Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.3. 2014
Ú
kraína er mikið land, fólkið vilj-
ugt og moldin svört og gjöful.
Sovétríkjunum tókst þó að
koma sér þar upp hungursneyð
og hefur þurft töluvert til. Úkra-
ína átti þá ríka kröfu á samúð þá
eins og stundum endranær, þótt ekki hafi verið að-
staða til að veita þeim aðra umbun. En jafnvel smá-
samúð var ofverk sumra á þeirri tíð.
Bestu menn, jafnvel þeir sem dáðastir voru að verð-
leikum fyrir snilligáfu sína, hæddust að hjali um
hungursneyð, fjöldamorð og kúgun. Nú er talið eins
víst og það getur orðið að 5 milljónir manna hafi fallið
í hungursneyðinni 1932-1933.
Vitnið Halldór Kiljan Laxness skrifaði árið eftir:
„Ég ferðaðist um Ukraine þvert og endilángt í „húng-
ursneyðinni“ 1932. Það var yndisleg húngursneyð.
Hvar sem maður kom var allt í uppgángi.“ Mikil kvöl
hlýtur það að hafa verið gáfuðum manni, sem var
meir lesinn í bókum en aðir og víðförull mjög að vita
slíkan texta og fleiri áþekka lifa sig. Og breytir engu
um þetta, þótt gullkorn, haganlega orðuð hugsun,
stílbrögð sem slá flestu við, snilldar persónusköpun
og ljóðræn fegurð og hvað annað sem prýða má góða
bók eða mikla sé hvarvetna að finna í útgefnum verk-
um hans.
Fortíð gefur ekki fyrirheit
Það er óhjákvæmilegt að hugsa til þessarar fortíðar
og þaðan af eldri þegar Úkraína heldur nú dauðahaldi
í þá von að eitthvert gagn megi vera af yfirlýsingum
leiðtoga vestrænna ríkja, beggja vegna Atlantshafs-
ins. Vissulega hefur töluvert verið sagt og vantar
ekkert upp á þar. Nei, ekki þar. En ekki verður betur
séð en hugrekki og kjarkur Neville Chamberlains
hafi verið brytjað niður og deilt á núverandi leiðtoga
Evrópusambandsins, þótt það tvennt hafi síst verið
til skiptanna. Hinum megin hins mikla hafs virðist
Jimmy Carter helsta fyrirmynd núverandi húsbónda
í Hvíta húsinu þegar kemur að afskiptum af óvæntum
snúningum í alþjóðamálum. Það var þess vegna sem
Kasparof skáksnillingur sagði að hefði Obama verið í
stað Reagans í Hvíta húsinu væri hann sjálfur enn
borgari í Sovétríkjunum.
Ógurlegasta styrjöld allra tíma var háð til að sýna
að yfirlýsingar þáverandi stórvelda Evrópu um að
þau tryggðu öryggi og fullveldi Póllands væru meir
en orðin tóm. Þegar hildarleiknum loks lauk, tugir
milljóna manna lágu í valnum, var niðurstaðan sú, að
sjálft tilefni stríðsins, Pólland, var skilið eftir í hönd-
um kúgarans Stalíns. Hans sem hafði samið við Adolf
Hitler um það hvenær og hvernig Pólland skyldi
brotið á bak aftur. Það var niðurlæging sem lítið var
talað um og síst þegar sigurvíman var mest í stríðslok
1945.
Lesa sögu, skoða kort
En Úkraínumenn kunna vafalítið söguna. Og þeir
kunna að lesa landakort. Þar sést að Rússland (og
Hvíta-Rússland) eru með því sem næst ¾ landamær-
anna við Úkraínu. Vilji Rússland hertaka Úkraínu þá
stoppar það enginn. En vonandi gera Rússar sér það
ljóst að þótt þeir geti auðveldlega hernumið landið þá
er það ekki eftirsóknarvert og getur gert stöðu þeirra
verri og veikari á næstu áratugum. Því er ekki ólík-
legt að þeir láti sér nægja að „hernema“ hið stjórn-
málalega hugarfar, bæði í Úkraínu og hjá meintum
bandamönnum þess. Rússar telja að það sé góðs viti
þegar Evrópusambandið boðar til neyðarfunda. Þeir
felast í seigdrepandi samningaviðræðum við sig
sjálft. Þegar þeim er lokið er ekkert eftir handa and-
stæðingnum Á neyðarfundunum þeim er framleidd
froða, sem ekki er einu sinni hægt að nota í slökkvi-
tæki til heimabrúks. Það er örugglega einnig gott
merki, að mati Pútíns, þegar Obama á við hann hvert
langa símtalið á fætur öðru. Carter var einnig mjög
seigur í löngum símtölum og eins og Obama leit hann
á þau sem harkalegar aðgerðir af sinni hálfu.
Pútín er kominn á Krímskagann þótt hann kannist
alls ekki við að vera þar. Enn ólíklegra væri að hann
myndi kannast við að vera á förum þaðan.
Á kortum sem nú eru birt ótt og títt á sjónvarps-
skjáum er skaginn sá ekki að slá í gegn. Virkar eins
og smátota út úr stórmyndarlegri Úkraínu. En það er
einmitt stærð landsins sem gerir lítið úr Krímskag-
anum en sagan sýnir að ekki er ástæða til þess. Mik-
ilvægi skagans felst ekki síst í að þar er aðgangur
Úkraínu að sjó og þrátt fyrir sjálfstæði landsins, eftir
fall múrsins og niðurrif og afhendingu kjarnorku-
vopna í kjölfarið, eru Rússar með yfirráð á flotahöfn-
inni á staðnum til ársins 2042.
Góðverk alkunns sómamanns
Mikið er vitnað til þess að Nikita Krústsjov, sem náð
hafði völdum sem hinn raunverulegi eftirmaður Stal-
íns, hafi gefið Úkraínu Krímskagann með sameining-
arbréfi árið 1954. Vitnað er til þess, til skýringar á
góðverkinu, að Krjústsjov hafi verið Úkraínumaður
sjálfur og því runnið blóðið til skyldunnar. Það er nú
svo. En það fer að minnsta kosti mjög vel á því að tala
um rennandi blóð í þessu sambandi.
Á árunum fyrir heimsstyrjöldina seinni var Krúst-
sjov pólitískur kommissar Úkraínu í umboði Kreml-
verja. Hann hafði fengið heimild Stalíns til að taka 30
þúsund landa sína af lífi, sem var liður í hreinsunum
Stalíns. En þar sem Krjústsjov var alla tíð óhemja til
vinnu og hlífði hvorki sér né fórnarlömbunum áttaði
hann sig ekki á því fyrr en hann var búinn að láta
taka um 36.000 manns af lífi og hafði því brotið heim-
ild Stalíns. Krústsjov hraðaði sér til Kremlar og gekk
skjálfandi fyrir einvaldinn. Eftir að hafa verið látinn
skjálfa þar góða stund huggaði Stalín hann með því
Nú er fleira svart
en moldin og litlir
karlar enn minni en
þeir þó sýnast vera
*Mikil kvöl hlýtur það aðhafa verið gáfuðummanni, sem var meir lesinn í
bókum en aðrir og víðförull
mjög að vita slíkan texta og
fleiri áþekka lifa sig.
Reykjavíkurbréf 07.03.14