Morgunblaðið - 14.03.2014, Page 33

Morgunblaðið - 14.03.2014, Page 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 Endurnýjanlegar orkulindir Íslend- inga, vatnsorkan og jarðhitinn, eru mikl- ar að vöxtum og hlutfallslega meiri en annarra þjóða. Verð- mæti þeirra er mikið og fer vaxandi á tím- um aukinnar orkueft- irspurnar um allan heim. Orkulindirnar eru í eðli sínu takmarkaðar og við höfum þegar virkjað vatnsorku og jarðhita til rafmagnsframleiðslu sem svarar til um 2400 MW. Enn er óvirkjað tæknilega nýtanlegt afl þessara orkugjafa allt að 5000 MW samkvæmt gögn- um Rammaáætlunar. Vegna náttúruverndarsjónarmiða eru þó ekki líkur á að virkjaður verði nema hluti þessarar orku, enda ekki samstaða í þjóðfélaginu um nýtingu orkulindanna. Allstór hóp- ur er andvígur því að virkjaður verði nema lítill hluti, ef nokkuð, af óvirkjuðu afli, telur óspillta náttúru meira virði en orkuna. Líklegt er þó að meirihluti þjóð- arinnar telji skynsamlegt að virkja jafnvel allt að 50% af hinu óvirkj- aða afli (2400 MW), að því gefnu þó að ekki verði gengið of nærri náttúrunni. Andstæð sjónarmið Þarna takast á andstæð sjón- armið sem mikilvægt er að sætta. Þjóðin vill að sjálfsögðu varðveita náttúru landsins eftir föngum og því er mikilvægt að eðlilegt tillit verði tekið til hennar, ekki aðeins við virkjanaframkvæmdir heldur einnig og ekki síður við aðrar þær framkvæmdir, sem ráðist verður í á sviði samgangna sem og aðrar opinberar framkvæmdir. Óhjá- kvæmilega valda allar fram- kvæmdir breytingum í umhverfi sínu, en hjá þeim verður ekki komist ef eðlileg framþróun á að eiga sér stað. Ef haft er í huga að orkulind- irnar eru hugsanlega verðmætasta auðlind þjóðarinnar til framtíðar litið og að skynsamleg nýting hennar getur skipt sköpum fyrir efnahagslega velferð landsmanna í náinni framtíð virðist augljóst að á okkur hvílir sú skylda að vega og meta hvernig nýta eigi orkulind- irnar, þjóðinni til varanlegrar hag- sældar. Mikið er hér í húfi og því áríðandi að almenn og opin um- ræða fari fram með það að mark- miði að finna lausn, sem meirihlut- inn telur ásættanlega. Önnur hlið á þessu máli er nýt- ing orkunnar, þ.e. hvernig eigi að nýta hana. Staðreynd er að um 80% af allri raforkuframleiðslu landsins eru nýtt til mengandi stóriðju, en aðeins 20% fara í alla aðra almenna notkun. Þetta er að flestra mati óviðunandi hlutfall. Því verður þó ekki á móti mælt að álverin voru forsenda hinna stóru og hagkvæmu virkjana okkar sem haldið hafa niðri orku- verði til hins almenna notanda. Án stórnot- anda hefði t.d. ekki verið hagkvæmt að virkja við Búrfell. Rétt er einnig að hafa í huga að auk vatnsafls og jarðvarma eigum við aðrar hreinar orkulindir, sem eru vindorka og orka sjávarfalla og sjávarstrauma, sem vafalítið verða nýttar að umtalsverðu marki á næstu áratugum. Olía á Drekasvæðinu Þá má og nefna í þessu sam- hengi að nokkrar líkur eru taldar á að nýtanlegar olíulindir finnist á Drekasvæðinu norður af landinu, en óvissa er þó enn veruleg um nýtingu þeirra. Sú hugmynd hefur komið fram að vegna umhverfis- áhættu sé vafasamt hjá Íslend- ingum að nýta þá olíu sem hugs- anlega er þarna að finna. Ákvörðun um að nýta hana ekki mætti jafnvel líta á sem sérstakt framlag okkar til að draga úr hnattrænni mengun. Augljóst er þó að slík aðgerð hefði lítil heild- aráhrif. Þetta yrði því nánast táknræn aðgerð, sem vafalítið myndi þó vekja mikla athygli á alþjóðavettvangi og jafnvel hugs- anlegt að hún auðveldaði markaðs- setningu útflutningsframleiðslu okkar, ekki síst ef við gerum jafn- framt heyrinkunnugt í alþjóða- samfélaginu að hin hreina orka Ís- lands verði í framtíðinni einkum nýtt m.a. til að rafvæða fólks- og vöruflutninga á landi, í hreinan iðnað (gagnaver o.fl.), til að