Morgunblaðið - 14.03.2014, Side 47

Morgunblaðið - 14.03.2014, Side 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 hennar á þeim vettvangi enda var hún afar fær við saum og aðra handavinnu, t.d. prjónaði hún marga fallega muni og þrátt fyrir háan aldur greip hún oft í prjón- ana. Ingibjörg æfði leikrit með nemendum sínum og meðal ann- ars æfðum við þrír samkennarar aðalleikrit skólans fyrir jóla- skemmtun og kom þá vel fram hve glöggt auga Ingibjörg hafði fyrir sviðsetningu og góðu málfari. Það vakti athygli okkar í vinahópnum hve samrýnd þau voru Jónas og Ingibjörg og mikill missir var fyr- ir Ingibjörgu þegar Jónas féll frá en hún var alla tíð kjarkmikil og lét ekki bugast við ástvinamissi sem hún þurfti að upplifa um æv- ina og alvarleg veikindi sem upp komu. Hún var alla tíð smekklega klædd og lét í ljósi þakklæti fyrir að eiga eftir tvo syni og fjölskyld- ur þeirra. Hún var góður og reyndur ráðgjafi vina sinna. Elsku Ragnar, Eva, Björn og Guðrún, við vottum ykkur og fjölskyldum ykkar samúð. Blessuð sé minning okkar góðu vinkonu Ingibjargar. Matthildur og Jón Freyr. Fundum okkar Ingibjargar bar fyrst saman í Kaupmannahöfn sumarið 1959. Þar hafði ég dvalið veturinn áður við nám í Kenn- araháskólanum ásamt fleiri Ís- lendingum og í þeirra hópi var Jónas Guðjónsson, eiginmaður Ingibjargar, og þarna var hún komin að heimsækja hann. Hún stóð þá á fertugu, glaðleg í fasi, meðalhá og þrekin, ljós yfirlitum, hlýleg og skemmtileg og sópaði að henni. Þetta var upphaf að vináttu okkar. Næsta haust hóf ég kennslu við Laugarnesskóla þar sem þau hjón störfuðu bæði og fékk ég starfið fyrir atbeina Jón- asar. Frá fyrsta degi stóð mér heimili þeirra opið. Fullyrða má að á Hofteigi 40 hafi verið einstakt heimili. Þau Ingibjörg bjuggu á miðhæðinni með börnum sínum þremur, en leigjendur í risi og kjallara sem jafnan tengdust þeim hjónum vináttuböndum. Oft komu ættingjar þeirra utan af landi til lengri eða skemmri dvalar, sumir í skóla, til læknis eða annarra er- inda; ég man eftir námsfólki sem jafnan kom í kvöldmat auk ann- arra aðvífandi gesta. Þau ráku heimili sitt af miklum myndar- skap, enda bæði vel verki farin; veitingar voru töfraðar fram á skammri stundu. Ingibjörg var snillingur við matargerð og ég minnist ótal stunda við hádegis- verðarborð þegar hún hóaði mér með sér í steiktan fisk sem var betri í meðförum hennar en ég þekki til annars staðar; oft buðu þau þá með sér nemendum sem áttu langt heim að sækja eða ekki að miklu að hverfa. Henni var jafntamt að breyta ull í fat og mjólk í mat, saumaði og prjónaði fatnað á fjölskylduna. Öllu þessu sinnti hún með fullri kennslu og var aldrei glaðari en þegar þétt var setið við borð hennar. Ingibjörg var skörungur, flug- mælsk og talaði einstaklega fal- legt mál, kjarnyrt og blæbrigða- ríkt, prýðilega hagmælt eins og Dýrólína móðir hennar á Fagra- nesi, kunni líka kynstrin öll af kveðskap sem hún kryddaði mál sitt með. Hún var skapstór og var raunar alla ævi að temja skaplyndi sitt og á síðasta fundi okkar sagð- ist hún reyna að láta glaðlyndið og spaugsemina hafa yfirhöndina. Ég sá ekki betur en hún drægi enn að sér fólk til viðræðu, enda var hún snillingur í samræðum. Við kenndum saman þar til hún lét af starfi sjötug að aldrei; Jónas sinnti hins vegar lestrarkennslu 5 árum betur. Þau áttu saman góð efri ár, ferðuðust víða og héldu uppteknum hætti að bjóða heim fólki og sækja sjálf mannamót og voru alls staðar gleðigjafar. Síð- ustu árin á Hrafnistu, eftir lát Jón- asar, hélt Ingibjörg reisn sinni, var sátt við lífið og tilveruna og tók fagnandi hverjum degi. Við leið- arlok þakka ég henni samfylgdina og sendi ástvinum hennar samúð- arkveðju. Herdís Sveinsdóttir. ✝ Bjarni Blomst-erberg fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1917. