Morgunblaðið - 14.03.2014, Page 52

Morgunblaðið - 14.03.2014, Page 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2014 Picco de gallo (sósulaust salsa) Rifinn ostur nýsteikt nachos Ferskt guacamole chili con carne Kjúklinga QuesAdillas Mexico nautagrillsteik Mexico grísasteik Tex mex kjúklingastrimlar Tex mex nautastrimlar Nautaburritos Kjúklingaburritos STÚTFULL BÚÐ AF GÓÐGÆTI Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú skalt sýna öðrum þolinmæði í dag. Allt sem viðkemur híbýlum, fjölskyldu og einkalífi verður hlýlegra og gleðilegra ef þú sýnir því athygli. 20. apríl - 20. maí  Naut Allt hefur sinn tíma og það getur líka átt við um kunningsskap og jafnvel vináttu. En þú viðurkennir að smásmjaður og athygli handa réttu manneskjunni getur komið þér býsna langt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Fólk veitir þér óvenjumikla athygli í dag. Kannski iðar þú í skinninu eftir að kaupa ótilgreindan hlut. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Í því félagslega þrepi sem þú tilheyrir eru vináttusambönd bæði náin og ekkert mjög. Fólk sem er ólíkt þér verður skyndilega aðlaðandi og eitthvað gæti slegið þig út af laginu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Samvinna þín við samstarfsfólk þitt gengur ekki nógu vel í dag. Njóttu þess. Lexía dagsins er sú að vera samúðarfullur og skilja sjónarmið hins aðilans. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Framganga þín hefur vakið almenna athygli og þú mátt eiga von á að fjöldi fólks óski þér til hamingju. Auk þess að lesa og hlusta á fyrirlestra gætirðu reynt að kynnast viðkomandi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Fjölskylduböndin eru eitthvað stíf þessa dagana. En að þessu sinni væri gott að búa yfir dálítilli formlegri þekkingu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það gengur ekki að blanda sam- an léttúð frístundarinnar og alvarleika starfs- ins. Vandaðu vinnubrögð þín. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er mannbætandi að gefa sér tíma til þess að njóta einhvers af þeim list- viðburðum sem í boði eru. Vertu raunsæ/r í rómantíkinni í kvöld og ástarsamband bíður handan við hornið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vinnan reynist frábær skemmtun í dag. Brynjaðu þig gegn utanaðkomandi áhrif- um og taktu málin í þínar hendur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hugsanlegt er að þér finnist ein- hver koma illa fram við þig í dag. Taktu tillit til annarra þegar þú leysir málin og hugsaðu um hamingju þeirra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það gengur ekki að drottna ein/n yfir öllu þegar um samstarf við aðra er að ræða. Sýndu á þér þínar bestu hliðar til þess að allt fari vel. Stakan „Afi minn fór á honumRauð“ fékk níu líf eins og kött- urinn eftir útkomu ljóðabókar Bjarka Karlssonar. Á miðvikudag birtust hér í Vísnahorni vísur hans um fylgjurnar, sem smyglað var út af fæðingardeildinni, og byrjuðu svo: „Heyrðu snöggvast, Halla mín“. Sem ég var að velta þessu fyrir mér birtist skyndilega karlinn á Laugaveginum og sönglaði: Heyrðu snöggvst, Snati minn, snjalli vinur kæri, heldurðu ekki hringinn þinn ég hermannlega bæri? Lof mér nú að leika að látúnshálsgjörð þinni; ég skal seinna jafna það með jólaköku minni. Jæja þá, í þetta sinn þér