Morgunblaðið - 14.03.2014, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 14.03.2014, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár Tapashúsið | Ægisgarður 2, 101 Reykjavík | info@tapashusið.is TAPASHÚSID BORDPANTANIR Í SÍMA 512-8181 2 FYRIR 1 Á MÁNUDÖGUM OG RIÐJUDÖGUM AF TÍVOLÍ MATSEÐLI GLÆSILEGUR NÝR MATSEÐILL LIFANDI TÓNLIST UM H ELGAR Í haust sem leið var ég oft í Litháen. Þá kom oft fyrir að græna ljósið virkaði ekki á gatnamótum þar sem lögreglan með blikk- andi ljós greiddi leið Mercedes Benz- bílalestar sem ekki hafði tíma til að bíða eins og við hin. Hin nýja stétt embættis- manna ESB, sem hvorki borgar skatt né hlítir almennum reglum, var sem sé mætt þar eð Litháen var í forsæti ESB. – Litháar þekkja fyrirbærið frá fyrri tíð. Þegar nó- menklatúran, hin nýja stétt, emb- ættismenn kommúnistaflokksins, var og hét höfðu þeir þennan hátt- inn á. Margir íslenskir stjórnmála- og embættismenn, og viðsemjendur fyrir okkar hönd, sofna og vakna með mynd í huganum þar sem þeir máta sig við þessa valdastóla. Við Svartstakkar erum ekki ginn- keyptir fyrir því sem við blasir, ekki frekar en Icesave-skuldinni. Fátækleg rök aðildarsinna Ég hef oftsinnis beðið aðildar- sinna um að rekja rök sín fyrir að- ild að ESB. Þetta hef ég bæði gert hér í blaðinu og á öðrum vettvangi. Vissulega eru það tæk rök að taka upp evru og þeim þarf að svara. Að öðru leyti fer lítið fyrir rökstuðn- ingi. Á fundi í Valhöll þar sem Þor- steinn Pálsson sat fyrir svörum gaf hann hreint ekki færi á að andstæð- ingar aðildar spyrðu margs. Sjálfur talaði hann mest um mögu- leika á styrkjum til Ís- lands og umbætur á kerfum í tollinum. Árni Þórðarson í Mar- el sagði mér að heim- urinn væri að skiptast upp í blokkir og við gætum ekki staðið þar fyrir utan. Svo eru auðvitað vandræðalegu rökin um að verða þjóð meðal þjóða, vera ekki með þjóðrembing og fleiri aularök af sama toga. Spurningum svarað Loksins birtast svör við flestum spurningum sem mestu skipta nú í skýrslu utanríkisráðherra um aðild- arviðræður við Evrópusambandið. Samanburður á hagvexti í Evrópu- sambandinu og Íslandi telst þannig langt í frá að vera aðild til fram- dráttar. Flestir myndu líklega telja hagvöxt, og þar með lífskjarabata, mikilvægari en verðbólgutölur. Reyndar hefur fyrrverandi formað- ur Rafiðnaðarsambandsins, merki- legt nokk (líkt og Friedman), talað á öndverðum nótum. Um evruna Nú liggur fyrir, svart á hvítu, sem vitað var að ekki er samasem- merki milli vaxta, og annarra láns- kjara, og myntar. Enda eru lægri vextir á lánum í lítum en í evrum í Litháen og margfaldur munur á vöxtum á evrulánum milli landa svo tvö dæmi af mörgum séu tekin. Þá hefur evran ekki áhrif til bóta á framleiðni. Lönd á borð við Kína hafa verið að minnka vægi evru mikið í gjaldeyrisforða sínum. Þörf er á að fjalla miklu betur um þenn- an þátt, t.d. verðlagningu útflutn- ings Íslands eftir myntum og hversu vel eða illa evran gæti hent- að Íslandi. Kostnaður af aðild Fyrir liggur og um það er enginn ágreiningur að framlög Íslands til ESB verða langt umfram fengna styrki. Þá er því spáð að samkeppn- isstaða Evrópu muni fara versn- andi. Við getum sjálfir gert þær umbætur í landbúnaði sem við kær- um okkur um. Fátt er meira gagn- rýnt í Evrópu en landbún- aðarstefnan og tilheyrandi sukk. Það þarf að gera í samráði við bændur og að teknu tilliti til mat- vælaöryggis Íslands. Hagsmunir Haga hf. skipta engu máli í því sambandi, heldur hagsmunir neyt- enda. Enda hljóta Hagar hf. að vera að gæta eigin hagsmuna, ekki okkar neytenda. – Það kann að vera að fáein stór iðnfyrirtæki, svo sem Marel, hafi hag af aðild að ESB. Þeir hagsmunir hljóta að verða metnir og léttvægnir fundnir sam- anborið við hagsmuni Íslands af yf- irráðum yfir auðlindum sínum. Aðildarferli