Morgunblaðið - 14.03.2014, Page 43
veisla og frábæra skemmtun.
Systa var mikil handavinnu-
kona og átti allar græjur og efni
og við samstarfsfélagar fengum
að njóta þess þegar kom að
handavinnustund. Þolinmæði
Systu var einstök við að kenna
okkur sem öll vorum með þum-
alputta á öllum.
Systa og Eggi komu með okk-
ar góða hópi í tvær utanlands-
ferðir sem voru mjög skemmti-
legar og þar tóku þau þátt í öllu.
Okkur er sérstaklega minnis-
stæð síðari ferðin þar sem við
áttum öll skemmtilegar og ynd-
islegar stundir saman í Glasgow
í apríl 2013.
Systa sýndi öllum áhuga af
einlægni og hefur alla tíð fylgst
með okkur og fjölskyldum okk-
ar.
Eftir að Systa veiktist þá var
hún samt alltaf dugleg að mæta
til vinnu.
Hún var sko engin postulíns-
dúkka og vildi bara að við vær-
um eðlileg við hana líkt og áður
en hún veiktist.
Hún mátti aldrei neitt aumt
sjá. Ein samstarfskona minnist
þess þegar hún var barnshafandi
og Systa kom til hennar í
vinnunni og spurði hvernig hún
hefði það, hún svaraði að hún
hefði það ágætt og væri bara
nokkuð hress. Þá svaraði Systa
því til að þó svo að veikindi
hrjáðu hana sjálfa mætti ólétta
vinkonan alveg kvarta yfir sýni-
legri vanlíðan sinni.
Dóttirin Hildur og barnabörn-
in hafa alla tíð verið Systu og
Egga allt, og kom það vel í ljós
þegar hún talaði um þau, því þá
ljómaði hún öll.
Alltaf þegar við heimsóttum
hana jafnvel undir það síðasta þá
sagði hún alltaf „ég hef það fínt“
þegar hún var spurð hvernig
hún hefði það.
Systa barðist eins og algjör
hetja alveg fram á síðasta dag.
Við erum öll þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast Systu,
okkar yndislegu perlu. Það er
mikill missir að henni.
Við vottum Egga, Hildi,
Aroni, barnabörnunum og öllum
sem Systu standa næst okkar
dýpstu samúð.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Fyrir hönd fyrrverandi og nú-
verandi samstarfsfélaga í Arion
banka í Hafnarfirði,
Klara Lísa Hervalsdóttir.
Elsku Systa mín. Mig langar
til að skrifa um þig nokkur
minningarorð. Þú hafðir alltaf
sérstakan sess í hjarta mínu. Við
vorum náskyld, mömmur okkar
voru systur og pabbar okkar
systkinabörn. Þegar ég var lítill
strákur dvaldi ég langdvölum
heima hjá þér þegar móðir mín
þurfti að leggjast á spítala. Ég á
mjög góðar minningar um þenn-
an tíma. Mér er það ógleyman-
legt þegar þú varst fimm eða sex
ára og ég árinu yngri. Þú gast
ekki sagt Ágúst Þór og kallaðir
mig alltaf Ágúst Por. Einhverju
sinni vorum við að leika okkur
saman og þú varst mjög sár út í
mig vegna stríðni. Þá sagðir þú
þessa ógleymanlega setningu:
„Ágúst Por, ef þú hættir ekki að
stríða mér færðu ekki að sjá mig
í nýja afmæliskjólnum mínum.“
Eins á ég mér mjög ánægju-
legar minningar þegar fjölskyld-
ur okkar ferðuðust saman um
landið þegar við vorum krakkar.
Systa mín, í minningunni lifir
alltaf hversu góð, traust og hlý
manneskja þú varst. Ég mun
sakna þín sárt. Þú kvaddir allt of
snemma.
Ég votta Eggert og fjölskyld-
unni allri mína dýpstu samúð.
Ágúst Þór Eiríksson.
