Morgunblaðið - 14.03.2014, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014
Reykvíkingar!
Ekki gleyma að
kjósa um betri
hverfi
kjosa.betrireykjavik.is
Virkjum íbúalýðræðið!
Opið er fyrir atkvæðagreiðslu
11.-18. mars
Bæjarráð Grindavíkur telur að óhóf-
legar kröfur ríkisins sem eiganda
jarðanna Staðar og Húsatófta um
byggingaréttargjald og lóðarleigu
hamli því að ný atvinnufyrirtæki
byggist upp í Grindavík. Erlent fyr-
irtæki sem hefur haft áform um að
byggja risagróðurhús í landi Staðar, í
þeim tilgangi að framleiða tómata til
útflutnings, þyrfti að greiða yfir 200
milljónir kr. í byggingarréttargjald
samkvæmt ýtrustu kröfum ríkisins.
Í aðalskipulagi Grindavíkur er gert
ráð fyrir tveimur atvinnusvæðum á
landi í eigu ríkisins. Annars vegar er
um að ræða nýtt fiskeldisfyrirtæki í
landi Húsatófta og hinsvegar risa-
gróðurhús í landi Staðar, lengra úti á
Reykjanesi. Lóðirnar hafa verið
skipulagðar í samvinnu við fyrir-
tækin.
Leitað hefur verið til ríkisins um
leigu lóðanna. Í drögum að samningi
sem fjármálaráðuneytið hefur kynnt
Grindavíkurbæ er gert ráð fyrir að
greitt verði byggingaréttargjald og
hærri leiga en tíðkast hefur í Grinda-
vík. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í
Grindavík, segir engin fordæmi fyrir
innheimtu byggingarréttargjalds á
iðnaðarsvæðum á Suðurnesjum og
ráðuneytið hafi heldur ekki getað vísað
til fordæma annars staðar á landi rík-
isins. Aftur á móti sé vísað til fordæma
á höfuðborgarsvæðinu þar sem
Reykjavíkurborg og Kópavogskaup-
staður hafi innheimt byggingaréttar-
gjald. Róbert nefnir einnig að ríkið
innheimti ekki byggingarréttargjald á
landi sínu á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Til stendur að hefja framkvæmdir
við fyrsta áfanga nýrrar fiskeldis-
stöðvar í landi Húsatófta. Skipulag er
afgreitt og fjárfestar komnir að verk-
efninu og telur Róbert að verkefnið
strandi á óhóflegum kröfum ríkisins.
Unnið hefur verið að undirbúningi
annars stórs verkefnis sem þó er ekki
komið á framkvæmdastig, byggingu
hollensks fyrirtækis á stórri gróð-
urhúsasamstæðu til framleiðslu á
tómötum til útflutnings. Miðað við
kröfur ríkisins þyrfti að greiða rúmar
200 milljónir í byggingarréttargjald
til ríkisins vegna þeirrar fram-
kvæmdar. Telur Róbert augljóst að
ekki verði af því verkefni ef ekki verð-
ur breyting á afstöðu.
Fyrirhugað er að funda frekar með
embættismönnum fjármálaráðu-
neytis og vonast Róbert til að farsæl
lausn finnist. helgi@mbl.is
Ríkið krefst hundraða milljóna
Stór atvinnuverkefni í Grindavík í
hættu vegna skilyrða landeigandans
Morgunblaðið/Ásdís
Rauðaldin Tómatarnir vaxa grænir
en verða síðan rauðir að lit.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Álagning olíufélaganna og flutnings-
kostnaður á hvern bensínlítra hækk-
aði um 116% á árunum 2005 til og með
2013, eða úr 17,50 krónum á lítra árið
2005 í 37,90 krónur á lítra árið 2013.
Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði
FÍB-blaðsins, sem kom út í gær. Á
sama tímabili hækkaði álagning og
flutningskostnaður á hvern dísilolíu-
lítra um 157% en FÍB vekur athygli á
því að vísitala neysluverðs hækkaði
um 69% frá 2005 til 2013.
