Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.3. 2014 Matur og drykkir V ið tókum við staðnum í des- ember síðastliðnum og framkvæmdir hófust strax í upphafi árs,“ segir Er- lendur Eiríksson, matreiðslumeist- ari og einn aðstandenda Veiðikof- ans, sem opnaði dyr sínar á dögunum. Staðurinn er til húsa í sömu húsakynnum og forðum hýstu m.a. veitingastaðinn Pisa og Litla ljóta andarungann, auk ýmiss ann- ars konar reksturs, en húsið var reist árið 1904. Nýttust m.a. margir gamlir munir sem fundust á efri hæðum, við endurbæturnar nú, svo sem gömul sendibréf, flöskur og timbur. Nart, smakk og steikur Óneitanlega bera áherslur á mat- seðli Veiðikofans nafninu vitni enda aðstandendur allir miklir áhuga- menn um veiðiskap hvers konar. „Við vorum sammála um að margar af bestu matarstundunum, þegar komið er í hús í veiðiferðum, eru þegar verið er að narta í ýmislegt smálegt en gómsætt, yfir köldu bjórglasi í góðra vina hópi. Síðan líka þegar skipt er yfir í sunnudagssteikina, hitaða upp með sósum og meðlæti, í góðu brauði,“ segir Erlendur. Segir hann takmark eigenda hafa verið að ná að skapa viðlíka andrúmsloft á staðnum, en hann skiptist veitingasvæði og notalega setustofu með kráarívafi. Að end- urbótunum komu m.a. innanhúsarkitektinn Hanna Stína og viðarsérfræðingarnir hjá Arctic Plank. Kveða mun við nokkrar nýjungar á matseðlinum, sem Íslendingar hafa ekki átt að venjast til þessa. Á meðal þess sem þar er að finna eru djúpsteikt lambaeistu í kryddhjúpi, sem Erlendur segir herramannsmat. „Við köll- um þetta Eyjafjallaostrur en hugmyndin er sótt í Rocky Mountain Oysters í Bandaríkjunum,“ segir hann og bætir við að lagerinn af hráefninu hafi verið keyptur upp hjá SS. Þá stefnir hann einnig á að bjóða upp á ís- lenskt kanínukjöt með haustinu, en þær kanínur munu fengnar úr Skagafirði þar sem ræktun er hafin. „Það verður gaman að geta boðið upp á slíkan rétt, og jafnvel borgara eða annað slíkt líka – hann gæti þá kallast „Roger Rabbit“,“ bætir Erlendur við kankvís. Þess má líka geta að veiðifélög og hópar munu geta komið með bráð sína í Veiðikofann og látið matreiða hana þar fyrir sig, með viðeigandi sósum og meðlæti. Erlendur gefur hér uppskrift að geitarétti, en til einnig mun boðið upp á slíkt kjöt á nýja staðnum. „Yassa er frægur réttur frá Senegal í Vestur-Afríku. Uppskriftina fékk ég fyrst frá fallegu eiginkonu minni, Fjólu Ein- arsdóttur, en hún bjó og stundaði rannsóknir í Afríku á árum áður,“ segir hann að endingu. Morgunblaðið/Ómar VEIÐIKOFINN OPNAÐUR Í LÆKJARGÖTU Íslensk lambaeistu og kanínukjöt NOKKRIR VINIR TÓKU SIG NÝVERIÐ TIL OG UMBYLTU HÚSNÆÐINU AÐ LÆKJARGÖTU 6B. ÞAR VAR OPNAÐUR Á DÖGUNUM VEITINGASTAÐURINN VEIÐIKOFINN, ÞAR SEM ÝMISLEGT ÓHEFÐBUNDIÐ VERÐUR Á BOÐSTÓLUM. STEIKUR VERÐA ÞÓ Í FORGRUNNI, ENDA STAÐURINN VEIÐIMANNA. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Erlendur Eiríksson stendur vaktina í eldhúsi Veiðikofans. Við endurbætur á húsnæðinu komu ýmsir forvitnilegir munir í leitirnar, sem setja svip á staðinn. Einnig er hægt að útfæra þennan rétt með fiski, kjúklingi, lambi, nauti eða geit. Við notum geitur úr sveit í okkar rétt. Geitin í þessu tilfelli kom kiðlinga- kjötið frá Jóhönnu á Háafelli (geitur.is). 1-1,5 kg. grill-geitakjötsneiðar 2 lime + sjávarsalt Marinering: ½ bolli ólívuolía (eða annars konar) ½ bolli sítrónusafi 4-5 stórir laukar (½-sneiðar eða saxaðir) 5 hvítlauksrif, marin 1 lárviðarlauf 2 msk. sterkt sinnep, t.d. Dijon eða Colmanns 1 súputeningur Maggi (eða 1 fiskiteningur með ¼ tsk coriander og ¼ tsk broddkúmen) eða sojasósu. 1 eldpipar (chili) Salt og svartur pipar. 1. Skolið kjötið vel og þerrið. Setjið í skál eða poka, ásamt safa úr tveimur límónum og saltið vel með sjávarsalti. Hristið vel og látið standa í nokkrar mínútur. Skolið næst og þerrið. (Þetta er gert til að koma í veg fyrir ull- arbragð af kjötinu, ef um eldri skepnu er að ræða. Síður þörf ef um kiðlinga- kjöt er að ræða eins og hér.) 2. Blandið næst marineringuna í stóra skál eða bakka. Setjið kjötið saman við, ásamt lauknum. Látið marinerast í a.m.k. klukkutíma en snúið kjötinu á tutt- ugu mínútna fresti. Best er að gera þetta kvöldinu áður og láta marinerast í kæli yfir nótt. 3. Takið kjötið úr marineringunni og setjið vökvann og laukinn í pott. Sjóðið niður á vægum hita þar til laukurinn fer að karamelliserast eða létt brúnast. 4. Á meðan er hægt að grilla kjötið eða léttsteikja á pönnu, líkt og maður meðhöndlar lambakjöt. Saltið með salti og pipar eftir smekk. Gott er að grilla kjötið á undan, þ.e. setja í bakka með bolla af kjötsoði, álpappír yfir og leyfa að malla á 100 gráðum í ofni í 20-30 mínútur eða á meðan verið er að gera og sósu og meðlæti. 5. Berið fram með soðnum hrísgrjónum. Hellið lauksósunni yfir rétt áður en rétturinn er borðaður. (Ég gerði túrmerik-grjón þar sem ég steikti lauk í olíu með grjónunum og túrmeriki. Bætti svo kjúklingasoði yfir grjónin og leyfði þeim að klárast á vægum hita.) Gott er að skreyta með ferskum kryddjurtum og grilluðu grænmeti í restina. Grilluð Yassa-geit frá Senegal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.