Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Qupperneq 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Qupperneq 13
23.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Sundlaugargestum í Árborg gefst kostur á að lesa ljóð í pottinum um páska og mataruppskriftir á Safna- dögum. Nú býðst að taka eina bröndótta á milli sundspretta. Bæjarfélagið keypti nýverið nokkur fljótandi taflborð og þau njóta þegar vinsælda. Þórdís Eygló Sigurðardóttir, yfirmaður sund- staða Árborgar, segir áhuga á skák í sveitarfélaginu hafa aukist eftir að safni um skákmeistarann Bobby Fischer var komið á fót á Selfossi. „Hér var mikil umræða um að hefja skákina til vegs og virðingar, m.a. í bæjarstjórn þar sem ég sit fyrir VG. Hjónin Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Sæunn Lúðvíksdóttir gáfu Sunnulækjarskóla nokkur taflborð, þar er áhuginn mikill og okkur fannst tilvalið að bjóða upp á þenn- an möguleika í sundlaugunum þeg- ar borðin buðust til kaups; það er ágætt að fólk hafi eitthvað annað að gera í pottinum en ræða bara pólitík!“ segir Þórdís Eygló. „Kennurum finnst þetta líka skemmtilegt tækifæri til að brjóta upp sundkennsluna.“ ÁRBORG Hópur nemenda úr Sunnulækjarskóla á Selfossi prófar taflið í lauginni. www.arborg.is Skákað í sundi Hvergerðingar verða spurðir, samhliða sveitar- stjórnarkosningum, um afstöðu til sameiningar við önnur sveitarfélög. Ef kjósandi svarar játandi verða gefnir 3-4 kostir um mögulega sameiningu. „Viltu vera memm?“ Gatan Brautarholt á Skeiðum heitir nú Holtabraut og hús- númer breytast. Dæmi: Brautarholt 9A verður Holtabraut 12, Brautarholt 18 verður Holtabraut 29, Brautarholt 24 verður Holtabraut 35. Vonandi ruglast enginn … Nýtt heimilisfang á sama stað SEX FLUGLEGGIR MILLI ÁFANGASTAÐA INNANLANDS Flugfélag Íslands mælir með Flugfrelsi ef þú átt oft erindi út á land eða til borgarinnar. Nýttu þér frelsið til að fljúga innanlands á hagstæðari kjörum. FLUGFELAG.IS SEX FYRIR 68.100 Ekkert breytingarg jald Ekkert afbókunarg jald Takmarkað sætaframboð Hvert Flugfrelsi gildir fyrir einn farþega Bókanlegt í síma 570 3030 is le ns ka /si a. is FL U 68 17 9 03 ’1 4 Matur er áberandi í hinnihelgu bók. Séra SvavarAlfreð Jónsson, sóknar- prestur í Akureyrarkirkju, hefur lengi haft gaman af því að fást við mat og segja má að hann sameini áhugamál og starf með bók sem hann er nú með í smíðum og kemur út í vor eða snemmsumars. Þar seg- ir af biblíumat. „Það eru engar uppskriftir í Biblí- unni en við vitum hvaða hráefni var notað á þeim tíma og ég ætla að leika mér aðeins með það,“ segir Svavar við Morgunblaðið. Svavar Alfreð segir mat sem fjallað er um í Biblíunni hollan. „Ég hef lesið mér til um biblíumat. Hann kemur víða við sögu; garður- inn Eden var skapaður manninum til framfærslu og fyrstu fyrirmæli guðs til mannsins voru um mat, um forboðnar fæðutegundir að vísu! Svo er það síðasta kvöldmáltíðin í Nýja testamentinu. Matur leikur sem sagt stórt hlutverk í biblíunni og tengist raunar mjög ýmissi trúar- iðkun. Þegar fólk gerir vel við sig í mat og drykk er það oft á trúar- legum forsendum.“ Séra Svavar bendir á að biblíu- matur hafi verið töluvert í um- ræðunni hér á landi síðustu misseri. „Ekki er langt síðan út kom svipuð bók og í Neskirkju hafa menn verið duglegir við að bjóða upp á biblíu- mat.“ Í bókinni verða uppskriftir sem Svavar Alfreð hefur sett saman, að- allega úr hráefni sem notað var á biblíuslóðum á þeim tíma eða svip- uðu. Ýmiss konar fiskur, baunir, grænmeti og ávextir eru áberandi en líka verða í bókinni uppskriftir að kjötréttum. „Þetta verður mjög fjölbreytt en maturinn svolítið öðru- vísi matreiddur en við eigum að venjast. Það er gaman að prófa þetta allt saman og eitt eiga allir réttirnir sameiginlegt: þeir eru ein- staklega ljúffengir!“ Séra Svavar gefur uppskriftir að forréttum, aðalréttum, eftirréttum, nasli og brauðmeti. Á myndinni er Linsubaunasúpa að hætti hirðanna, sem Svavar kallar svo, og hann heldur á döðlubrauði. „Döðlur voru mikið notaðar. Í brauðinu er enginn sykur enda var hann ekki mikið notaður á þessum tíma. Þeir notuðu hins vegar bæði hunang og ávexti til að sæta matinn. Döðlubrauðið mitt er sætt með vínberjasafa og var yndislega gott. Það er einkenni á biblíumat, en ekki síður bæði hóf og þakklæti,“ segir séra Svavar Alfreð. AKUREYRI Biblíumatur og eyfirskir fossar SÉRA SVAVAR ALFREÐ JÓNSSON Á AKUREYRI ER MEÐ TVÆR BÆKUR Í VINNSLU; MAT- REIÐSLUBÓK UPP ÚR BIBLÍUNNI OG LJÓSMYNDABÓK UM FOSSA Í EYJAFIRÐI. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Svavar Alfreð Jónsson með baunasúpu og döðlubrauð. Séra Svavar Alfreð var iðinn við ljósmyndun á menntaskóla- árunum og myndaði bæði fyrir dagblaðið Vísi og vikublaðið Ís- lending á Akureyri. Eftir allnokkurt hlé hugsaði hann sér til hreyfings á ný 2009 og byrjaði árið eftir að skrá sam- viskusamlega með myndavélinni fossa í Eyjafirði. Afraksturinn hyggst hann gefa út á bók í ár. „Ég setti mér það markmið að halda sýningu á fimmtugsafmæl- inu mínu, 29. október 2010, og gerði það. Þá hafði ég áttað mig á því að ekki þarf alltaf að fara langt til upplifa óskaplega mikla fegurð. Oft er nóg að fara í stuttan bíltúr út í náttúruna og ganga um stund til að upplifa eitthvað sem maður hefur aldrei séð áður.“ Þetta á t.d. við um fossa í Eyjafirði, segir hann. „Eyjafjörður hefur ekki verið þekktur fyrir fossa en þegar maður hugsar út í það að hér eru há, brött fjöll og nóg af vatni segir það sig sjálft að þeir eru einhvers staðar! Margir eru óskaplega fallegir; í firðinum eru mörg mjög falleg en vel geymd leyndarmál.“ Svavar skrifar örstuttar hug- leiðingar með hverri mynd. Ein margra ljósmynda séra Svavars frá síðustu árum: Holárfoss í Skíðadal. Ljósmynd/Svavar Alfreð Jónsson „Mörg falleg, vel geymd leyndarmál“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.