Morgunblaðið - 14.03.2014, Side 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014
Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • brynja@brynja.is
VÉLAR OG TÆKI FRÁ
FARTOOLS
Opið
virka
daga
frá 9
-18
lau f
rá 10
-16
Veltisög
1800w
kr. 109.700
Borðsög 1200w
kr. 38.700
Laser
fjarlægðarmælir
kr. 6.980
Borabrýni
f. 3-10mm bora
kr. 9.270
Rennibekkur
kr. 65.500
Vinkildrif
kr. 3.690
Titillinn á þessum
pistli mínum er sá
sami og birtist í grein
Morgunblaðsins 18.
febr. sl. þar sem var
viðtal við Pétur Ár-
mannsson, arkitekt og
sviðsstjóra hjá Minja-
stofnun Íslands, þar
sem hann telur að
sundlaugin sem er inn-
an við bæinn Seljavelli
undir Eyjafjöllum þurfi á andlits-
lyftingu að halda. Mig langar að
hnykkja aðeins á því sem þar kem-
ur fram. Um er að ræða sundlaug
sem upprunalega var byggð 1923 af
Ungmennafélaginu Eyfellingi undir
forystu Björns Andréssonar í
Berjanesi. Þetta var í árdaga bíla-
aldar á Íslandi, allar helstu ár
óbrúaðar og því ekki önnur tæki en
hestvagnar til efnisflutninga. Ég
held meira að segja að öllu efni hafi
verið skipað upp í sandinn sunnan
sveitarinnar og síðan flutt á hestum
á staðinn. Það má því ljóst vera að
mikill hugur hefur verið í Austur-
Eyfellingum eins og sveitin hét á
þeim tíma. Eins og sést á mynd
með greininni er þetta ekki bara
stórmerkilegt að hafa komið þessu í
kring með þeim tækjum og tólum
sem þá voru fyrir hendi heldur er
staðsetning og uppbygging laugar-
innar sennilega einsdæmi enda
kemur fram í viðtalinu við Pétur að
þegar hann sýni myndir af þessu
mannvirki erlendis þá veki það
mikinn áhuga og athygli. Ekki er
ég hissa á því þar sem um er að
ræða mannvirki sem er lengst inni
í gili fyrir innan bæinn Seljavelli á
bökkum Laugaár sem á rætur í
Eyjafjallajökli. Það er þannig að
þrír veggir eru steyptir, síðan er sá
fjórði fjallið sjálft. Laugin er svo
vel falin að maður sér hana ekki
fyrr en maður er
næstum alveg kominn
að henni. Það má ljóst
vera að þarna streym-
ir heitt vatn sjálfkrafa
upp á yfirborðið og
mér þykir líklegt að
upprunalega hafi það
komið beint út úr
berginu þó svo nú sé
það leitt úr lind sunn-
an laugar. Aðstæður
eru þannig að heilmik-
ill grænþörungagróður
er í lauginni. Botninn
er alltaf sleipur og ekkert við því
að segja. Gerir það kannski ennþá
heilsusamlegra að baða sig þar.
Með tilkomu laugarinnar var tekin
upp sundkennsla í báðum sveitun-
um Austur- og Vestur-Eyjafjalla-
hreppi 1927.
Þó svo ég geti kannski ekki talið
mig Eyfelling finnst mér að ég eigi
ansi djúpar rætur á þessum slóð-
um. Móðir mín var frá Stóru-Mörk
og sjálfur dvaldi ég þar sumarlangt
hjá mínu fólki í gegnum allan minn
uppvöxt. Um er að ræða einn af
vestustu bæjunum undir Fjöllum.
Tel mig því þokkalega kunnugan á
þessum slóðum. Ekki man ég ná-
kvæmlega hvenær ég synti fyrst í
lauginni en hygg að það hafi verið
á árunum í kringum 1960. Ég þyk-
ist muna að búningsaðstaðan við
laugina hafi aldrei verið upp á
marga fiska en maður lét sig þó
hafa það. Ekki get ég munað eftir
að þar hafi verið neitt klósett. Síð-
an gerist það að byggð er ný laug
með tjaldstæði rétt við bæinn
Seljavelli sem stendur talsvert
sunnar. Það var mjög þarft fram-
tak sem var mikið notað, alla vega í
byrjun. En því miður þá hefur
þessu öllu nú verið lokað. Hvað þar
býr að baki er mér ekki ljóst.
Í Eyjafjallajökulsgosinu vorið
2010 fylltist laugin af ösku. Fljót-
lega eftir að gosinu lauk átti ég er-
indi á þessar slóðir og kom m.a. að
bænum á Seljavöllum. Það var
ófögur sjón sem blasti við manni
þar. Sennilega 10 cm þykkt öskulag
jafnt yfir öllu. Það skyldi því engan
undra að laugin skyldi fyllast. En
öll él styttir upp um síðir og engin
nótt er svo dimm að ekki fylgi dag-
ur eftir því fljótlega eftir að gosinu
lauk var allri ösku mokað upp úr
lauginni. Mínar væntingar voru líka
þær að búningsaðstaðan hefði verið
lagfærð samtímis.