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014
✝ Hafsteinn Þor-geirsson fædd-
ist 19. mars 1926 í
Hafnarfirði. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Ási í Hvera-
gerði 7. mars 2014.
Hafsteinn var
sonur hjónanna
Önnu Sigmunds-
dóttur, f. 30.1.
1905, d. 30.8. 1971,
og Þorgeirs Magn-
ússonar, f. 7.10. 1900, d. 15.9.
1937. Systkini Hafsteins, Ingvi,
f. 4.10. 1924, Magnús, f. 16.1.
1929, Sjöfn, f. 5.3. 1930, þau eru
öll látin. Fósturforeldrar Haf-
steins Helga Davíðsdóttir, f.
11.11. 1897, d. 6.7. 1981, og Sig-
urður Magnússon, f. 28.10. 1898,
d. 10.7. 1979.
Eiginkona Hafsteins frá 1.
mars 1952 var Hildegard Þor-
geirsson, frá Lubeck í Þýska-
landi, f. 26.11. 1930, d. 18.4.
2012, dóttir hjónanna Herta
Reiss, f. 30.11. 1909, d. 18.12.
1946, og Ernst Reiss, f. 20.8.
1905, d. 25.3. 1979. Seinni kona
Ernst var Frida Maass, f. 17.8.
1904, d. 08.10. 1990. Börn Haf-
steins og Hildegard eru: 1) Þor-
geir, f. 31.7. 1952, maki Guð-
björg Þorsteinsdóttir, f. 12.7.
1950, og eiga þau fjögur börn, a)
áður Einar Martein. 5) Haf-
steinn Ernst, f. 22.11. 1965, unn-
usta Guðrún B. Sigurbjörns-
dóttir, f. 24.3. 1958, fyrrv. maki
Oddfríður Traustadóttir, dóttir
þeirra er a) Anna Kristín. 6)
Hafdís, f. 12.12. 1967, maki Arn-
ar Guðnason, f. 28.6. 1966, og
eiga þau þrjú börn a) Magnús
Bjarki, b) Arndís Ósk, c) Guðni
Freyr. Hafsteinn eignaðist tvö
börn fyrir hjónaband, Þóru Guð-
rúnu, f. 11.5. 1948, og Júlíus
Rannver, f. 15.6. 1951.
Vegna berklaveiki föður síns
var Hafsteini, ársgömlum, kom-
ið í fóstur til Sigurðar föð-
urbróður síns og Helgu Davíðs-
dóttur eiginkonu hans. Á
Akureyri eyddi Hafsteinn
megninu af uppvaxtarárunum
eða þar til að hann fór til
Reykjavíkur tæplega tvítugur. Í
Reykjavík vann hann ýmsa
verkamannavinnu en sumarið
1951 réð hann sig til vinnu við
Garðyrkjuskóla ríkisins í Hvera-
gerði. Það reyndist afdrifarík
ákvörðun að fara til Hvera-
gerðis því þar hitti hann hana
Hillu sína, unga þýska stúlku
sem hafði komið til Íslands
tveimur árum áður. Í Hvera-
gerði hófu þau búskap og eign-
uðust þrjú elstu börnin sín þar.
Árið 1959 fluttu þau til Reykja-
víkur þar sem þau bjuggu til
ársins 2001 er þau fengu inni á
Dvalarheimilinu Ási í Hvera-
gerði.
Útför Hafsteins fer fram frá
Hveragerðiskirkju í dag, 14.
mars 2014, kl. 15.
Helga Björg, maki
Dagbjartur Finns-
son og eiga þau tvo
drengi. b) Almar
Þór, sambýlisk.
