Morgunblaðið - 14.03.2014, Side 51

Morgunblaðið - 14.03.2014, Side 51
Kaupmannahöfn hjá Svend Hvidtfelt Nielsen. Hildigunnur kom aftur heim árið 1992, ásamt eiginmanni og elsta barninu sem fæddist í Danmörku. Hún stundaði síðan söngnám og lauk burtfararprófi í söng frá Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar en kennari henn- ar þar var dr. Þórunn Guðmunds- dóttir. Tónverk Hildigunnar eru nær 200 talsins og eru reglulega flutt hér á landi og víða um heim, allt frá Ástr- alíu til vesturstrandar Bandaríkj- anna. Hildigunnur hefur verið virk í félagsstarfi tónlistarfólks hér á landi, hefur verið formaður í kammer- kórnum Hljómeyki um árabil, spilar í Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, sit- ur í stjórn Tónskáldafélags Íslands og er stjórnarformaður Íslenskrar tónverkamiðstöðvar. Auk þess að semja tónverk og syngja kennir Hildigunnur við tónlistardeild Listaháskóla Íslands, í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Suzukitónlist- arskólanum í Reykjavík. Góð gestaboð – gulls ígildi Ertu alæta á tónlist Hildigunnur? „Nei. Ég ætla ekki að halda því fram og ég held að þeir sem fullyrði slíkt séu sjaldnast einlægir í slíkum yfirlýsingum. Ég hlusta fyrst og fremst á klassíska tónlist en hef engu að síður mjög breiðan tónlistar- smekk. Í gær og fyrradag vorum við í Hljómeyki t.d. að syngja með Dúnd- urfréttum á þrennum tónleikum þar sem flutt var stórvirkið The Wall með Pink Floyd frá 1979. Þetta voru frá- bærir tónleikar, fyrir troðfullum Eld- borgarsal.“ – En svo ertu matgæðingur. „Já. Foreldrar mínir unnu bæði úti og maður byrjaði því ungur að bjarga sér í eldhúsinu heima. Síðan kom- umst við hjónin á bragðið á náms- árunum i Danmörku. Við fjárfestum í Det store danske madleksikon, 21 bindi, og eigum nú orðið um 100 góð- ar uppskriftabækur. Stundum er líka skemmtilegast að spila af fingrum fram í eldhúsinu. Við erum mjög samstiga í þessari áráttu, höfum bæði gaman af því að elda og reynum að bjóða fólki í mat a.m.k. tvisvar í mánuði. Það er fátt skemmtilegra en að hafa huggulegt heima hjá sér, elda góðan mat, stilla ljósin í stofunni, setja góða músík á fóninn og njóta kvöldsins með góðum vinum og kunningjum.“ Fjölskylda Eiginmaður Hildigunnar er Jón Lárus Stefánsson, f. 23.1. 1965, verk- fræðingur. Foreldrar hans eru sr. Stefán Lárusson, f. 18.11. 1928, fyrrv. prestur, og Ólöf Sigríður Jónsdóttir, f. 11.9. 1943, kennari og fyrrv. kirkju- vörður. Þau eru búsett í Kópavogi. Börn Hildigunnar og Jóns Lárusar eru Fífa Jónsdóttir, f. 1.6. 1992, nemi; Freyja Jónsdóttir, f. 6.4. 1996, nemi; Finnur Jónsson, f. 30.4. 2000, nemi. Systkini Hildigunnar eru Ólafur Einar Rúnarsson, f. 25.1. 1970, tenór- söngvari og kennari á Laugarbakka; Þorbjörn Rúnarsson, f. 29.6. 1971, áfangastjóri og tenórsöngvari, bú- settur í Hafnarfirði; Hallveig Rúnars- dóttir, f. 8.7. 1964, sópransöngkona. Foreldrar Hildigunnar eru Guð- finna Dóra Ólafsdóttir, f. 6.6. 1937, fyrrv. tónmenntakennari í Garðabæ, og Rúnar Einarsson, f. 27.12. 