Morgunblaðið - 14.03.2014, Page 11

Morgunblaðið - 14.03.2014, Page 11
Morgunblaðið/Þórður Listamaður Brynjar er fjölhæfur, æfir og keppir í samkvæmisdönsum og málar myndir úr ólíklegasta hráefni. Einstein Hér hefur Brynjar skapað hann úr tómatsósu. Chaplin Þessa mynd gerði Brynjar úr sandi og sykri. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 Hið íslenska reðasafn sem áður var á Húsavík en er nú við Laugaveg 116 í Reykjavík, ætlar á morgun, laugar- dag, kl. 17 að fagna útkomu bókar- innar Phallological Museum, eftir Sigurjón Baldur Hafsteinsson, dós- ent við Háskóla Íslands. Í bókinni eru hinar ýmsu vangaveltur, m.a. er spurt hverjar séu menningarlegar hug- myndir okkar um typpi. Þar eru einn- ig vangaveltur um safnið og tilurð þess og í tilkynningu segir: Á tímum þar sem typpi eru stækk- uð með skurðaðgerðum, ímyndum, typpakeppnum og frekjupungapólitík kemur Hið íslenska reðasafn fram á sjónarsviðið og snertir á hnattrænni vönun og staðbundinni sköpun. Í bók- inni er fjallað um fagurfræðilegt, pólitískt, siðferðilegt, félags- og menningarlegt mikilvægi Hins ís- lenska reðasafns, sem á alþjóðlegan mælikvarða er einstakt og löngu orð- ið heimsfrægt. Í bókinni er því haldið fram að safnið geri grín að og grafi undan rót- grónum hugmyndum á Vesturlöndum um söguspeki, fræði og menningar- legar stofnanir, en á sama tíma bjóði upp á annarskonar nálgun við fram- leiðslu á þekkingu og framsetningu á menningarlegum minjum með því að einblína á og sýna viðkvæmasta hluta karldýrsins, typpi. Bókin er sögð vera sér- staklega hentug til aflestrar fyrir viðkvæma og leit- andi Íslendinga í kreppu, en hún gerir því skóna að þjóðernisleg sjálfsmynd Ís- lendinga byggist ekki lengur á ís- lenskri tungu, bókmenntum og náttúru, heldur þrenningunni typpi og tveimur eist- um. Mikill gáski og mistík er í kring- um Hið íslenska reðasafn en þar get- ur að líta um 280 reðra og reðurhluta. Safnið er orðið ein fræg- asta menningarstofnun Íslands úti í heimi, en það er afar vel sótt af út- lendingum en einnig Íslendingum. Sumir útlendingar segja heimsókn á safnið vera einn af hápunktum heim- sóknar til landsins. Frægur breskur ferðabókarithöfundur skrifaði í gestabók safnsins að Hið íslenska reðasafn væri hið eiginlega þjóð- minjasafn Íslands. Sigurður Hjartarson, núverandi eigandi safnsins, hafnar þeirri hug- mynd að þetta sé erótískt safn, hann leggur áherslu á að þetta er safn með áherslu á ákveðið líffæri karldýrsins í dýraríkinu. Ný bók á tímum frekjupungapólitíkur Morgunblaðið/Kristinn Reðasafn Gestir sjá ýmsar útgáfur af ákveðnu líffæri karldýrsins í dýraríkinu. Byggist þjóðernisleg sjálfs- mynd Íslendinga á þrenning- unni typpi og tveimur eistum? Bókin Sannar- lega athygliverð. Fræðslufundur um læsi og lesskiln- ing barna í leik- og grunnskólum verður haldinn í sal Garðyrkjufélags Íslands í Síðumúla 1 nk. þriðjudag, 18. mars, kl. 9-15. Fundurinn er hugsaður fyrir alla þá sem láta sig læsi barna varða. Lóa Pind Aldísardóttir, frá Stöð 2 fjallar um þetta út frá reynslu foreldris, Almar M. Halldórsson hjá Námsmatsstofnun fjallar um nið- urstöður Pisa-rannsóknarinnar, Bryn- dís Guðmundsdóttir talmeinafræð- ingur ræðir um það hvernig foreldrar og kennarar skapa börnum bestu mögulegu þroskaskilyrði er varðar mál og tal og Ingibjörg Bryndís Hilm- arsdóttir, leikskólafulltrúi í Reykja- nesbæ, segir frá þeirra framtíðarsýn varðandi áherslur á læsi og stærð- fræði í leikskólum. Sigrún Jensdóttir ræðir um það hver sé framtíð les- blindra á Íslandi og Kristín Ein- arsdóttir frá Leikur að læra ræðir um kennslu gegnum leik og hreyfingu. Björn Árni Ólafsson, sölustjóri ABC leikfanga, fjallar einnig um hvernig nýta má leiki til árangurs í þessum málaflokki. Verslunin ABC leikföng stendur fyrir fundinum, en fyrirtækið hefur sérhæft sig í innflutningi og sölu á þroskaleikföngum, gögnum til málörvunar og sérkennslugögnum, sögum sem auka félagsfærni, spilum og öðrum kennslugögnum sem henta börnum. Með þessum sérhæfðu vörum er hægt að þróa færni barna á mörgum sviðum s.s. fín- og gróf- hreyfingar, samskiptahæfni, mál- þroska, rökhugsun o.fl. Skráning á netfangi: skraning@abcleikfong.is til 15. mars. Fræðslufundur um læsi og lesskilning barna Foreldrar og kennarar skapa börnum bestu þroskaskilyrði Gaman Leikir nýtast vel í læsi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.