Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Qupperneq 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Qupperneq 29
V ið erum bæði miklir Hafnfirðingar þannig að ekki kæmi annað til greina en að búa þar,“ segir Sandra Dís Sigurðardóttir, innanhúss- arkitekt og lýsingarhönnuður hjá Verkís, en hún og kærasti hennar, Davíð Hjaltalín endurskoðandi, hafa komið sér vel fyrir í nýlegu hverfi Áslands í Hafnarfirði. „Heima hjá okkur vil ég hafa frekar hlutlausa liti í heildina séð en brjóta svo upp rýmið með nokkrum hlut- um í lit,“ segir Sandra og segist mjög hrifin af skandin- avískum stíl. „Annars prufar maður sig bara áfram í að finna sinn stíl. Mér finnst reyndar mikilvægt að vera ekki að ofhlaða hlutunum, heldur leyfa fallegri hönnun að njóta sín.“ Sandra segir að við val innrétttinga sé gott að velja tímalausa hönnun sem endist, út frá gæðum og fagurfræði. „Margir hverjir flaska á lýsingunni. Ég tel hana skipta miklu máli, þar sem góð og falleg lýsing getur gert íbúðina miklu betri,“ segir Sandra en hún sækir innblástur meðal annars í umhverfið. „Þegar ég fæ ákveðin verkefni fylgist ég sérstaklega með þeim rýmum sem verkefnið snýst um; hvert sem ég fer leita ég eftir sniðugum lausnum sem ég get nýtt í mína hönnun. Einnig er ég afar dugleg við að skoða alls konar hönnunarsíður og tímarit, sem ég get eytt heilu kvöld- stundunum í.“ Kerti og falleg uppröðun á baðherberginu. Lýsingin skiptir miklu máli SANDRA DÍS SIGURÐARDÓTTIR OG DAVÍÐ HJALTALÍN HAFA KOMIÐ SÉR VEL FYRIR Í FALLEGRI ÍBÚÐ Í HAFNARFIRÐI. Á HEIMILINU VELJA ÞAU HELDUR HLUTLAUSA LITI Í HEILDINA SÉÐ EN BRJÓTA SVO UPP RÝMIÐ MEÐ SMÁHLUTUM Í LIT. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is LEYFA FALLEGRI HÖNNUN AÐ NJÓTA SÍN Myndarammann fann parið á ferðalagi en veggspjaldið fylgdi hönnunartímariti. Peningur með mynd af Vigdísi Finn- bogadóttur sem Sandra fékk frá afa sínum og rammaði inn. Davíð og Sandra hafa áhuga á matar- gerð og má hér sjá skemmtilega uppröðun hráefna í eldhúsinu. * „Þegar égfæ ákveð-in verkefni fylgist ég sér- staklega með þeim rýmum sem verkefnið snýst um; hvert sem ég fer leita ég eft- ir sniðugum lausnum sem ég get nýtt í mína hönnun.“ 23.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 Ábreiða 130 x 170 cm. Svört og hvít 14.995,- Digital tern ábreiða Svört kertalugt. Ø 20 xH30 cm 3.495,- Rilled lugt 3.495,- 1.795,- 2.295,- 14.995,- Handblásið gler. Hvítvínsglas. 1.795,- Rauðvínsglas. 2.295,- Bubble glas
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.