Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Síða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.3. 2014 Oft var talið best að þekktar skrautfjaðrir væru ekki formlegir og opinberir félagar kommúnistaflokka og jafnvel mælt með þeirri aðferð af hálfu ráðamanna í Moskvu. Bandaríski blökkumaðurinn Paul Robeson var heimsfrægur leikari og söngvari, hann lést 1976. Hann heillaðist svo af Sovétríkjum Stalíns að hann varði hikstalaust fjöldamorð og aðra grimmd leiðtogans. Árið 1998 ljóstraði Gus Hall, lengi leiðtogi bandaríska kommúnistaflokksins, því upp að Robeson hefði verið „stoltur félagi“ í flokknum. K vikmynd sem gerð var um Nelson Mandela og baráttu hans og Afríska þjóðarráðsins, ANC, fyrir réttindum svartra Suður-Afríkumanna varð mjög vinsæl. Friðarverðlaunahafinn er þar sýndur sem sá heillandi leið- togi sem hann greinilega var, mað- urinn sem lét ekki áratuga fangels- isvist buga sig. Og alls enginn kommúnisti. En hvers vegna tor- tryggðu leiðtogar Vesturlanda hann svo mjög, hvers vegna var hann jafnvel enn á skrá yfir hryðjuverka- menn í Bandaríkjunum skömmu eft- ir að hann varð forseti 1994? Voru þeir innst inni hrifnir af aðskiln- aðarstefnu hvíta meirihlutans? Ekkert bendir til þess. Ævi- söguritari Margaret Thatcher, Charles Moore, vitnar í Mandela sjálfan sem sagði: „Thatcher var óvinur apartheid.“ Það voru tengslin við suður-afríska kommúnista sem bæði hún og Ronald Reagan höfðu illan bifur á. Þau óttuðust að Man- dela væri úlfur í sauðargæru, myndi gera S-Afríku að alþýðulýðveldi með öllum þeim hörmungum sem það myndi hafa í för með sér. Sjálfur neitaði Mandela alla tíð að hann væri eða hefði verið félagi í kommúnistaflokknum sem var mjög hollur Moskvu í kalda stríðinu. En nokkru eftir andlát forsetans fyrr- verandi skýrði leiðtogi komm- únistaflokksins frá því að Mandela hefði ekki bara verið flokksfélagi um 1960, skömmu áður en hann var fangelsaður, heldur setið í mið- stjórn! Þessar upplýsingar hafa ver- ið staðfestar með öðrum gögnum. En var hann kommúnisti sem snerist ekki hugur fyrr en Sov- étríkin voru öll 1991? Um það deila menn nú. Bent er á að hann hafi líklega fremur verið „pragmatisti“, jafnvel tækifærissinni. Hann hafi álitið það henta sér og ANC um 1960 að hafa fullan stuðning komm- únista sem voru vel skipulagðir og nutu aðstoðar og peninga Moskvu- valdsins. Stefna hans eftir að hann náði loks völdum bendir ekki til þess að þá hafi blundað í honum einhverjar marxískar hugmyndir. Eftir valdatökuna óttuðust Mandela og ANC mjög að róttækar aðgerðir myndu hræða hvíta kaupsýslu- menn, þeir myndu yfirgefa landið og efnahagskerfið fá alvarlegan skell, allt færi í bál og brand. S- Afríka yrði enn eitt landið í álfunni sem hryndi. Lítið var því hróflað við fjármálakerfinu. Reyndar benda heimildir til þess að eftir ferð Mandela til nokkurra Afríkuríkja 1962 hafi hann þegar byrjað, eftir sam- töl við leiðtoga nýfrjálsra ríkja, að efast um réttmæti tengslanna við s- afríska sovétkommúnista. En hverjar voru stjórnmálaskoð- anir Mandela þegar hann var ung- ur, á sjötta áratugnum? Þá var hann herskár marxisti, um það þarf varla lengur að deila. Breski fræði- maðurinn Stephen Ellis hefur kynnt sér 627 blaðsíðna handrit að end- urminningum sem Mandela ritaði sjálfur í fangelsinu á áttunda ára- tugnum en aldrei voru gefnar út. Opinber ævisaga hans styðst að hluta við handritið en ýmsu eldfimu sleppt. Handritið fann Ellis á Minn- ingarsafninu um Mandela en nokkra útsjónarsemi þurfti til að finna það. Allt bendir til að for- stöðumönnum safnsins hafi ekki þótt ástæða til að flíka því og það er skiljanlegt. Ímynd leiðtogans breytist nokkuð við að lesa skrifin. „...og blóðið streymir um göturnar“ Oft hefur verið sagt að ANC hafi í reynd verið undir yfirstjórn komm- únistaflokksins. S-afrískir komm- únistar hófu að skipuleggja vopnaða uppreisn með aðstoð Sovétmanna og Kínverja gegn minnihlutastjórn hvítra árið 1960. Mandela studdi ályktun þess efnis í miðstjórn þótt opinber stefna ANC væri að beita bæri friðsamlegum mótmælum. En hvað vildi hann gera, var rétt að beita ofbeldi sem gat þýtt að saklaust fólk léti lífið, stunda hryðjuverk jafnvel þótt blökkumenn væru almennt andvígir slíkum að- ferðum? Eitt er víst að upp úr 1950 var hann ekki í neinum friðarhug, að eigin sögn í handritinu. Hann var bitur og fannst að hvítir S-Afríkumenn þyrftu að snýta rauðu. Hann vildi finna og sjá „blítt loftið lykta af púðurreyk, glæsilegar byggingar hrynja og blóðið streym- ir um göturnar“. Og annars staðar staðar tjáir hann skýrt þankagang stalínista varðandi forystuhlutverk marxista: „Þetta er ekki spurning um grundvallaratriði eða óskhyggju. Ef valdbeiting eflir [baráttuna] þá verður að notast við hana, hvort sem meirihlutinn er sammála því eða ekki.“ Enginn friðarsinni í upphafi NELSON MANDELA ER EKKI SÍST MINNST FYRIR AÐ HAFA SÆTT KYNÞÆTTINA. EN Á SÍÐUSTU ÁRUM HAFA VERIÐ BIRT GÖGN SEM SÝNA AÐ Á YNGRI ÁRUM VILDI HANN BEITA VOPNUM EKKI SÍÐUR EN ORÐUM. Paul Robeson LEYNDARHJÚPUR Nelson Mandela ræðir við börn í Jóhannesarborg skömmu eftir að honum var sleppt úr haldi árið 1990. Hann varð forseti Suður-Afríku árið 1994. AFP * Það er ótrúlegt að svona margt fólk skyldi skrökvaum þetta svona lengi. Stephen Ellis, prófessor í sagnfræði.AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is HEIMURINN NÍGE LAGO samkyn Nígeríu hefur v refsað fyrir kynmök, refsingin var í samræmi við lög íslams í bo landsins. Fékk hv Afríkuríkið selt Sa um Muammars en þar r fyrir is Gjan eðf ÆNUG Íþróttame frá Úkraínu munu taka þátt í Ólympíuleikum fatlaðra í Sotsjí sögn ráðaman þróttahreyfingar landsins. Þeir vöruð ð ef Rússar ýttu enn und i farið svo að íþrótt BANDARÍKIN WASHINGTON Það mun taka Bandaríkjamenn tvö ár og hugsanlega milljarða dollara að lagfæra þann skaða sem uppljóstrarinn Ed þjóðinni, se bandaríska

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.