Morgunblaðið - 14.03.2014, Page 29

Morgunblaðið - 14.03.2014, Page 29
29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 Gengið á vatni Veðrið hefur verið umhleypingasamt undanfarið, frost og hlýindi hafa gengið yfir landið á víxl á suðvesturhorni landsins, engu var líkara en að mannverurnar gengju á vatni. RAX Á vorráðstefnu Viðskiptafræði- stofnunar Háskóla Ís- lands í dag, föstudag- inn 14. mars, kl. 11.30 til 12.00 í stofu 102 í Gimli ræði ég um við- skiptasiðferði og bankahrunið. Ég reifa þá kenningu heilags Tómasar af Akvínó og fleiri heimspekinga, að menn megi ekki í við- skiptum nýta sér skyndilega og ófyr- irsjáanlega einokunaraðstöðu til að setja öðrum afarkosti. Þetta hafi hins vegar sums staðar verið gert, þegar bankarnir íslensku féllu haustið 2008. Sænski seðlabankinn og hinn enski opnuðu lánalínur til íslenskra fjármálafyrirtækja eftir hrun, svo að þau neyddust ekki til að selja eignir í skyndi. Norski seðlabankinn neitaði hins vegar að opna slíka lánalínu til Glitnir Bank ASA í Noregi, heldur vísaði honum til Tryggingarsjóðs innstæðueigenda þar í landi. Sjóð- urinn veitti Glitnir Bank ASA lána- línu í nokkra daga, en lagði áherslu á, að bankinn yrði seldur á því tíma- bili. Stjórn sjóðsins kom saman 19. október og samþykkti að mæla með því, að samtök sparisjóða undir for- ystu Finns Haugans keyptu bank- ann fyrir 300 milljónir norskra króna eða 5,6 milljarða íslenskra króna (miðað við gengi 2014). Haug- an boðaði forföll vegna vanhæfis, en hann var einmitt formaður stjórnar sjóðsins. Nokkrum mánuðum síðar var bankinn metinn á tvo milljarða norskra króna í bókum kaupenda. Þeir höfðu grætt 1,7 milljarða norskra króna eða 32 milljarða íslenskra króna á nokkrum mán- uðum. Ekki er að furða, að Finn Haugan fékk 540 þúsund norskra króna kaup- auka fyrir góða frammistöðu árið 2008, rúmar tíu milljónir ís- lenskra króna. Mælt er, að trygg- ingarsjóðurinn hafi sagt hinum íslensku seljendum, að lánalínan myndi aðeins gilda í nokkra daga. En eftir að bankinn var kominn í norskar hendur var hún framlengd í nokkrar vikur. Ég spurði fulltrúa tryggingarsjóðsins um þetta, en hún kannaðist ekki við nein slík skilaboð. Einnig er mælt, að hugsanlegum kaupendum hafi verið sagt, að þeir yrðu að leggja fram háar tryggingar. Fulltrúi sjóðsins kannast ekki heldur við þau skilaboð. Hvorugt kemur þetta held- ur fram í skýrslu um söluna, sem sjóðurinn tók saman í árslok 2009. En hvers vegna gat norski seðla- bankinn ekki opnað lánalínu til bankans? Hvers vegna lá svo á að selja hann? Glitnir Securities í Noregi var líka selt strax eftir hrun. Hópur starfs- manna keypti fyrirtækið 12. október 2008 fyrir 50 milljónir norskra króna. Viku síðar seldu þeir helm- ingshlut í því til RS Platou fyrir sömu upphæð, 50 milljónir norskra króna, 941 milljón íslenskra króna. Þeir höfðu með öðrum orðum eign- ast 50 milljón króna hlut á einni viku fyrir ekki neitt. Hæg voru heimatök, því að RS Platou var með skrifstofu á hæðinni fyrir ofan Glitnir Sec- urities í Haakon VII’s gate í Osló. Þekktust starfsmenn fyrirtækjanna tveggja vel. Strax eftir fall Glitnis á Íslandi lagði finnska fjármálaeftirlitið að sögn ofuráherslu á, að Glitnir Pankki Oy þar í landi yrði seldur. Starfsmenn eftirlitsins hafa ekki svarað skriflegum fyrirspurnum mínum, svo að ég hef ekki fengið það staðfest. Hópur starfsmanna keypti bankann 14. október á þrjú þúsund evrur. Í árslok 2008 var bókfært eig- ið fé bankans 43 milljónir evra eða 6,7 milljarðar íslenskra króna. Árið 2013 var bankinn síðan seldur sam- vinnubankanum finnska, S-Pankki, fyrir 200 milljónir evra eða 31,2 milljarða íslenskra króna. Reikna má tapið af þessum þrem- ur furðulegu gerningum á ýmsan hátt. Til dæmis má reikna með verð- inu, sem fyrirtækin voru metin á skömmu eftir söluna, í ársbyrjun 2009. Þá var Glitnir Bank ASA virði 32 milljarða íslenskra króna meira en greitt hafði verið fyrir hann. Glitnir Securities var virði 941 millj- ónar króna meira en greitt hafði ver- ið fyrir hann. Og Glitnir Pankki Oy var bókfærður á 6,7 milljarða ís- lenskra króna meira en greitt hafði verið fyrir hann. Heildartjónið af skyndiútsölunni miðað við þetta var þá um 40 milljarðar íslenskra króna. En þetta mætti líka meta miðað við verðþróunina síðan og miða þá við, að Glitnir Pankki Oy var seldur 2013 fyrir fjórfalt það verð, sem hann var metinn á í ársbyrjun 2009. Setjum svo, að norsku fyrirtækin tvö hefðu hækkað svipað hlutfallslega í verði. Þá hefði hugsanlega verið hægt að fá fyrir þau um 130 millj- arða íslenskra króna meira en gert var. Samtals hefði þá verið hægt að selja þessar þrjár eignir á 160 millj- arða króna. Lægsta mat er 40 millj- arðar króna, sem þessar eignir voru sannanlega virði í ársbyrjun 2009. Hæsta mat kann að vera um 160 milljarðar, en meðaltalið af þessu tvennu er hundrað milljarðar. Norskir og finnskir aðilar nýttu sér tímabundna neyð íslensku bank- anna til að hirða af þeim eignir á smánarverði. Eins og ég lýsi betur í fyrirlestri mínum er þetta siðferði- lega rangt í skilningi heilags Tóm- asar af Akvínó og fleiri heimspek- inga. Það er síðan sjálfstætt úrlausnarefni, hvort kaupendur hafa fengið aðstoð norskra og finnskra stjórnvalda, sem hafi þá látið þjóð- ernisviðhorf ráða frekar en réttlæt- issjónarmið. Eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson »Norskir og finnskir aðilar nýttu sér tímabundna neyð ís- lensku bankanna til að hirða af þeim eignir á smánarverði. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Höfundur sat í bankaráði Seðlabank- ans 2001-2009. Töpuðu Íslendingar hundrað milljörðum á skyndisölu þriggja Glitniseigna? Ljósmynd/J. P. Fagerback. Í þessu húsi í Osló störfuðu starfsmenn Glitnir Securities á næstu hæð fyrir neðan RS Platou.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.