FÍB skráir daglega heimsmarkaðs-
verð á bensíni og dísilolíu og upp-
reiknar verð með gengi krónunnar
gagnvart dollar. Þetta kostnaðarverð
ásamt sköttum er dregið frá skráðu
daglegu útsöluverði olíufélaganna hér
heima og þá kemur út álagning og
flutningskostnaður á hvern lítra, að
því er fram kemur í FÍB-blaðinu. Um
meðaltal hvers árs er að ræða. Ekki
er tekið tillit til tryggðarafsláttar,
punktasöfnunar og dagstilboða hjá ol-
íufélögunum.
Álagningin náði toppi hrunárið
2008 í bensíni en ekki jafn mikið í dís-
ilolíu. Árið eftir heldur álagning á dís-
ilolíu áfram að hækka en gengur að-
eins til baka í bensíni. Lækkun á sér
hins vegar stað í báðum tegundum ár-
ið 2010 en frá 2011 hefur álagningin
hækkað jafnt og þétt. Samkvæmt
FÍB hefur álagning á dísilolíu ekki
verið jafn há á þessu árabili og hún
var 2012 og 2013, eða rúmar 40 krón-
ur að jafnaði á hvern lítra. Álagið á
bensínið fór í 38,40 krónur árið 2013
sem er hæsta álagningin frá 2005.
Á föstu verðlagi hækkaði álagning-
in á bensíni um 28% árin 2005-2013 og
um 52% á dísilolíu.
Bent er á það í FÍB-blaðinu hversu
stór hluti eldsneyti er í útgjöldum
heimilanna. Þess vegna fari aukin
álagning beint út í verðlagið og dragi
úr kaupmætti heimila og fyrirtækja.
Hver króna í álagningu kosti neyt-
endur árlega um 440 milljónir króna.
Segir í greininni að hluti skýringar
á hækkun álagningar geti verið
hækkun flutningskostnaðar, m.a.
vegna hruns krónunnar, og önnur
skýring geti verið að olíufélögin hafi
aukið álagningu til að kosta aukin af-
sláttar- og tryggðartilboð. „Offjár-
festingar í verslunarhúsnæði og bens-
ínstöðvum hefur einnig áhrif á
álagningu. Það er blekkingarleikur að
hækka álagningu til að geta boðið
hærri afslætti. Svona viðskiptahættir
þrífast því miður í því fákeppnisum-
hverfi sem einkennir íslenska olíu-
markaðinn,“ segir í greininni.
Lækkun síðustu daga
Runólfur Ólafsson hjá FÍB segir
við Morgunblaðið að álagningin hafi
frá áramótum lítið breyst. Síðustu
daga hefur eldsneytið lækkað í verði,
einkum vegna gengisbreytinga, en
heimsmarkaðsverð hefur lækkað
sömuleiðis, þvert á spár um hækkanir
vegna ólgunnar á Krímskaga. Í gær
var algengt verð á bensíni og dísilolíu
tæpar 238 krónur á lítra en var í
kringum 243 krónur í marsbyrjun.
Runólfur segir það jafnframt at-
hyglisvert, sem bent er á í greininni,
að álagningin á eldsneyti er allt að
helmingi hærri hér á landi en í Sví-
þjóð og Danmörku. Álagningin sé
a.m.k. 10 krónum hærri á Íslandi og
með virðisaukaskatti sé árlegur
kostnaður neytenda um 4,4 milljarðar
vegna álagningar olíufélaganna. Þá
skili tryggðarafslættir litlu sem engu
þegar öllu sé á botninn hvolft. Félögin
hækki bara álagninguna á móti.
Morgunblaðið/Þórður
Eldsneyti Verð á bensíni og dísilolíu hefur lækkað síðustu daga. FÍB segir tryggðarafslætti skila litlu fyrir neytendur.
