Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Síða 17
Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi eins og hann er ávallt kallaður, hefur skemmt landanum í tugi ára. Hann hefur gefið frá sér ógrynni af fjörugu efni fyr- ir alla aldurshópa og kannast margir við að hafa alist upp við grínið í Ladda og rödd hans í teiknimyndum. Nýir þættir hefjast á RÚV um helgina, Grínistinn – Laddi eins og hann leggur sig, þar sem varpað verður ljósi á feril hans með hjálp vina og samferða- manna. Gísli Einarsson er þáttastjórnandi. „Þjóðin þekkir einhverja tugi persóna sem Laddi hefur leikið í gegnum tíð- ina. Markmiðið er að kynnast Ladda sjálfum, sem einhverjir hafa þó haldið fram að sé leik- inn líka,“ segir Gísli og hlær. „Ég vona að það takist í þess- um þáttum.“ Um er að ræða fjóra þætti þar sem farið er yfir uppvaxtarár Ladda og starfsferil hans. Laddi hefur talað inn á gríðarlega margar teiknimyndir og má þar nefna hina vinsælu Strumpa, en þar talaði hann fyrir allar persónur. Auk þess hefur hann talað inn á teikni- myndir á borð við Aladdín, Mulan og fleiri. Laddi hefur leikið í þáttum, kvikmyndum, leikhúsi og þar fram eftir götunum. Þá hefur hann samið mikið af sinni tónlist sjálf- ur. „Það fer ekki á milli mála að efnið sem kemur frá Ladda höfð- ar til heilu kynslóðanna. Ég hef sjálfur hlegið að Ladda frá því ég fæddist.“ GRÍNISTI LANDS OG ÞJÓÐAR Á SKJÁNUM Ótal hliðar Ladda Morgunblaðið/RAX HEILU KYNSLÓÐIRNAR HAFA HLEGIÐ AÐ LADDA UM ÁRATUGASKEIÐ. GRÍNISTINN, ÞÆTTIR SEM RÚV TILEINKAR STARFSFERLI HANS, HEFUR GÖNGU SÍNA UM HELGINA. 9.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Hvar og hvenær? Gerðubergi, laugardag kl. 14-16. Nánar: Spilavinir verða á bókasafni Gerðubergs og kenna börnum og fjölskyldum þeirra skemmtileg spil þar sem ýmis tungumál koma við sögu. Spilum saman!* Þangið virðist alltaf vera grænna í sjávarheimkynnum annarra.Sebastian krabbi Edda Hermannsdóttir fjölmiðlakona segir fjöl- skylduna stunda íþróttir mikið og mexíkanskur matur sé í uppáhaldi hjá öllum. Þátturinn sem allir geta horft á? Vilji okkar for- eldranna er nú ekki virtur oft þegar kemur að sjón- varpsáhorfi þótt það komi einstaka sinnum fyrir. Það eru ekki margir sjónvarpsþættir sem slá í gegn hjá öllum en við vorum öll mjög þakklát fyrir Fólk- ið í blokkinni sem við gátum öll hlegið að. Síðan á Gói miklar þakkir skildar fyrir að gera úlfatímann á sunnudögum mjög skemmtilegan. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Mexíkanskur mat- ur rennur alltaf ljúflega niður hjá öllum fjölskyldu- meðlimum. Þá er auðvelt fyrir alla að taka þátt í undirbúningi og þá er líka leyfilegt að borða með puttunum og subba sig út. Pasta er líka í miklu uppá- haldi hjá krökkunum, sem er í raun stórmerkilegt því ég hef aldrei kunnað að elda góða pastarétti. Skemmtilegast að gera saman? Okkur finnst skemmtilegast að vera úti saman og þá helst í sundi. Nú er sá yngri líka byrjaður á skíðum, sem er frá- bær fjölskylduafþreying. Börnunum finnst þó heita súkkulaðið eftir skíðin næstum því meira sport en skíðin sjálf. Dóttir mín sér síðan um að láta alla spila reglulega, sem er mjög skemmtilegt. Borðið þið morgunmat saman? Það er ekki mikil regla á því en um helgar borðum við alltaf saman. Á virkum dögum borðum við oft saman en allra þreyttustu fjölskyldumeðlimirnir vilja stundum sofa lengur yfir dimman vetrartíma. Kvöldmatartíminn er hins vegar okkar tími þar sem farið er yfir atburði dagsins. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Við stundum öll mikið af íþróttum. Það er því kærkomið að vera heima á náttbuxunum að spila eða baka sem við gerum nú mikið af til að slappa af. Börnin sjá líka um að framleiða teiknuð listaverk á hverjum degi. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Dugleg að baka saman Edda Hermannsdóttir Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is SENDUM Í FYRIRTÆKI OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-21 Laddi bregður sér í gervi Æðstastrumps og Magnúsar bónda á RÚV.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.