Morgunblaðið - 14.03.2014, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014
Már Guðmundsson, seðlabanka-
stjóri, sendi í gær frá sér eftirfar-
andi yfirlýsingu:
Því hefur verið haldið fram á und-
anförnum dögum að tilvísun mín til
sjálfstæðis Seðlabankans varðandi
það dómsmál sem ég rak varðandi
launamál mín sé eftiráskýring.
Í þessu sambandi hefur einkum
verið vísað til tvenns. Það fyrra er að
það geti vart skert sjálfstæði Seðla-
bankans að sami aðili ákveði laun
seðlabankastjóra og til dæmis
hæstaréttardómara sem séu sjálf-
stæðir í störfum sínum. Það er alveg
rétt enda hefur því ekki verið haldið
fram af mér né af lögmanni mínum
að það í sjálfu sér að kjararáð ákveði
laun seðlabankastjóra gangi í ber-
högg við sjálfstæði Seðlabankans.
Það seinna sem nefnt er að sjálf-
stæði Seðlabankans hafi ekki komið
fram sem málsástæða fyrir dóms-
stólum. Það er einnig rétt en af því
hafa verið dregnar rangar ályktanir.
Ég lagði áherslu á þennan þátt máls-
ins við lögmann minn. Það var hins
vegar hans mat að frá lögfræðilegu
sjónarmiði þyrfti ekki að geta þess
sem málsástæðu eins og hann hygð-
ist leggja málið.
Eftir sem áður var þetta af minni
hálfu ein af tveimur meginástæðum
málsóknarinnar.
Þær spurningar sem ég taldi
mikilvægt að fá svar við með mála-
rekstri mínum voru eftirfarandi:
1. Er hægt með lögum frá Alþingi
að lækka laun seðlabankastjóra á
fimm ára skipunartíma án þess að
það sé skýrt tekið fram í viðkomandi
lögum?
2. Er vernd og réttarstaða þeirra
sem hafa með ráðherrabréfi fimm
ára skipunartíma án uppsagn-
arfrests verri en þeirra sem hafa
ráðningarsamninga með uppsagn-
arfresti, þvert á það sem áður var
talið?
Þessar spurningar varða sann-
arlega sjálfstæði Seðlabankans ann-
ars vegar og stöðu seðlabanka-
stjóraembættisins hins vegar.
Það er vel skjalfest að í mínum
huga voru frá upphafi tvö meg-
insjónarmið að baki málarekstri
mínum. Annað laut að sjónarmiðum
varðandi sjálfstæði seðlabanka. Hitt
laut að því hversu óeðlilegt var að
breyta þessum launum eftir að ráðn-
ingarferli á árinu 2009 var lokið þeg-
ar nægt svigrúm var til að lækka
laun seðlabankastjóra í framhaldi af
hruninu áður en umsóknarfrestur
rann út. Vísa ég í þessu sambandi
m.a. til tölvupósts míns til þáverandi
formanns bankaráðs frá 14. júní
2009 en þar tala ég bæði um per-
sónulegar og faglegar ástæður fyrir
því að ef áform frumvarps um kjar-
aráð nái fram að ganga gæti farið
svo að ég drægi umsókn mína um
starf seðlabankastjóra til baka.
Varðandi faglegar ástæður sagði ég
m.a.: „Aðgerðin myndi fela í sér
veikingu á sjálfstæði og reisn Seðla-
bankans. Víða er ekki hægt að
skerða kjör seðlabankastjóra á ráðn-
ingartíma hans.“ Þetta endurtek ég
svo hvað eftir annað í öllum mál-
flutningi mínum í aðdraganda máls-
höfðunar og alla tíð síðan (sjá nánar
fylgiskjöl með þessari yfirlýsingu).
Má þar nefna tölvupósta til þáver-
andi formanns bankaráðs og til for-
sætisráðherra í júnímánuði 2009,
minnispunkta frá maí 2010 í tilefni af
fundi efnahags- og viðskiptanefndar
og yfirlýsingu mína frá 24. apríl 2013
vegna dóms Hæstaréttar. Efni
þeirrar yfirlýsingar virðist því miður
fara framhjá mörgum á sínum tíma.
