Morgunblaðið - 14.03.2014, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.03.2014, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 „Það kemur ekki á óvart að yfir- færslan á öldrunarmálunum taki lengri tíma en til stóð, þetta er svo stór málaflokkur og skiljanlegt að sveitarfélögin vilji vanda sig og sýna varkárni,“ segir Jóna Val- gerður Kristjáns- dóttir, fyrrver- andi alþingis- maður og sveitarstjóri og nú formaður Landssambands eldri borgara. Hún segir félaga í sambandinu einkum setja þrjú málefni á oddinn við yfirfærsluna, en fulltrúar þess hafa setið í nefndum um yfirfærsl- una. „Við viljum breyta greiðslufyr- irkomulagi á hjúkrunarheimilum og snúa því við þannig að það sé ekki allt tekið af fólki og því skammtaðir vasapeningar, heldur borgi fólkið fyrir sig og haldi tiltekinni upphæð eftir. Við viljum ganga frá lífeyr- isskuldbindingum þannig að það verði gerðir samningar við hjúkr- unarheimilin vegna starfsmanna þeirra og við viljum samþætta heimaþjónustu og hjúkrun.“ Ekki alltaf ljóst hvað er hvað Varðandi síðasta atriðið segir Jóna Valgerður að um nokkurra ára skeið hafi samþætting heima- þjónustu og hjúkrunar verið á Ak- ureyri og Höfn, sem hafi gert samning við ríkið um að taka yfir öll öldrunarmál. „Það hefur verið mjög góð reynsla af þessu.“ Hvert er mat Landssambands eldri borgara á yfirfærslu þjónust- unnar til sveitarfélaganna? „Við er- um því hlynnt að málefni aldraðra færist algjörlega yfir til sveitar- félaga,“ segir Jóna Valgerður og segir að með því væri hægt að koma í veg fyrir ýmiss konar árekstra sem verða á milli þjón- ustuaðila í núverandi fyrirkomulagi. „T.d. heimaþjónusta og heima- hjúkrun; það er ekki alltaf ljóst hvað er hvað og þar verða stundum árekstrar. Þeir geta orðið til þess að fólki er vísað frá Heródesi til Pílatusar, enginn telur sig eiga að veita þjónustuna og fólk fær þannig ekki þá þjónustu sem það þarf á að halda.“ Að mati Jónu Valgerðar kæmi vel til greina að færa málaflokkinn yfir til sveitarfélaganna í áföngum. „Byrja t.d. á heimaþjónustu og heimahjúkrun, það er nærþjónusta og miklu eðlilegara að sveitar- félögin myndu sinna því. Svo gæti verið eitthvert annað form á rekstri hjúkrunarheimila, þótt ég telji að hvert sveitarfélag eigi að hafa yf- irstjórn á þeim rekstri hjá sér.“ Vanda sig og sýna varkárni  Landssamband eldri borgara er hlynnt yfirfærslunni  Myndi fyrirbyggja árekstra í þjónustu  Vilja breyta greiðslufyrirkomulagi á dvalarheimilum Morgunblaðið/Golli Á sólskinsstundu Landssamband eldri borgara leggur áherslu á þrjú málefni varðandi yfirfærsluna. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir  Í september á síðasta ári voru alls 3.693 hjúkrunar-, dvalar- og dag- dvalarrými fyrir aldrað fólk á land- inu öllu. Misjafnt er hvort heimilin eru rekin af hinu opinbera eða af sjálfstæðum aðilum. Meirihlutinn, 2.432 rými, er hjúkr- unarrými, 439 eru dagrými og 674 eru dagdvalarrými. 148 eru svoköll- uð önnur rými. Flest eru á höfuð- borgarsvæðinu, þar er heildarfjöldi rýma 2.020 og þar er Hrafnista í Reykjavík og Hafnarfirði langstærst með 507 rými samtals. Önnur stór hjúkrunar- og dvalarheimili eru Grund með 199 rými, Eir með 197 og Skjól og Mörk með 110 hvort um sig. Utan höfuðborgarsvæðisins er Öldrunarheimili Akureyrar lang- stærst með 220 rými. Sum sveitarfélög leigja út þjón- ustuíbúðir til aldraðra sem þurfa meiri þjónustu en hægt er að fá í heimahúsum, án þess að þurfa á dvöl á dvalar- eða hjúkrunarheimili að halda. Í flestum stærri sveitarfélögum er möguleiki á dagdvöl fyrir aldraða, en það er tímabundið stuðnings- úrræði fyrir aldraða í heimahúsum. Þar er boðið upp á ýmsa aðstoð og veitt hjúkrunar- og læknisþjónusta. Mörg stærri sveitarfélög starf- rækja félagsstarf fyrir aldraða. Markmið þess er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun. Þá bjóða flest sveitarfélög upp á heimahjúkrun aldraðra, þar sem þeim er gert unnt að búa heima við sem eðlilegar aðstæður, þrátt fyrir heilsubrest. Morgunblaðið/Ásdís Umönnun aldraðra Á fjórða þúsund dvalarrými eru fyrir aldraða víða um land. Öldrunarþjónusta er fjölþætt, enda þarfirnar mismunandi Undanfarin ár hefur verið unnið að yfirfærslu öldrunarþjónustu frá ríki til sveitarfélaga, hún hefur frestast nokkrum sinnum og óvíst er hvenær af henni verður. Þessi tilfærsla hefur nokkra sérstöðu miðað við aðra málaflokka sem hafa verið færðir á milli þessara tveggja stjórnsýslustiga, því sveitarfélögin annast nú þegar veigamikinn hluta öldrunarþjónustunnar, en ríkið fer gjarnan með yfirstjórn og fjármögnun. ÖLDRUNARÞJÓNUSTA  Tryggja öldruðum góða þjónustu og auka möguleika til að laga hana að þörfum hvers og eins.  Tryggja að eitt stjórnsýslustig beri ábyrgð á þjónustu við aldraða, bæta samhæfingu og fækka „gráum svæð- um“ í þjónustunni.  Stuðla að samþættingu nærþjón- ustu við íbúa sveitarfélaga.  Efla félagsþjónustu sveitarfélaga.  Styrkja sveitarstjórnarstigið.  Einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Morgunblaðið/Arnaldur Meginmarkmið tilfærslu öldrunarmála  Ein af ástæðunum fyrir því að yfir- færslu málefna aldraðra frá ríki til sveitarfélaga var frestað var að ákveðið var að gera fyrst úttekt á því hvernig til tókst með yfirfærslu mál- efna fatlaðs fólks. Flutningur öldrunarþjónustu er tal- inn vera rökrétt framhald flutnings þjónustu við fatlað fólk árið 2011 og mikilvægt þótti að draga lærdóm af því ferli, þótt öldrunarþjónusta sé talsvert stærri málaflokkur. T.d. þarf að gera umfangsmiklar lagabreyt- ingar í tengslum við yfirfærsluna. Vildu fyrst gera úttekt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.