Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Side 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.03.2014, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.3. 2014 BÓK VIKUNNAR Sögur úr Biblíunni handa börnum á Norðulöndum er skemmtileg og falleg bók þar sem Biblíusögur eru endursagðar. Bókin er ríkulega myndskreytt. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is S káldsagan Sannleikurinn um mál Harrys Quebert eftir Svisslend- inginn Joël Dicker í þýðingu Friðriks Rafnssonar er að slá í gegn hér á landi, eins og annars staðar þar sem bókin hefur komið út und- anfarið. Bókin gerist í Bandaríkjunum og fjallar um rithöfundinn Marcus Goldman sem er með ritstíflu. Til að ráða bót á henni leitar hann til læriföður síns sem er þjóð- þekktur rithöfundur, Harry Quebert. Skömmu síðar er Quebert sakaður um að hafa átt í ástarsambandi og myrt unglings- stúlku sem hvarf rúmum þrjátíu árum fyrr. Af stað fer æsispennandi atburðarás og óhætt er að segja að lesendum sé hvað eftir annað komið hressilega á óvart. „Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri hjá Bjarti, hafði samband við mig í byrjun síð- asta árs og var þá nýbúin að kaupa réttinn að bókinni sem hafði verið aðalmálið á bóka- messunni í Frankfurt haustið 2012, og bað mig að þýða hana,“ segir þýðandinn Friðrik Rafnsson. „Ég hef gaman af glæpasögum, en er ekkert sérstakur unnandi þeirrar greinar yfirleitt og gefst fljótt upp ef þær grípa mig ekki. En þessi greip mig strax. Því oftar sem ég las hana, því betur sá ég hvað hún er margslungið og glæsilegt bókmennta- verk.“ Það er ekki oft sem höfundur kemur les- endum jafn oft á óvart og í þessari bók og Friðrik er spurður hvort hann hafi orðið jafn undrandi og flestir lesendur hljóta að verða. „Já,“ segir hann. „Ég varð „alltaf hissari og hissari“, eins og krakkarnir segja. Ég les bækur alltaf nokkrum sinnum áður en ég fer að kljást við að þýða textann. Í fyrsta lestri geystist ég í gegnum bókina og Dicker tókst að plata mig fram að síðustu síðu. Þegar ég fór svo að rýna í söguna sá ég hversu ótrú- lega vel byggð hún er og þaulhugsuð. Í við- tali sem ég las við höfundinn sagðist hann hafa skrifað bókina átta sinnum, þannig að hann hefur ekki hrist hana fram úr erminni. Með hæfilegri einföldun mætti segja að Dic- ker takist að sameina höfuðkosti þriggja þjóða: svissneska nákvæmni, franskt listfengi og ástríðu, og bandarískan léttleika. Það er afrek út af fyrir sig.“ Spurður um höfundinn sem nú er orðinn metsöluhöfundur og hlaut Goncourt-verðlaun franskra menntaskólanema og aðalverðlaun frönsku akademíunnar segir Friðrik: „Hann er 28 ára, lögfræðingur að mennt og algert undrabarn, en tíu ára gamall gaf hann út blað um dýr og dýravernd í Genf og fékk þá verðlaun sem efnilegasti ungi ritstjórinn. Þetta er hans önnur bók. Hann skrifaði skáldsögu sem kom út fyrir nokkrum árum og vakti ekki mjög mikla athygli og síðan Sannleikann um mál Harrys Quebert sem kom út haustið 2012 og hefur algjörlega slegið í gegn.