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 28. febrúar 2014. Foreldrar hans voru Ásta Þórunn Bjarnadóttir, f. 20.2. 1898 á Melum í Leirársveit, d. 24.11. 1918, og Frederik Hans Andreas Blomsterberg, f. 6.10. 1880 í Helsingør, d. 23.10. 1949. Albróðir Bjarna var Andrés Blomsterberg, f. 25.6. 1918, d. 16.4. 1997. Hálfbræður Bjarna samfeðra voru Níels Maríus Blomsterberg, f. 15.1. 1927, d. 9.6. 2013, og Hans Blomster- berg, f. 9.8. 1928, d. 8.9. 2005. Bjarni og Andrés bróðir hans ólust upp hjá móðurömmu sinni, Ingibjörgu Bjarnadóttur, eftir að móðir þeirra lést úr spænsku veikinni 1918. Sonur Bjarna og Birnu Egg- ertsdóttur Nordahl, f. 30.3. 1919, d. 8.2. 2004, er Eggert N. Bjarnason, f. 25.7. 1937. Eig- inkona hans var Regína Ein- arsdóttir, f. 11.6. 1940, d. 1.9. 1980. Börn þeirra eru Einar, Unnur, Ásta, Birna og Helga. Barnabörnin eru þrettán og uðust fjögur börn. Þau eru: 1) Birna, f. 31. 7. 1949, gift Ingv- ari J. Viktorssyni, f. 9.4. 1942. Synir Birnu eru Bjarni Birkir og Freyr. Börn Ingvars eru Páll, Viktor og Heiðrún. Barna- börnin eru þrettán og barnabarnabörnin tvö. 2) Rún- ar Þór, f. 4.9. 1953, d. 2.2. 1954. 3) Hrafnhildur, f. 22.10. 1956, gift Birgi Finnbogasyni, f. 18.9. 1948. Dætur þeirra eru Val- gerður og Hjördís. Barnabörn- in eru þrjú. 4) Valur, f. 19.11. 1959. Börn hans eru Sigrún Birna, Berglind Svana, Bjarni og Valur. Bjarni fékkst við ýmis störf á lífsleiðinni. Ungur nam hann húsgagnasmíði í Danmörku og vann síðar við leikfangasmíði í Laufahúsinu á Laugavegi 28. Hann var bóndi í Höfða í Mos- fellssveit og seinna rak hann svínabú í Straumi í Hafnarfirði. Hann rak nokkrar verslanir í Reykjavík og Hafnarfirði. Bjarni stofnaði verslunina Fjarðarkaup með félaga sínum Sigurbergi Sveinssyni og eig- inkonum þeirra árið 1973 og starfaði þar í rúm 20 ár eða þar til hann settist í helgan stein. Bjarni hafði ætíð mikinn áhuga á garðyrkju og smíðum og varði að mestu frítíma sínum í garðinum eða við smíðar í bíl- skúrnum í Brekkuhvammi 9 í Hafnarfirði, þar sem þau bjuggu til margra ára. Útför Bjarna fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 14. mars 2014, og hefst at- höfnin kl. 13. barnabarnabörnin sjö. Seinni kona Eggerts var Berta Guðbjörg Rafns- dóttir, f. 7.1. 1944, d. 31.3. 2008. Dætur Bjarna og fyrri konu hans, Ástu Sigrúnar Hannesdóttur, f. 16.7. 1920, d. 10.12. 2003, eru: 1) Ingi- björg Ásta, f. 7.3. 1940, d. 17.7. 1984. Hún var gift Braga Ingiberg Ólafssyni, f. 16.12. 1939. Barn þeirra er Ólafur en fyrir átti Inga Ástu Sigrúnu með Erlingi Ísfeld Magnússyni. Barnabörnin eru sjö og eitt barnabarnabarn. 2) Margrét Erna, f. 3.12. 1942, gift Grétari Benediktssyni, f. 20.11. 1941. Börn þeirra eru Benedikt Ingi og Sigurlaug Ásta. Barna- börnin eru fimm og barna- barnabörnin tvö. Bjarni kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Þórunni Val- gerði Jónsdóttur, f. 6.9. 