Ólöf Ingibergs-
dóttir og eiga þau
eina dóttur. Ólöf á
tvö börn úr fyrri
sambúð. c) Sigríður
Erna. d) Hafdís
Lilja. 2) Karín
Herta, f. 19.6. 1954,
maki Ríkharður Hrafnkelsson,
f.30.4. 1957, og eiga þau tvær
dætur a) Margrét Hildur, maki
Björgvin Rúnarsson og eiga þau
þrjú börn. Björgvin á eina dótt-
ur fyrir. b) Jóhanna María, maki
Guðmundur Guðþórsson og eiga
þau þrjá syni. 3) Sigurður Helgi,
f. 5.7. 1956, sambýlisk. Helga
Möller, f. 12.5. 1957. Sigurður
var í sambúð með Kristínu
Bjarnadóttur, f. 20.11. 1954, og
eru börn þeirra a) Bjarni Grét-
ar, sambýlisk. Anna Gunn-
arsdóttir. b) Ásta Dögg, maki er
Ársæll Hjálmsson og eiga þau
tvo syni. c) Sigurður Arnór,
unnusta Iðunn S. Árnadóttir. 4)
Davíð Einar, f. 11.2. 1963, maki
Helga B. Marteinsdóttir, f.
6.5.1963, og eiga þau þrjá syni
a) Davíð Einar, b) Hafsteinn
Helgi, c) Símon Ernst. Helga átti
Í annað skiptið á ævinni sest
ég niður og set minningarorð á
blað, fyrir tæpum tveimur árum
voru það orð um mömmu, en nú
er það um þig, elsku pabbi. Það
er margs að minnast, ansi höf-
um við nú brallað margt saman í
gegnum árin. Fór í mörg ferða-
lögin með þér og mömmu sem
þú nýttir ansi oft í sölumennsku,
því þá varstu sölumaður hjá vini
þínum Jóhanni Eyjólfssyni. Var
stundum ekið vestur um land,
Norðurlandið, um Austfirði og
allt til Hafnar í Hornafirði.
Stoppað var nánast í öllum
verslunum í flestum þorpum á
leiðinni. Ekin var sama leið til
baka þar sem ekki var búið að
tengja hringveginn saman.
Golfið átti hug þinn allan
rúmlega síðustu hálfa öldina og
var sérstaklega gaman að fylgja
þér eftir seinni árin þegar ég
var farin að stunda golfið af
krafti. Við höfum nú leikið
margar holurnar saman og allt-
af var ég stolt að spila mér þér
elsku pabbi minn. Síðast spil-
uðum við saman sumarið 2012, á
golfvellinum í Hveragerði og í
Vestmannaeyjum á mínum
heimavelli.
Þið mamma voruð afar sam-
rýnd og var gaman að fylgjast
með ykkur í gegnum árin.
Heilsan þín var nú ekki alltaf
upp á það besta, fórst í nokkra
uppskurði á árunum 1974 til
1982 og var þér nokkrum sinn-
um ekki hugað líf. Í eitt sinn
þegar við mamma, Sjöfn frænka
og Siggi afi sátum yfir þér á
Landspítalanum eftir einn upp-
skurðinn töldum við að nú væri
öllu lokið. Nei, allt í einu
hrökkstu upp og sagðir: „Ég
kíkti yfir um og sá svo mikið af
fíflum að ég taldi ekkert pláss
fyrir mig þar.“ Eftir þetta fór
heilsa þín smátt og smátt batn-
andi. Já, pabbi minn, það er
margs að minnast, æskunnar,
golfsins, allra stundanna í
Hólminum og þegar þið mamma
buðuð dætrum mínum að búa
hjá ykkur þegar þær fóru til
Reykjavíkur í skóla. Það var
alltaf gott að sækja ykkur heim,
faðmlagið traust og hlýtt.
Mikið á ég eftir að sakna þín,
elsku pabbi minn. Það verður
skrýtið að aka fram hjá Hvera-
gerði og þið mamma ekki þar.
En ég veit hvar ég get stoppað
og talað til ykkar ef ég þarf.
Far þú í friði elsku pabbi
minn, bið að heilsa mömmu, sé
ykkur í anda saman á ný.
Þín dóttir,
Karín Herta.
Jæja afi, nú ertu kominn
þangað sem þú vildir, til ömmu.
