Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.3. 2014 Matur og drykkir V ið tókum við staðnum í des- ember síðastliðnum og framkvæmdir hófust strax í upphafi árs,“ segir Er- lendur Eiríksson, matreiðslumeist- ari og einn aðstandenda Veiðikof- ans, sem opnaði dyr sínar á dögunum. Staðurinn er til húsa í sömu húsakynnum og forðum hýstu m.a. veitingastaðinn Pisa og Litla ljóta andarungann, auk ýmiss ann- ars konar reksturs, en húsið var reist árið 1904. Nýttust m.a. margir gamlir munir sem fundust á efri hæðum, við endurbæturnar nú, svo sem gömul sendibréf, flöskur og timbur. Nart, smakk og steikur Óneitanlega bera áherslur á mat- seðli Veiðikofans nafninu vitni enda aðstandendur allir miklir áhuga- menn um veiðiskap hvers konar. „Við vorum sammála um að margar af bestu matarstundunum, þegar komið er í hús í veiðiferðum, eru þegar verið er að narta í ýmislegt smálegt en gómsætt, yfir köldu bjórglasi í góðra vina hópi. Síðan líka þegar skipt er yfir í sunnudagssteikina, hitaða upp með sósum og meðlæti, í góðu brauði,“ segir Erlendur. Segir hann takmark eigenda hafa verið að ná að skapa viðlíka andrúmsloft á staðnum, en hann skiptist veitingasvæði og notalega setustofu með kráarívafi. Að end- urbótunum komu m.a. innanhúsarkitektinn Hanna Stína og viðarsérfræðingarnir hjá Arctic Plank. Kveða mun við nokkrar nýjungar á matseðlinum, sem Íslendingar hafa ekki átt að venjast til þessa. Á meðal þess sem þar er að finna eru djúpsteikt lambaeistu í kryddhjúpi, sem Erlendur segir herramannsmat. „Við köll- um þetta Eyjafjallaostrur en hugmyndin er sótt í Rocky Mountain Oysters í Bandaríkjunum,“ segir hann og bætir við að lagerinn af hráefninu hafi verið keyptur upp hjá SS. Þá stefnir hann einnig á að bjóða upp á ís- lenskt kanínukjöt með haustinu, en þær kanínur munu fengnar úr Skagafirði þar sem ræktun er hafin. „Það verður gaman að geta boðið upp á slíkan rétt, og jafnvel borgara eða annað slíkt líka – hann gæti þá kallast „Roger Rabbit“,“ bætir Erlendur við kankvís. Þess má líka geta að veiðifélög og hópar munu geta komið með bráð sína í Veiðikofann og látið matreiða hana þar fyrir sig, með viðeigandi sósum og meðlæti. Erlendur gefur hér uppskrift að geitarétti, en til einnig mun boðið upp á slíkt kjöt á nýja staðnum. „Yassa er frægur réttur frá Senegal í Vestur-Afríku. Uppskriftina fékk ég fyrst frá fallegu eiginkonu minni, Fjólu Ein- arsdóttur, en hún bjó og stundaði rannsóknir í Afríku á árum áður,“ segir hann að endingu. Morgunblaðið/Ómar VEIÐIKOFINN OPNAÐUR Í LÆKJARGÖTU Íslensk lambaeistu og kanínukjöt NOKKRIR VINIR TÓKU SIG NÝVERIÐ TIL OG UMBYLTU HÚSNÆÐINU AÐ LÆKJARGÖTU 6B. ÞAR VAR OPNAÐUR Á DÖGUNUM VEITINGASTAÐURINN VEIÐIKOFINN, ÞAR SEM ÝMISLEGT ÓHEFÐBUNDIÐ VERÐUR Á BOÐSTÓLUM. STEIKUR VERÐA ÞÓ Í FORGRUNNI, ENDA STAÐURINN VEIÐIMANNA. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Erlendur Eiríksson stendur vaktina í eldhúsi Veiðikofans. Við endurbætur á húsnæðinu komu ýmsir forvitnilegir munir í leitirnar, sem setja svip á staðinn. Einnig er hægt að útfæra þennan rétt með fiski, kjúklingi, lambi, nauti eða geit. Við notum geitur úr sveit í okkar rétt. Geitin í þessu tilfelli kom kiðlinga- kjötið frá Jóhönnu á Háafelli (geitur.is). 1-1,5 kg. grill-geitakjötsneiðar 2 lime + sjávarsalt Marinering: ½ bolli ólívuolía (eða annars konar) ½ bolli sítrónusafi 4-5 stórir laukar (½-sneiðar eða saxaðir) 5 hvítlauksrif, marin 1 lárviðarlauf 2 msk. sterkt sinnep, t.d. Dijon eða Colmanns 1 súputeningur Maggi (eða 1 fiskiteningur með ¼ tsk coriander og ¼ tsk broddkúmen) eða sojasósu. 1 eldpipar (chili) Salt og svartur pipar. 1. Skolið kjötið vel og þerrið. Setjið í skál eða poka, ásamt safa úr tveimur límónum og saltið vel með sjávarsalti. Hristið vel og látið standa í nokkrar mínútur. Skolið næst og þerrið. (Þetta er gert til að koma í veg fyrir ull- arbragð af kjötinu, ef um eldri skepnu er að ræða. Síður þörf ef um kiðlinga- kjöt er að ræða eins og hér.) 2. Blandið næst marineringuna í stóra skál eða bakka. Setjið kjötið saman við, ásamt lauknum. Látið marinerast í a.m.k. klukkutíma en snúið kjötinu á tutt- ugu mínútna fresti. Best er að gera þetta kvöldinu áður og láta marinerast í kæli yfir nótt. 3. Takið kjötið úr marineringunni og setjið vökvann og laukinn í pott. Sjóðið niður á vægum hita þar til laukurinn fer að karamelliserast eða létt brúnast. 4. Á meðan er hægt að grilla kjötið eða léttsteikja á pönnu, líkt og maður meðhöndlar lambakjöt. Saltið með salti og pipar eftir smekk. Gott er að grilla kjötið á undan, þ.e. setja í bakka með bolla af kjötsoði, álpappír yfir og leyfa að malla á 100 gráðum í ofni í 20-30 mínútur eða á meðan verið er að gera og sósu og meðlæti. 5. Berið fram með soðnum hrísgrjónum. Hellið lauksósunni yfir rétt áður en rétturinn er borðaður. (Ég gerði túrmerik-grjón þar sem ég steikti lauk í olíu með grjónunum og túrmeriki. Bætti svo kjúklingasoði yfir grjónin og leyfði þeim að klárast á vægum hita.) Gott er að skreyta með ferskum kryddjurtum og grilluðu grænmeti í restina. Grilluð Yassa-geit frá Senegal

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.