Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Side 20
Margir kjósa brúðkaupsferð á sólarströnd. M argt er í boði þegar velja á úr huggulegum, rómantískum stöð- um fyrir brúðkaupsferð. Engin ein regla virðist ríkjandi frekar en önnur í þessum efnum hér á landi. Við óformlega könnun Sunnudagsblaðsins virtist reyndar algengara en ella að nýbökuð hjón geymdu sér brúðkaupsferð þar til nokkru eftir sjálfan brúðkaupsdaginn. Helstu rök voru nefnd að margir leituðust í fyrstu við að rétta aðeins við efnahaginn, enda brúðkaup oftar en ekki með kostnaðarsamari veisluhöld- um. Fólk nefndi hins vegar ekki síður að með þessu leitaðist það líka við að framlengja sæl- una sem fylgir hveitibrauðsdögunum, fyrst í kjölfar hjónavígslunnar. Þeir sem blaðið ræddi við, og höfðu engu að síður haldið sig við að fara í slíka ferð, voru hins vegar sam- mála um að hún hefði verið fyllilega þess virði og kærkomið frí. Tímabil vellíðunar og samkomulags Meiri hefð er fyrir brúðkaupsferðum í lönd- unum í kringum okkur en hér á landi. Í Bret- landi fór fyrst að bera á slíkum ferðum á 19. öld, ekki síst á meðal heldra fólks. Lögðu ný- gift pör af betri ættum þá oftar en ekki í lengri reisur, um hin ýmsu lönd, þar sem þau sóttu meðal annars ættingja heim. Enska orð- ið honeymoon á sér hins vegar lengri sögu en bara tengda ferðalögum. Herma heimildir Ox- ford English Dictionary að orðsins hafi fyrst orðið vart á 16. öld og þá ekki að öllu í já- kvæðum skilningi. Er talið að hunangssæt samsetning þess hafi í fyrstu vísað til þess að sælutíminn í upphafi hjónabands kæmi aldrei aftur og gamanið væri fljótt að kárna í dag- legu amstri. Því væri um að gera að njóta tímans á meðan hann varaði, m.a. með því að bregða sér af bæ. Í dag kveður óneitanlega við jákvæðari tón í merkingu orðsins. Ensk-íslensk orðabók – með alþjóðlegu ívafi (Mál og menning) segir í nánari skýringu með þýðingunni brúðkaups- ferð að um sé að ræða „tímabil vellíðunar og sátta“ þar sem algengt er að brúðhjón bregði sér í ferðalag til að njóta samvista hvort við annað. Hér á Íslandi hefur sem kunnugt er löngum verið hefð fyrir að heimfæra þennan tíma upp á brauðát eða hveitibrauðsdaga, að dönskum sið. Á það lítið skylt við ferðalög heldur frem- ur það að forðum tíðkaðist að borða hveiti- brauð til hátíðabrigða en það þótti fínna en gróft brauð. Rómantík í strandbæ eða borg Í dag eru brúðkaupsferðir með margs konar sniði. Vart kemur á óvart að sól og sandur á fjarlægri strönd verða oftar en ekki ofan á, enda gott að láta líða úr sér í fögru umhverfi og hlýjum andvara með elskunni sinni. Margir kjósa líka að nýta slíkar ferðir til að koma á staði sem þá hefur alltaf dreymt um. Geta þeir verið allt frá Winnipeg til Istanbúl, Maldíveyja eða Máritíus, svo dæmi séu tekin. Eitt er víst að nægir eru valkostirnir nú á tímum og sjaldan verið jafnlítið mál að setja saman draumaferðina, hvert sem er. Hér er bent á nokkrar leiðir sem þekkt ferðablöð á borð við Condé Nast Traveller og fleiri sammælast öll um að séu sívinsælar. VINSÆLIR ÁFANGASTAÐIR NÝBAKAÐRA HJÓNA Brúðhjón á faraldsfæti ANNASAMASTI TÍMI ÁRSINS Í GIFTINGUM OG HJÓNAVÍGSLUM ER FRAM- UNDAN. AÐ MÖRGU ER AÐ HUGA VIÐ SLÍKAN UNDIRBÚNING, SEM OFT GETUR REYNT Á JAFNVEL STERKUSTU SAMBÖND. ÞVÍ ER EKKI AÐ ÓSEKJU AÐ MÖRG PÖR HUGSA SÉR EINNIG TIL HREYFINGS Á FJARLÆGAR SLÓÐIR ÞEGAR UM HÆGIST. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is AFP Rómantík á rívíerum Það er ekki að ósekju að strandlengjur Frakklands og Ítalíu hafa löngum laðað að sér fag- urkera og ferðalanga víða að. Himinblátt Miðjarðarhafið, fagrir bæir, matur og drykkur að hætti guðanna og veðráttan að sumri til; allt leggst þetta á eitt. Hóflegur flugtími frá Fróni skemmir heldur ekki fyrir en hægt á að vera að ná til þessara áfangastaða á hálfum sólarhing. Á frönsku rívíerunni hentar vel að fljúga til Nice og aka þaðan í aðra bæi svo sem Antibes, Cannes, St. Tropez og fleiri. Einnig er tilvalið að bregða sér þaðan til Mónakó. Ítalska rívíeran er skammt undan þegar komið er yfir landamærin. Næstu flugvellir eru í Genova og Písa. Þarna eru San Remo, Portofino og fleiri staðir mætir, að maður tali ekki um hina kunnu Cinque Terre, bæina fimm sem eru rómaðir fyrir rómantík og náttúrufegurð. Er þar m.a. að finna forna gönguleið elskenda eða Via dell Amore, sem tengir bæina. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.3. 2014 Ferðalög og flakk Káetur af öllum stærðum og gerðum, sól- baðssvæði og sundlaugar, veitingastaðir og verslanir og reglulega komið í höfn á mis- munandi stöðum þar sem ýmislegt mark- vert að sjá og gera – sigling á skemmti- ferðaskipi er eins og heimur út af fyrir sig. Íslendingar hafa löngum lagt leið sína til Flórídaskaga í Bandaríkjunum, en þar er einnig mikil höfn skemmtiferðaskipa. Er hægt að leggja þaðan upp í mislangar sigl- ingar um Karíbahaf, til Kúbu og víðar, með skipafélögum á borð við Royal Caribbean og önnur þekkt. Slíkt ferðalag þarf ekki að kosta miklu meira en gisting á hóteli í erlendri stórborg í nokkra daga – og oftar en ekki er fæði og fleira innifalið. Þá er einnig hægt að bæta við ýmissi annarri þjónustu, svo sem ótakmörk- uðum drykkjarföngum meðan á ferð stend- ur, skoðunarferðum og fleiru. Fljótandi slökun og skemmtun

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.