há- marka notkun hreinnar orku í landbúnaði o.fl. Þar með værum við jafnframt búin að lágmarka jarðefnaeldsneytisnotkun til hins ýtrasta og langt umfram aðrar þjóðir. Hugsanlegt væri einnig að selja hreina orku um sækapal til Evrópu þegar það verður hag- kvæmt, enda slíkt liður í að draga úr hnattrænni mengun. Sú tenging hefði væntanlega einnig í för með sér aukið öryggi í orkukerfi lands- ins, auknar tekjur fyrir þjóðarbúið og auðveldaði jafnvel aðlögun orkutaxta stóriðjunnar að heims- markaðsverði orku. Íslensk orka Eftir Svavar Jónatansson Svavar Jónatansson » Staðreynd er að um 80% af allri raforku- framleiðslu landsins er nýtt til mengandi stór- iðju, en aðeins 20% fara í alla aðra almenna notkun. Höfundur er verkfræðingur. Það eru heimskra manna ráð og óþokkabragð að leggja það á sam- félag, heila þjóð sem býr við þreng- ingar á eyju norður við heim- skautsbaug, að krefjast þess að þjóð þessi leggi það á sig að að- lagast regluverki Evrópusam- bandsins í þeim einum tilgangi að kíkja í hött sjón- hverfingamanns hinnar heilögu vitleysu. Aðlögun að reglugerðum Evrópusambandsins, í þeim einum tilgangi að þjóna yfir- gangi hinnar heilögu vitleysu og hennar áhangendum er ein hvert ósvífnasta tilræði sem gert hefur verið að sjálfstæði Íslendinga. Víst er um að Ísland yrði yst allra jað- arríkja ESB og ekki landtengt eins og Grikkland og Spánn svo nokkuð sé nefnt. Írar bíta nú úr nálinni með axarsköft stjórnmálamanna sinna, en þeir hafa ljóslega átt svona heilaga vitleysu eins og við, og hafa þar skýrt í ljós komið hver vítin eru að varast. Efni þessa svonefnda pakka, sem skrítilegt fólk vill ekki skoða fyrr en aðlögun er fullkomnuð, læsir ESB regluverki föstu við Ísland, án þess að við höfum samþykkt að ganga í það. Sú staðreynd að það er hægt að aðlagast ESB án þess að fyrir liggi samþykkt til þess að ganga þar inn, skýrir þessa pakka- kíkjaáráttu að nokkru, og lýsir þar með annarlegum heilindum forystu- manna pakkakíkja. Þeir sem endi- lega vilja klára aðlögun að sam- bandi þessu til þess eins að hafna inngöngu eftir að hafa kíkt í pakka sem sýnir ekkert annað en að Ís- land hefur undirgengist að hlíta reglum ESB, ættu að skoða í hug sér, því að okkur stendur aldrei til boða það sem Norðmönnum og Dönum bauðst á sínum tíma. Þetta Evrópusambandsrugl hinn- ar heilögu vitleysu hefur tafið okk- ur alltof lengi og kostað okkur allt- of mikið, á þeim tíma þegar við þurftum mun fremur að vera að- haldssöm og vinna arðsöm verk til að borga skuldir okkar. Sem betur fer þá tókst pakkakíkjum hinnar heilögu vitleysu ekki að neyða upp á okkur því skelfilega Icesave sem hefði algjörlega rústað framtíð okk- ar. Icesave var lítið mál ef rétt hefði verið á haldið, en ráðherra hinnar heilögu vitleysu valdi af heimsku sinni, vonandi frekar en af öðrum annarlegri hvötum, að gera úr því stórmál okkur öllum til skammar og þætti mér vænt um að einhverjir nenntu að muna það lengur en til morguns. HRÓLFUR HRAUNDAL vélvirki. Heilindi pakkakíkja Frá Hrólfi Þorsteinssyni Hraundal Hrólfur Hraundal Bréf til blaðsins Sérfræðingar hjá STOÐ aðstoða þig við val á hlífum Fæst einnig í vefverslun Stoðar og Trönuhrauni 8 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 2885 stod@stod.is | www.stod.is | Opið kl. 8 - 17 virka daga Frumkvöðull í hönnun glerja SJÓNARHÓLL Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi Reykjavíkurvegur 22 | S. 565 5970 | sjonarholl.is Þar sem gæðagleraugu kosta minna! Á verði fyrir alla - mikið úrval *Les eða göngugleraugu Sph+/-4 cyl -2 fylgja Glerin okkar koma frá BBGR Frakklandi, einum virtasta glerjaframleiðanda Evrópu Margskipt verðlaunagler frá 53.900 kr. Rýmingarsala Rýmum fyrir nýju! - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.