“ Sannleikurinn um mál Harrys Quebert er væntanleg á enskumælandi markað í vor. Friðrik er spurður hverju hann spái um við- tökur og segir: „Það er ómögulegt að segja, en bandaríski útgefandinn, Penguin, hefur greinilega tröllatrú á bókinni vegna þess að þeir greiddu metverð fyrir útgáfuréttinn þar er mér sagt. Bókin var hátt í ár á met- sölulista í Frakklandi og hefur komið út í nokkrum löndum, þar á meðal Ítalíu, Spáni, Hollandi og Noregi, og alls staðar fengið mjög fínar móttökur. Ég á ekki von á öðru en enskumælandi heimurinn taki henni opn- um örmum. Bókin gerist í Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn verða eflaust forvitnir að sjá hvernig skrifað er um þá. Burtséð frá því er afar ánægjulegt að íslenskir lesendur skuli taka henni svona galopnum örmum, það sýnir enn og aftur að við stöndum undir nafni sem bókmenntaþjóð á heimsmæli- kvarða.“ SVISSNESK NÁKVÆMNI, FRANSKT LISTFENGI OG ÁSTRÍÐA OG BANDARÍSKUR LÉTTLEIKI Margslungið bókmenntaverk „Því oftar sem ég las hana, því betur sá ég hvað hún er margslungið og glæsilegt bókmenntaverk,“ segir Friðrik Rafnsson þýðandi um Sannleikann um mál Harrys Quebert. Morgunblaðið/Kristinn FRIÐRIK RAFNSSON ER ÞÝÐANDI METSÖLUBÓKARINNAR SANNLEIK- URINN UM MÁL HARRYS QUEBERT EFTIR JOËL DICKER, EN HÚN ER AÐ SLÁ Í GEGN HÉR Á LANDI. Pollýanna var í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var stelpa. Síðan hef ég haft boðskap Pollýönnu að leiðarljósi; að reyna að líta á björtu hliðar tilverunnar. Síðastliðið sumar var ég á Flateyri og las þá bókina Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur. Sú bók hafði mikil áhrif á mig enda mjög falleg og besta bók sem ég hef lesið eftir Auði. Það var bæði kómík og drama sögunnar sem heillaði mig og ekki spillti svo fyrir að ég var stödd á sögusviði bókarinnar. Þegar Karítas eftir Kristínu Marju Baldursdóttur kom út datt ég líka inn í heim aðalpersónunnar. Örlagarík saga sem erfitt var að leggja frá sér. Ég er mjög hrifin af sögum af fólki frá þessum tíma, þær fylla mig einhverri fortíðarþrá. Ég hef líka mjög gaman af endurminningum. Ein slík er í miklu uppáhaldi en það er Lífsjátning Guðmundu Elías- dóttur, skrifuð af Ingólfi Margeirssyni. Guðmunda hefur átt mjög skrautlega og skemmtilega ævi sem fyllir mann innblæstri í leik og starfi. Yndisleg kona þar á ferð. Þá var ég að kynnast henni Louise L. Hay um daginn sem orðin mjög góð vinkona mín. Hún skrifar mjög skemmtilegar sjálfshjálparbækur um það hvernig maður getur einmitt hjálpað sjálfum sér, meðal annars með því að hugsa jákvætt eins og hún Pollýanna hér forðum. Í UPPÁHALDI VALGERÐUR RÚNARS- DÓTTIR DANSARI Valgerður Rúnarsdóttir dansari hefur heimspeki Pollýönnu að leiðarljósi og horfir á björtu hliðar tilverunnar. Morgunblaðið/Kristinn Pollýanna. BÓKSALA 1.-28. FEBRÚAR Allar bækur Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 30 dagar - leið til betri lífsstílsDavíð Kristinsson 2 5:2 mataræðið með Lukku í HappUnnur Guðrún Pálsdóttir 3 Stóra Disney heimilisréttabókinMargrét Þóra Þorláksdóttir ritst. 4 Marco-áhrifinJussi Adler-Olsen 5 HHhHLaurent Binet 6 SandmaðurinnLars Kepler 7 5:2 mataræðiðDr. Michael Mosley / Mimi Spencer 8 Veisluréttir HagkaupsFriðrika Hjördís Geirsdóttir 9 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert Joël Dicker 10 Heilsuréttir HagkaupsSólveig Eiríksdóttir Kiljur 1 Marco-áhrifinJussi Adler-Olsen 2 HHhHLaurent Binet 3 SandmaðurinnLars Kepler 4 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert Joël Dicker 5 Ólæsinginn sem kunni að reiknaJonas Jonasson 6 LygiYrsa Sigurðardóttir 7 Maður sem heitir OveFredrik Beckman 8 Fórnargjöf MókolsÅsa Larsson 9 SkuggasundArnaldur Indriðason 10 MánasteinnSjón

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.