Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Qupperneq 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.3. 2014 SVAR Mér finnst þau vera aðeins of há. Þau geta vel lifað með minna. Hreiðar Jónsson, 79 ára. SVAR Eru þau ekki úr takti við það sem er að gerast í þjóðfélaginu, ég spyr? Bjarni Jóhannesson, 46 ára. SVAR Allt of há. Katrín Þórarinsdóttir, 57 ára. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SVAR Mér finnst að það eigi ekki að vera svoleiðis. Af hverju eiga þau að fá svona há laun þegar aðrir lækka? Ásgerður Felixdóttir, 42 ára. Morgunblaðið/Þórður. SPURNING VIKUNNAR HVAÐ FINNST ÞÉR UM LAUN BANKASTJÓRANNA? Ljósmyndari Morgunblaðsins fangaði anda mót- mælanna á Aust- urvelli á dögunum í myndum. 52 Í BLAÐINU Heimild: Hagstofa Íslands FJÖLDI UTAN TRÚFÉLAGA Á ÍSLANDI 6.941 utan trúfélaga af 290.570 17.218 utan trúfélaga af 325.671 2,4% 2004 5,3% 2014 Hvernig kom það til að þú ákvaðst að syngja óperur? Það var nú reyndar ekki meðvituð ákvörðun heldur bara gerjuðust hlutirnir þannig að ég fór að syngja óperutónlist. Ég var alltaf mikið í tónlist sem barn og unglingur, lærði á gítar í Tónlistarskól- anum í Búðardal og svo þegar maður stálpaðist tóku bílskúrsböndin við. Þegar ég var svo kominn undir tví- tugt fékk ég meiri áhuga á klassískri tónlist og klass- ískum söng þegar ég gekk til liðs við karlakór og svo kirkjukór í framhaldinu. Mér datt þá í hug að taka nokkra söngtíma og þá bara varð ekki aftur snúið. Hvað stendur upp úr eftir dvöl þína í Hol- landi? Ætli það standi ekki bara upp úr allt yndislega fólkið sem ég hef kynnst þar, bæði kollegar og aðrir. Það er mikið um að vera í klassískri tónlist í Hollandi og margt fólk sem starfar við tónlist þar og það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki og takast á við ný og fjöl- breytt verkefni. Svo stand jú upp úr líka allar jákvæðu móttökurnar sem ég hef fengið bæði þar og annars staðar. Áttu eitthvert uppáhaldshlutverk? Ég myndi segja að mitt uppáhaldshlutverk sem ég hef sungið nú þegar væri Kúdrjás í Kát’a Kabanová eftir Janácek. Þetta var fyrsta hlutverkið sem ég söng í Maastricht þegar ég fékk fastráðningu þar árið 2011 og svo söng ég það aftur í Brno í Tékklandi í nóv- ember 2012 á Janácek-hátíðinni sem haldin er þar á hverju ári. Það var magnað að standa á sviðinu í sama leikhúsi og verkið var frum- flutt 90 árum áður og syngja þessa rullu. Annað hlutverk sem mig dreymir um að syngja er Vladimir Lenski úr Evgeni Onegin eftir Tchaikovsky. Það kemur vonandi að því fljótlega. Varst þú í frjálsíþróttum? Aldrei verið í frjálsum íþróttum nema bara sem barn og unglingur og keppti þá nokkrum sinnum á hér- aðsmótum í Dölunum í gamla daga. Mig minnir að ég hafi einu sinni eða tvisvar komist á verðlaunapall en það vildi mér til happs að við vorum bara þrír í mínum árgangi. Hvað gerirðu þegar þú ert ekki að syngja? Þegar ég er ekki að syngja, þá er ég að slaka á einhvers staðar, lesa eða eyða tíma með dóttur minni sem er tíu ára. Ég er reyndar líka með smáveiðidellu og ég reyni að fara eins mikið og ég get þegar ég er á landinu á sumrin. Það jafnast ekkert á við að standa úti í einhverri á eða vatni og kasta flugu … það slokknar ein- hvern veginn á öllu nema bara þessari grunnhvöt – að reyna að finna fisk og fá hann til að bíta á. Morgunblaðið/Ómar ELMAR GILBERTSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Með mikla veiðidellu Forsíðumyndina tók Þórður Arnar Þórðarson. Tíu ár eru liðin frá því Facebook birtist á netinu. Margt hefur breyst síðan þá en vinsældir samskipta- miðilsins aukast ár frá ári. Þannig er einn af hverjum 13 í heim- inum skráður notandi en sé kaf- að ofan í tölur síðunnar kemur margt athyglisvert í ljós. 37 Innlit við Tjörnina Áslaug Heiða býr í björtu og fal- legu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Áslaug sem er með heldur nútímalegan stíl segir mikilvægt að blanda antík- munum sem hafa tilfinningalegt gildi inn á heimilið 28 Laddi hefur skemmt íslenskum fjölskyldum í áratugi. Heilu kyn- slóðirnar kunna textana af barna- plötunum hans aftur á bak og áfram. 17 Elmar Gilbertsson tenórsöngvari hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í hlutverki Daða í óperu Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar, Ragnheiði. Þetta er í fyrsta sinn sem hann syngur fyrir Íslensku óperuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.