Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.3. 2014
Erlendir ferðamenn hafa sumir hverjir heimsótt
Ísland í þeim eina tilgangi að stunda brimbretti.
Morgunblaðið/Ómar
Sveitarfélagið Ölfus hefur fengið erindi þess
efnis að komið verði upp aðstöðu fyrir brim-
brettaiðkendur við fjöruna í Skötubót við Þor-
lákshöfn. Brimbrettaiðkun hefur tíðkast í
mörg ár hér á landi og sumstaðar á landinu
eru aðstæður eins og þær gerast bestar í
heiminum.
Brimað í
Þorlákshöfn
Kunningi minn sem er á öndverðum meiðivið mig í pólitík er á sama máli og ég í and-stöðu við Evrópusambandsaðild. En á
gerólíkum forsendum. Hann er maður markaðar,
ég félagslegra lausna. Honum finnst Evrópusam-
bandið vera pólitískt og miðstýrt. Mér finnst það
draga taum stórkapítalsins. Báðum finnst skorta á
lýðræðið. Þessir þræðir liggja langt aftur. Evrópu-
sambandið, eða Efnahagsbandalagið eins og það
hét á fyrri stigum, var stofnað með Rómarsáttmál-
anum árið 1957. Þremur árum síðar voru Fríversl-
unarsamtök Evrópu, EFTA, stofnuð, að vissu
marki sem mótvægi við Efnahagsbandalagið. Ís-
land gekk í EFTA árið 1970. Það var eftir nokkar
deilur. Andstæðingar töldu sýnt að íslensk fram-
leiðsla myndi eiga undir högg að sækja. Það
reyndist rétt, íslensk iðnaðarframleiðsla, skipa-
smíðar, húsgagnaframleiðsla og fataiðnaður lögð-
ust nánast af. Verslunarhagsmunir urðu ofan á.
Eftir inngöngu í EFTA slíðruðu menn sverðin
og löguðu sig að nýjum veruleika. Það tókst bæri-
lega. En heimurinn stóð ekki kyrr. Nú vildu menn
að Efnahagsbandalagið yrði ríki. Nafninu var
breytt úr bandalagi í samband og tekið til við að
miðstýra sífellt fleiri málaflokkum að hætti sam-
bandsríkis.
Og sambandið stækkaði. Að sama skapi kvarn-
aðist úr EFTA. Þau ríki sem þar stóðu eftir tóku
nú að færa sig nær ESB. Til varð hið Evrópska
efnahagssvæði, EES, sem er eins konar brú á milli
EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. Þessi
brú var í upphafi fyrst og fremst á viðskipta-
forsendum. En jafnt og þétt jókst umferðarþung-
inn um brúna og eðli umferðarinnar tók breyt-
ingum. Mál til afgreiðslu á vettvangi EES gerðust
æ pólitískari og meira krefjandi um kerfisbreyt-
ingar í átt að ESB-stöðlum. Þetta er ekkert und-
arlegt því frá því Rómarsáttmálinn leit dagsins
ljós hefur stjórnskipan ESB tekið stöðugum
breytingum og er á fullri ferð í átt til miðstýrðrar
samræmingar. Áhrifanna gætir í EES.
Áfanga á þessari vegferð þekkjum við, svo sem
þá sem kenndir eru við Maastricht ogLissabon.
Það eru heitin á pökkunum sem forvitnir geta kíkt
í vilji þeir fræðast um hvað biði okkar í ESB! Er
nú svo komið í Evrópusambandinu að nánast allt
sem stríðir gegn markaðshyggju er bannað. Og
ekki nóg með það, reynt er að greiða götu fjár-
magnsins inn í sjálfa velferðarþjónustuna og að
innviðum samfélagsins. Þetta minnir á gamla um-
ræðu um alræði markaðarins. Nema nú er það al-
vara.
En viti menn, fyrrnefndum markaðsmanni hrýs
einnig hugur við þessari þróun. Honum hugnast
ekki að Brussel-fingur haldi um alla þræði í sam-
félaginu. Þarna erum við á einu máli. Og erum við
þó ekki byrjaðir að ræða um fisk.
Söguþræðir
*Áfanga á þessari vegferðþekkjum við, svo sem þásem kenndir eru við Maast-
richt og Lissabon. Það eru
heitin á pökkunum sem for-
vitnir geta kíkt í vilji þeir fræð-
ast um hvað biði okkar í ESB!