1937, fyrrv. rafvirki í Garðabæ. Úr frændgarði Hildigunnar Rúnarsdóttur Hildigunnur Rúnarsdóttir Vilhjálmur Bjarnason sjóm. í Rvík Guðný Magnúsdóttir húsfr. í Rvík Einar Kristinn Vilhjálmsson sjóm. í Rvík Þorgerður Björnsdóttir húsfr. og ræstitæknir í Rvík Rúnar Einarsson rafvirki í Garðabæ Birna Einarsdóttir búsett í Rvík Fanney Gunnarsd. leiðsögum. í Rvík Björn Leví Gunnarsson vþm. María Guðmundsdóttir húsfr. á Refsstöðum Björn Leví Gestsson b., smiður og hagyrðingur á Refsstöðum í Laxárdal Guðfinna Gísladóttir húsfr. í Rvík Halldór Guðmundsson rafmagnsfr. í Rvík Hildigunnur Halldórsdóttir húsfr. og skáld í Rvík Ólafur Þórðarson rafmagnstæknifr. Í Rvík Guðfinna Dóra Ólafsdóttir tónmenntakennari í Garðabæ Áslaug Ólafsd. tónlistarkennari í Garðabæ Guðbjörg Þórðardóttir saumakona frá Núpum Sigurður Halldórsson framkvæmdastj. Sumar- tónleika í Skálholti Hildigunnur Halldórsd. fiðluleikari Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona og kórstjóri Þórður Gíslason b. og organisti á Ölfusvatni í Grafningi Guðmundur Gíslason skólastj. Reykjaskóla Edda Guðmundsdóttir húsfr. í Garðabæ Guðmundur Steingrímsson alþm. og harmónikkuleikari Ólafur Einar Rúnarsson tenórsöngvari Þorbjörn Rúnarsson tenórsöngvari Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona Morgunblaðið/Heiddi Í garðinum heima Afmælisbarnið. ÍSLENDINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 Árni Helgason fæddist íReykjavík fyrir einni öld enólst upp á Eskifirði. For- eldrar hans voru Helgi G. Þorláks- son, kaupmaður þar, og k.h., Vilborg Árnadóttir húsfreyja. Eiginkona Árna var Ingibjörg Gunnlaugsdóttir kennari sem lést 1994. Börn þeirra eru Gunnlaugur Auðunn, útgerðarstjóri í Stykk- ishólmi; Halldór, hagfræðingur hjá SA; Helgi, skólastjóri Rimaskóla, og Vilborg Anna, kennari við MK. Árni var sjómaður og verkamaður á Eskifirði og var sýsluritari þar 1936-42. Hann flutti þá í Stykkis- hólm og átti eftir að verða þar vin- sæll áhrifamaður í félags- og bæj- arlífi enda kjörinn heiðursborgari Stykkishólms. Árni var sýsluskrifari í Hólminum 1942-56, stöðvarstjóri Pósts og síma 1954-84, landskunnur fréttaritari Morgunblaðsins í rúma hálfa öld frá 1943, auk þess Ríkisútvarps frá 1958 og Ríkissjónvarps frá 1966, umboðs- maður Brunabótafélagsins, Loft- leiða hf. og Flugleiða hf. og stofn- andi og stjórnandi útgerðarfélaga. Árni var eindreginn málsvari áfengisbindindis og Góðtemplara- reglunnar og gegndi fjölda trún- aðarstarfa fyrir hana, formaður áfengisnefndar Stykkishólms, Fé- lags áfengisvarnanefndar sýslunnar og sat í Áfengisvarnarráði. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn, sat í stjórn slysavarnafélagsins Brimrúnar á Eskifirði, í stjórn Lúðrafélags Eski- fjarðar, var stofnandi Lúðrasveitar Stykkishólms og formaður hennar, sat í stjórn Skógræktarfélags Stykkishólms, hótelsfélagsins Þórs og var einn stofnenda Lionsklúbbs Stykkishólms. Árni var endurskoðandi hrepps- reikninga í Stykkishólmi, formaður fræðslunefndar, sat í stjórn Amts- bókasafnsins og var landsþekktur skemmtikraftur sem söng eigin gamanvísur á ótal skemmtunum. Hann lést 27.2. 