Þá kem ég loks að því sem mér
býr raunverulega í brjósti. Þannig
var að um miðjan ágúst í fyrra
héldum við ættarmót, afkomendur
ábúenda í austurbænum í Stóru-
Mörk sem þar bjuggu á fyrri hluta
síðustu aldar. Eitt af því sem var á
dagskránni var að fá sér sund-
sprett í gömlu lauginni innan við
Seljavelli. Dálítill spotti er frá bíla-
stæðinu og inn að lauginni. Þarna
var stöðugur straumur af fólki, að
mér fannst mest erlendir ferða-
menn. Ég sá fljótt að laugin hafði
mjög svipað yfirbragð og hún hafði
fyrir gosið. Síðan opna ég dyrnar á
búningsklefanum og þá blasti við
mér ófögur sjón. Bleyta og drulla
um allt gólf og meira að segja hafði
einhver skilið eftir sig nærfötin
sem voru að sjálfsögðu grútdrullug
á gólfinu. Við vorum svo heppin að
veður var gott og því ekkert mál að
vefja utan um sig handklæði meðan
farið var í sundfötin. Síðan heyrði
ég frá einum í hópnum að einhver
hafði gengið örna sinna á bak við
búningklefana, geðslegt eða hitt þó
heldur. Auðvitað á þetta ekki að
vera svona. En hverjum er um að
kenna? Ég held að við værum litlu
bættari þó við fyndum einhverja
sökudólga, þeir eru vafalaust marg-
ir. Vonandi eru allir mér sammála
um að svona á þetta ekki að vera.
Það gengur ekki að bjóða fólki upp
á slíkt. Tekjur Íslendinga af erlend-
um ferðamönnum skipta milljörðum
á ári og einhver er virðisaukinn.
Þess vegna gengur ekki að segja
mér að það vanti peninga. Að það
sé ekki einu sinni boðið upp á að
fólk geti gengið örna sinna er ekki
hægt. Ég gæti talið upp marga
staði sem fjöldi fólks sækir í þar
sem slíkt þarfaþing er ekki til stað-
ar.
Seljavallalaug þarfnast viðhalds
Eftir Leif Þor-
steinsson » Að það sé ekki einu
sinni boðið upp á að
fólk geti gengið örna
sinna er ekki hægt.
Leifur Þorsteinsson
Höfundur er náttúrufræðingur og
hefur verið fararstjóri í ferðum
Ferðafélags Íslands um árabil bæði í
byggð og óbyggð.
Nýlega birtist að-
send grein í Morg-
unblaðinu frá Að-
alsteini Ingólfssyni
listfræðingi þar sem
hann ræddi um fram-
lag Íslands til Fen-
eyjatvíæringsins árið
2015. Þar komu fram
punktar sem eiga rétt
á sér í umræðunni,
enda er þetta í fyrsta
sinn sem Ísland velur „innfluttan“
listamann til að sýna á þessum svo-
kölluðu ólympíuleikum myndlist-
arinnar.
Marga undraði valið þegar KÍM
tilkynnti að tillaga svissneska lista-
mannins Christophs Büchels og sýn-
ingarstjórans, Nínu Magnúsdóttur,
hefði verið valin sem framlag Ís-
lands. Helst vegna þess að listamað-
urinn er ekki íslenskur og þótti jafn-
vel taka frá íslenskum listamönnum
tækifæri sem sjaldan býðst. Það er
þó mikilvægt að taka fram að í fyrsta
sinn höfðu allir möguleika á að
leggja fram tillögur því nú var opnað
fyrir sýningartillögur ólíkt því sem
áður var. Að velta upp spurningum
um þjóðerni í þessu samhengi kem-
ur ekki á óvart. Spurningin hefur
snúist um hvort um sé að ræða fram-
lag Íslands – eða íslenskt framlag til
Tvíæringsins og vangaveltur um
hvað þetta „íslenska“ þarf að upp-
fylla. Það var þó ekki sú umræða
sem kom á óvart í pistli Aðalsteins
heldur þau orð sem hann hafði um
framlag sýningarstjórans.
Orðasambandið „eiginkona lista-
mannsins“ á sér nokkuð langa og at-
hyglisverða sögu í listsögulegu sam-
hengi. En eitt af hlutverkum list-
fræðinnar hefur verið að umrita
rangfærslur skrifaðar frá sjónarhóli
hins hvíta, „eurocentric“, miðaldra
karlmanns. Í greininni segir Aðal-
steinn að eiginkona Büchels hafi
„komið með í kaupunum“ þegar til-
lagan var valin. Hann leyfir sér að
efast um faglega getu sýningarstjór-
ans vegna hjúskapartengsla teym-
isins. Líkt og hann segir: „Enn-
fremur má setja spurningarmerki
við þá ákvörðun að fela eiginkonu
listamannsins stjórn sýningarinnar.