1925 í Hafnarfirði, 13.5. 1947. For- eldrar hennar voru Jón Jóns- son, f. 12.8. 1879 í Lásakoti á Álftanesi, d. 26.10. 1936, og Guðfinna Margrét Einarsdóttir, f. 10.11. 1888 í Haukshúsum á Álftanesi, d. 5.8. 1982. Bjarni og Valgerður eign- Tengdafaðir minn, Bjarni Blomsterberg, er fallinn frá 97 ára gamall. Bjarni fæddist í Reykjavík, en ólst upp hjá móð- urömmu sinni að Melum í Mela- sveit og á Akranesi en síðan flytja þau til Reykjavíkur þar sem þau búa á Skólavörðustígn- um. Þar byrjar Bjarni strax sem táningur að rækta dúfur og seinna kanínur, sem hann seldi Hótel Borg og þótti efnilegur á þessu sviði og hafði hann gam- an af því að segja sögur frá þessum tíma. Bjarni fór ungur til ættingja sinna í Danmörku til að læra húsgagnasmíði, en lauk ekki námi þar ytra og flutti heim aftur. Hann vann við ýmis störf fyrir og á styrjald- arárunum. Hann fékkst við bæði leigu- og rútubílaakstur og starfaði líka sem sölumaður og ferðaðist þá með strandferða- skipunum og fannst það spenn- andi starf. Seinna gerðist Bjarni bóndi, fyrst á Höfða í Mosfellsbæ þar sem hann rak þó nokkurt bú með Valgerði konu sinni. Seinna fluttu þau síðan að Straumi í Hafnarfirði þar sem þau ráku myndarlegt svínabú með Kristni Sveinssyni. En kunnastur er Bjarni fyrir störf sín sem kaupmaður, hann rak nokkrar verslanir bæði í Reykjavík og Hafnarfirði, en þar settust þau hjónin að með fjölskyldu sína og þar bjó Bjarni til dauðadags, nú síðast bjuggu þau á Hrafnistu. Árið 1973 stofnaði Bjarni ásamt fé- laga sínum Sigurbergi Sveins- syni og eiginkonum þeirra verslunina Fjarðarkaup, sem strax varð ein vinsælasta versl- un landsins enda vel rekin og heiðarleikinn og umhyggja fyrir viðskiptavinunum ávallt í fyr- irrúmi og er svo enn þann dag í dag. Þau hjónin unnu þar lengi vel öll saman eða þar til Bjarni og Valgerður seldu sinn hlut og settust í helgan stein. Þau Bjarni og Valgerður reistu sér fallegt hús að Brekkuhvammi 9 í Hafnarfirði og þar ræktuðu þau garðinn sinn, þau byggðu fallegt garðhús þar sem þau ræktuðu fjölda suðrænna plantna og ávaxta, sem vöktu mikla athygli og garðurinn þeirra var verðlaunaður af fegr- unarnefnd bæjarins. Bjarni var ákaflega handlaginn og alltaf að dunda sér við ýmsar smíðar og eru til eftir hann margskonar fallegir smáhlutir sem hann smíðaði. Í daglegu lífi var Bjarni ekki mjög mannblendinn og alls ekki allra. Hann var ekki margorður og lítið fyrir há- stemmdar yfirlýsingar, en lofaði hann einhverju þá stóð hann við það. Kannski lýsir það honum vel þegar hann kom til mín einn daginn og bauð mér í bíltúr og ekkert meir um það, en bíltúrn- um lauk ekki fyrr en við höfð- um ekið norður Kjöl og síðan suður Sprengisand og farið Landmannalaugar og að Skóg- um og gist tvær nætur. Ekki mörg orð í upphafi, en ansi hreint gaman í ferðinni. Kannski vantaði það að hann gæfi sér tíma til að blanda geði við aðra og gæfi þannig meira af sér. Ingvar Viktorsson. Elsku besti afi okkar, þegar við hugsum til stundanna sem við áttum með þér getum við ekki annað en brosað og verið þakklát fyrir þann tíma sem við fengum þótt við vildum óska þess að þessar stundir hefðu orðrið fleiri. Þú varst alltaf svo rólegur og yfirvegaður að á tíð- um var erfitt að ná til þín en það gerði tímann með þér enn verðmætari. Þótt þú hafir oft verið fjar- lægur þá þurfti ekki meira en eitt