Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 15
og síðan hef ég verið fram- kvæmdastjóri félagsins. Ég hef aldrei fundið fyrir því neins stað- ar að það skipti máli að ég er kona. Ég hef ekki þurft að berj- ast til að fá framgang í starfi. Ég hef brennandi áhuga á því sem ég er að gera og held að það skipti sköpum. Ef maður hef- ur virkilega áhuga á starfi sínu þá lætur maður ekkert stöðva sig.“ Lærðirðu kannski snemma að treysta á sjálfa þig? „Ég ólst upp á Akranesi og þar var afskaplega gott að vera en þegar kom að því að fara í framhaldsskóla fór ég sextán ára gömul að heiman og varð að bjarga mér sjálf og það markar mig að vissu leyti, en ég fékk vissulega allan þann stuðning sem foreldrar mínir gátu veitt mér. Ég fór í Verslunarskólann og síð- an í Háskólann og lærði þjóð- hagfræði og tölvunarfræði. Ég vann sem forritari fyrstu árin eft- ir að ég útskrifaðist og svo gerð- ist ég fjármálastjóri í Versl- unarbankanum. Síðan fór ég til Jóns Helga Guðmundssonar í Byko og allt frá því hafa leiðir okkar legið saman og hefur það verið mjög farsælt samstarf. Þegar ég var ráðin til BYKO árið 1991 fannst mér mjög til eft- irbreytni að Jón Helgi spurði mig ekki hvort ég ætti börn. Auðvitað var það mitt verk að sjá til þess að bakland mitt væri í lagi og í hádeginu skellti ég mér heim og gaf ungu barni brjóst. En það er ekki eins og ég hafi staðið ein í því að ala upp börnin mín þrjú því ég er vel gift. Ég reikna með að ungir menn í valdamiklum störfum taki meiri þátt í heim- ilshaldi en tíðkaðist áður fyrr, þannig að ég held að staðan sé ekkert öðruvísi fyrir þá en ungar konur þegar kemur að því að sameina heimilishald og vinnu.“ Ertu fylgjandi kynjakvóta í stjórnun fyrirtækja? „Nei, mér finnst að fólk eigi að komast á eigin verðleikum í stjórnir fyrirtækja, eins og í öll önnur störf. Ég vil að stjórnir séu samsettar af hæfileikamiklu fólki af báðum kynjum og hafi ekki kynjakvóta á bak við sig. Við Íslendingar þurfum alltaf að gera allt svo harkalega. Önnur lönd sem skoða mál eins og þetta velta fyrir sér aðlögun eftir mörg ár en við þurfum að gera allt strax.“ Myndirðu flokka þig sem fem- ínista? „Ég myndi ekki kalla mig fem- ínista. Allt sem maður gerir og framkvæmir er á persónugrund- velli og það skiptir ekki máli hvort viðkomandi er karl eða kona. Ég kann ekki við þetta orð femínisti, mér þykir betra að tala um jafnrétti, ekki bara jafnrétti kvenna heldur jafnrétti allra.“ Áttu þér eitthvert sérstakt tak- mark í lífinu? „Já, að koma börnum mínum til manns og standa við skuld- bindingar mínar.“ „Ég myndi ekki kalla mig femínista. Allt sem maður gerir og framkvæmir er á persónugrundvelli og það skiptir ekki máli hvort viðkomandi er karl eða kona,“ segir Brynja. Morgunblaðið/Ómar 23.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 570 8600 / 472 1111 www.smyrilline.is *Netverð á mann miðað við staðgreiðslu, lágannatímabil. Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Komdu út að keyra… Berlín · Amsterdam · París Róm · Barcelóna? DANMÖRK 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á man n frá 69.500* FÆREYJAR 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.