Ég hitti þig síðast í janúar og þá
sagðir þú mér að þú nenntir
ekki meir og vildir komast til
ömmu. Þú fékkst ósk þína upp-
fyllta. Nú eruð þið saman á ný.
Þótt það sé sárt fyrir mig, þá
yljar tilhugsunin mér um hjarta-
rætur. Ég ylja mér líka við
minningarnar um ykkur ömmu,
þig þar sem þú straukst mér um
vangann sem barni og hættir
því ekkert þótt ég fullorðnaðist.
Þig að hræra sykurinn saman
við kaffið og slá alltaf þrisvar
með skeiðinni í glasið. Þú
drakkst alltaf kaffið úr glasi en
ekki bolla. Þetta rifjar Kolbrún
María mín oft upp. Svona litlar
minningar sitja eftir og ylja
manni, og á ég nóg af þeim.
Hvíldu í friði elsku besti afi
minn.
Þín dótturdóttir,
Margrét Hildur.
Nú er elsku afi minn farinn
til ömmu. Ég veit að það hafa
verið góðir endurfundir. Ég á
ótal minningar um afa, minn-
ingar sem munu hlýja mér. Ég
minnist þess þegar við sátum í
fortjaldinu hjá ömmu og afa og
hlýjuðum okkur við prímusinn
og þegar við fórum í bíltúra í
BMW-inum. Einnig minnist ég
afa í smókingnum á gamlárs-
kvöld þegar við borðuðum kok-
teilpylsur og kartöflusalat um
miðnætti og afa með kaffi í afa-
stólnum.
Elsku afi takk fyrir allt.
Þín
Sigríður Erna.
Látinn er Hafsteinn Þorgeirs-
son, heiðursfélagi í Golfklúbbi
Hveragerðis, GHG. Hann var
einnig elsti félagi klúbbsins og
sá sem lengst hafði iðkað íþrótt-
ina. Um miðja síðustu öld var
Hafsteinn félagi í Golfklúbbi Ár-
nesinga sem var með golfvöll á
Fagrahvammstúninu í Hvera-
gerði. Þar atti hann kappi við
félaga þess klúbbs, en nokkrir
þeirra eru forfeður núverandi
félaga í GHG.
Hafsteinn flutti til Hvera-
gerðis sem ungur maður og
kynntist hér konunni sinni.
Hann var þá við störf tengd
garðyrkju en Hildegard starfaði
í Gufudal þar sem nú er golfvöll-
urinn okkar. Þau fluttust síðar
annað en komu aftur og áttu í
Hveragerði sitt ævikvöld.
Þær voru margar ferðirnar
Hafsteins upp á golfvöll. Yfir
sumarið voru þær margar á dag
og hann heimsótti dalinn nánast
daglega á veturna. Hann mætti
eldsnemma og skráði veðurlýs-
ingu í gestabókina. Oft fór hann
á æfingasvæðið eða spilaði
nokkrar holur, einn eða með
öðrum. Stundum var erindið að
fylgjast með, fá sér kaffisopa og
spjalla.
Hafsteinn var hvorki hávax-
inn né umfangsmikill á velli á
sínum efri árum og sjónin orðin
léleg síðustu árin. Þá var hann
stórreykingamaður. Í minning-
unni er hún skýr myndin af
Hafsteini þegar maður mætti
honum á leiðinni upp í dal. Lág-
ur var hann í sæti þannig að
hann virtist rétt ná upp fyrir
stýrið og reykmökkurinn svo
mikill inni í bílnum að hann
hefði ekki séð handa sinna skil,
jafnvel þótt sjónin hefði verið í
lagi. En hann þekkti leiðina og
ekki fer sögum af óhöppum í
ferðum þessum.
Hún er líka skýr myndin af
Hafsteini að spila golf. Hann á
þríhjólinu og alltaf reykjandi.
Hann sagði oft frá því að lækn-
arnir væru búnir að segja hon-
um að hætta að reykja ef hann
ætlaði að halda lífi. Líka að
læknarnir botnuðu ekkert í því
hvað hann entist lengi með þessi
lélegu lungu og alltaf reykjandi.
