Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 HREINT OG KLÁRT Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Mán. - föst. kl. 09-18 • Laugardaga kl. 11-15 Þvottahús Úrvalið er hjá okkurFataskápar Sérsmíði Baðherbergi Góðar hirslur Innbyggðar uppþvottavélar Pottaskápar Allar útfærslur friform.is INNRÉTTINGAR GLÆSILEGARDANSKAR ÍÖLLHERBERGIHEIMILISINS VIÐ HÖNNUMOGTEIKNUM FYRIR ÞIG Komdumeð eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði. ÞITT ERVALIÐ Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM, FRAMHLIÐUM,KLÆÐNINGUMOGEININGUM, GEFAÞÉR ENDALAUSAMÖGULEIKAÁAÐSETJA SAMANÞITT EIGIÐRÝMI. Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkti á fundi sínum 7. febrúar sl. að fresta hækkun á vörugjöldum frá og með 1. janúar. Hins vegar var hækkun skipagjalda og tengdra þjónustu- gjalda miðuð við 2,5%, það er verð- bólgumarkmið Seðlabanka Íslands, í stað 3,8% hækkunar. Um mitt ár verður gjaldskráin tekin til endur- skoðunar með hliðsjón af þróun verðlags. Þá var hafnarstjóra falið að gera viðeigandi tillögu að breyt- ingum rekstrargjalda miðað við nýj- ar verðlagsforsendur. Einnig að svara erindum frá ASÍ og Eim- skipafélagi Íslands. ASÍ skrifaði Faxaflóahöfnum sf. 14. janúar sl. vegna þess að fyrir- tækið hafði hækkað verð í upphafi ársins. Í bréfinu var minnt á að ein helsta forsenda kjarasamninganna 21. desember sl. hefði verið lág verðbólga. Skoraði ASÍ á Faxaflóa- hafnir sf. að draga verðhækkanir til baka. Eimskipafélag Íslands hf. skrifaði Faxaflóahöfnum 16. janúar sl. og skoraði á Faxaflóahafnir sf. að draga til baka hækkanir á gjaldskrá sem tóku gildi 1. janúar. Hækkunin nam 3,8%. Eimskip kvaðst þola illa hækkanir á kostnaði aðfanga og að- keyptrar þjónustu í ríkjandi efna- hagsástandi. Þrátt fyrir þörf fyrir verðhækkanir ákvað Eimskip að hækka ekki gildandi verðskrá í millilandaflutningum og annarri flutningatengdri þjónustu. Það var gert til að sýna samstöðu með átaki SA og ASÍ til að halda niðri verð- bólgu og tryggja stöðugleika. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Rósa Braga Faxaflóahafnir Hækkun vörugjalda frá sl. áramótum var frestað en skipa- gjöld og tengd þjónustugjöld hækka um 2,5% í stað 3,8%. Fresta hækkun  Faxaflóahafnir drógu til baka hækkun á vörugjöldum frá áramótum BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Erfitt er að sjá hvernig rétta á hlut karlmanns á þrítugsaldri og fá fjöl- skipaðan Héraðsdóm Reykjavíkur til að trúa því að hann hafi ekki 17. mars 2013 hrist fimm mánaða dótt- ur sína svo harkalega að hún hlaut við það heilablæðingu sem síðar leiddi hana til dauða. Þetta er nið- urstaða blaðamanns eftir fyrri dag aðalmeðferðar yfir manninum. Henni verður framhaldið í dag og fleiri vitni leidd til skýrslugjafar auk þess sem málflutningur er eftir, þannig að sú niðurstaða kann að sjálfsögðu að breytast. Auk þess sem það er víst niðurstaða dómara málsins sem skiptir sköpum. Maðurinn neitar sök. Hann var einn með dóttur sinni frá klukkan 17.45 umræddan dag en þá fór móð- ir hennar til vinnu í nokkrar klukku- stundir. Þegar hann leitaði til ná- granna síns skömmu fyrir klukkan sjö vegna þess að stúlkan svaraði ekki áreiti hafði hann einn verið með henni. Sérfræðingur í heila- og taugaskurðlækningum á Landspít- alanum gerði aðgerð á stúlkunni. Hann kom fyrir dóminn í gær og sagði að það sem kom fyrir þennan litla líkama hefði verið honum of- viða. „Miðað við útlit blæðingar- innar og það sem ég varð vitni að í aðgerðinni get ég ekki með nokkru móti séð annað en að líðan hennar hafi versnað mjög fljótt eftir það sem gerðist. Þá er ég að tala um mínútur.“ Hann sagði að barnið hefði orðið rænulaust á nokkrum mínútum, svo mikil var blæðingin, auk þess sem blæðingar voru á mörgum stöðum og „fleiri, fleiri millilítrar“ sem streymdu um heil- ann á hverri mínútu. „Það er ekki lengi sem heilinn þolir svoleiðis magn.