2008. Í tilefni þess að 100 ár eru frá fæð- ingu Árna bjóða börn hans til kaffi- samsætis og dagskrár í félagsheimli Stykkishólms sunnud. 16.3. kl. 14.30. Merkir Íslendingar Árni Helgason 95 ára Sigrún Sigurðardóttir 90 ára Ragnhildur Einarsdóttir 85 ára Sigríður Sóley Magnúsdóttir Sigrún Jónsdóttir Sigurvin Jónsson 80 ára Bára Brynjólfsdóttir Elsa Jakobsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Jenný Júlíusdóttir Jóhanna Stefánsdóttir Jóhann Sv. Jónsson 75 ára Baldur Vagnsson Guðrún Bóasdóttir Hrefna M. Magnúsdóttir Inga Jóna Sigurðardóttir Magnús Ólafsson 70 ára Alfreð Steinar Rafnsson Ágústa Högnadóttir Gísli Þórðarson Guðrún Hjördís Ólafsdóttir Gunnhildur Vilhjálmsdóttir Halldóra Baldursdóttir Hjörleifur Halldórsson Sigurbjörg Sigurðardóttir Þorbjörg Ólafsdóttir 60 ára Anton Holt Ásbjörn Ægir Ásgeirsson Edda Guðríður Ólafsdóttir Elisabeth Erichsen Hauge Hafsteinn Harðarson Helgi Þorvaldsson Katrín Sæmundsdóttir Kristján E. Engilbertsson Sigurborg I. Sigurðardóttir Þórunn Ólafsdóttir 50 ára Aðalsteinn Haraldsson Arnþór Elvar Hermannsson Berglind Guðmundsdóttir Brynhildur Geirsdóttir Ingi Torfi Sigurðsson Kristján Ólason Kristján V. Grétarsson Kristmundur A. Jónsson Stefan Grzegorz Hajduk 40 ára Arnar Þór Jóhannsson Ayodeji Gbeminiyi Kuforiji Ásmundur Rúnar Ívarsson Birna Ósk Björnsdóttir Flora-Josephine Hagen Liste Hieronim Choinski Íris Sveinbjörnsdóttir Júlíus Helgi Pétursson Ragnar Leó Kjartansson Rúnar Snæland Jósefsson Selma Aradóttir Sædís María Jónatansdóttir 30 ára Árni Húnfjörð Brynjarsson Brynjólfur Sæmundsson Elmar Geir Jónsson Elva Björg Gunnarsdóttir Gísli Bergmann Gylfi Snær Cooper Salómonsson Hrefna Magnúsdóttir Maríanna Skúladóttir Victoria Nkechi Anazia Þórey Svana Þórisdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Ríkey ólst upp á Húsavík og í Kelduhverfi, er nú búsett í Reykjavík, lauk BA-prófi í spænsku frá HÍ 2013 og stundar nú nám í jarðfræði við HÍ. Dóttir: Júlía Rósa Björns- dóttir, f. 2011. Foreldrar: Guðrún Helga Sigurðardóttir, f. 1960, lyfjatæknir í Garðabæ, og Andrés Júlíus Ólafsson, f. 1960, sérfræðingur hjá Umboðsmanni skuldara, búsettur í Kópavogi. Ríkey Júlíusdóttir 30 ára Íris ólst upp í Nor- egi og Kópavogi, býr nú í Reykjavík, lauk háskóla- brú frá Keili og hefur lengst af stundað versl- unarstörf. Maki: Sigurður Steinar Pálsson, f. 1982, smiður. Sonur: Hjálmar Helgi, f. 2006. Foreldrar: Heiður Ey- steinsdóttir, f. 1960, kennari og námsráðgjafi á Selfossi, og Helge Rise, f. 1955, smiður í Noregi. Íris Rise 30 ára Ólafur ólst upp í Kópavogi og á Alftanesi, býr í Hafnarfirði, hefur stundað nám í rennismíði og starfar hjá Micro ehf. Maki: Ingibjörg Ólafs- dóttir, f. 1989, starfs- maður hjá Hafnarfjarð- arbæ. Synir: Daníel Myrkvi, f. 2008, og Matthías Wer- ner, f. 2010. Foreldrar: Ágúst Böðv- arsson, f. 1955, og Þor- gerður Nielsen, f. 1957. Ólafur Böðvar Ágústsson mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Ertu þreytt á að vera þreytt? Getur verið að þig vanti járn? Magnaðar járn- og bætiefnablöndur úr lífrænt ræktuðum jurtum Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.