er heimil ólin. En hvenær koma, kæri minn, kakan þín og jólin? Karlinn lagði kollhúfur eins og hann væri að tala við sjálfan sig en hélt svo áfram: Heyrðu snöggvast, snótin mín, snúin er þessi veröld. Sumir eiga áfengt vín sem ástar-fylla keröld. Lúther sagði vín og víf væru dyggðir rarar; aðrir verða allt sitt líf argir góðtemplarar. Æ því, sál mín, að því gæt á hérvistar róli að velja ást og vínin sæt vígð af biskupsstóli. Og var horfinn. Jón Gissurarson segir á Leirnum að ástæðulaust sé að bera kvíða í brjósti: Oft minn þýður þanki er þraut og kvíða ekki ber ef að blíðar ylja mér ormahíðisliljur hér. Rétt er að Þorsteinn Erlingsson hafi síðasta orðið: Líkast er það ljósum draum að liggja svona og heyra heillar nætur glasaglaum glymja sér við eyra. Þennan hvella hljóm ég læt hringja mig að beði; mér er hann angan unaðssæt ásta, víns og gleði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Snata gamla og dyggðum Lúthers Í klípu „AF HVERJU FÆRÐ ÞÚ ALLTAF STÆRSTU SKILTIN?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HALTU ENDILEGA ÁFRAM AÐ TALA, ÉG ÆTLA BARA AÐEINS AÐ LEGGJA MIG.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fagna tímamótum. EKKI SANN- GJARNT! EKKI SANN- GJARNT! EKKI SANN- GJARNT! EKKI SANN- GJARNT! EKKI SANN- GJARNT! HRÓLFUR, SVEINN VILL VITA HVENÆR VIÐ FÁUM ÚTBORGAÐ. SEGÐU HONUM AÐ BÍÐA RÓLEGUR ... ... ÉG ER UPPTEKINN VIÐ ANNAÐ NÚNA. GRETTIR, NÚ SKULUM VIÐ NÝTA DAGINN! LIFA LÍFINU TIL FULLS ... ... OG DRAGA FRÁ GLUGGUNUM! EN JÓN! ÞAÐ ER SÓLSKIN ÞARNA ÚTI! BRÚ ÐKA UPS - AFMÆLI Íslenskan er ólíkindatól og oft ervandlifað í nágrenni málsins. Þetta hefur stundum verið áberandi í Vesturheimi, þar sem beinar þýð- ingar hafa valdið miskilningi. Marg- ur Íslendingurinn, sem hefur verið að leita að ættingja og fengið það svar að hann lifði í næstu dyrum, hefur orðið kjaftstopp og ekki hætt sér frekar út á þessa hálu braut. x x x Á dögunum heyrði Víkverji sögusem staðfesti enn frekar að menn skyldu virða málið og fara var- lega, því annars væri hætta á að ein- hver missti sig algerlega. x x x Yfirmaður í virtu íslensku fyr-irtæki erlendis vildi auka sam- kenndina og kenna erlendum starfs- mönnum sínum einfalda setningu á íslensku. Tvö orð urðu fyrir valinu: Góðan daginn. x x x Ungur maður tók málið alvarlegaog ávarpaði konu í fyrirtækinu á íslensku á hverjum morgni. Hún leit á hann með stingandi augnaráði í fyrsta sinn og með hverjum deginum sem leið kólnaði andrúmsloftið þeg- ar ungi maðurinn kastaði glaðlega kveðju á konuna. x x x Innan skamms þoldi konan ekkilengur við og óskaði eftir fundi með íslenska yfirmanninum. Hún var vægast sagt mjög reið og sagðist ekki þola framkomu unga mannsins öllu lengur. Hann væri með dóna- skap og hún hefði aldrei upplifað aðrar eins svívirðingar. x x x Íslenski yfirmaðurinn róaði konuna,sagði að öllum gæti orðið á og bað hana að útskýra nánar í hverju dónaskapur og svívirðingar unga mannsins fælust. x x x Þessi ungi maður kemur brosandiinn á skrifstofuna á hverjum morgni, ruggar sér í lendunum, slær sér á lær og segir við mig: Go-on-a- diet (gó-ð-a-n da-ginn), farðu í megr- un! víkverji@mbl.is Víkverji Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjór- um, frá skautum jarðar til him- inskauta. (Mk 13, 27.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.