Hafsteinn þakkaði það golfinu.
Hafsteinn var góður kylfing-
ur og setti skemmtilegan svip á
klúbbinn. Það getur verið snúið
að spila golf ef sjónin er ekki í
lagi, sérstaklega þegar ekki eru
neinir meðspilarar til að horfa á
eftir boltanum. Þrátt fyrir að
ekkert sæist til boltaflugsins var
nokkuð víst hvar boltann hans
var að finna og lítill tími fór í
leit, hann var á miðri braut. Ef
eitthvað fór úrskeiðis í högginu,
sem heyrði til undantekninga,
þá var hann viss hvert hann
hlyti að hafa farið og fannst
hann þar.
Hafsteins verður minnst sem
skemmtilegs félaga. Það var létt
yfir honum og hann hafði gaman
af því að ræða við fólk á öllum
aldri. Það var nóg til af
skemmtilegum sögum sem hægt
var að segja og aldrei var góð
saga of oft sögð. Þá var hann
duglegur að segja kylfingum til
og hjálpaði mörgum að laga
sveifluna.
Þegar ég kynntist Hafsteini
varð mér fljótt ljóst hvað honum
þótti vænt um konuna sína. Það
var líka augljóst áfallið fyrir
Hafstein þegar Hildegard lést.
Eftir það fór heilsu hans mjög
hrakandi. Í vetur varð ljóst að
hverju stefndi og trúi ég að
hann sé hvíldinni feginn.
Fyrir hönd GHG sendi ég
vallarstjóranum okkar, Haf-
steini yngri, og fjölskyldunni
allri samúðarkveðjur.
Auðunn Guðjónsson,
formaður GHG.
Innan örfárra dag verða 37 ár
síðan ég sá þig í fyrsta sinn,
Hafsteinn minn, er ég kom inn á
heimili þitt að heimsækja hana
Kaju. Þú tókst mér, ungum
skólapilti úr Hólminum, strax
vel og varst fljótur að leysa
kvíðahnútinn sem ég hafði í
þessari fyrstu heimsókn með
léttu spjalli og hnyttnum at-
hugasemdum. Þú hafðir sko
munninn fyrir neðan nefið alla
tíð. Það var mér mikil gæfa að
koma inn í fjölskylduna ykkar
Hillu. Þú hafðir töluverð áhrif á
mitt líf til frambúðar, t.a.m.
hjálpaðir þú mér við atvinnuleit
eftir að skóla lauk og svo síðan
ekki síst kynntir þú golfíþrótt-
ina fyrir mér. Þú hafðir alist
upp við íþróttaiðkun á Akureyri,
stundað knattspyrnu, en skíðin
voru þín aðalgrein fram á þrí-
tugsaldurinn. Gaman var hlusta
á þig segja sögurnar af skíðaaf-
rekunum og við hvaða aðbúnað
skíðaíþróttin var stunduð fyrir
miðja síðustu öld, ekki var lyft-
unum fyrir að fara. Á skíðum
vannst þú til þinna fyrstu verð-
launa og kepptir á nokkrum
skíðalandsmótum. Þú hafðir frá
mörgu að segja varðandi fé-
lagsstarf þitt í gegnum öll árin,
skíðin, skátastarfið í Hveragerði
og allt í kringum golfið sem þú
kynntist fyrst í Hveragerði
1952.