Meðal annars þess vegna hefur verið
auðveldara að setja dómsmál mitt í
tortryggilegt samhengi og gera því
skóna að það hafi verið einfalt launa-
mál.
Í lokin get ég ekki á mér setið að
leiðrétta rangfærslu sem ég rakst á í
Staksteinum við skrif þessarar yfir-
lýsingar. Þar erum við Lára Júlíus-
dóttir, fyrrverandi formaður banka-
ráðs, titluð flokkssystkin. Það höfum
við hins vegar aldrei verið. Þegar ég
hætti stjórnmálaafskiptum á árinu
1994 var ég í Alþýðubandalaginu.
Lára var mér vitanlega aldrei þar
enda í Alþýðuflokknum, Þjóðvaka og
síðan í Samfylkingunni. Ég hef aldr-
ei starfað í neinum af þessum flokk-
um. Að vísu hafði ég á einhverjum
tíma spurnir af því að nafn mitt hafði
verið flutt úr Alþýðubandalaginu yf-
ir í þann flokk. En mér tókst að fá
það afskráð fyrir nokkrum árum.
Már Guðmundsson
Sjálfstæði Seðlabankans er ekki eftiráskýring
Skannaðu kóðann
til að lesa
Baldur Arnarson
Stefán Gunnar Sveinsson
Már Guðmundsson seðlabankastjóri
íhugar að endurgreiða Seðlabank-
anum þann kostnað sem hlaust af
málsókn hans gegn bankanum.
Morgunblaðið ræddi við hann eftir
blaðamannafund í Seðlabankanum.
– Gunnar Helgi Kristinsson, pró-
fessor í stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands, hefur gagnrýnt að Seðla-
bankinn skuli ekki hafa upplýst í
tveimur bréfum til fjármálaráðu-
neytisins að bankinn myndi greiða
kostnaðinn af málinu. Þá vill Ás-
mundur Einar Daðason þingmaður
láta rannsaka hvort hann hafi fengið
fullnægjandi svör við fyrirspurn
sinni um málið. Er rétt af þér að tala
um ómálefnalega umræðu?
„Ég var kannski ekki endilega að
tala um þetta. Það er náttúrlega ver-
ið að þyrla upp einhverju andrúms-
lofti. Þetta er ekki aðeins umræða,
heldur skopmyndir og allt þar á milli.
Eins og gert er í sumum þjóð-
félögum er reynt að æsa fólk upp áð-
ur en það er með rétta mynd af mál-
inu. Varðandi bréfin þá höfum við
svarað því. Ráðuneytið fékk réttar
upplýsingar. Það var spurt um hvaða
kostnaður hafði verið greiddur fram
að þeim tíma. Því var svarað og því
var rétt svarað. Síðan var spurt
hvort Már seðlabankastjóri myndi
endurgreiða þetta. Því var auðvitað
engin leið að svara. Auðvitað hefði
kannski átt að svara því. Það er ann-
að mál.
Það er rétt að hafa það í huga að
það er algjör regla, hjá ráðuneytum
og Seðlabankanum, að við svörum
þeim spurningum sem er spurt. Ef
við færum að svara spurningum sem
ekki er spurt þá endar það hvergi.“
Talið að svarið væri rétt
– Í framhaldi af þessu vaknar
spurning hvort það þurfi ekki að fara
betur yfir boðleiðir innan bankans.
Þú segir einmitt að höfundar bréfa
Seðlabankans gátu ekki svarað
þessu, en hefði ekki verið hægt að
spyrja þig áður en svarið var sent til
fjármálaráðuneytisins?
„Það var farið yfir það. Það var
talið, og að mínu viti réttilega, að
þetta væri eins rétt svar og hægt
væri að gefa á þeim tímapunkti, út
frá því sem spurt var um. Svo skul-
um við bíða eftir athugun; boðleiðir
innan bankans eru ansi stuttar og
góðar.“
– Kæmi til greina að greiða máls-
kostnaðinn til baka?
„Já, það kemur allt til greina í því.