lítið glott frá þér til þess að maður fyndi fyrir hlýju og væntumþykju. Það var alltaf svo gaman að hlusta á sögurnar þínar, þú fangaðir alla í algjöra þögn, þú bjóst yfir svo mikilli visku. Eftir því sem þú varðst eldri var gaman að upplifa hvað lúmski húmorinn efldist þótt hógværðin væri aldrei langt undan. Blíður, góður og hnyttinn, þrjóskur, þrautseigur og vinnu- samur. Þú munt ávallt vera fyr- irmynd okkar. Minning þín mun lifa með okkur. Þín barnabörn, öll óendan- lega stolt af því að vera Blomst- erberg, Sigrún Birna, Berglind Svana, Bjarni og Valur. Fallinn er frá Bjarni Blomst- erberg. Ég kynntist honum árið 1999 þegar við dóttursonur hans, Freyr Hákonarson, fórum að draga okkur saman. Síðar flutti ég inn í íbúðina sem þeir feðg- ar, Freyr og Sindri Snær, höfðu til umráða á neðri hæðinni í húsinu þeirra í Brekkuhvammi í Hafnarfirði. Bjarni var maður rólegheita eins og ég kynntist honum. Hann hafði sig ekki mikið í frammi en átti sína lúmskt skondnu hlið. Honum fannst til dæmis ekki leiðinlegt þegar ég, í starfi mínu sem flugfreyja, kom heim úr flugi með pela af „góðgæti“ og færði honum, sér- staklega ef ég færði honum það í einkennisbúningnum. Um það leyti sem ég kynntist Bjarna var hann að láta af smíðamennsku, mestmegnis vegna sjónskerðingar sem herj- aði á hann síðastliðin ár, en í gegnum tíðina hef ég séð mikið af fallegri og vandaðri smíði eft- ir hann, allt frá leikfangavöru- bílum til fagurlega útskorinna myndaramma. Það var jafnframt magnað að sjá hvað hann lét sjónina ekki aftra sér við lestur dagblaða til að halda sér við efnið, oft með tveimur stækkunarglerjum sem sett voru saman. Fyrir vikið var Bjarni alltaf inni í málefnum líðandi stundar og hafði áhuga- verðar og oft á tíðum skemmti- legar skoðanir á mönnum og málefnum. Ég vil fá að þakka Bjarna Blomsterberg fyrir góð kynni. Hvíl í friði. Ragnheiður Gunnarsdóttir. Við, sem stóðum að stofnun Fjarðarkaupa fyrir 40 árum, kveðjum nú góðan vin og sam- starfsmann, Bjarna Blomster- berg. Leiðir okkar Bjarna höfðu raunar legið saman nokkru fyrr þegar ég sá um bókhaldið fyrir rekstur hans en Bjarni var meðal annars kaupmaður í Hólsbúð við Hringbraut í Hafn- arfirði. Mér varð þá strax ljóst að honum var kaupmennskan í blóð borin. Samstarf okkar var með miklum ágætum á þessum tíma sem leiddi til þess að við ákváðum að stofna saman lág- vöruverðsverslunina Fjarðar- kaup við Trönuhraun 8. Og verkaskiptingin var skýr frá upphafi; undirritaður sá um bókhald og pappírsvinnu en Bjarni um innkaup og daglegan rekstur. Verslunin naut mikilla vinsælda frá fyrsta degi og fljótlega varð ljóst að stækk- unar var þörf. Það gerðum við líka nokkrum sinnum og flutt- um Fjarðarkaup síðan að Hóls- hrauni 1 árið 1982. Samstarf okkar Bjarna var afar farsælt þau 20 ár sem við unnum saman í Fjarðarkaupum eins og árin þar á undan. Bjarni var mikill ljúflingur, dagfars- prúður og þægilegur í allri um- gengni og milli okkar ríkti full- komið traust. Það eru ekki sjálfsögð forréttindi að fá að mæta til vinnu við slíkar að- stæður daglega svo áratugum skiptir og fyrir það verð ég Bjarna ævinlega þakklátur. Bjarni státaði vissulega af fleiri mannkostum sem of langt mál væri að telja upp hér í stuttri grein en fyrir Fjarðar- kaup skipti ekki minnstu að hann gat verið harður í horn að taka þegar kom að samninga- viðræðum