Sem fulltrúi miðstöðvarinnar þarf
hann væntanlega að taka sjálf-
stæðar stjórnunarlegar og fjárhags-
legar ákvarðanir í Feneyjum. Hjú-
skapartengsl geta hugsanlega
dregið úr sjálfstæði sýningarstjór-
ans gagnvart sýningarframkvæmd-
inni.“ Klisjulegar og forneskjulegar
lýsingar hins kvenlæga eðlis koma
hér upp á yfirborðið sem vert er að
huga að og ég leyfi mér að efast um
að slíkt orðalag væri notað ef kynja-
hlutverkum væri öfugt farið. Nína
Magnúsdóttir er sýningarstjóri og
jafnframt hugmyndasmiður verk-
efnisins í samvinnu við listamanninn.
Hún kemur að mótun sýningarinnar
og er skrifuð fyrir tillögunni allt frá
upphafi. Með því að líta á sýningar-
stjórann sem einhvers konar 2 fyrir
1-tilboð – „þú greiðir fyrir dýrari
vöruna og færð ódýrari fría með-
módelið“, dettur hann jafnframt í
þann pytt að líta alfarið framhjá
framlagi hans í stærra samhengi.
Mig undrar að fagaðilar líti hér al-
farið framhjá framlagi sýningar-
stjóra sem fullgilds að-
ila til
sýningarverkefnis.
Hvað svo sem hinn „að-
flutti“ listamaður hefur
áður gert í íslensku
myndlistarumhverfi
gæti frá öðrum sjón-
arhóli litið verið málinu
óviðkomandi. Ef sýn-
ingarstjórinn er tekinn
sem fullgildur í þessum
2 fyrir 1-pakka – getum
við ekki litið á það sem
svo að hér sé íslenskur
sýningarstjóri að vinna
með myndlistarmanni óháð bak-
grunni? Nína á að baki fjölbreyttan
feril og hefur verið virkur þátttak-
andi í íslensku myndlistarlífi og upp-
byggingu þess umhverfis sem drífur
samtímalist á Íslandi. Segja má að
það sem einkennt hafi störf hennar
sé að hugsa íslenska myndlist ekki
sem afmarkaða af lóðarmörkum
landsteinanna – heldur leitað leiða
til að efla þátttöku í alþjóðlegu sen-
unni. Það kemur því ekki á óvart að
hún velji sér að vinna með alþjóð-
legum myndlistarmanni þegar kem-
ur að Tvíæringnum.
Feneyjatvíæringurinn hefur verið
nokkuð samofinn evrópskri menn-
ingar- og pólitískri sögu. Sem dæmi
hafa ýmsir listamenn sem komið
hafa fram fyrir hönd Þýskalands
kallað eftir því að gera hið afmark-
aða rimlabúr þjóðarskálans að hlut-
lausu rými. Má þar nefna Joseph
Beuys (1976), Hans Haacke (1993)
og Gregor Schneider (2001) sem allir
hafa leitað leiða við að afmá eða um-
breyta vísunum í þjóðernishyggju
með tilliti til sögu Þýskalands.
Mætti bæta við að árið 1993 var suð-
urkóreska listamanninum Nam-
June Paik boðið að deila þýska skál-
anum með Hans Haacke. Einnig er
vert á að benda á þá sögulegu stað-
reynd að undanfarin ár hefur sýn-
ingarstjórum verið boðið að móta þá
sýningu sem fyrir sjónir ber sem
framlag þjóða. Til að mynda var
þýski sýningarstjórinn Nicolaus
Schafhausen valinn til að stjórna
þýska skálanum bæði árin 2007 og
2009, en í seinna skiptið valdi hann
að starfa í samvinnu við breska lista-
manninn Liam Gillick. Með þessu á
sér stað viss yfirlýsing af hálfu þjóð-
arinar til alþjóðaumhverfisins um að
við tilheyrum heimsmynd óháð
landamærum.
Umræða um þjóðerni er mikil-
væg. Fjölmenningarstefnan er talin
vera að líða undir lok sem viss afleið-
ing fjármálakreppunnar ef marka
má þá and-innflytjendabylgju sem
tröllríður nú Evrópu. Ísland er ekki
undanskilið þessari umræðu og
þjóðernislega orðræðu er að finna
víða í pólitísku og menningar-
pólitísku umhverfi okkar.
Ég hampa framlagi Íslands til
næsta Feneyjatvíærings þótt ekki sé
um hreinræktaða „íslenska“ afurð
að ræða.
Framlag Íslands
= íslenskt framlag?
Eftir Kristínu
Dagmar
Jóhannesdóttur
» Orðasambandið „eig-
inkona listamanns-
ins“ á sér nokkuð langa
og athyglisverða sögu í
listsögulegu samhengi.
Kristín Dagmar
Jóhannesdóttir
Höfundur er listfræðingur og sýning-
arstjóri.
...alveg með’etta
Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga
mbl.is
alltaf - allstaðar