Það fer náttúrlega eftir því hver nið-
urstaðan verður. Þetta snýst ekki
um peninginn. Þetta snýst um prin-
sippið. Og það getur vel verið, þótt
niðurstaðan sé sú að ég hafi gert allt
rétt og átt rétt á þessu, að þá muni
ég samt gera það. Ég vil fyrst fá
þetta á hreint enda hef ég engan
áhuga á því að gefa mönnum meira
fóður í sínar nornaveiðar heldur en
þarf. En það er ekki tímabært að
ræða þá spurningu núna.“
– Skömmu eftir að þú tekur við
embætti seðlabankastjóra nefnirðu í
viðtali við Morgunblaðið að þú viljir
eiga góð samskipti við fjölmiðla. Út
frá þeirri yfirlýsingu má lesa vilja til
að koma upplýsingum á framfæri.
Nú hafa ýmsir aðilar, til dæmis fyrr-
verandi fulltrúar í bankaráði, lýst yf-
ir óánægju með að þessar upplýs-
ingar skyldu ekki hafa verið á
almannavitorði, strax þegar þetta
var ákveðið fyrir áfrýjunina til
Hæstaréttar, 20. nóvember 2012.
Í ljósi allrar umræðunnar sem að
þessu snýr, telurðu að þú hefðir
hugsanlega átt að upplýsa almenn-
ing um að SÍ borgaði kostnaðinn?
„Já. Það var þó kannski ekki mitt
að gera það. Ég hafði ekki forræði á
þessu máli. Það er alveg hægt að
spyrja sig, átti að upplýsa almenn-
ing?“ segir Már.
Greiða oft hærri upphæðir
„Við erum oft að greiða allskonar
kostnað, stundum hærri upphæðir
en þetta. Við værum væntanlega að
senda tvær, þrjár fréttatilkynningar
á dag, ef allt væri tilgreint. Það kem-
ur alveg til greina. Það hefur bara
ekki verið hefðin í bankanum, þegar
svona mál eru. En það má vel vera að
það hefði átt að gera þetta með ýms-
um öðrum hætti. Ég get alveg tekið
undir það.
Þetta mál er klúður frá fyrsta
degi, frá þeim degi sem frumvarp um
kjararáð er lagt fram. Síðan hvernig
forsætisráðuneytið og bankaráðið
taka á málinu. Málið er ekki bara
klúður, þar er fullt af óheilindum. Og
við skulum skrifa þá sögu síðar,“ seg-
ir Már Guðmundsson.
Nóg sé komið af „nornaveiðum“
Seðlabankastjóri segir launadeilu hans „klúður frá fyrsta degi“ Greinir frá „óheilindum“ síðar
Útilokar ekki að endurgreiða Seðlabankanum kostnað vegna málsóknar hans gegn bankanum
Morgunblaðið/Kristinn
Á fundi bankaráðs í gær Frá vinstri, Már, Auður Hermannsdóttir, Ágúst
Ólafur Ágústsson, Ragnar Árnason og Ólöf Nordal, formaður ráðsins.
Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri segir að hann telji sig ekki
hafa brotið af sér í málskostn-
aðarmálinu. Ásakanir hangi hins
vegar í loftinu og reynt sé að
kynda undir ómálefnalegri um-
ræðu, sem sé mjög skaðleg fyrir
sig og Seðlabanka Íslands. Í því
ljósi beinir Már því til bankaráðs-
ins að það hlutist til um að hrað-
að verði eftir föngum þeim hluta
athugunar bankaráðsins sem snúi
að seðlabankastjóra, og að sem
fyrst verði skorið úr um hvort
ástæða sé til þess að ætla að Már
hafi gerst á einhvern hátt brot-
legur í þessu máli.
Þetta kemur fram í bréfi sem
Már afhenti bankaráði Seðla-
banka Íslands á fundi þess í gær
og sem hann las upp á blaða-
mannafundi sem boðað var til í
Seðlabankanum.
Sagði Már á fundinum að
bankaráðið myndi biðja um
stærri athugun á þessu máli.
