Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Qupperneq 4
HRAUNBÆR 20
Á veggjum frá jarðhæð upp á fyrstu hæð blasa við
blóðblettir sem íbúum hefur ekki tekist að þrífa.
Félagsbústaðir
eiga íbúðina
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni telja þeir
að íbúðareigandi og leigutaki eigi að bera kostnað
af því að skipt verði um teppi í stigaganginum.
Búslóð mannsins var sett inn í geymslu á jarð-
hæð. Ekki er hægt að loka dyrunum fyrir dóti.
Félagsbústaðir hf. eiga og reka 2.208 leigu-
íbúðir í Reykjavík og meðal annars íbúðina í
Hraunbæ 20 sem skotmaðurinn leigði. Birgir
Ottósson, forstöðumaður Félagsbústaða,
segist vilja klára málið sem fyrst því þarna búi
annað fólk og algjör óþarfi fyrir það fólk að
vera stöðugt áminnt um hvað gerðist. „Komi
eitthvað fyrir í okkar íbúðum þá spáum við
ekkert í hver eigi að greiða. Við vöðum bara í
málið, hreinsum til, græjum og gerum. Ef við
eigum rétt á endurkröfu þá förum við í það
seinna. Klárum bara málin.
Í þessu máli máttum við koma og hreinsa
aðeins til en ekkert eins og maður hefði ósk-
að. Við höfum ekkert mátt koma síðan því
það er enn litið á stigaganginn sem vettvang
eftir því sem ég best veit.“
Birgir bætir því við að hann vilji einnig
koma íbúðinni í leigu á ný því á meðan hún sé
tóm hafi Félagsbústaðir eðlilega ekki tekjur
af henni. „Við bíðum bara eftir að fá hana af-
henta.“
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.3. 2014
A
ð morgni annars desember
var lögregla kölluð til vegna
hávaða að íbúð í Hraunbæ í
Árbæ. Þetta átti eftir að
vera útkall sem lengi verð-
ur í minnum haft. Lögreglan mætti þar
skothríð og eftir rúmlega fjögurra klukku-
tíma umsátur, þar sem lögreglumaður
fékk meðal annars högl í hjálminn sinn og
sérsveitarmaður skot í skjöldinn sinn, féll
skotmaðurinn fyrir hendi sérsveitarinnar.
Lögreglan var búin að skjóta töluverðu
magni af gasi inn í íbúðina skömmu áður
og var því ekki hægt að gera að sárum
skotmannsins inni í íbúðinni. Var hann
borinn helsærður niður í anddyrið þar
sem sjúkraflutningamenn reyndu að
bjarga lífi hans.
Þremur mánuðum síðar er stigagang-
urinn við Hraunbæ 20 enn litaður af at-
burðunum. Íbúar eru orðnir langeygir eft-
ir að stigagangurinn verði þrifinn enda
blóðsletturnar enn vel sjáanlegar. „Það
var allt annað en jólalegt að ganga upp
blóðugar tröppurnar á hátíð ljóss og frið-
ar,“ segir einn íbúa en enginn vildi koma í
viðtal undir nafni.
Skömmu eftir atburðina var teppið úr
anddyri hússins rifið upp og hent í gám
fyrir utan en það var alblóðugt. Anddyrið
hefur verið flísalagt en blóð er enn á
stigagangi. Íbúarnir segja að atvikið sé
greypt í huga þeirra og þótt þeir skilji vel
að rannsókn geti tekið sinn tíma vilja þeir
fá einhver málalok og að ummerkin verði
afmáð.
Sjálfir hafa þeir reynt að fá svör í
gegnum húsfélagið og sem íbúar en segj-
ast hafa komið að lokuðum dyrum. Einn
íbúanna segist hafa reynt að fá svör við
því hver eigi að þrífa og hvort íbúar megi
yfirhöfuð láta þrífa ganginn, en ekki tek-
ist.
Samskiptin við lögreglu
og ríkissaksóknara
Blaðamaður upplifði það sama og íbúar
þegar leitað var svara við því hver bæri
ábyrgð á því að koma stigaganginum í
samt horf eftir aðgerðir lögreglu.