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Viðtal Monitor við
Vigdísi Hauks-
dóttur, þingmann
Framsóknarflokks
og formann fjár-
laganefndar, vakti
mikla athygli í vikunni. Eins og oft
er tóku liðar Facebook við sér og
höfðu margt um viðtalið að segja.
Sérstaka eftirtekt vöktu ummæli
Vigdísar um að hún hefði upplifað
Alþingi þegar „virðing þess var sem
mest“ og nefnir að því er virðist
sem dæmi um þá virðingu að þá
hafi starfsfólk Alþingis ekki ávarpað
þingmenn.
Katrín Júl-
íusdóttir, þing-
maður Samfylk-
ingar, segir á
Facebook: „Tek
fram að ég hef
ekki lesið allt viðtalið en mér finnst
þetta skrýtin nálgun. Ég hef alltaf
litið á þann hóp sem starfar innan
veggja Alþingis sem eitt teymi. Þeir
sem ekki eru þjóðkjörnir eru engu
að síður samstarfsmenn mínir, jafn-
ingjar. Ég vil ekki sjá stéttskipt Al-
þingi því ég vil ekki sjá stéttskipt
samfélag.“
Aðstoðarmaður fjármálaráð-
herra, Svanhildur Hólm Vals-
dóttir, hafði þetta til málanna að
leggja: „Bara svo það sé sagt: Ég hef
verið svo heppin að hafa fengið að
vera viðloðandi Alþingi frá því árið
2009. Eitt það besta við þingið er
starfsfólkið, sem stendur vaktina
dag og nótt. Það er ekki bara ákaf-
lega háttvíst, hæft og vandvirkt,
heldur eru allir ljúfir og greiðviknir
með eindæmum og taka allskonar
skrýtnum fyrirspurnum, sérvisku
og reglulegu röfli með stökustu ró
(ég veit það, ég stend stundum fyr-
ir öllu framangreindu). Og svo er
svakalega gaman að tala við það.“
Elín Hirst,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, sá
ástæðu til að lýsa
stuðningi við
þessa yfirlýsinu
Svanhildar og hafði þessu við að
bæta: „Starfsfólk Alþings eru alger-
ir snillingar!“
AF NETINU
Ljósmyndavefsíðan Retronaut tístir á hverj-
um klukkutíma gamalli mynd. Flestum mynd-
um Retronaut er endurtíst nokkrum sinnum
en í vikunni brá svo við að þeir tístu mynd úr
vikublaðinu Fálkanum frá 1949 þar sem er
mynd af manni sem líkist óneitanlega Hómer
Simpson. Var færslan ein vinsælasta í sögu
Retronaut og mikið rætt um hana á samfélags-
miðlunum.
Karakterinn sem um ræðir kallaðist Adamson
og var eftir Svíann Oscar Jacobsson.
Íslenskur Hómer
Kynlegt útvarp
Kynjahlutfall þáttastjórnenda á X-inu batnar
með nýjum þætti sem stjórnað er af konum.
Morgunblaðið/Heiddi
Nýr útvarpsþáttur, Kynlegir kvistir, hóf
göngu sína á X-inu 9.77 á miðvikudagskvöld.
Þáttarstjórnendur eru þær Anna Tara Andr-
ésdóttir og Katrín Ásmundsdóttir en sú fyrr-
nefnda er í hljómsveitinni Hljómsveitt og til-
heyrir rapphópnum Reykjavíkurdætrum. Í
þáttunum er fjallað um jafnrétti og femín-
isma enda segjast stjórnendur gallharðir
femínistar. X-ið hefur oft verið gagnrýnt fyr-
ir að vera karllæg stöð og ráða nær eingöngu
karlmenn sem þáttastjórnendur.
Vettvangur
Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir mun syngja ís-
lenska þjóðsönginn á opnunarathöfn Skandinav-
íuhátíðar í bænum Thousand Oaks í Kaliforníu
sem haldin verður 5.-6. apríl næstkomandi. Söng-
konan greinir frá þessu á facebooksíðu sinni og
segist stolt af þessari upphefð og hvetur þá sem
eru í nágrenninu til að koma við á hátíðinni.
Syngur
þjóðsönginn
Anna Mjöll Ólafsdóttir söngkona.
Morgunblaðið/Golli