í innkaupum fyrir verslunina. Hann bar jafnan hag viðskiptavinanna fyrir brjósti og lagði sig allan fram um að þeir nytu hagstæðra inn- kaupa í sanngjörnu verðlagi en um leið góðrar þjónustu og framúrskarandi vöruúrvals. Bjarni var samviskusamur dugnaðarforkur sem lét sér aldrei verk úr hendi falla og ekki man ég eftir því að hann missti svo mikið sem klukku- stund úr vinnu vegna veikinda. Hann sinnti kaupmennskunni af lífi og sál öll árin ásamt okkur konu minni, Ingibjörgu Gísla- dóttur og eiginkonu sinni, Val- gerði Jónsdóttur, sem lifir mann sinn. Þau Valgerður og Bjarni ákváðu árið 1993 að láta staðar numið í rekstri Fjarðarkaupa og úr varð að við hjónin keypt- um þeirra hlut. Þau tímamót voru á allan hátt með sama brag og áratugirnir tveir og þau hjónin kvöddu Fjarðarkaup með friðsemd, velvild og reisn. Þá stóð verslunin á traustum grunni. Enda sniðum við okkur ávallt stakk eftir vexti sem voru vissulega einkunnarorðin í rekstrinum allan tímann – og eru enn. Fyrir hönd okkar í Fjarð- arkaupum færi ég Valgerði og fjölskyldunni allri okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Ein- lægar þakkir fær Bjarni Blomsterberg fyrir ómetanlega tryggð og vináttu í farsælu samstarfi okkar um áratuga- skeið. Sigurbergur Sveinsson. Leiðir okkar Bjarna lágu fyrst saman þegar hann kom að tali við mig fyrir um 20 árum og bað mig að byggja fyrir sig og Völu sumarbústað í Skorradal. Hann sagði mér bara að byrja að byggja húsið, hann kæmi svo næstu daga og gengi frá inn- borgun. Allt sem Bjarni sagði stóð eins og stafur á bók og sumarhúsið reis á sælureit þeirra hjóna. Bjarni var þar öll- um stundum að dunda sér við smíðar og fleira og auðvitað sá Vala um öll veisluherlegheitin. Þau voru yndisleg heim að sækja. Nokkrum mánuðum seinna kom Bjarni að tali við og bað mig að endurbyggja gamalt hús í Hafnarfirði. Það hús hýsir Súfistann í dag. Ég tók glaður við verkefninu. Bjarni tjáði mér að ég fengi mér til aðstoðar tvo vaska menn. Þegar hafist var handa við niðurrifið birtist mannskapurinn. Tveir menn á áttræðisaldri, Bjarni og Finn- bogi. Mörgum hefði brugðið og átt von á mun yngri mönnum. En þeir stóðust allar mínar væntingar og gott betur. Það var einkar ánægjulegt að kynnast Bjarna, traustari mann er varla hægt að finna. Blessuð sé minning hans. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Völu og aðstand- enda. Eyþór Ármann Eiríksson. Bjarni Blomsterberg ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, STEINUNN JÓHANNESDÓTTIR frá Hvammi, Hnífsdal, síðast til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 4. mars. Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 17. mars kl. 13.00. Sverrir Jóhannesson, Guðmundur G. Jóhannesson, Eva Lillerud, Jóhannes B. Jóhannesson, Guðrún H. Hauksdóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR S. KRISTJÁNSDÓTTUR, Hamrahlíð 17, Reykjavík. Ása Elísabet Sæmundsdóttir, Björn Bjarklind, Sæmundur Bjarklind, María Bjarklind, Benedikt Bjarklind, Rakel Ýr Jónsdóttir, Arnar Bjarklind, Margrét Jóhönnudóttir og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, DÓRA INGVARSDÓTTIR, Stapaseli 13, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 11. mars. Þórunn Ólafsdóttir, Marteinn Sigurðsson, Berglind Marteinsdóttir, Ólafur Marteinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.