaður neytenda vegna mikillar álagningar sé um 4,4 millj- arðar króna. »4 Álagning á dísilolíu hefur hækkað langt umfram vísitölu Gagnrýnir nornaveiðar » Már gagnrýnir nornaveiðar í umfjöllun um mál hans. » „Enginn vandi sé að fá al- menningsálit upp á móti þeim sem eru taldir hafa eitthvað hærri tekjur en aðrir.“ Baldur Arnarson Stefán Gunnar Sveinsson Fulltrúar bankaráðs Seðlabankans ákváðu einróma á fundi í gær að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á greiðslum lögmannsreikninga Más Guðmundssonar seðlabankastjóra vegna málaferla hans við bankann. Fram kemur í yfirlýsingu frá ráðinu að reikningar vegna um- ræddra greiðslna voru greiddir af Seðlabankanum frá lokum árs 2011 til miðs árs 2013. Felur ráðið jafn- framt Ríkisendurskoðun að kanna hvort farið hafi verið að lögum og reglum við meðferð málsins. Már boðaði til blaðamannafundar á fimmta tímanum í gær, innan við klukkustund eftir að fundur banka- ráðs hófst. Sagðist hann þar hafa beint því til bankaráðs að það hlutist til um að þeim þætti málsins er að honum snýr verði hraðað. Már kveðst í samtali við Morgun- blaðið tilbúinn að íhuga að endur- greiða bankanum kostnaðinn, þótt í ljós komi að hann hafi átt rétt á greiðslunum. Niðurstaða rannsókn- arinnar geti haft áhrif á ákvörðun hans um að sækja um embættið. Munu rannsaka mál Más  Bankaráð SÍ felur Ríkisendurskoðun að yfirfara launadeilu seðlabankastjóra  Kannað verði hvort farið hafi verið að lögum og reglum við afgreiðslu málsins MNóg sé komið »14 Viðar Guðjónsson Ágúst Ingi Jónsson Íslendingar munu að óbreyttu setja sér einhliða makrílkvóta næsta sum- ar í ljósi þess að ESB, Noregur og Færeyjar sömdu um makrílveiðar án aðkomu Íslendinga. Svo virðist sem Íslendingar geti komið að samningn- um. Í hlut Íslendinga kæmu þá 11,9% af áætluðum heildarafla eða tæplega 150 þúsund tonn. Skilyrði á Grænlandsmiðum Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins fylgir það skilyrði aðild að samningnum að Ísland veiði þá ekki meira en sem nemur 4% af 100 þús- und tonna tilraunakvóta Grænlend- inga, eða að há- marki 4 þúsund tonn. Þetta tæki ekki til aðila sem gera út skip undir grænlenskum fána, né ef Ísland gerist ekki aðili að samningnum. „Að því gefnu að menn sætti sig við eðlilega hlutdeild til Íslendinga þá finnst mér ekki úti- lokað að við gætum komið að slíku samkomulagi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Í desember tilkynna fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins og íslensk stjórnvöld að þau hafi náð óformlegu samkomulagi um að Ís- land fái 11,9 prósent af makrílstofn- inum. Andstaða Norðmanna hafi hins vegar staðið eiginlegum samn- ingi fyrir þrifum. Sigurður Ingi segir að engar skýringar séu á því hvers vegna horfið var frá því samkomu- lagi. ,,Hvorki nú né á síðustu dögum höfum við fengið nokkrar skýringar, formlegar yfirlýsingar eða neitt frá hendi þessara þriggja ríkja,“ segir Sigurður Ingi. Gunnar Bragi Sveinsson utanrík- isráðherra lét í gær kalla sendiherra Noregs og fulltrúa ESB og Færeyja á fund í utanríkisráðuneytinu til að gera alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið hefði verið að nýgerðu samkomulagi sem stuðlar að veiðum langt fram úr ráðleggingum Alþjóðahafrannsóknaráðsins og stefnir sjálfbærri nýtingu stofnsins í hættu, eins og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Ekki tengt viðræðuslitum Spurður segist Sigurður Ingi ekki telja að fyrirhuguð slit á viðræðum við ESB hafi neitt með ákvörðun sambandsins að gera. Hann telur samkomulag hinna strandríkjanna ekki veikja stöðu Ís- lendinga þegar kemur að því að setja sér makrílkvóta fyrir næsta fisk- veiðiár. „Þetta er hins vegar sann- arlega veiking á mörkuðum og veikir stofninn sannarlega til lengri tíma,“ segir Sigurður Ingi. »20 - 21 Samningsskilyrði á borðinu Sigurður Ingi Jóhannsson  Komi Íslendingar að makrílsamningi verða takmarkanir á veiðum við Grænland  Íslendingar semji fái þeir eðlilega hlutdeild, segir sjávarútvegsráðherra Með hækkandi sól bætist í hóp súrefnisþyrstra skokkara á götum Reykjavíkur. Óhætt er að segja að kjöraðstæður hafi verið til slíkrar iðju í vetrarblíðunni undanfarið. Að loknum slíkum átökum er mikilvægt að teygja á lúnum leggjum. Morgunblaðið/Golli Horft út á hafsins sjón- deildarhring  Landssamtök hjólreiðamanna mótmæla því í umsögn til Alþingis að banna eigi akstur léttra bifhjóla, sem komast upp að 25 km hraða á klst. á götum og vegum með yfir 50 km hámarkshraða eins og boðað er í frumvarpi innanríkisráðherra um breytingar á umferðarlögum. Verði frumvarpið lögfest verða minnstu vélknúnu hjólin, sem í dag falla undir flokk reiðhjóla, felld undir flokk léttra bifhjóla og skrán- ingarskyld. »16 Takmarka akstur léttustu bifhjólanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.