Golfíþróttin náði heljartökum
á þér um leið og þú snertir golf-
kylfu í fyrsta sinn. Varðst fyrsti
launaði golfvallarstarfsmaður á
Íslandi þegar þú ert ráðinn til
GR sem vallarstjóri í Grafar-
holtið í byrjun sjöunda áratug-
arins. Þar tókst þú þátt í upp-
byggingu vallarins og þú
þreyttist aldrei á að lýsa fyrir
mér hvernig þú byggðir upp 14.
flötina með hjólbörur og skóflu
ein að vopni. Þessi flöt er enn í
notkun, óbreytt frá upphafi, sem
er góður vitnisburður um verk-
kunnáttu þína. Þú komst að
frumstarfi margra golfvalla hér
á landi, alltaf jafnáhugasamur
um golfíþróttina. Það var ekki
ónýtt að eiga þig að þegar við í
Mostra í Hólminum hófum að
koma upp golfvelli um miðjan
níunda áratuginn, alltaf reiðubú-
inn að leiðbeina og hjálpa til eft-
ir þörfum. Þú tókst golfið alvar-
lega og varst duglegur að æfa
og leika golf. Ekki varst þú nú
alltaf efstur á vinsældalistanum
á heimilinu með þessu golfbrölti
þínu. Þeir eru ófáir sigrarnir í
golfmótunum í gegnum tíðina,
en sennilega er toppurinn þegar
þú varðst Íslandsmeistari öld-
unga 1983. Ekki verður hjá því
komist að minnast elju þinnar
við að segja kylfingum á öllum
aldri og getustigum til með golf-
sveifluna. Ég, körfuboltamaður-
inn, sem gerði lítið úr þessu
golfdrolli, var ekki látinn í friði
strax fyrsta vorið okkar saman,
þér tókst að koma mér út á golf-
völl. Þú varst harður á því að
gera kylfing úr þessum stirða
körfuboltamanni, seldir mér
gamla golfsettið þitt (svo þú
gætir keypt þér nýtt), gafst mér
golfskó o.fl. sem til þurfti. Það
tók þig ekki langan tíma að ná
ætlunarverkinu, ég hef verið
heltekinn af golfíþróttinni eins
og þú frá fyrstu kynnum. Sporin
þín í golfíþróttinni á Íslandi eru
mörg og stór og er það þakk-
arvert að leiðarlokum Hafsteinn
minn. Vonandi kemstu daglega í
golf þarna í efra og að flatirnar
séu rétt slegnar.
Kærar þakkir fyrir allt, elsku
tengdapabbi.
Ríkharður Hrafnkelsson.
Elsku afi. Nú ert þú kominn
til ömmu Hillu og mikið held ég
að þið séuð nú glöð saman. Þeg-
ar ég horfi aftur í tímann hrann-
ast upp minningar um þig,
skemmtilegan afa sem fór mikið
í golf. Þú sagðir mér fullt af
sögum af þér þegar þú varst
ungur á skíðum og þegar þú
stofnaðir skátana í Hveragerði
og var alltaf gaman að hlusta á
þessar sögur. Mér fannst líka
alltaf gaman þegar þú komst í
heimsókn til okkar í Hólminn og
man ég sérstaklega eftir því að
þú vaknaðir yfirleitt mjög
snemma og fékkst þér alltaf
hrufóttasta glasið sem þú
fannst, helltir í það kaffi, settir
sykur út í og byrjaðir svo að
hræra. Þú þurftir að hræra vel
svo sykurinn bráðnaði en þú
passaðir þig á því að skeiðin
færi alveg út í hrufurnar svo
það heyrðist örugglega út um
allt hús þannig að allir sem voru
sofandi vöknuðu og þú fékkst
félagsskap. Ég fékk að búa hjá
ykkur ömmu einn vetur þegar
ég var í skóla í bænum og var
það yndislegur tími og fannst
mér alltaf gaman að fá að fara
með þér á bimmanum að sækja
ömmu í vinnuna þegar hún vann
hjá Myllunni, þetta var alveg
ómetanlegur tími sem ég átti
með ykkur. En elsku afi ég vona
að þér líði vel og eigir eftir að
spila fullt af golfi og eiga góðar
stundir með ömmu.
Hvíldu í friði, elsku afi, við
eigum eftir að sakna þín mikið.
Þín
Jóhanna María.
Hafsteinn
Þorgeirsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má
finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má
smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi
lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka
og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín undir greinunum.
Minningargreinar