Álagning á eldsneyti
hækkaði um 157%
FÍB hefur skoðað álagningu olíufélaganna árin 2005-2013
Álagning og flutningur
á bensíni og dísilolíu
Meðaltal árs (kr./lítra)
Álagning og flutningur - bensín
Álagning og flutningur - dísilolía
Álagning og flutningurm/vnv - bensín
Álagning og flutningurm/vnv - dísilolía
45
40
35
30
25
20
15
2005 2013
17,5
37,9
26,3
39,8
30,1
38,4
15,3
39,3
Heimild: FÍB
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák,
hefur sett stefnuna á ólympíumótið,
sem verður í Noregi í sumar.
50. Reykjavíkurskákmótinu lauk í
Hörpu í fyrrakvöld og Helgi Ólafs-
son, sem hafði ekki tekið þátt í
mótinu í 10 ár, sýndi gamla takta og
varð í 2.-5. sæti með 8 vinninga af 10
mögulegum, vann sjö skákir, gerði
tvö jafntefli og tapaði einni viður-
eign. „Það var stundum sveifla í
stílnum, en ég hef enga ástæðu til
annars en að vera ánægður með ár-
angurinn,“ segir Helgi.
Vel stemmdur
„Það getur ýmislegt gerst þegar
maður vandar sig og reynir að vera
einbeittur,“ heldur hann áfram.
„Grunnurinn var að undirbúa sig vel
fyrir skákirnar og vera rétt spennt-
ur. Hressleiki var yfirleitt yfir tafl-
mennskunni og hann var rauði þráð-
urinn í þessu.“
Helgi segir að hann hafi teflt illa í
tapskákinni á móti Dananum Simon
Bekker-Jensen. „Byrjunin var mjög
léleg hjá mér og það er erfitt að
skilja hvers vegna ég tefldi byrjun-
ina svona illa. En það er stundum
þannig í skák að missi maður þráð-
inn, þó ekki sé nema eitt augnablik,
lendir maður í leiðindaaðstöðu, sem
ekki er nokkur leið að klóra sig út úr
en ég fór langt með að halda jafn-
tefli. En hann tefldi líka vel og
stundum getur verið ágætt að tapa
skák í móti, því þá fær maður spark
og fer af stað.“
Alþjóðaskáksambandið FIDE
birtir nýjan styrkleikalista mán-
aðarlega. Helgi er með 2.546 Elo-
stig og hækkar um 10 stig vegna ár-
angursins í mótinu. „Þessi skákstig
halda ekki vöku fyrir mér og hafa
aldrei gert,“ segir hann og leggur
áherslu á að meta ætti menn eftir
því hvað þeir ná langt en ekki draga
þá niður, gangi illa.
Undanfarin ár hefur Helgi verið
liðsstjóri og þjálfari landsliðsins en
hann hefur hug á að tefla á ólympíu-
mótinu í Tromsö í Noregi í sumar.
„Ég útiloka ekki að gefa kost á mér í
það,“ segir hann.
Helgi stefnir á
ólympíumótið
Stórmeistarinn í miklum ham
Morgunblaðið/Ómar
Reykjavíkurmótið Helgi Ólafsson
lét finna fyrir sér og tefldi vel.
Sáttatilraunir í kjaradeilu Verka-
lýðsfélags Akraness (VLFA) og
Samtaka atvinnulífsins vegna
starfsmanna í járnblendiverk-
smiðju Elkem Ísland á Grund-
artanga hafa enn engan árangur
borið og ber mikið í milli, að
sögn Vilhjálms Birgissonar, for-
manns VLFA.
Í dag lýkur atkvæðagreiðslu
um boðun verkfalls í verksmiðj-
unni, sem á að hefjast 25. mars
hafi samningar ekki náðst. Þátt-
taka í kosningunni er mikil að
sögn Vilhjálms og var í gær að
nálgast 80-90% þeirra sem eru á
kjörskrá að sögn hans. Vil-
hjálmur segist ekki eiga von á
öðru en að verkfallsboðunin verði
samþykkt.
Boðað er til næsta sáttafundar
í deilunni á þriðjudaginn í næstu
viku.
Mikið ber í milli í
kjaradeilu VLFA
og Elkem