Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Qupperneq 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Qupperneq 57
9.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Hljómsveitin Vök vakti at- hygli í fyrra þegar hún bar sig- ur úr býtum í Músíktil- raunum. Vök kemur fram á tónleikum á skemmtistaðnum Dillon á laugardagskvöld og verður þar form- lega kynntur til leiks nýr meðlimur. 2 Lokasýning Íslenska dans- flokksins á Þríleik í Borg- arleikhúsinu verður á sunnudagskvöld og hefst klukkan 20. Áhugafólk um listdans ætti ekki að láta þessa forvitnilegu sýningu fram hjá sér fara. Hún verður síðan sýnd í Hofi á Akureyri um næstu helgi. 4 Á laugardag kl. 17 hefst í Listamönnum galleríi, Skúla- götu 32-34, sýning sem stendur aðeins þann dag: Pieces of Water, ljósmyndir eftir Vatn með aðstoð frá Jeremy Lynch. Sýningin er hvatning fyrir alla til að taka þátt í að skapa Vatnaverk í myrkraherberginu á Kex hostel. 5 Skólahljómsveit Kópa- vogs blæs til vortónleika í Háskólabíói á sunnudag klukkan 14. Um 150 nem- endur á aldrinum níu til átján ára munu koma fram og flytja leiftrandi blásaratónlist. Hópnum er skipt í þrjár sveitir eftir aldri og kunnáttu og mun allrahanda tónlist hljóma. 3 Hjónin Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson og dæt- ur þeirra, Sigríður, Elísabet og Elín, halda sannkallaða fjöl- skyldutónleika á Café Rósenberg á laugardagskvöld, kl. 21.30, og leika lög úr ýmsum áttum. MÆLT MEÐ 1 Á tónleikum í Hall-grímskirkju ásunnudag klukkan 17 fagna Mótettukór Hall- grímskirkju og stjórnandi hans, Hörður Áskelsson, því að í ár eru 400 frá fæðingu sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar (1614-1674). Á efnisskrá tónleikanna eru lög og útsetningar íslenskra tónskálda við sálma séra Hallgríms auk tónlistar eftir samtímamenn hans, Þjóðverj- ann Heinrich Schütz og Danina Mogens Pedersøn og Thomas Schattenberg. Fjögur lög verða frumflutt á tónleik- unum, þrjú eftir Halldór Hauksson við sjaldséða sálma eftir Hallgrím, og nýtt lag eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson við hinn al- þekkta andlátssálm „Allt eins og blómstrið eina“. Í tilefni af tónleikunum hefur teiknarinn Halldór Baldursson dregið upp mynd af Hallgrími eins og hann ímyndar sér að hann hafi litið út ungur. Minning Hallgríms og verk hafa ávallt verið mikilvægur þáttur í starfi Mót- ettukórsins og nú er haldið upp á merk- isafmæli skáldsins með þessari tónaveislu. Kórfélagar hyggjast reyna að svara á tón- leikunum spurningunni hvaða tónlist Hall- grímur heyrði á skólaárum sínum í Kaup- mannahöfn. Auk þess að syngja vel þekkta Hallgrímssálma býður kórinn áheyrendum því í tímaferð til Kaupmannahafnar á fjórða áratug 17. aldar, þegar hinn skagfirski ung- lingur gekk um götur borgarinnar. Hallgrímur hóf nám við Frúarskóla í Kaupmannahöfn átján ára gamall og sat þar á skólabekk þangað til þau Guðríður Símonardóttir felldu hugi saman og sneru heim til Íslands. Hallgrímur kynntist þar nýjustu tónlistarstraumum, ekki aðeins sem áheyrandi, heldur að öllum líkindum einnig sem söngvari, en skólapiltar í Latínuskól- anum fengu tilsögn í tónlist og sungu í kór Frúarkirkju, dómkirkju Kaupmannahafnar. Á tónleikunum kynnir kórinn meðal ann- ars verk eftir tvö merk dönsk barokktón- skáld, Mogens Pedersøn (um 1583-1623), sem hófst til æðstu metorða í tónlistarlífi Dana og samdi veraldleg verk og trúarleg sem standast samjöfnuð við tónlist kollega hans sunnar í álfunni, og Thomas Schatten- berg (um 1580-1623) sem var organisti við Nikulásarkirkjuna í Kaupmannahöfn. Sálmalög sem Pedersøn útsetti voru þekkt hér á landi á þessum tíma og Hall- grímur samdi Passíusálma sína við lög úr þeim ranni. Á tónleikunum mun Mót- ettukórinn syngja nokkur erindi úr Pass- íusálmunum við sálmalagaútsetningar Ped- ersøns. MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU MINNIST HALLGRÍMS PÉTURSSONAR Á TÓNLEIKUM Fjórar aldir frá fæðingu skáldsins Á EFNISSKRÁ MÓTETTUKÓRSINS ERU LÖG OG ÚTSETNINGAR ÍS- LENSKRA TÓNSKÁLDA VIÐ SÁLMA SÉRA HALLGRÍMS PÉTURSSONAR. Mótettukór Hallgrímskirkju flytur á tónleikunum lög og útsetningar við sálma séra Hallgríms. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Mynd Halldórs Baldurssonar af séra Hallgrími. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tommy Emmanuel á sviði Háskólabíós fyrir tveimur árum. „Kvöldið þegar ég lék á Íslandi var bandvit- laust veður en engu að síður var húsfyllir og gestir virtust skemmta sér vel,“ segir hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.