Starfsmaður embættis Ríkissaksóknara
vildi fyrst ekki kannast við að málið væri
á könnu embættisins. Starfsmaður tækni-
deildar lögreglunnar staðfesti að deildin
hefði afhent ríkissaksóknara öll sín gögn
fyrir tveimur vikum.
Eftir ítrekaðar beiðnir fékkst þetta svar
frá Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksókn-
ara: „Ríkissaksóknari fer með rannsókn á
aðgerðum lögreglu, sbr. 35. gr. lög-
reglulaga nr. 90/1996, og er það mál enn
til meðferðar við embættið. Lögreglustjór-
inn á höfuðborgarsvæðinu sinnir öðrum
verkefnum sem varða þá atburði sem
þarna urðu.“
Samkvæmt upplýsingum frá lögregl-
unni telja þeir að íbúðareigandi, sem eru
Félagsbústaðir, og leigutaki eigi að bera
kostnað af því að skipt verði um teppi í
stigaganginum.
Samkvæmt tveimur teppabúðum sem
hafa unnið í Hraunbænum við nánast al-
veg eins hús kostar 550-650 þúsund að
skipta um teppi í öllum stigaganginum.
Fjölskyldan fær engin svör
Veraldlegar eigur hins látna voru færðar
út úr íbúðinni og settar í geymslu í kjall-
ara hússins sem er of lítil til að rúma allt
þannig að eigurnar flæða fram á stiga-
ganginn. Anna Jóna Jónasdóttir, systir
mannsins sem féll í aðgerðunum, segir að
enginn frá yfirvöldum hafi haft samband
við fjölskylduna vegna dótsins í geymsl-
unni. „Við vitum minna en ekki neitt.
Þetta er mjög skrýtið mál. Okkur var
sagt að það væri búið að setja dótið hans í
gám. Það hefur enginn hringt í okkur eða
ekki neitt. Okkur leiðast þessar fréttir um
blóðið í stigaganginum því ég fæ þá á til-
finninguna að hann hafi verið dreginn nið-
ur stigaganginn.“
Einhver vinna er komin af stað við fjöl-
býlishúsið; það er búið að skipta um rúður
sem sneru út á bílaplan en það var gert í
síðustu viku. Einnig er búið að panta nýja
hurð og verður hún sett í íbúðina öðrum
hvorum megin við helgina. Óvíst er hve-
nær verður skipt um teppi á stigagang-
inum.
Íbúar í stigaganginum þar sem skotbardagi fór fram í desember fara helst ekki um stigaganginn nema á útiskóm, ekki einu sinni til að sækja
póstinn á morgnana. Þeir hafa ekki fengið svör við því hver á að þrífa ummerkin og hver á að bera kostnað vegna þrifanna.
Morgunblaðið/Þórður
Ummerkin enn til staðar
RÚMUM ÞREMUR MÁNUÐUM EFTIR SKOTBARDAGA LÖGREGLU Í ÁRBÆ ERU ENN UMMERKI EFTIR AÐGERÐ-
IRNAR Í STIGAGANGINUM Í HRAUNBÆNUM ÞAR SEM HINN LÁTNI BJÓ. BLÓÐ ER Á VEGGJUM OG Í TEPPI.
VERALDLEGAR EIGUR MANNSINS VORU SETTAR Í GEYMSLU SEM ER OPIN UPP Á GÁTT. ÍBÚAR HÚSSINS
HAFA REYNT AÐ FÁ SVÖR VIÐ ÞVÍ HVER EIGI AÐ BERA KOSTNAÐ VEGNA ÞRIFA EN EKKI TEKIST. ÍBÚÐ
MANNSINS HEFUR ENN EKKI VERIÐ AFHENT FÉLAGSBÚSTÖÐUM.
Tæknideild lögreglunnar skilaði öllu sínu til
ríkissaksóknara fyrir tveimur vikum.
Morgunblaðið/Rósa Braga
*Milli 15 og 20 lögreglumenn, auk sérsveitarmanna, tóku þátt íaðgerðinni. Tveir sérsveitarmenn slösuðust í aðgerðinni. Stefán Eiríksson á blaðamannafundi eftir atburðina 20. desember. ÞjóðmálBENEDIKT BÓAS HINRIKSSON
benedikt@mbl.is