Kom fram í máli hans að á fundi
bankaráðsins hefði mikið verið
lagt fram af gögnum, bæði frá
honum og öðrum, sem sneru að
öllum þáttum þessa máls. Már
hefði síðan vikið af fundi, sem
venja væri þegar rædd væru mál
sem tengdust honum. „Ég er að
leggja áherslu á það að minn
þáttur verði tekinn út úr og hon-
um hraðað, því að það er ekki
gott fyrir einn eða neinn að hafa
þessar ásakanir sem eru í sum-
um tilfellum óljósar og hangandi,
og fá úr því skorið, hvort þarna
er eitthvað sem teljist brotlegt,“
sagði Már ennfremur á fund-
inum.
Eftir að Már las upp yfirlýs-
ingu sína gaf hann fjölmiðlum
kost á viðtölum við sig. Í fréttum
RÚV í gærkvöld kom fram að
Már liti ekki á athugun banka-
ráðsins sem vantraust á sig. Jafn-
framt kom fram að hann hefði
ekki fundið fyrir neinu slíku van-
trausti á fundi bankaráðs.
Aðspurður sagði Már að
ákvörðun bankaráðsins myndi
ekki ráða úrslitum um það hvort
að hann hygðist sækja aftur um
starf seðlabankastjórans. Hann
hefði verið að velta því fyrir sér
hvort sem er. Niðurstaða athug-
unarinnar gæti hins vegar haft
þar áhrif á. sgs@mbl.is
Már vill hraða at-
hugun á sjálfum sér
Lagði fram gögn á fundi bankaráðs
Bankaráð Seðla-
banka Íslands
sendi tilkynn-
ingu til fjölmiðla
eftir fund ráðsins
síðdegis í gær, en
þar var launa-
deila Más Guð-
mundssonar
meðal umræðu-
efna. Orðrétt
sagði í tilkynn-
ingunni sem er dagsett í gær:
„Á fundi bankaráðs Seðlabanka
Íslands í dag, 13. mars 2014, var
ákveðið að fela Ríkisendurskoðun
að gera úttekt á greiðslum lög-
mannsreikninga bankastjóra Seðla-
banka Íslands vegna málaferla
hans við bankann. Reikningar þess-
ir voru greiddir af Seðlabankanum
frá lokum árs 2011 til miðs árs
2013. Er Ríkisendurskoðun jafn-
framt falið að kanna hvort farið
hafi verið að lögum og reglum við
meðferð málsins.
Bankaráð Seðlabanka Íslands
leggur áherslu á að skoðun þessa
máls verði vönduð og að málið
verði upplýst, enda verkefni banka-
ráðs að gæta þess að farið sé að lög-
um og reglum um bankann og
standa vörð um hagsmuni Seðla-
banka Íslands,“ segir í yfirlýsing-
unni sem er undirrituð af Ólöfu
Nordal, formanni ráðsins.
Ekki náðist í Ólöfu í gærkvöldi.
Núverandi bankaráð Seðlabank-
ans var kjörið á Alþingi 5. júlí 2013
og eru þar sjö aðalmenn.
Tryggt sé að farið sé að
lögum um Seðlabankann
Ólöf
Nordal
– Þú nefnir að það þurfi að kanna þátt fleiri aðila í málinu. Það má ætla
að Lára V. Júlíusdóttir, fv. formaður bankaráðs Seðlabankans, komi þar
við sögu. Koma þáverandi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, og
þáv. ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu þar einnig við sögu, í ljósi
þess að þú hefur vísað til samskipta við þessa aðila í viðtölum nýverið?
„Ég hef ekki hugmynd um það. Ég veit ekki hversu langt bankaráðið fer
með sína rannsókn. Ég tel það hins vegar frekar ólíklegt. Ef málið snýst
um það hvernig að því var staðið að bankinn tók ákvörðun um að greiða
þennan kostnað þá koma þeir aðilar sem hér eru nefndir ekki við sögu. Ef
það er spurning um að kafa ítarlega í forsögu alls þessa máls þá kann
það að vera. Þá væri það ekki til að rekja hvað er rétt eða rangt. Auðvitað
hefur bankaráðið ekkert um þau mál að segja. Það verður að koma í ljós.“
Gætu rannsakað þátt Jóhönnu
MÁR ÚTILOKAR EKKI AÐ FORSAGAN VERÐI KÖNNUÐ