Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Síða 16
ÞAÐ GETUR VERIÐ SKEMMTILEG TILBREYTING AÐ HALDA AFMÆLI FYRIR BÖRNIN SÍN ANNARS STAÐAR EN HEIMA SVO EKKI SÉ MINNST Á HENTUGLEIKA FYRIR FORELDRA. ÝMSIR STAÐIR BJÓÐA SÉRSTAKLEGA UPP Á AÐ- STÖÐU FYRIR SLÍK TILEFNI SEM OFT ÞYKJA ÆVINTÝRI LÍKUST. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.3. 2014 Fjölskyldan Hvar og hvenær? Borgarbókasafni Reykjavíkur, sunnudag kl. 15.Nánar: UNICEF stendur fyrir skiptimarkaði barna með leikföng, bækur eða spil. Öllum er velkomið að koma og taka þátt! Skiptumst á böngsum Ævintýraland í Kringlunni hef- ur tvo afmælissali sem skreyttir eru blöðrum og hægt er að halda afmæli í allt að tvær klukkustundir. Aldur: 3-9 ára börn. Fjöldi: Allt frá 8-24 börn í heildina. Verð: 990 kr. á barn. Veitingar: Hægt er að velja um Pizzu eða Subway sem kostar 500 kr. aukalega á barn eða Kaffi klassík sem kostar 300 kr. aukalega fyrir barn. Annað: Borðbúnaður fylgir ekki matarpöntun en hægt er að fá hann leigðan gegn gjaldi. Einnig geta forráðamenn kom- ið með borðbúnað að heiman. Afmælisgestir hafa aðgang að öllu Ævintýralandi en snæða inni í afmælisherbergjunum. Foreldrar sjá um frágang að máltíð lokinni. Ævintýraland Ólátagarður er hönnunarverslun með barnavörur og er til húsa í bláu húsunum Faxafeni, Suðurlandsbraut 48. Að auki er þar vinnustofa með föndurhlaðborð; liti, málningu, skapa- lón, öll áhöld og leiðsögn og þar er hægt að halda afmæli. Aldur: Frá 2 ára aldri. Fjöldi: Hámark 24 börn. Verð: 1.500 kr. á barn. Ef hópurinn er fleiri en 10 þá er 1.000 kr. fyrir þau börn eftir það. (Dæmi: 12 börn = 17.000 kr.). Annað: Komið er með eigin veitingar og allt tilheyrandi. Veitingar eru bornar fram kl. 18, eða þegar versluninni er lok- að. Ólátagarður Ævintýragarðurinn er í Skútuvogi 4. Þar er boð- ið upp á tvö herbergi fyrir afmælisveislur sem geta staðið yfir í tvo tíma. Aldur: Hentar fyrir börn frá 2-12 ára. Fjöldi: Annað herbergið rúmar 15 börn en hitt allt að 30 börn. Verð: 1.500 kr. á barn. Annað: Pitsa, gos eða safi og sleikjó er innifalið í verði en gestum er velkomið að koma með eigin afmælis- tertu. Ævintýragarðurinn getur útvegað tertu og er það í samráði við foreldra. Ævintýragarðurinn Hægt er að velja lazertagpartí, frumskógar- partí, leikjapartí eða mega-leikjapartí í Smára-tívolíi eða Skemmtigarðinum í Smáralind. Afmælisbarnið fær afmælisgjöf frá Skemmtigarðinum. 10 börn er lágmarks- fjöldi fyrir afmælistilboðin. Auk þess eru tvær pítsusneiðar innifaldar og ótakmarkað magn af gosi eða safa meðan á mat stendur. Lazertagpartí Aldur: Frá 10 ára aldri. Tími: Ein og hálf klukkustund. Verð: 1.790 kr. á barn. Annað: Spilaðir eru tveir leikir í lazertag, 15 mín. hvor. Frumskógarpartí Aldur: Hentar börnum frá ca 4 ára. Tími: Tvær klukkustundir. Verð: 1.390 kr. á barn. Annað: Innifalið er ferð í klessubíla, tveir og tveir saman og skipst á að stýra og fimm hæða frumskógarklifurhús. Leikjapartí Aldur: Frá ca 5 ára. Tími: Ein og hálf klukkustund. Verð: 1.790 kr. á barn. Annað: Einnar klukkustundar tívolíkort þar sem hægt er að spila í yfir 100 tölvu- leikjum auk þess að hafa aðgang að tveimur stórum tækjum. Mega-leikjapartí Aldur: Frá 10 ára aldri. Tími: Tvær og hálf klukkustund. Verð: 2.990 kr. á barn. Annað: Tveir leikir í lazertag ásamt einnar klukkustundar tívolíkorti. Skemmtigarðurinn Krakkahöllin er á Korputorgi og er frábær staður fyrir afmælisveislu sem getur staðið yfir í tvo tíma. Aldur: Frá 2-10 ára í fylgd með fullorðnum eða forráðamönnum. Fjöldi: Engin takmörk en salurinn rúmar um 70 börn. Verð: 1.200 kr. á barn á tilboði þar sem allt er innifalið; pítsur, brauðstangir, gos og candy-floss. Annað: Hægt að taka borð frá fyrir veisl- una sem foreldrar sjá þá um sjálfir. Sú veisla kostar 1.100 kr. á barn. Að auki gerir Krakkahöllin tilboð í stærri hópa. Krakkahöllin Mikið úrval er af stöðum til þess að halda skemmtilegar og öðruvísi afmælis- veislur. Þessir staðir henta ef til vill betur fyrir aðeins eldri börn. Keiluhöllin, Skemmtigarðurinn í Graf- arvogi, Skautasvellið í Egilshöll, Skauta- höllin í Laugardal, Lazertag í Kópavogi og fleiri staðir bjóða upp á ýmis tilboð fyrir gesti með afmælishald í huga. Aðrir staðir Fjörug barnaafmæli SKEMMTILEG OG SNIÐUG AFMÆLI FYRIR BÖRNIN Á FJÖLBREYTTUM STÖÐUM INTERIOR HRÚTUR HÚSGAGNAHÖLLIN • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • OG D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i LOKA DAGUR TAXFREE VERÐ!7.960 KRÓNUR TAXFREE VERÐ! 11.944 KRÓNUR CHAMBORD TEKETILL MEÐ HITARA COPENHAGEN CANDLE ILMKERTI – MARGIR ILMIR TAXFREE VERÐ! 3.019 KRÓNUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.