í fjögur ár að baki Ég hef atvinnu af samningsgerð og hef lengi haft. Ég hef aldrei nokkurn tíma, aldrei, kynnst samn- ingsgerð þar sem ekki er hafist handa við þau atriði þar sem mest bar á milli. Hvað í ósköpunum ætli hafi valdið því að ekki var byrjað á fiskveiðunum þar sem komið hefði strax í ljós hvort krafan um full og óskoruð yfirráð Íslands næði fram? Hvað var samninganefndin eig- inlega að hugsa? Svör óskast. Enn um aðild að ESB Eftir Einar S. Hálfdánarson » Samanburður á hag- vexti í Evrópusam- bandinu og Íslandi telst þannig langt í frá að vera aðild til fram- dráttar. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er löggiltur endurskoðandi og hæstaréttarlögmaður. Í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins 13. mars 2014 var þeirri fyrirspurn beint til ríkisskattstjóra hvað embættið hefði í hyggju að gera varð- andi greiðslu Seðla- banka Íslands á máls- kostnaði bankastjóra. Fram kemur hjá bréf- ritara að hann telji sjálfur hafið yfir vafa að um sé að ræða skattskyldar greiðslur og tek- ur fyrirspurnin mið af því. Af þessu tilefni vill ríkisskattstjóri taka fram að um hlunnindi og skatt- skyldu einstakra greiðslna gilda ákvæði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 90/ 2003, um tekjuskatt. Um þau atriði sem bréfritari spyr um hefur emb- ættið þegar tjáð sig opinberlega bæði í Morgunblaðinu og víðar. Í til- vitnuðu tölublaði er einnig fjallað um mögulega skattskyldu á greiðslum af þessu tagi af fræðimanni í skatta- rétti þar sem reifuð eru helstu álita- mál. Í þessu samhengi skiptir meg- inmáli hvort greiðsla launagreið- anda og ákvörðun um greiðsluna teljist vera í þágu launagreiðandans sjálfs vegna hagsmuna sem hann hefði af slíku, eða ekki. Þannig skap- ast um leið álitamál hvort greiðslur af þessu tagi teljist vera beinn rekstrarkostnaður í skilningi 31. gr. tilvitnaðra laga þegar skattskyldur lögaðili á í hlut. Sé komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé um rekstrar- kostnað að ræða og frádráttur greiðslunnar frá tekjum byggist því ekki á rekstrarkostnaðarhugtaki til- vitnaðrar 31. gr. reynir á hvort og með hvaða hætti skattskylda skap- ast vegna slíkra greiðslna. Kemur þá venjulega tvennt til álita: Að fella niður frádrátt frá skattskyldum tekjum launagreiðandans eða bæta greiðslu útlagðs kostnaðar við laun og líta á greiðsluna sem hlunnindi og ákvarða skatt á þeim grunni. Þegar launagreiðandi telst undanþeginn skattskyldu tekjuskatts samkv. 4. gr. tilvitnaðra laga eiga önnur sjón- armið við að hluta. Þar kemur m.a. til skoðunar hvort Ríkisendur- skoðun telji að um sé að ræða kostnað sem falla skuli undir ákvæði laga um fjárreiður ríkisins, þ.e. að út- gjöldin teljist vera kostnaður sem t.a.m. ríkissjóður eigi að bera. Kom- ist þar til bær yfirvöld að þeirri nið- urstöðu að kostnaður vegna starfs- manns séu ekki lögmæt ríkisútgjöld blasir við að greiðslan verður þá endurkræf enda ekki um rekstrar- gjöld hjá ríkissjóði að ræða. Fellur þá hugmynd um skattlagningu sjálf- krafa niður þar sem greiðslan hlýtur þá að hafa gengið til baka. Ríkisskattstjóri hefur ekki stöðu að lögum til að tjá sig opinberlega um málefni einstakra skattaðila og mun því ekki gera það enda standa ekki lög til þess að ákvörðun um skattlagningu einstakra manna eða lögaðila verði ákveðin opinberlega af embættinu. Því er ekki heimilt að upplýsa fyrirspyrjanda um fyrirætl- anir embættisins í einstökum mál- um. Svar ríkisskatt- stjóra við opnu bréfi Eftir Skúla Eggert Þórðarson Skúli Eggert Þórðarson »… að kostnaður vegna starfsmanns séu ekki lögmæt ríkisút- gjöld blasir við að greiðslan verður þá end- urkræf enda ekki um rekstrargjöld hjá rík- issjóði að ræða Höfundur er ríkisskattstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.