“ Áverkar eftir veru með föður Faðir barnsins gaf einnig skýrslu fyrir dóminum. Lýsing hans var á þá leið að nákvæmlega ekkert hefði komið fyrir barnið á þeim tíma sem hann var einn með það. Ýjað var að því að móðir barnsins hefði verið ein með það áður en hún fór til vinnu og einnig að hún væri þunglynd, skap- bráð og hefði rætt um hvatir sínar til að hrista barnið þegar það gréti. Barnið var grátgjarnt en þá sér- staklega þegar það var hjá öðrum en móður sinni. Vinkona móðurinnar orðaði það þannig að stúlkan þyrfti alltaf að sjá móður sína annars færi hún að gráta. Hún sagði reyndar einnig að barnið hefði verið hrætt við föður sinn. Í því samhengi má nefna spurningar ríkissaksóknara til föðurins um þau fáu skipti sem hann var einn með barninu. Saksóknari spurði út í þrjú tilvik, á Þorláks- messu 2012, 10. febrúar 2013 og 5. mars 2013. Þann 28. desember leit- aði móðir barnsins til læknis vegna stórs marbletts á innra læri barns- ins sem náði út á rasskinn, 11. febr- úar hringdi móðirin í lækni vegna þess að barnið gat ekki rétt úr vinstri fæti og eftir 5. mars hætti barnið að geta velt sér. Þá bar réttarmeinafræðingur sem vann skýrslu í málinu vitni um að barnið hefði verið með eldri áverka, bæði rifbeinsbrot og brot á sköfl- ungsbeini. Hún taldi þessa áverka renna stoðum undir að barnið hefði orðið fyrir ofbeldi áður. Spurði nágranna hvað væri að Barnið var það eina sem mað- urinn hefur eignast. Vinkona móður þess greindi frá því að hann hefði ekkert sinnt heimilisstörfum en var- ið öllum sínum tíma í tölvuleikjum. Hún sagði einnig að sambandið hefði verið erfitt. Nágrannakona þeirra bar að móðirin hefði kvartað undan því að faðirinn gerði ekki nægilega mikið á heimilinu og að henni þætti hún standa ein í þessu. Og móðir föðurins kom einnig fyrir dóminn og sagði móðurina hafa sagt sér að hún hefði í febrúar verið að íhuga að slíta sambandinu þar sem henni liði ekki vel með honum. Á fimm mánaða lífsskeiði stúlk- unnar kom það fáeinum sinnum fyr- ir að móðirin brá sér frá og faðirinn sá um dóttur þeirra. Þann 17. mars 2013 gerðist það. Og þegar mað- urinn bankaði upp á hjá nágrönnum sínum eftir að hafa haft umsjón með stúlkunni í um klukkustund spurði hann þá ítrekað: „Hvað er að henni, hvað er að henni?“ Þegar nágrann- inn tók við stúlkunni var hún alveg máttlaus og hann vissi að það væri eitthvað alvarlegt. Hann kom yfir til þeirra berfætt- ur og sagði nágrannakonan að hann hefði greinilega verið hræddur. Þeg- ar á sjúkrahúsið var komið var mað- urinn þögull og spurði einskis. Vin- kona konunnar sagði að sér virtist hann vera tilfinningalaus. Og það getur blaðamaður vottað að hann sýndi engar tilfinningar þar sem hann sat og hlustaði á lýsingar á þeim áverkum sem dóttir hans varð fyrir, hvorki hjá réttarmeinafræð- ingi, þeim lækni sem tók við dóttur hans á Landspítalanum né heila- og taugasérfræðilækninum sem fram- kvæmdi aðgerð á stúlkunni. Annað verður sagt um áhorfendur í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðalmeðferð heldur áfram í fyrra- málið og þó svo stefnt sé að því að henni ljúki þá er ekki hægt að full- yrða um það enda urðu nokkrar taf- ir á vitnaleiðslum í dag. Lítill líkami sem ekki þoldi þetta Hulinn Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa hrist barn sitt svo harkalega að það leiddi til dauða þess huldi sig fyrir ljósmyndurum fjölmiðla í gær.  Vísbendingar benda aðeins í eina átt Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur samþykkt að leita leiða til að hefja megi gjaldtöku í sveitarfélaginu. Settur verður á laggirnar starfshópur sem mun hefja viðræður við aðra landeigendur í sveitarfélaginu og sveitarfélögin í Kötlu jarðvangi. Þetta kemur fram í tillögu sem sveitarstjórnin sam- þykkti samhljóða á fundi sínum í gær. Fram kemur í til- kynningu að umræður um gjaldtökumál á ferðaþjón- ustustöðum hafi farið fram á fundinum og sveitarstjórnin sameinast um eftirfarandi tillögu sem samþykkt var samhljóða: „Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að leita leiða til að hefja megi gjaldtöku í sveitarfé- laginu. Settur verði á laggirnar starfshópur sem hefji viðræður við aðra landeigendur í sveitarfélaginu og sveitarfélögin í Kötlu jarðvangi.“ Kannað með gjaldtöku í Rangárþingi eystra Skógafoss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.